Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1990, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1990, Side 5
MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 1990. 5 I>v Viðtalið Gera eins vel og maður getur ,, j Nafn: Drífa Jóna Sigfús- dóttir Aldur: 35 ár Starf: Verðandí forseti bæj- arsf jórnar Keflavíkur „Nýja starfiö leggst afskaplega vel í mig. Þaö er ólíkt skemmti- Iegra að vera i meirihluta heldur en í minnihluta í bæjarstjórn. Ég hef prófað hvort tveggja," segir Drífa Sigfúsdóttir, verðandi for- seti bæjarstjómar Keflavíkur. Drifa skipaði efsta sæti lista Pramsóknarflokksins í nýaf- stöðnum bæjar- og sveitarstjóm- arkosningum. „Forseti bæjarstjórnar er æösta virðingarstaða bæjarins og for- seti kemur fram sem fulltrúi bæj- arstjórnar við ýmis tækifæri, stjórnar fundum og fleira. Einnig leysi ég bæjarstjórann af' þegar hann fer í sumarleyfi. Embætti formanns bæjarráðs gegni ég svo fyrsta og þriðja ár kjörtímabilsins en samstarfsflokkur í meirihluta skipar formanninn annað og fjórða árið.“ Drífa segist vona að óvissu um úrsiit kosninganna Ijúki sem fyrst en úrslitin hafa verið ve- fengd. Bæjarmálin gefandi Drífa fagnar þvi að hlutfall karla og kvenna í bæjarstjórninni hafi breyst mikið konum í hag frá því hún fór að hafa afskipti af bæjarmálefnum. „Nú er svo komið að meirihluti meirihlutans er konur eða þijár af fimm fulltrúum. Æskilegast finnst mér ef hlutföllin séu sem jöfnust," segir Drifa. „Áhugamálin eru að vera með fjölskyldunni, hæjarmál, ferðalög og lestur bóka. Bæjarmálin eru gefandi og fjölþætt og þar kynnist maður mörgu fólki og mörgum ólíkum sviðum þjóðlifsins.“ Drífa lauk stúdentsprófi af við- skiptabraut Fjölbrautaskólans á Suðurnesjum 1979. Hún kveðst vera hætt að vinna úti að öðru en bæjarmáfefnum því að fundir séu á öllum tímum dags og því erfítt að stunda aðra vinnu með. Áöur vann Ðrífa við verslunar- störf hjá kaupfélaginu og skrif- stofustörf hjá Fjölbrautaskólan- um og Skipasmíöastöö Njarövík- ur. Mikið í stjórnmálum „Samhliða námi stundaði ég vinnu en eftir að ég lauk því hafa félagsstörf aukist jafnt og þétt. Ég vann aö stofhun Neytendafé- lags Suöumesja og er formaður .þess. Svo eru mai-gir fundir sem ég þarf að sitja á því samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjum er mikið og margir fundir fy rir utan fundi í bæjarstjóm og bæjarráöi. Lífsmottó mitt er að gera eins vel og ég get í því sem ég tek mér fyrir hendur á hverjum tíma,“ sagði Drífa Sigfúsdóttir að lokum. Maki Drífu er Óskar Karlsson og eiga þau þijú börn, Daníel 17 ára, Rakel Dögg 10 ára og Kára Öra sem er 7 ára. -hmó NÝR O G STÆRRI SUZUKISWIFT SEDAN er sérlega glæsilegur og rúmgóður fjölskyldubíll, þar sem vel fer um farþegana og nægt rými er fyrir farangur. SUZUKISWIFT SEDAN býðst með aflmiklum 1,3 I og 1,6 I vélum, 5 gíra handskiptingu eða sjálfskiptingu. Einnig er hann fáanlegur með sítengdu aldrifi. VERÐ: 1,31GL eindrif ...... 783.000,- kr. stgr. 1,61GLX eindrif.. 878.000,- kr. stgr. 1,61GLX sítengt aldrif. 1.031.000,-kr. stgr. KOMIÐ OG REYNSLUAKIÐ $ SUZUKI I0W .......... SUZUKIBÍLAR HF SKEIFUNNI 17 • SÍMI 685100 VISA 4 mánaöa raðgreiðslur 25% VERÐLÆKKUN Fjallahjól (24^26 tomma) Utsöluverð frá kr. 23.100,- lOgírahjól Útsöluverð frá kr. 21.900,- 3 gíra hjól með fótbremsu Útsöluverð frá kr. 24.200,- Keppnis- og aefmgahjól Útsöluverð frá kr. 18.400,- JÖFUR HF ÞEGAR ÞÚ KAUPIR H.IÓt, IMÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600" • • • « • • • • • • « • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • •’ • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • « • • • • • • • • • « • • • • • • • • • • • • ’ • • • • • • • • • • • • • • • • • •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.