Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1990, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1990, Qupperneq 13
MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 1990. 13 dv Lesendur Á aö koma heimilisbölinu á þá Tomma og Jenna? Tommi og Jenni eða „obbeldi, obbeldi“ Lísa hringdi: Er þjóðin að ganga af göflunum, eða hvað? Menn ganga með undir- skriftalista til að mótmæla teikni- myndasögum í sjónvarpi - af Tomma og Jenna, einhveijum vinsælustu teiknimyndasögum sem birst hafa á hvíta tjaldinu! - Hvað ætlum við að ganga langt eða láta aðra ganga yfir okkur? Nú á að koma heimilisbölinu á tvær frægar teiknimyndafígúrur, þá Tomma og Jenna! Það þýðir htið að hrópa „obbeldi, obbeldi“ eins og óðir menn, safna undirskriftum og segja að það sé gert í þágu bamanna okkar, á meðan eldri bömin slást og flækjast drukkin um torg og sveitir landsins hvert kvöld og helgi. Tökum á því máli, geymum pappírinn og undirskriftar- pennana og leyfum krökkunum að horfa á Tomma og Jenna. Þeir stökkva ekki út úr sjónvarpinu og misþyrma bömunum. Það sjá for- eldrarnir um sjálfir á heimilunum, þar sem áfengi og peningar em settir í öndvegi. Ég ætla bara aö vona að útvarps- stjóri og útvarpsráð fari ekki að taka mark á undirskriftum fólks sem er mestan part taugaveiklaðir einstakl- ingar í leit að blóraböggh. til að friða samvisku sína vegna útivinnu, fundahalda og auragræðgi. - Megi sálir þeirra róast undir hinum heimsfrægu teiknimyndaseríum af Tomma og Jenna og öðrum álíka af- þreyingarmyndum sem bjarga börn- unum a.'m.k. þá stundina frá fáfróð- um, flöktandi foreldrum, sem alltaf eru tilbúnir til að skrifa undir ef þeim er réttur penni. SUMARLEIKUR KODAK EXPRESS KODAKVÍPiKRÍIJN BREGÐA Á LEIK Spennandi sumarleikur KODAK LITAKRÍLANNA er hafinn. Næst þegar þú átt erindi á einhvern afgreiðslustaða KODAK EXPRESS getur þú fengið afhent fDátttökublað SUMARLEIKSINS. Það er eftir miklu að slægjast þegar dregið verður. 1. júlí, 10. ágúst og 3. september verður dregið um 500 KODAK LITAKRÍLI í hvert skipti og að lokum verður dregið um I. og 2. verðlaun pann 10. september, úr öllum réttum, áður innsendum lausnum. 1. verðlaun eru HELGARFERÐ TIL LONDON fyrir tvo með ferðaskrifstof- unni SÖGU að verðmæti kr. 80.000. 2. verðlaun eru vönduð CHINON HANDIZOOA/I myndavél að verðmæti kr. 18.900. 3. -1500. verðlaun eru dúnmjúk KODAK LITAKRÍLI. Líttu inn á einhvern afgreiðslustaða KODAK EXPRESS og taktu þátt í leiknum. •Verslanir Hans Petersen, Bankastræti, Glæsibæ, Austurveri, Kringlunni og Lynghálsi •Ljósmyndaþjónustan Laugavegi 178 • Kaupstaður, Mjódd • Veda, Hamraborg, Kópavogi *Filmur og Framköllun, Strandgötu, Hafnarfirði • Ljósmyndahúsið, Dalshrauni 13, Hafnarfirði • H[jómval, Keflavík *Bókaverslun Andrésar Níelssonar, Akranesi • Bókaverslun Jónasar Tómassonar, ísafirði • Pedrómyndir, Hafnarstræti og Hofsbót, Akureyri • Nýja Filmuhúsið, Hafnarstræti, Akureyri • Bókabúð Brynjars, Sauðárkróki • Vöruhús KA, Selfossi. Kodacolor r ANITECHéðoo HQ myndbandstæki ,,LONG PLAY" 14 daga, 6 stöðva upptökuminni, þráð- laus fjarstýring, 21 pinna ,,Euro Scart" samtengi ,,Long play" 6 tíma upptaka á 3 tíma spólu, sjálfvirkur stöðvaleit- ari, klukka + teljari, ísl. leiðarvísir. Sumartilboð 29.950.- stgr. Rétt verð 36.950.- stgr. m.’tsM Afborgunarskilmálar E HUOMCO FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.