Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1990, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 1990.
15
Er ríkisstjórn íslands
málsvari þrælahalds?
Ýmsar plágur hafa heijað á okk-
ur íslendinga, og má þar til nefna
svartadauða, frostaveturinn mikla
o.s.frv. Nýjasta nýtt, ef nýtt skyldi
kalla, er verðbólgan, en hún hefur
geisað af mismiklum krafti síðan
eftir síöustu heimsstyrjöld. Lækn-
ingu hafa menn r'eynt, en með mi-
sjöfnum árangri. I kringum 1980
fundu menn upp á því að verð-
tryggja peningana auk hinna
gömlu vaxta, lækning á ástandinu
hefur látið á sér standa. Enn er
verðbólga, en reýndar ekki eins
mikil og var í lok síðasta áratugar.
„Svartidauði" veröbólgunnar,
þ.e. verðtryggingin, lifir enn góðu
lífi, þrátt fyrir fógur loforö um að
afnema hana, ýmist í áfóngum eða
alveg.
Nú fer að reyna verulega á lang-
lundargeð landans og víða er það á
þrotum. Fyrir u.þ.b. þremur árum
var kosið til Alþingis. Þeir sem þá
börðust fyrir þingmannsvegsemd lof-
uöu margir að beita sér fyrir afhámi
verðtryggingar, en hvar er árangur-
inn? Vinir verðtryggingarinnar lifa
nú svo góðu lífi að eiturlyfjasalar í
Bóhvíu gætu öfundað þá af. Fjárfest-
ingarsjóðir og verðbréfafyrirtæki
spretta upp eins og gorkúlur, en at-
vinnurekstur stendur höllum fæti
vegna fj ármagnskostnaðar. Fram-
kvæmdasamir menn, sem m.a. hafa
haldið uppi atvmnulifi þjóðarinnar,
falla nú hver um annan þveran á
gjaldþrotabál þrælahaldara fjár-
magnsins.
Á tímabili töluðu leiðtogar þjóð-
arinnar um aö afnema verðtrygg-
ingu ef verðbólgan færi niður í 10%
en um það leyti óx verðbólgan og
enginn nefndi afnám meir. Nú er
verðbólgan komin niður í 8% og
verðtryggingin lifir enn góðu lífi.
Peningahaldarar fitna og stofna ný
fyrirtæki, það nýjasta er landsbréf.
KjaUarinn
Kristján B. Þórarinsson
verkstjóri
svo þau gætu keypt sælgæti fyrir
alla peningana sína því þau fengu
alltaf minna og minna fyrir sömu
upphæð. En núna hefur dæmið
snúist við. Þeir sem áður spöruðu
og töpuðu fé inn í veltuna til þeirra
sem héldu atvinnulífinu gangandi
græða nú á tá og fingri því verð-
tryggingin er langt umfram verð-
bólgu. Þeir sem nú tapa eru lántak-
endur, t.d. unga fólkið sem er að
byggja upp sín heimili og ala upp
komandi kynslóð.
Ég tel aö allt þjóðfélagið sé sýkt
með einhveijum hætti af mein-
semdum verðtryggingar og veVð-
tryggingin'hafi ekki læknað neitt
heldur bæst við gömlu vextina, sem
nú ganga undir ýmsum nöfnum,
t.d. fastir vextir, raunvextir, breyti-
legir vextir o.s.frv. Ég hef það
þurft á lánsfé að halda, bæði vegna
rekstrar og innkaupa, þar sem
greiðslur skila sér ekki strax, svo
og fjárfestingar. Má þar nefna út-
gerðarmenn, fiskverkendur, bænd-
ur, iðnfyrirtæki, þjónustufyrirtæki
o.fl. - Állir þessir aðilar þurfa að
greiða verðbætur á verðbætur ofan
af þessu lánsfé sem er þeim nauð-
synlegt til að geta starfað eðlilega.
Lánin hækka langt umfram það
sem raunhæft getur tahst og lán-
takendur eru nú orðnir þrælar fjár-
magnseigenda. Þessi atvinnufyrir-
tæki landsins, sem heíöu getað
haldið uppi auðugra atvinnulífi en
ella, rúlla nú hvert af öðru, vegna
áþjánar þessa tuttugustu aldar
þrælahalds, á meðan þúsundir
ungmenna ganga um atvinnulaus
og bætast við þá sem fyrir voru á
atvinnuleyisskrá. - Er ekki tíma-
bært að jafnvægi komist á í efna-
hagsmálum landsins og sparifjár-
og íjármagnseigendur fjárfesti með
eðhlegum hætti?
Lög vernda þrælahaldara
verðtryggingar
Á sínum tima var verðtrygging
sett á m.a. til að vernda sparifé
gamla fólksins. Nú held ég helst aö
þessi sömu lög séu til handa þeim
sem græða á verðtryggingunni. Við
sem skuldum verðtryggð lán erum
orðnir þrælar verðbréfafyrirtækja
og banka og eigum enga leið út úr
ánauðinni. „Jú,“ segja sumir,
„borgaðu bara skuldina upp og þá
ertu laus við áhyggjurnar." - En
ég spyr þá á móti: „Hvernig á ég
að borga upp lán, sem var 105.000,-
árið 1982 en er orðið 537.662,- í dag.
Það er búið að borga 16 sinnum
af láninu og eru 24 afborganir eftir.
Á þessu ári verð ég að borga ca
85.000,- af láninu en samt hækka
eftirstöðvamar.“ Launin standa
aftur á móti í stað og þar með rým-
ar kaupmátturinn, á meðan allt
annað hækkar. Nú síðast áfengi og
tóbak. Það er fagurt fordæmi ríkis-
stjórnar sem stóð að núll-samning-
unum frægu með gylh-loforðum
um engar verðhækkanir, rauð
strik o.s.frv. Hverjar eru efndim- •
ar?
Afnám þrælahalds 20. aldar
Enginn þarf aö láta sér detta í hug
að þrælahaldararnir sleppi okkur
úr ánauð sinni sjálfviijugir. Ástæð-
ur fyrir því eru m.a. þær að bank-
arnir lifa og nærast á því fjármagni
og valdi sem þessi þrælatök veita
þeim. - Verðbréfasjóðimir urðu til
vegna verðtryggingar og eiga allt
sitt undir því að halda fólki og fyr-
irtækjum í klemmu verðtrygging-
arinnar.
Það væri fróðlegt ef hægt væri
að gera athugun á tíðni sjálfsvíga
hér á landi 10 ámm fyrir verð-
tryggingu og síðasta áratug og gera
marktækan samanburð á aldri,
aðstæðum og orsakavöldum, sem
leiddu til verknaðar þessa ógæfu-
sama fólks. - Það kæmi mér ekki
á óvart ef hægt væri að tengja
aukningu sjálfsvíga að verulegu
leyti við verðtryggingu lánsfjár.
Að lokum skora ég á fólk að láta
í sér heyra um hvað því finnst um
verðtryggingu án verðtryggðra
launa, (eða er það of þreytt eftir að
hafa unniö tvöfaldan vinnudag til
aö halda í við skuldahalann, sem
vex eftir því sem meira er borgað?)
- Ég er tilbúinn að ganga til liðs
um stofnun samtaka um afnám
verðtryggingar, ef það má verðá til
þess að aflétta þessum ófögnuði.
Kristján Bjarnar Þórarinsson
„Ég tel að allt þjóðfélagið sé sýkt með
einhverjum hætti af meinsemdum
vérðtryggingar og verðtryggingin hafi
ekki læknað neitt heldur bæst við
gömlu véxtina sem nú ganga undir
ýmsum nöfnum.“
Þrælahald fjármagnsins
Mig langar að skýra í fáum orð-
um hvernig verðtrygging fjár án
verðtryggingar launa horfir við
mér. Fyrir verðtryggingu át verö-
bólgan upp sparifé og vextir voru
langt undir því sem hefði þurft til
að tryggja áfram sama verðgildi
fjárins. Það borgaði sig að eyða
peningunum strax og skulda sem
mest, skuldirnar rýrnuöu fljótt í
verðbólgunni. Meira að segja htlu
bömin skynjuðu þetta og báðu for-
eldrana um að tæma sparigrísinn,
stundum á tílfmningunni að öh
þessi nöfn með mismunandi blæ-
brigðum, svo og þessi mikh fjár-
magnskostnaður, séu m.a. til þess
fundin að halda uppi dýrri starf-
semi og atvinnu fyrir offramleiðslu
á fræðingaefnum frá Háskóla ís-
lands. í það minnsta er aflamagn
og þjóöartekjur íslendinga svipað
og þegar þjóðin var u.þ.b. 150 þús-
und í kringum 1965.
Atvinnurekstur í þrælahaldi
verðtryggingar
Atvinnurekstur hefur alla tið
Kosningamál:
Undirbúningur og
Nú að nýliðnum kosningum vakna
ýmsar spumingar um undirbúning
og framkvæmd þeirra, hvort skipu-
lagið hafi staðnað eöa sé í takt við
tímann og þær kröfur sem við ger-
um til örygps og réttlætis í þessum
efnum.
Þeir sem gefa sér tíma til að lesa
lög og reglur um alþingis- og sveit-
arstjórnarkosningar verða fljótt
þess varir að nákvæmni skortir
varðandi framkvæmd í ýmsum til-
vikum, smáatriðum, sem geta orðið
stór, þegar úrslit velta á því sem
umdeilt getur verið.
Til að auðvelda framkvæmd
kosninga þarf einkum tvennt að
koma til breytínga:
Stöðluð framboðsgögn og endur-
bætt gögn til kosninga utan kjör-
funda.
Varöandi framboð gilda þær regl-
ur að meðfylgjandi sé samþykki
frambjóðenda um að vera í kjöri
og tilskilinn fjöldi meðmælenda,
sem bundinn er við ákveðið lág-
mark og hámark. Ekkert tryggir
að hámarksfjölda meðmælenda sé
fylgt, þó ekki sé framvísað gögnum
nema með tílskildum fjölda.
Upplýsingar um frambjóöendur
og meömælendur eru með ýmsum
hætti: Oft vantar kennitölu, sem
er eina örugga sönnunin um hver
maðurinn er.
Dæmi eru um að meðmælendum
KjaUarinn
Björgvin Brynjólfsson
fyrrv. sparisjóðsstjóri,
Skagaströnd
hafi verið safnaö án þess að fram-
boðslistinn hafi verið ákveðinn,
nema munnlegt fyrirheit var gefið
um skipun í fyrsta sæti hstans.
Slíkt er einstök óvirðing við kjós-
endur sem þaö er boðið. - Líkt og
að biðja um að ábektur sé óútfylltur
víxih.
Skipulagsleysi
Stöðluð eyðublöð fyrir framboðs-
hsta, samþykki frambjóðenda og
meðmælendur, þar sem fram kæmi
lögheimili og kennitala, auka að-
hald með að farið sé að lögum og
tilgangur þeirra virtur.
Framboðsgögn bæru öll sama
númer sem tilheyrðu sama fram-
boði. Eyðublöð þessi væru til af-
greiðslu hjá sýslumönnum og bæj-
arfógetum, gegn kvittun viðtak-
anda, t.d. í 30 daga fyrir lok fram-
boðstíma.
Með þessum hætti ætti að vera
hægt að koma í veg fyrir mistök
og misferli, sem ríkjandi aðhalds-
leysi býður upp á, þar sem hvert
framboð getur verið með sínu sniði,
sem oft er umdeilanlegt.
„Dæmi eru um að meðmælendum hafi
verið safnað án þess að framboðslistinn
hafi verið ákveðinn, nema munnlegt
fyrirheit var gefið um skipun 1 fyrsta
sæti listans.“
framkvæmd
Úrelt gögn auka deilur
Þeim sem kjósa utan kjörfunda
fer sífellt fjölgandi, einnig hlutfalls-
lega. Bættar samgöngur og auknir
fólksflutningar, bæði utanlands og
innan, ráða þar mestu um.
Þaö er því brýn nauðsyn að öll
gögn við kosningar utan kjörfunda
séu auðveld til útfylhngar, með
fyhsta öryggi um framkvæmd. Þar
er greirúlega úrbóta þörf.
Sérstaklega vil ég geta þess að
rými til áritunar vitundarvotta er
mjög takmarkað og lítt áberandi
og gerir ekki ráð fyrir ritun kenni-
tölu vottanna, sem þó er mjög mik-
Uvægt ef vottunin á að vera mark-
tæk.
Ennfremur er hinn límbomi jaö-
ar hins eiginlega kjörseðils oft
harður og óþjáll, með lélegu Umi
og lokast því atkvæðaseðiUinn oft
ekki sem skyldi. AUar umbætur á
lokun eru útilokaðar vegna áhættu
um að atkvæðið verði tahð merkt,
og því ógilt.
Að endurbæta framboðsgögn á
fyrrgreindan hátt og það sem þarf
til kosninga utan kjörfunda er brýn
nauðsyn og æskiiegur áfangi tíl
aukins lýðræðis. Því deUur um
framkvæmd kosninga eru ekki tíl
aö auka virðingu fyrir okkar
stjórnskipulagi. Það þarf að vera í
sífeUdri framþróun ef það á að lifa
lengi.
„Þeim sem kjósa utan kjörfunda
fer sífellt fjölgandi, einnig hlutfalls-
lega", segir greinarhöfundur m.a.
Stjórnvöld hafa oft fjárfest í
óþairfari pappírum en endurbætt-
um framboðs- og kjörgögnum.
í von um að réttir aðUar lesi þess-
ar hnur og metí réttmætí þeirra.
Björgvin Brynjólfsson