Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Síða 5
FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990.
5
x>v Viötalið
Nám nauðsyn-
legt heilanum
Nafn: Sigurður Geirdal
Aldur: 50 ára
Starf: Bæjarstjóri í Kópavogi
„Nýja starflð leggst vel í mig.
Einhverjar breytingar verða í
bænum því allt er jú breytingum
undirorpið en búast má við aö
áherslur færist á það sem setiö
hefur á hakanum svo sem verk-
legar framkvæmdir og gatna-
gerð,“ sagði Sigurður Geirdal,
nýráðinn bæjarstjóri í Kópavogi.
Sigurður tók formlega við starf-
inu þann 12. júni sl.
Námshestur
„Ég ólst upp í Grímsey og flutt-
ist svo til Siglufjarðar. Svo fór
maður á flakk milli skóla en í
Kópavogi hef ég búið síðan 1962.
Ég fór í Reykholt og svo i Sam-
vinnuskólann á Bifröst og lauk
þaðan samvinnuskólaprófi. 1980
varð ég svo stúdent úr MH en
lauk viðsldptafræði i HÍ 1986.
Maður þarf að fara í nám með
vissu millibih því annars þornar
upp í manni heilinn. Ég hafði
hugsað mér að fara aftur í nám
um síðustu áramót og læra
tungumál, spönsku, þýsku og
jafnvel rússnesku, en nú hefur
þetta allt breyst svo námið verður
að biða.
Segja má að þetta sé hobbínám
hjá mér en ég hef þessa venjulegu
málakunnáttu úr skóla auk þess
sem ég hef verið í Ðanmörku og
Þýskalandi. Ég hef gaman af að
ferðast og liitta innfædda en ég
hef verið mikið á Kýpur. Þar er
fólkið svipað okkur á íslandi, tal-
ar um veðrið og hvaðan hver er
ættaður,1' sagði nýi bæjarstjór-
inn.
Sigurður kveðst ekki hafa skipt
oft um atvinnu. Hann var versl-
unarstjóri KRON í 8 ár, fram-
kvæmdastjóri UMFÍ í 16 ár og í 4
ár framkvæmdastjóri Frarnsókn-
arílokksins. Út úr þessum tölum
megi svo sjálfsagt finna formúlu
um starfsaldur sem Sigurður
kveðst láta stærðfræðingum eftir
að reikna út.
Æskulýðsmál hugleikin
„Ég hef alltaf verið mikið í
íþróttum og var keppnismaður í
frjálsum íþróttum og fleiru. Auk
þess er ég mikill útivistarmaður.
Ég hef unnið mikið aö íþrótta-.
og æskulýðsmálum og segja má
að það sé bæði vinna og áhuga-
mál. Mér finnst unga fólkið í dag
skemmtílegt og það hefur minni
fordóma en áður. Ég naut þess
að fara í viðskiptafræðina með
unga fólkinu sem var alveg stór-
kostlegt og allir voru tilbúnir að
hjálpa."
Sigurður segist hafa þann sið
að hugsa sig vel um áður en hann
byrjar á verki því aðalatriðið er
að klára það sem byrjað er á. Sem
dæmi um það er hús sem Sigurð-
ur byrjaði á og byggði að mestu
sjálfur samhliða viðskiptafræði-
námi. <
Eiginkona Sigurðar er Ólafía
Ragnarsdóttir og eiga þau saman
börnin Ragnheiði sem er 22 ára,
Gísla 20 ára, Ragnar 16 ára og
Jóhann Örn en hann er 14 ára.
Sigurður á auk þess son, Sigurjón
(Sjón)semer27ára. -hmó
______________________________________________ Fréttir
MeðaUaun, sem námsmönnum bjóðast, eru 50-60 þúsund á mánuði:
Konur taka frekar illa
launuð störf en karlar
- segir Elsa Valsdóttir, framkvæmdastjóri Atvinnumiðlunar námsmanna
Atvinnuástand skólafólks hefur
verið mikið til umræðu síðustu vik-
ur. Nú lítur út fyrir að þau skilyrði
hafi skapast að ungt fólk geti ekki
verið eins vandlátt og áður. Það virð-
ast þó ekki allir vera á sama máli
því komið hefur í ljós að af þeim 280
námsmönnum sem eru á skrá hjá
Atvinnumiðlun námsmanna eru
margir sem taka ekki hverju sem er.
Launin eru það sem flestir setja
fyrir sig en meðallaunin sem bjóðast
eru á bilinu 50-60 þúsund. Það eru
þær upphæðir sem hinn almenni
launamaður í landinu fær í dag sam-
kvæmt kjarasamningum. Velta
menn því fyrir sér hvort námsmenn
geri óraunhæfar kröfur.
„Það er erfiðara að manna stöðurn-
ar því lægri sem launin eru og taka
konur frekar að sér illa launuð störf
en karlmenn," sagði Elsa Valsdóttir,
framkvæmdastjóri Atvinnumiðlun-
ar námsmanna.
Það vekur einnig furðu að kynja-
skipting er áberandi meðal þeirra
sem skráðir eru. 250, eða 89%, eru
karlmenn en aðeins um það bil 30
eru konur.
„Langmest framboð hefur verið á
vinnu við afgreiðslu- eða skrifstofu-
störf en það kemur mun minna inn
af hefðbundnum karlmannsstörfum
og því er auðveldara fyrir konur að
ráða sig,“ sagði Elsa. „Einnig er tölu-
vert um það að atvinnurekendur vilji
eingöngu ráða kvenfólk.
Möguleikar á að fá vinnu fara þó
einnig eftir starfsreynslu viðkom-
andi og svo er mikið um að fólk vilji
starf sem tengist námi þess,“ sagði
Elsa ennfremur.
DV hafði samband við nokkra at-
vinnulausa námsmenn og kannaði
viðhorf þeirra.
„Greinilega breyttir tímar“
Fjóla Rún Björnsdóttir er við nám
í Frakklandi og er nýkomin til lands-
ins. Hún er 23 ára gömul, hefur mikla
tungumálakunnáttu og er nemandi í
andi við Fjölbraut í Breiðholti.
En hvað um framtíðina?
„Ég hef farið að hugsa til þess
hvernig þetta verður í framtíðinni.
Ég held að ástandið fari versnandi
en aðalspurningin núna er að fá
vinnu," svaraði hún.
„Ætla í sjálfstæðan rekstur“
„Ég hefði getað komist í vinnu en
mig langar til að starfa við eitthvað
sem tengist náminu," sagði Ingimar
Jónsson 26 ára gamall viðskipta-
fræðinemi. „Ef það gengur ekki ætla
ég að fara út í sjálfstæðan rekstur
með kunningja mínurn og veita
minni fyrirtækjum bókhaldsaðstoð.
Miðað við það nám sem ég hef að
baki tel ég mig eiga rétt á góðum tekj-
um en eins og staðan er í dag er ég
tilbúinn að taka nánast hverju sem
er.
Hvað er til ráða?
Mér finnst það ekki rangt að at-
vinnurekendur séu hættir að ráða
of mikið af fólki eins og áður var
gert þó svo að það komi niður á okk-
ur, skólafólkinu. Við verðum að vera
raunsæ. Mér finnst borgin hafa stað-
ið sig mjög vel í sambandi við ungl-
ingana og ég held að það þýði ekkert
annað en að vera bjartsýnn á fram-
tíðina."
„Óþægilegt að vera peninga-
laus“
Baldur Kristinsson er tvítugur
nemandi í heimspeki við Háskóla ís-
lands.
„Ég hef fengiö upplýsingar um
mörg heimilisföng en ekkert ákveðið
hefur komið út úr því ennþá," sagði
hann.
„Mér finnst aðallega óþægilegt að
vera peningalaus og ef ég fæ ekkert
að gera á næstunni er ætlunin að
skrifa greinar og selja til blaðanna."
Baldur hafði ekki lent í erfiðleikum
áður með að útvega sér vinnu en
hann vonaði að úr málunum rættist
nú á næstu dögum.
-tlt
eðlisfræði og stærðfræði.
„Mér hefur helst dottið í hug að
fara út aftur og nota tímann í stað
þess að sitja heima með hendur í
skauti. Ég er farin að sjá fram á það
að vera atvinnulaus í sumar," sagði
hún.
Aðspurð hvernig hefði gengið að fá
vinnu áður sagði Fjóla: „Það eru
greinilega breyttir tímar en það er
erfitt að átta sig á því að óreyndu."
„Leiðinleg vinna og illa laun-
uð“
„Það er alveg hægt að fá vinnu en
það sem býðst er bæði leiðinleg vinna
og illa launuð. Spurningin um launin
er að sjálfsögðu mörgum mikilvæg.
Margir stunda aukavinnu en hana
er erfitt að fá á sumrin. Ef unnið er
með skólanum á veturna til að drýgja
tekjurnar kemur það niður á náminu
og það finnst mér mjög slæmt," sagði
Sigrún Sigurðardóttir 21 árs, nem-
Elsa Valsdóttir, framkvæmdastjóri Atvinnumiðlunar námsmanna.
Fjóla Rún Björnsdóttir: „Greinilega breyttir Ingimar Jónsson: „Ætla í sjálfstæðan rekstur." Baldur Kristinsson: „Óþægilegt að vera peninga-
tímar.“ laus.“
Þýsk-íslenska mótmæltu ákærunum:
Málið í bið til haustsins
Ómar Kristjánsson og Guðmundur
Þórðarson, sem eru ákærðir fyrir
brot á lögum um tekjuskatt og eigna-
skatt, mótmæltu ákærunum þegar
þeir komu fyrir Sakadóm Reykjavík-
ur.
Ómar er forstjóri og aðaleigandi
Þýsk-íslenska og Guðmundur Þórð-
arson er fyrrverandi framkvæmda-
stjóri fyrirtæksins.
Þeim er gefið að sök að hafa gefið
upp rangar tekjur á fyrirtækið. í
ákærunni er munurinn sagður vera
tæpar 92 milljónir króna.
Þeir eru einnig ákærðir fyrir bók-
haldsbrot. í ársreikningi fyrirtækis-
ins eru meðal annars nefndar tvær
langtímaskuldir við tvo banka. Þess-
ar skuldir, sem eru samtals 38 millj-
ónir, reyndust ekki vera til.
Rannsóknardeild ríkisskattstjóra
hóf rannsókn hjá fyrirtækinu í nóv-
ember 1985. Sú rannsókn leiddi til
frekari rannsókna og síðar ákæru.
Forráðamenn Þýsk-íslenska fengu
löggiltan endurskoðanda til að yfir-
fara bókhalds- og reikningsgögn þeg-
ar niðurstöður rannsóknar skatt-
rannsóknardeildar lágu fyrir. End-
urákvörðunin leiddi til hækkunar á
tekjuskatti og eignaskatti um 45,6
milljónir króna. Samkvæmt rekstr-
arreikningi nam hagnaður fyrir
tekju- og eignaskatt 63,5 milljónum
króna en í fyrra framtali var hagnað-
urinn sagður vera 19,6 milljónir.
Munurinn er um 44 milljónir króna.
Auk þess kom fram óútskýrð eigna-
aukning um 45,5 milljónir.
Ríkissaksóknari krefst þess að báð-
ir ákærðu og Þýsk-íslenska verði
dæmt til að greiða sektir, allt að tíu
sinnum þá íjárhæð sem svikunum
nam. Þá er þess krafist að Ómar og
Guðmundur verði dæmdir til refs-
ingar og að Ómar og Þýsk-íslenska
verði svipt verslunarleyfi.
-sme