Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990. 7 dv Fréttir Bústjóra mótmælt á skiptafundi vegna gjaldþrots Svarts á hvítu: Almenna bókafélaginu stefnt vegna Söguatlass Svart á hvítu hefur stefnt Al- menna bókafélaginu og höfundum bókarinnar Söguatlas. Krafist er fjögurra milljóna vegna útgáfu bókarinnar. Höfundarnir höföu verið í vinnu og á launum hjá Svörtu á hvítu í tvö ár vegna henn- ar. Svart á hvítu ákvað að fresta útgáfu bókarinnar - af fjárhagsá- stæðum. Höfundarnir sneru sér þá til Almenna bókafélagsins sem gaf bókina út. Þrjár milljónir af kröf- unni eru vegna útlagðs kostnaðar og ein milljón vegna ágóðamissis. Málið er nú í bæjarþingi Reykja- víkur. Almenna bókafélagið bauð Svörtu á hvítu 1,5 milljónir þegar bókin kom út. Því var hafnað. Til- boðið var endurtekið þegar Svart á hvítu varð gjaldþrota. Því var einn- ig hafnað þá. Þrátt fyrir gjaldþrotið er málið rekið fyrir bæjarþinginu. Lögmenn Almenna bókafélagsins og höfund- anna munu skila inn greinargerð- um innan skamms. Á fyrsta skiptafundi þrotabús Svarts á hvítu komu fram mót- mæli vegna ákvarðana bústjóra. Bústjóri hafði hafnað mörgum kröfum, ýmist alfarið eða að svo stöddu. Næsti skiptafundur verður haldinn í september. Þeir sem mót- mæltu ákvörðunum bústjóra hafa þvi möguleika á að skila frekari gögnum máh sínu til stuðnings og rökstyðja mál sitt. Það er of snemmt að segja um hversu stórt þetta gjaldþrot verður. Eftir er aö meta eignir. Þar er með- al annars bókalager sem hefur að geyma 30 til 40 þúsund bækur. Út- gáfuréttur á fornsögunum er ekki eign þrotabúsiris. Þá á þrotabúið hlutafé í öðrum félögum sem flest eru illa stödd, svo sem íslenski gagnagrunnurinn, en veð ríkis- sjóðs vegna söluskattsskuldarinn- ar er einmitt í hugbúnaði íslenska gagnagrunnsins. Það skýrist á næstu vikum og mánuðum hversu stórt gjaldþrot Svarts á hvítu er. Frá skiptafundinum. Það má sjá að bekkurinn er þétt skipaður. DV-mynd GVA Aukin fiskneysla í Bandaríkjunum Sundurliðun eftirtegndum: Selt magn kg Verð í erl. mynt Meðalverð pr. kg Söluverð isl. kr. Kr. pr. kg Þorskur 42.635,00 56.384,20 1,32 5.800.862,88 136,06 Ýsa 66.355,00 94.935,00 1,43 9.767.007,73 147,19 Ufsi 1.300,00 653,20 0,50 67.201,87 51,69 Karfi 300,00 273,60 0,91 28.148,24 93,83 Koli 4.140 5.006,20 .1,21 515.042,86 124,41 Blandað 6.600,00 8.686,20 1,32 893.644,94 135,40 Samtals 121.330,00 165.938,40 1,37 17.071.908,53 140,71 Að undanförnu hefur verið gott verð fyrir fisk í Englandi. Lítið berst á markaðinn af fiski úr Norðursjó og annars staðar frá. Bv. Sighvatur Bjarnason seldi í Hull alls 95 lestir fyrir 10,9 millj. kr. Meðalverð 113,96 kr. kg. Bv. Gullver seldi í Grimshy alls 147 lestir fyrir 21,5 millj. kr. Meðalverð 146,23 kr. kg. Meðfylgjandi tafla sýn- ir meðalverð á hverri tegund. Gott verð hefur einnig fengist fyrir fisk seldan úr gámum. Frá 11.-15. júní var selt 1381 tonn fyrir 151 millj. kr. Meðalverð 124,71 kr. kg. Fiskveiðar Svía Eftirfarandi er haft eftir Per Wram- mer, aðalforstjóra National Swedish Board of Fisheries. Viðtalið er stytt og endursagt. Strandlengjan: Strandlengja Sví- þjóðar er 2862 km. Vegna hinna mörgu voga og eyja er strandlengjan í raun 7626 km. Landhelgin er 165.295 ferkm. Meira en 100.000 vötn þekja 11% af landinu. Hin langa strand- lengja og vötn gefa mikla möguleika á fiskeldi. Svíar hafa mikla þekkingu á því sviði og gætu ef með þyrfti aukið fiskframleiðslu sína að mikl- um mun og gætu orðið ein af leið- andi fiskveiðiþjóðum heims. Tegundir: Þær tegundir sem helst veiðast eru þorskur, síld, humar og flatfiskur. Þorskurinn gefur mestan arðinn. Úthafsveiöar: Árið 1988 var landað 230.000 tonnum af fiski að verðmæti 750 millj, sænskra króna. Af síld veiddust 62.000 tonn, af þorski veidd- ust 51.000 tonn og var hann 45% af verðmæti alls aflans. Fiskiðnaður: Neysla í Svíþjóð er 49.500 tonn. Hver Svíi neytir 5,8 kg á ári af þorski og ýsu. Af frosnum flök- um 3,3 kg. Niðursoðinn fiskur er 6,1 kg. pr. mann. Af skelfiski neyta Svíar 2 kg á mann. Neysla á ferskum fiski fer minnkandi en eykst að sama skapi á frosnum fiski. Innflutningm*: Verðmætasti fisk- urinn, sem inn er fluttur, er rækjan og humarinn. Þar næst kemur fiski- mjöl, flakaður þorskur, áll og sfld. Innflutningur Svía árið 1988 nam 2,6 billjónum sænskra króna. Útflutn- ingur á fiski var aðeins 1 billjón kr. Fiskimjöl var keypt inn fyrir 174 millj. kr. Fiskeldi: Fiskeldi hefur færst í auk- ana að undanförnu. Fiskeldiö hófst af krafti 1980. Þær tegundir, sem helst eru ræktaðar, eru lax og regn- bogasilungur. Verðmæti þessarar framleiðslu var 200 millj. s.kr. árið 1988. Auk þessara tegunda, sem fyrr er getið, er ræktað mikið af bláskel og öðrum skelflski. Fiskmarkaðir ingólfur Stefánsson Fiskveiðarnar: Oftast eiga fiski- mennirnir sjálfir skipin, þó er nokk- uð um samvinnufélög en örfáir ein- staklingar. í mörgum tilfellum standa að frekári framleiðslu samtök fiskimanna en oftast einstaklingar. Eins og við vitum er síldarfram- leiðsla þeirra fræg um allan heim. Flotinn er orðinn gamall og er 1550 skip, 500 stórir togarar og 1050 smærri skip. Gömlu tréfiskiskipunum fækkar og í staðinn koiria stálskip. Meðalald- ur tréskipanan er 30 ár. Nýju skipin eru dýr og til að stytta hafnarlegur er skipt um áhöfn eftir hverja veiði- ferð. Á eldri skipunum er skipt um tvo menn í einu. Veiðiferðir eru venju- lega 7 dagar. (Stytt og endursagt) Söluherferð Um þessar mundir eru Norðmenn með mikla kynningarherferð á fiski á helstu hótelum Svíþjóðar. Telja þeir mikla möguleika á að selja til Svíþjóðar mun meira af fiski en gert hefur verið. Gott verð fæst fyrir þann fisk sem þangað er seldur og reyna þeir eins og frekast er unnt að auka sölu þangað. Tokyo Hvar er norski laxinn? spyr sölu- skrifstofa Norðmanna í Tokyo. Að undanfórnu hefur varla sést norskur lax á markaðnum þar. Ástæðan er að lítið framboð hefur verið á laxi, sem er 3-1 kg. Fyrir þá stærð fæst hæsta verðið, 1650-1750 jen, sem eru 640-680 kr. kg. Nokkuð er af Chile-lax á markaðnum en hann selst á aðeins lægra verði. Japanskur (Coho) lax selst á 20-30% lægra veröi. Gott verð er á pfllaðri rækju um þess- ar mundir. Mjög lítið atvinnuleysi er í Japan og hefur það haft þau áhrif að illa gengur að manna fiskiskipaflotann. Menn hafa ekki fengist til að fara til sjós og er sérstaklega érfitt að fá ungt fólk til starfa. Útgerðin hefur orðið að hækka laun verulega til að fá sjómenn. Veldur þetta því aö erfitt er að gera út og þurfa útgerðarmenn að fá hærra verö. Afleiðing þessa er að kaupendum finnst hagstæöara að flytja inn fisk- inn, kaupendum finnst betra aö kaupa innfluttan fisk til framhalds- vinnslu. New York: Gleðileg neysluaukning Talið er að hver Bandaríkjamaður borði 16,5 lb. af fiski á ári. Það er aukning um 4,6% frá því sem var 1988. Innflutningur hefur aukist um 6,6% frá því árið 1988. Enn er verð á laxi lágt og búist er við að það muni kannski hækka smátt og smátt um næstu mánaða- mót vegna þess að 4. júlí er almennur frídagur og fara þá margir út að borða. í sambandi við lax er nauð- synlegt að rétt sé merkt hvaða stærð- ir eru í hverjum kassa. Auðvitað verður að ganga vel frá fiskinum í upphafi'ferðar. Mikill hiti er nú í New York. Endursagt úr Fiskaren B.'...~ = COMBhCAMP' COMBI CAMP er traustur og góður félagi í ferðalagið. Léttur í drætti og auðveldur í notkun. Það tekur aðeins 15 sek. að tjalda. COMBI CAMP er hlýr og þægilegur með fast gólf í svefn og iverurými. COMBI CAMP er á sterkbyggðum galvaniseruðum undirvagni, sérhönnuðum fyrir íslenskar aðstæður, á íjöðrum, dempurum og 10" hjólbörðum. L5 COIVIBI CAIVIP COMBI CAMP er einn mest seldi tjaldvagninn á íslandi undanfariri ár og á hann fæst úrval aukahluta. COMBI CAMP er til sýnis í sýningarsal okkar og til afgreidslu strax. TÍTANhf LÁGMÚLA 7 SÍMI 84077

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.