Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990. Fréttir Hverfandi líkur á sameiningu Stöövar 2 og Sýnar: Friðrik Friðriksson: Sýn og Stöð 2 fara í samkeppni í haust stefnt að fyrstu útsendingu Sýnar 1. nóvember AUar líkur benda nú til að ekkert verði af sameiningu Stöðvar 2 og Sýnar. Eigendur Sýnar hf. stefna nú að því að sjálfstæðar útsendingar stöðvarinnar heíjist l. nóvember næstkomandi. Að sögn Þorgeirs Baldurssonar í Odda hafa viðræður Sýnarmanna við Stöð 2 nánast legið niðri um fjög- urra vikna skeið. Á þeim tíma hefði margt komið fram sem gerði menn afhuga sameiningu, til dæmis bág stáða Stöðvar 2. Auk þess hefðu mörg skref verið stigin í átt að sjálfstæðum útsendingum. Líkurnar á því að Sýn sameinaðist Stöð 2 færu því sífellt minnkandi og væru nú orðnar hverf- andi. Sveinn R. Eyjólfsson, stjómar- formaður Frjálsrar fjölmiðlunar, sagöi að vegna þessara sameiningar- mála hefðu tveir mánuðir farið til einskis hjá Sýnarmönnum. Nú væri unnið á fullu að því að vinna upp þetta tap. Samhliða viðræðum Sýnarmanna um slit á samkomulagi við Stöð 2 hefur verið leitað til nýrra aðila um inngöngu í Sýn. Núverandi eigendur fyrirtækisins hafa skráð sig fyrir 118 milljónum af 184 milljóna króna stofnhlutafé fyrirtækisins. Eftir standa 66 milljónir sem verið er aö bjóða nýjum aðilum. Að sögn Sveins er síðan stefnt aö því að gera fyrir- tækið að almenningshlutafélagi með stóm hlutafjárútboði um leið og út- sendingar hefjast. Eins og áður sagöi er nú stefnt að útsendingum 1. nóvember eða um 25 dögum síðar en upphaflega var ráð- gert. „Þaö hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan samkomulagið við Stöð 2 var undirritað. Bæði hafa menn látið reyna á samstarfsmöguleika og nýjar upplýsingar komið fram sem hafa breytt myndinni," sagði Þorgeir Baldursson. -gse BHMR fær frest A fundi, sem haldinn var í gær, fékk Bandalag háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna frest til klukkan 16.00 næsta miðvikudag til að taka ákvörðun um hvort bandalagið skipi fulltrúa í nefnd þá sem á að úrskurða um deilumál BHMR og ríkisins. „Á fundinum gerði fulltrúi fjár- málaráðuneytisins nánari grein fyrir því hvert hlutverk nefndarinnar á að vera og fékk BHMR vikufrest til að skoða þau gögn,“ sagði Friðgeir Bjömsson borgardómari en hann verður oddamaður nefndarinnar. -J.Mar Slysið í Reykhólasveit: í athugun hjá landlækni Aðstæður við slysið í Reykhóla- sveit á fóstudag, þegar 23 ára gamall maður velti jeppa og hafði nær misst fótinn, em í athugun hjá landlækni- sembættinu. Landlæknir vildi ekki tjá sig um málið aö svo stöddu. Aðstæður vora þær að engin deyfi- lyf fundust á heilsugæslustöðinni til að lina þjáningar mannsins þar sem þau lyf höfðu verið notuð í vetur og birgöimar ekki endurnýjaðar. Auk þess fundust börar til að flytja mann- inn ekki fyrr en eftir að hann hafði verið fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. -hlh Friðsamt við Lögreglan í Árnessýslu fór í gær inn að Fjóröungsöldu, mörkum Húnavatns- og Ámessýslu. Margt manna var við Fjórðungsöldu, bæði gangandi, hjólandi og riðandi. Fjórðungsöldu Lögreglan segir að ástand hafi ver- ið gott og fólki til fyrirmyndar. Lög- reglan í Árnessýslu hyggur á fleiri feröir á Fjórðungsöldu í sumar. -sme Kópavogur: Barn varð fyrir bíl Lítil stúlka varð fyrir bíl á Álf- á slysadeild til skoðunar. hólsvegi í Kópavogi í gær. Stúlkan Bílnum var ekið austur Álfhólsveg slasaðist ekki alvarlega en var flutt þegarslysiövarð. -sme Það var brotist um og spriklað af krafti i gær þegar 40 hafbeitarlöxum var sleppt í Leirutjörn á Akureyri. Meðalþyngd þeirra var 15 til 20 pund. Áður hafði verið sleppt um 400 eldislöxum og er ætlunin að halda fjölskylduveiði- keppni um næstu helgi. Selja á leyfi til veiðanna en hægt er að kaupa þau á staðnum. Kostnaðurinn mun vera 1800 krónur fyrir hálfan veiðidag en sérstakt verð er í boði á keppnisdegi. DV-mynd GK Nýtt heymartæki: Auðveldar heyrnar- lausum tjáskipti „í Bandaríkjunum og Ástralíu er búið að þróa heyrnartæki sem ger- ir heymarlausu fólki kleift að nema hljóð. Heymartækið er þó ekki það fullkomið að fólk heyri talað mál,“ sagði Sigurður Stefáns- son, sérfræð'ingur í háls-, nef- og eymalækningum. Tækið sem um ræðir er örsmátt heymartæki með 22 rásum sem grætt er í beinið fyrir aftan eyraö og rafskaut leidd inn í innra eyrað, eða kuðunginn. Lausum hljóðnema er síðan komið fyrir að utanverðu og hann tengdur í léttan talgreini. Tækið virkar á þann veg að það örvar heymartaugar þess sem þaö ber. „Tveir íslendingar hafa þegar fariö til Bandaríkjanna og hafa heyrnartæki verið grædd í þá þar. Slíkar aðgerðir hafa hins vegar ekki farið fram hér á landi enn sem komið er. Þaö er mikil bót fyrir þá sem eru heymarlausir að eiga möguleika á að heyra einhver hljóð í stað þess að lifa í fullkominni þögn. Það rýfur að einhverju leyti einangrun þeirra og auðveldar þeim meðal annars að lesa af vör- um annarra. Rannsóknir á þessum tækjum era á frumstigi og það á eftir aö þróa þau ennfrekar. Enn sem kom- ið er virðast þau ekki henta öllum heyrnleysingjum og sú reynsla sem þegar er af þeim sýnir að fólk er misánægt með þessi nýju heyrnar- tæki,“ sagði Sigurður. -J.Mar Svör vegna umboða yf irleitt jákvæð „Viö höfum verið að senda þessum 40 umboösaðilum ítarleg bréf um hverjir við erum. Við eram búnir að fá svar frá mörg- um og einir tíu aðilar hafa þegar staðfest að þeir viiji vinna með okkur. Önnur svör era yfirleitt jákvæð. Við höfum líka hringt og menn era aö skoða málið. Menn fara varlega,“ sagði Friðrik Frið- riksson, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins Skrifstofuvélar-sund, viðDV. Eftir gjaldþrot Skrifstofuvéla- Gísla J. Johnsen vöknuðu strax upp spurningar um hvað yrði um hin fjölmörgu umboö sem fyrir- tækið var með, þar á meöal IBM- tölvur og Microsoft hugbúnað. Auk húseigna vora umboð meðal helstu eigna þess. Heyrðist fljót- lega af fulltrúum annarra fyrir- tækja í tölvu- og skrifstofugeiran- um sem voru á höttunum eftir einhverjum hinna 40 umboða. „Þaö er ákveðin rómantík tengd því þegar sagt er að menn íljúgi utan morguninn eftir gjaldþrot til að „stela“ umboðum. Það hljóm- ar vel en hlutirnir gerast ekki þannig. Flestir hinna erlendu að- ila taka sér tíma til að meta stöð- una svo þeir sjái hvar þeir standa. Gjaldþrotið kom á óvart og þeir eiga margir kröfur í þrotabúiö.“ -hlh Þingeyri: Landlæknb- sem héraðs- læknir „Maöur reynir að hjálpa eftir bestu getu. Ég hef gert þetta dálít- ið og i gegnum tíðina hef ég hlaupið í skarðið á sautján stöð- um víðs vegar um landið. Maður heldur sér við. Það er líka nauð- synlegt fyrir miðstjórnarembætt- ismenn að ferðast um landiö, ekki bara til að sækja ftmdi heldur til að vera og sjá hvernig hlutinir gerast. Það er hollt fyrir menn," sagði Ólafur Ólafsson landlæknir viö DV en hann gegnir stöðu hér- aðslæknis á Þingeyri í tvær vik- ur. Læknisleysi hefur títt hrjáð Þingeyringa og læknar og lækna- nemar verið þar skamman tíma í senn til að bjarga málum. Er erfitt að fá menn til að dvelja í lengri tírna á Þingeyri og á fieiri smærri stöðum um landiö. -hlh Borgarstjóm: Enginn staður i stað Glyms „Þaö hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um það hjá borg- inni hvort keyptur verður nýr staður sem gæti komið í stað Glyms sem unglingaskemmti- staður," sagði Magnús L. Sveins- son, forsetl borgarstjómar. „Glym var bæði ætlað að þjóna sem félagsmiðstöð fyrir unglinga og eldri borgara og borgin hefur nú þegar keypt húsnæöi að Hverfisgötu 105 sem notaö verður fyrir félagsstarfsemi aldraöra svo við höfum íyllt það skarð. Þaö verður svo skoöað síöar hvort keyptur veröur eða byggður nýr staður sem getur þjónað sem fé- lagsmiðsstöð fyrir unglinga." -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.