Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 199(1. Útlönd Haffna vopnahléi Líberískir uppreisnarmenn sigldu í gasr á fiskibáti til Sierra Leone til samningaviðræðna en skýrðu strax frá því að vopnahlé i borgarastyijöld, sem geisað hefur í landinu og svipt hefur þúsundir lífi, kæmi ekki til grcina. Uppreisnarmenn hafa nýveriö hertekiö höfuðborgina, Monrovúu, og hafa nú um nokkum tíma setiö um höil forseta landsins, Samuel Doe. Neyðarástand hefur ríkt í borg- Borgarastyriöld hefur staðið yfir i innisiðustuvikuenhúnhefurver- Uberíu i hálff ár. Hér sést kven- ið án rafmagns, vatns og símasam- hermaður úr hópi uppreisnar- bands aö undaníomu. manna. simamynd Reuter Dýrkeypt mistök ffrjóvgunarlæknis Fijóvgunarstöð í Bandaríkjunum hefur samþykkt að greiða tæpar fjög- ur hundmð milljónir íslenskra króna til þríbura sem fæddust fyrir fimm árum. Ástæða þessa er sú að foreldramir stefndu frjóvgunarstöðinni vegna þess aö mistök voru gerð er móðir bamanna fór í aðgerð þar fyrir nokkrum áram. Móöurinni var gefið ffjóvgunarlyfið Pergonal og eignaöist hún sjöbura. Eitt barnið lést við fæðingu, þrjú dóu innan mánaöar frá fæöingu og þau þrjú sem eftir lifa eiga Öll við heilalömun aö stríða. Síðar kom í ljós að rangar leiðbeiningar læknis stöðvarinnar um notkun lyfsins höfðu þessi hörmulegu áhrif á bömin. Borgarastyrjöld hefur staðlð yfir i Liberiu i hállt ár. Hér sést kven- hermaður úr hópi uppreísnar- manna. Slmamynd Reuter Ætluðu að stela gulli Astralir nokkrir hugðust ræna gtfurlegu magni af gulli úr banka á Filipps- eyjum og höfðu undirbúið ránið vel. En ekkert varð úrfyrirætlan þeirra. Lögreglan í Sidney í Ástralíu hefur komið upp um ráðageröir manna sem hugðust gerast gullþjófar fyrir skömrnu. Nokkrir Ástralir, sem ætluð- u að ræna gulli í banka á Filippseyjum í byrjun júní, höfðu skipulagt mótmælagöngu í Manila undir þvi yfirskini að veríð væri að mótmæla ríldsstjórn landsins. í miöjum mótmælunum átti svo aö ráöast inn í ákveðinn banka og hafa þaðan út gull aö verðmæti Ijögur hundmð og fimmtíu milljarðar íslenskra króna. Ekkert varð úr gullþjófnaðinum. Og hafa mennimir, sem stóðu að baki þessu, játaö að ránið heföi staðið til og aö ýmsar undirbún- ingaðgerðir heföu verið skipulagðar. Kvenréttindakona ffram í fingurgóma Þaö má með sanni segja að kvenréttindakonan og rithöfundurinn Shir- ley Conran hegöi sér í anda þeirra kenninga og hugmynda sem hún boð- ar. Það þykir nefnilega mjög gott að hún greiðir konunni sem hreinsar hús hennar sömu laun og helsta aöstoðarmanni sínum. Frægust varð Shirley fyrir vérk sitt „Súperkonan", sem kom út fyrír 15 ámm, þar sem hún reifar kvenfrelsishugmyndir sínar. Síðan hafa margar bækur siglt í kjölfarið, m.a. hagnýt bók með ráöleggingum handa konum um hvemig þær geta fækkað húsverkunum svo vel fari. Hella niður mjólk Austur-þýskir bændur komu saman fyrir framan stjórnarskrif- stofur í Austur-Berlín íyrr í vik- unni, helltu niður mjólk og gáfu vegfarendum egg, mjóik og græn- meti. Aðgerðimar vom í mótmæla- skyni við að vestur-þýsk fram- leiðsla heföi nú yfirtekiö þeirra heimamarkað. í upphafi stóð til að hella niður 10.000 lítrum af mjólk en þegar starfsmaður stjórnarskrifstofanna kom út úr byggingunni til að ræða við bænduma hættu þeir aögerð- um. En þá höfðu þeir hellt niður 100 lítmm. Bændumir kröföust svara við því hvers vegna hætt heföi verið við aö setja toil á innfluttar vörur og hvort vænta mætti einhverra að- gerða til aö vemda bændur og fraraleíðslu þeirra á hinum nýja frjálsa markaði. Bændur í Póllandi efndu í gær Bændur í Póllandí lokuðu helstu götum borga Póllands i mótmæla- skyni við efnahagsstefnu ríkfs- stjómarinnar. Sitnamynd Reuter einnig til mótmælaaögerða gegn efnahagsstefnu ríkisstjómar landsins. Bændumir mættu á tráktorum og vöruflutningabílum á aöalgötur borga landsins og lokuðu götunum með bílum sínum. Reuter Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, sem hér sést ásamt nokkrum fulltrúum á þingi sovéska kommúnista- flokksins, þykir hafa unnið ótvíræðan sigur á þingi flokksins i gær. Símamynd Reuter Umbótasinni kjörinn hægri hönd Gorbatsjovs: Ótvíræður sigur Gorbatsjovs Jegor Ligatsjov beið lægri hlut í kosningunum til embættis varafram- kvæmdastjóra sovéska kommúnistaflokksins. Símamynd Reuter Jegor Lígatsjov, einn helsti for- ystumaður harðhnumanna í Sovét- ríkjunum, viðurkenndi í morgun ósigur sinn fyrir stuðningsmanni Gorbatsjovs Sovétforseta í embætti varaleiðtoga sovéska kommúnista- flokksins. En Lígatsjov sagðist ekki mundu gefa baráttuna fyrir sínum skoðunum upp á bátinn. Vladimir Ivashko, hófsamur miðjumaður sem Gorbatsjov studdi í embættið, vann yfirgnæfandi sigur í þessum kosningum sem fram fóru á yfirstandandi þingi flokksins í gær. Hann fékk alls 3.109 atkvæði en Lígatsjov hlaut 776 atkvæði. Úrslit kosninganna, sem voru tilkynnt í morgun, eru tahn ótvíræður sigur fyrir Gorbatsjov og munu líklega styrkja enn áhrif og völd hans. Gor- batsjov hefur síðustu daga látíð æ meira að sér kveða á þinginu og virð- ist hafa snúiö því sér í hag. Hann var endurkjörinn í embætti ílokksleið- toga fyrr í vikunni og heldur því áfram bæði forystuembætti lands og flokks. Úrslit kosninganna í gær sýna greinilega andstöðu við Lígatsjov og baráttu hans gegn perestrojku, um- bótastefnu Sovétforsetans, meðal þingfulltrúa. Svo virðist sem harð- línumanninum Lígatsjov hafi með þessu verið ýtt til hliðar í stjórn- málalífinu í Sovétríkjunum. Sumir stjórnamálafræðingar telja jafnvel að framboð og tap Lígatsjovs í gær kunni að vera reynast endapunktur ferils hans sem áhrifamikils manns innan flokksins. Nú er talið að end- urkjör hans í stjómmálaráöiö - eina valdamestu stofnun flokksins - sé engan veginn tryggt. Tugir þúsunda námamanna efndu til sólarhringsverkfalls í gær þrátt fyrir hvatningu Sovétforseta um að leggja ekki niður störf. Með þessu em þeir að krefjast afsagnar ríkis- stjórnar Nikolai Ryzhkov forsætis- ráðherra sem þeir segja hafa gengið á bak orða sinna. Námamenn efndu til langs verkfalls í fyrra. Þvi lauk eftir að stjórnvöld höfðu heitið því að bæta aðstööu þeirra og laun. Nú segja fulltrúar námamanna aftur á móti að stjórnin hafi ekki haldið þessi loforð og eigi að segja af sér. Reuter Pólverjar vilja landamærasamning Pólsk stjórnvöld hafa áhyggjur af því að Vestur-Þjóðverjar muni ekki samþykkja landamærasamning milh landanna sem Pólverjar leggja mikla áherslu á að gangi í gegn fyrir sam- einingu þýsku ríkjanna í desember. Yfirvöld í Póllandi kvarta undan því að vestur-þýska ríkisstjórnin taki ekki einu sinni viðræður í mál á næstunni en biðja um aðstoð Banda- ríkjanna, Sovétríkjanna, Frakklands og Bretlands til að koma þessu máli í gegn. Pólverjar vilja að gerður verði samningur landanna í milli sem tryggi að landsvæði í vesturhluta Póllands, sem landið ávann sér eftir síðari heimsstyrjöldina, lúti áfram Pólland og nærliggjandi lönd. pólskri stjórn. En spurningin um landamærin kom upp á yfirborðið fyrr á þessu ári. Pólsk stjórnvöld vilja aö gerður verði alþjóðlegur samningur um þetta mál sem að standi fjögur fyrr- nefndu löndin og þýsku ríkin tvö. En þessi lönd hittast til viöræðna í París í næstu viku. Pólska utanríkis- ráðherranum hefur veriö boðiö að vera viðstaddur viðræðurnar. Búist er við að Frakkar muni standa með Pólverjum í þessu máli. í síðasta mánuði virtist sem lausn væri fundin á máhnu er bæði þýsku þingin gáfu út yfirlýsingu þess efnis að tekiö skyldi tillit til umræddra landamæra. En vestur-þýsk stjóm- völd hafa síðan ekki viljað ganga lengra í bili og lýstu því yfir að frek- ari viðræður um samning kæmu ekki til greina fyrir sameiningu þýsku ríkjanna. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.