Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990. Utlönd Afríkubúar vilja breytingar: Kröfur verða um lýðræði æ háværari Að minnsta kosti fimmtán hata týnt lífi síðustu daga í átökum í Kenýa í austanverðri Afríku. Rósturnar í Kenýa, sem að mati Vesturlanda var fyrirmynd af- rískra ríkja, minna óþyrmilega á að umskiptavindar þeir sem blásið hafa í Austur-Evrópu síðustu vikur og mánuði leika nú um þennan fá- tækasta hluta heims. Reiður og óánægður almenningur lætur æ meira í sér heyra í álfunni, allt frá Fílabeinsströndinni í vestri, Zamb- íu í suðri og nú Kenýa í austri. Þúsundir Afríkubúa flykkjast út á götur stórborganna og krefjast umbóta og uppstokkunar á þeirri stefnu sem ríkt hefur í stjórn- málum og efnahagsmálum þar nær óbreytt í þrjá áratugi, eða frá þeim tíma er flest ríkin hlutu sjálfstæði. „Það sem er að gerast nú er sjálf- stæöisbarátta öðru sinni- barátta fyrir nýju stjórnkerfl, nýjum straumum og síðast en ekki síst tækifærum til að bæta lífskjör allra íbúana..sagði einn fyrrum vest- rænn sendiherra í Afríku. Eins flokks stjórnir Ríki Austur-Evrópu hafa, hvert á fætur öðru, kastað af sér oki ein- ræðis og miðstýringar síðustu misseri. í Afríku er eins flokks stjómarstefna hins vegar enn víða við lýði og stjómarskipti oftar en ekki orðið í kjölfar valdarána og uppreisna. „Bin§ flpkks sijórnarstefns er ekki iengwr raunhæfár mögwieíHi [í Afríkuj, §érstaklega í ijósi fless að mörg ríki h§im§ feta §i| nú í áttina til fiöiflokkaiýðrmðis,'* segir Ðavif} Steei, hresknr stjórnmála- maöUT: „Rg er sammála hví §em Julius Nyerere, tyrrum fnrseti Tansaniu, sagði nýiega að ekki væri iengur hmgt að hera við sömu ástæöum til vamar eins flokks stjómum og á sjöunda áratugnum - nýfengnu sjálfstæði og óttanum við ættflokkaeinræði.“ Steen, sem dvaldi á sínum yngri ámm í Kenýa, hefur fagnað yfirlýs- ingum um aukið frelsi og lýðræði sem nokkrir leiðtogar Afríkuríkja hafa gefiö frá sér nýlega eftir mót- mæli fyrir auknu lýðræði í þessum heimshluta. í kjölfar blóðugra rósta í Zambíu hét Kenneth Kaunda forseti því að láta þjóðina ráða hvort flölflokkakerfi yrði tek- ið upp í landinu. „Ég fagna því sem Kaunda er að gera og vonast til að slíkt hið sama gerist í Kenýa, þó ég veröi aö segja að ég er efins um það,“ sagði Steen nýlega í viðtali. Stjórnarerindrekar'*ííta á Kenýa sem enn einn prófsteininn á hvern- ig leiðtogar ríkja í heimsálfunni muni bregðast við kröfum um breytingar og betri lífskjör sem nú gerast æ háværari. Það sem af er þessu ári hafa leiðtogar flögurra Afríkuríkja - Fflabeinsstrandar- innar, Gabon, Zaire og Zambíu - látið undan kröfum almennings upp aö vissu marki og hvert á sinn hátt. I Líberíu bendir aftur á móti allt til þess að valdaskipti fari fram á „hefðbundinn" hátt - það er með vopnavaldi. Blóðug átök í Kenýa Forseti Kenýa, Daniel Arap Moi, sneri heim á leið frá heimsókn til Eþíópíu á mánudag til að freista þess að ná tökum á uppreisnar- ástandinu í landinu sem þegar hef- ur kostað flölda manns lífið. í gær virtist sem ró hefði færst yfir höf- uðborgina, Nairóbí, en þar og í nágrenni hafa veriö hörö átök síð- ustu daga. Hel§la undirról rósla ea uppraisna i lönðum AfríKu #r slsm lifskjör. Daniel Arap Moi, forseti Kenýa, telur landa sína ekki tilbúna aö fá fjöl- flokkalýðræði. Kenneth Kaunda, forseti Zambíu, hét því að láta þjóöina ráöa hvort fjöl- flokkakerfi yrði tekiö upp í landlnu. Moi kennir „óeirðaseggjum og eiturlyfaneytendum" um rósturn- ar, þær verstu síðan í misheppn- aðri valdaránstilraun áriö 1982. Rúmlega eitt þúsund manns voru ákærð í gær fyrir róstur. Yfirvöld segja að fimmtán hafi látist í átök- um en blaðamenn, sem urðu vitni að atburðunum, segja aö flöldi lát- inna sé líklega mun hærri. Stjórnmálamenn, kirkjunnar menn og lögfræöingar hafa tekið höndum saman og þrýsta nú á for- setann að heimila öörum stjórn- málaflokkum en hans eigin að starfa í landinu. KANU-flokkurinn, eða Þjóðflokkur Kenýa, hefur verið viö stjórn í landinu frá sjálfstæði 1963. Um helgina kom svo til átaka í kjölfar mótmælafundar þar sem þess var krafist að flölflokkakerfi yrði leyft í landinu á nýjan leik. Mótmælendur hentu grjóti að lög- reglu sem dreifði mannflöldanum með táragasi og byssuskotum. Einræðistilhneigingar Moi, sem tók við leiðtogaembætt- inu árið 1978, bannaði aðra stjórn- málaflokka en KANU árið 1982. Og í vikunni lýsti hann enn á ný yfir stuðningi við ríkjandi stjórnar- stefnu. Forsetinn sagði íbúa lands- ins ekki tilbúna að fá flölflokka- kerfi því það myndi leiða tfl ætt- flokkaágreinings og átaka. Margir stjórnarerindrekar óttast að yfirvöld í Kenýa, sem Vestur- landabúar hafa löngum talið fyrir- myndarríki Afríku, líti á mótmæh sem valdaránstilraun og bregðast við með því að herða tökin. „Eitt sinn heimiluðu yfirvöld í Kenýa andóf að vissu marki,“ segir Rex Winsbury, ðfriskur ritstjqri, „En nú umbera stjórnvöld þar í landi enga andstöðu. Hver sá sem víkur af settri stefnu stjórnarinnar .. .fær reisupassann innan nokk- urra daga.“ Winsbury og fleiri afrískir stjórn- málaskýrendur rekja vaxandi ein- ræðistilhneygingar Mois til mis- heppnaðar valdaránstflraunar hersins í ágústmánuði áriö 1982. Sú tilraun kom sem þruma úr heið- skíru lofti fyrir þá, bæði innan lands sem og á Vesturlöndum, sem trúðu því staöfastlega að breyting- ar í Kenýa kæmu aldrei til vegna vopnaskaks. Þeir segja undirrót valdaránstilraunarinnar 1982 hafa verið óánægju hersins með lítil ítök í stjórnun landsins. Óánægja með lífskjör En helsta orsök og undirrót upp- reisna og valdaránstilrauna í þess- um heimshluta er slæm lífskjör. Afríka er eina heimsálfan þar sem hagvöxtur er ýmist etinn upp af mikilli fólksflölgun eöa stendur í stað. Afrískir þjóðarleiðtogar segja að lágt heimsmarkaösverð á helstu útflutningsverðmætum þeirra, s.s. kókódufti, kaffi og olíu, hindri þá í að bæta lífskjör almennings. Þá nefna þeir einnig til að á sjöunda áratugnum hafi efnahagsaðgerðir þeirra veriö kostaöar af lántökum. Háir vextir þýða aftur á móti að nú berjast þeir í bökkum við að standa í skilum vegna lána sem tekin voru til framkvæmda sem síðan hefur verið hætt við vegna fiárhagsörðugleika. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.