Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsinaar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Vérð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Einhliða frelsi borgar sig Mikið var rifizt um landbúnaöarmál á fundi leiðtoga sjö helztu iðnríkja heims í Houston í Texas í gær og í fyrradag. Fulltrúar Bandaríkjanna kröfðust þess, að hætt yrði niðurgreiðslum og öðrum peningatilfærslum, sem hafa áhrif á viðskipti með landbúnaðarafurðir. Fulltrúar ríkja Evrópubandalagsins voru þessu and- vígir, af því að landbúnaðarafurðir þeirra eru ekki sam- keppnisfærar. Hins vegar eru Bandaríkjamenn studdir af löndum þriðja heimsins, sem komast ekki með sína búvöru á alþjóðamarkað vegna viðskiptahindrana. Hér á landi hefur ríkt sama stefna og í Evrópubanda- laginu. Við höfum landbúnað, sem ekki er samkeppnis- hæfur í öðru en hrossarækt. Þess vegna hefur hér verið reist fyrirgreiðslukerfi upp á 18 milljarða króna á ári, meðal annars með hreinu innflutningsbanni á búvöru. Búast má við, að Evrópubandalagið verði smám sam- an að gefa eftir fyrir samræmdum sóknaraðgerðum Bandaríkjanna annars vegar og þriðja heimsins hins vegar. Enda er ljóst, að þriðja heiminum er haldið niðri með takmörkunum á innflutningi búvöru frá honum. 4 í bandalagi landbúnaðarríkja eru meðal annars Ástr- alía, Nýja-Sjáland, Kanada og Argentína, sem eiga það sameiginlegt með Bandaríkjunum að geta framleitt miklu ódýrari búvöru en Evrópa. Eðlilegt er, að heims- byggðin fái að njóta árangurs landbúnaðarríkjanna. Fulltrúar Evrópubandalagsins eru ekki að gæta hags- muna neytenda í Evrópu. Þeir eru að gæta þröngra sér- hagsmuna í landbúnaði. Það er nákvæmlega sama staða og er hér á landi. Spurningin er svo, hve lengi Evrópu- bandalagið og ísland komast upp með búvöruverndina. Sá siður hefur komizt á í fjölþjóðlegum viðræðum um tolla og viðskiptahindranir að líta á málin með aug- um hinnar gömlu kaupauðgisstefnu, sem þó er vitað, að er röng. Samkvæmt þessari stefnu eru samningsaðil- ar sífellt að ræða um gagnkvæmni í minnkun hindrana. Það fáránlega við þessa stefnu er, að ríki, sem vernd- ar sig fyrir innflutningi einhverrar vöru, skaðar sjálft sig meira en það skaðar hin ríkin, sem missa af þessum útflutningi. Verndarríkið skaðar kjör neytenda sinna og býr til óraunhæft viðskiptaumhverfi innan ríkisins. Það er víðar en á íslandi, að ráðamenn skilja ekki, að einhhða lækkun toha og annarra viðskiptamúra er gróðavænleg aðgerð, jafnvel þótt ekki fylgi henni gagn- kvæm aðgerð af hálfu annarra ríkja. Gagnkvæm lækk- un er arðbærust, en einhhða lækkun er arðbær. í rúmlega ljóra áratugi hafa helztu viðskiptaríki heims staðið í þjarki í toUasamtökunum GATT. Efni þjarksins hefur verið að ná fram gagnkvæmni í minnk- un viðskiptahindrana. Enginn virðist skilja, að þeir græða mest, sem fyrstir eru til að rífa niður múrana. Múralaust ríki efUr hag neytenda sinna og færir áherzlur atvinnuUfs frá úreltum og samkeppnisóhæfum greinum til vaxtargreina. Þannig verður múralaust ríki að auðugu ríki með öflugum atvinnuvegum og góðum lífskjörum, en vernduðu ríkin haldast fátæk. Fyrr eða síðar komast gæzlumenn Evrópubandalags- ins að því, að hagsmunir ríkja þess í hehd eru mikilvæg- ari afmörkuðum sérhagsmunum landbúnaðar. Fyrr eða síðar mun ísland standa andspænis kröfunni um, að brotnir verði vemdarmúrar hefðbundins landbúnaðar. Bezt fyrir okkur væri að byrja að græða strax og láta ekki seint og um síðir draga okkur inn í nútíma við- skiptahætti, þar sem engar hindranir em í vegi. - Jónas Kristjánsson íslandsákvæðiinni um afv opnun íhati cTl^Tkal tafartaust aö onn frek- bora**- akmört>- annavar krafa W«nainfl“ , 1 ^^Wloookf^rww’*'“,8“ - * ^*00* 7! friðarskeyti únS. fýnv'úMoi’l'ví“‘ri'Í‘?íír'?",0",“ ' ‘"nd- nmytir. .ö.,M>n,VSrtBtt «"<"'r*» hemaöarmaetti aínum Ki0 handalagiö að draga úr sem langsíöasta kosti Kalda veröi 8ðoin* beitt ei0i aö rétta rikjum **,okiö °0 NATÚ-riki Wöar og bjööa ,il °ð um griöi NATÓ mun beita saTk, “me,ninOu yfirlýsingu •tofnun. E, Þ.3 tú„M V”nS' •‘"taW manna um sameinað evrÓMkt Ó#k,r til aö é þessu éri veröi unriirrii P^OO'Skerfi. Þá er og lagt hefðbundin vS», | EvZófZ?/"™1"" um “ >•»- "^i aðgerðj, f,|,^ £j"'W'tnumaj- r»ðumar „i, -----'•fðtog.íuX™ S.B'f i ,-ífsbondagið son. , .. ..mbyiíttunun, hefur sem íiigurdeilt iisssmsm. sSÍKSrS ®S«ÖLkwa“ * « ummVton u Sfl T'arisa, S^m ið r.f.S“rJönuB'"ðvin.H,,"nll»'“o" í -• “r»'"t "»ö h»rnvv,ð.j ",b. v... Alþýðublaðið og Tíminn birtu fréttir og leiðara um átangasigur Islendinga á leiðtogafundi NATO í Lundúnum. - „Eru engin takmörk fyrir því hve ófyrirleitin íslensk flokksblaðamennska getur orðið?“ spyr greinarhöfundur. Afvopnun á höfunum: Imyndun eða veruleiki? Forsíður Alþýðublaðsins og Tímans síðastliðinn laugardag, daginn eftir að hinum sögulega leiðtogafundí NATO-ríkjanna í Lundúnum lauk, eiga skilið að komast á spjöld íslenskrar blaða- sögu. Þær eru annars vegar skóla- bókardæmi um það hve gagnrýnis- laus, ef ekki ófyrirleitin, íslensk flokksblaðamennska getur orðið. Hins vegar sýna þær svo ósvífinn málflutning utanríkisráðherra okkar að undrun sætir - jafnvel þó Jón Baldvin Hannibalsson eigi í hlut. Sögulegur NATO-fundur Fundur leiðtoga NATO-ríkjanna 5. til 6. júlí markar að ýmsu leyti þáttaskil í alþjóðamálum. Þar var staðfest sú eðlisbreyting sem orðið hefur á stjómmálum í Evrópu og raunar heiminum öllum meö upp- gjöf sósíalismans. „Nýtt skeið er hafið í Evrópu, fullt fyrirheita,“ segir í yfirlýsingu fundarins. Frá þessu hefur verið greint skilmerki- lega í vönduöum fjölmiðlum svo ekki þarf að fjölyrða hér um ein- stök atriði í hinni stórmerku álykt- un leiðtoganna Hvemig skyldi Alþýðublaðið og Tíminn, sem stundum þykjast vera alvöm fréttablöð, hafa greint frá niöurstöðum fundarins? Eins og meðfylgjandi myndir sýna er flennifyrirsögn Tímans „íslandsá- kvæði inni um afvopnun á hafi“ og fyrirsögn Alþýðublaðsins er „Leiðtogafuncþir NATO: Okkar sigur“. I frétt Tímans segir m.a.: „Eitt helsta ágreiningsefni leiðtoganna var krafa íslendinga um að tak- mörkun vígbúnaðar á höfunum yrði tekin inn í lokaályktun fund- arins. Niðurstaðan varð áfangasig- ur íslendinga." í frétt Alþýðublaðs- ins segir: „Islendingar unnu stóran pólitískan sigur á fundi leiðtoga Atlantshafsbandalagsins. Þar fengu þeir í gegn að viðræður um afvopnun á höfunum em ennþá inni í myndinni í afvopnunarvið- ræðum risaveldanna, þrátt fyrir grjótharða andstöðu Bandaríkja- manna og Breta og vægari and- stöðu Þjóðverja." Staðlausir stafir Hvað er svo hæft í þessu? Reut- ers-fréttastofan, sem er einhver áreiðanlegasta heimild sem völ er á, segir um þetta efni: „Túlaga frá Islendingum um aö hefja viðræður um fækkun í herflotum, en um það meginsvið er ekki enn rætt í tengsl- um viö takmörkun vígbúnaðar, var látin niður falla eftir að Banda- ríkjamenn sögöu að hún gæti spillt fyrir liösaukaflutningum þeirra til Kjallarinn Guðmundur Magnússon sagnfræðingur Evrópu yfir Atlantshaf." Vilji menn sannreyna þetta upp á eigin spýtur þá er einfaldast að lesa hina ítarlegu yfirlýsingu leið- togafundarins sem birt var í heild í Morgunblaðinu á laugardaginn. „Þótt leitað sé með logandi ljósi í hinni stórmerku ályktun leiðtoga- fundarins finnst þar hvergi orð um að stigin skuli skref til aö hefja af- vopnun á höfunum,“ segir Björn Bjamason aðstoðarritstjóri í stór- fróðlegri grein í Morgunblaðinu sl. þriðjudag. Von er að menn spyiji: Hvað er Jón Baldvin þá að fara? Hvemig rökstyður hann þau stórtíðindi sem Alþýðublaðið og Tíminn, ein fjölmiðla í heiminum, flytja? Jón Baldvin segir að á löngum nætur- fundi utanríkisráðherra NATO, þar sem tillögur íslendinga um af- vopnun í höfunum hafi verið „fyr- irferðarmestar og erfiðastar", hafi hann og Steingrímur Hermanns- son undir lokin ákveðið að fallast á málamiðlunartillögu frá Hollend- ingum. Hann vísar til 13. greinar yfirlýsingarinnar þar sem segir: „Við munum einnig halda áfram að kanna aðra valkosti varðandi takmörkun vígbúnaðar og mögu- leika til traustvekjandi aðgerða." Þetta telur hann jafngilda stórsigri og gumar aö því að hafa beygt bæði Margréti Thatcher og George Bush. Einkennilegt er að erlendir fjöl- miðlar og fréttastofur, sem greint hafa ítarlega frá leiðtogafundinum, hafa ekkert frétt af hinum stóra hlut íslendinga í næturfundinum. Er alveg öruggt að utanríkisráð- herra okkar hafi verið vakandi á þessum fundi? Var hann kannski að dreyma? Enginn árangur Það er ekki nema eðlilegt að Bjöm Bjamason segi í greininni í Morgunblaðinu: „Fehst árangur baráttu forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra í fyrrnefndu orðalagi 13. greinar er hann léttvægur, því að ákvæðið er opið og án skuld- bindingar." Hér má kveða fastar að orði. Það er alveg ljóst að Jón Baldvin Hannibalsson náði engum árangri á leiðtogafundinum í Lundúnum. Fréttir Alþýðublaðsins og Tímans um hið gagnstæða eru staðlausir stafir. Hafi blaðamenn á þessum blöðum látið blekkjast á fostudag í fyrri viku hefðu þeir átt að vera búnir að uppgötva staðreyndir málsins um helgina. En Alþýðu- blaðið skrifar í leiðara sl. þriðju- dag: „íslendingum tókst að koma því að, að viðræðumar nái einnig til hafsvæðanna.“ Mér er spum: Em engin takmörk fyrir því hve ófyrirleitin íslensk flokksblaða- mennska getur orðið? Flumbrugangur Um það er ekki ágreiningur að afvopnun á höfunum er mikilvægt keppikefli. Það er aftur á móti mál sem er erfiðara viðfangs en af- vopnun á landi sem stórveldin eru að semja um í erfiðum og flóknum viðræðum. Það getur vel verið að Jón Baldvin Hannibalsson trúi því að vinnubrögð hans, sem einkenn- ast af flumbragangi og mótsagna- kenndum yfirlýsingum, stuðli að framgangi afvopnunar á höfunum. Meðal samherja okkar í Atlants- hafsbandalaginu tíðkast önnur vinnubrögð og öhu virðulegri. Þar ná menn líka árangri og geta geng- ið um uppréttir. Guðmundur Magnússon ,,Þaö er alveg ljóst að Jón Baldvin Hannibalsson náði engum árangri á leiðtogafundinum 1 Lundúnum. Fréttir Alþýðublaðsins og Tímans um hið gagnstæða eru staðlausir stafir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.