Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 12. JÚLl 1990. Fréttir Jón Magnússon, verjandi Ragnars Kjartanssonar í Hafskipsmálinu: Var upphaflega fyrst og fremst pólitískt mál - segir endurskoðenduma bera mesta ábyrgð „Þetta var fyrst og fremst pólit- ískt mál 1 upphafi, fjölmiðlafár og pólitískt mál. Það átti að ná í ákveð- inn einstakling af ýmsum ástæð- um. Þegar upp er staðið situr sá einstaklingur sem sendiherra í París,“ sagði Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður þegar hann var spurður hvert hefði verið upp- haf Hafskipsmálsins. „Málið magnaöist upp. Andstæð- ingar Sjálfstæðisflokksins, sérstak- lega alþýðuflokksmenn og alþýðu- bandalagsmenn, höfðu forgöngu um að blása málið upp á Alþingi. Þeir tóku það ítrekað upp í utan- dagskrárumræðum og voru með fullyrðingar um að það væri svo og svo stórt afbrot í gangi. Það var verið að reyna að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Það voru rak- in flokksleg tengsl Ragnars, Björg- ólfs Guðmundssonar og Páls Braga Kristjónssonar og eins bankastjóra Útvegsbankans. Reynt var að rekja þetta allt saman og látið sem flokk- urinn bæri ábyrgð á þessu. Þaö má vel vera að einhveijir sjálfstæð- ismenn hafi orðið fallegir í framan þegar menn, sem voru þeim lítt þóknanlegir, lentu í þessum skakkafóllum. Ég held þeir hafi verið fáir og lítt málsmetandi menn.“ Hallvarði var bent á „Öll vandamál, sem hafa komið upp í málinu, stafa af því að menn hafa ekki viljað taka tillit til rétt- mætra ábendinga ákærðu og verj- enda þeirra. Þannig var Hallvarði Einvarðssyni saksóknara bent á að það væri fráleitt að hann gæti gefið út ákæru í málinu. Það var gert með eðlilegum fyrirvara til að hægt væri að fá annan mann. Um það var beðiö en því var hafnað. Þess vegna tafðist máhð í rúmt ár.“ Sá endurskoðandi, sem fyrstur kom að málinu, var Valdimar Guðnason. Jónatan Þórmundsson fékk síðar Stefán Svavarsson og Atla Hauksson til að skoða málið. - Gerði Jónatan mistök þegar hann ákærði? „Ég vil ekki kasta neinni sök á Jónatan Þórmundsson. Hann hafði faglegt mat ákveðins endurskoð- anda sem hann bað um umsögn á. Þetta mat er að mínu viti einn versti hluti málsins og það gerði það að verkum að máhð náði því umfangi sem það náöi. Þama var um að ræða mjög brenglaða vinnu hjá þessum endurskoðanda. Leik- maður í bókhaldi, eins og ég, sá að þama vom hlutir sem ekki gátu staðist. Hann mat skipastól Haf- skips á brotajámsverði og taldi Helga Magnússon, endurskoðanda Hafskips, hafa átt að færa ársreikn- ing Hafskips fyrir áriö 1984 miðað við nauðungarsöluverð sem Eim- skipafélagið fékk skipin á þegar Hafskip var orðið gjaldþrota. Það sjá ahir að þetta er bara kjánaskap- ur. Ég veit ekki hvað manninum gekk til. Þetta er svo fjarri því að vera faglegt mat. Hann gerði - brettaeign félagsins að verulegu umtalsefni og taldi fráleitt hvemig bretti vom færð. Hann kannaöi ekkert varðandi bretti og vissi ekk- ert um hvað var verið ræða. Dóm- urinn kemst að þeirri niðurstöðu að þetta hafi verið eðlilega fært. Enda var búið að sýna fram á það með gögnum. Hann kom að málinu með ákveðnu hugarfari og hann vinnur út frá ákveðnum forsend- Jón Magnússon, hæstaréttarlög- maöur og verjandi Ragnars Kjart- anssonar. um. Hann kemur að því svona, vinnur ekki heimavinnuna, skilar gallaðri vinnu og rannsóknarlög- reglumennirnir gerðu vitleysur. Þeir hnepptu menn í gæsluvarö- hald og svona hélt þetta áfram. Jónatan Þórmundsson vildi sýna vönduð vinnubrögð. Hann kallaði til sín tvo virta endurskoðendur til að athuga vinnubrögð hins. Vanda- máhö er að þeir unnu ekki heldur heimavinnuna. Þeir gerðu ekki það sem fariö var fram á. Þeir skiluðu umsögn um vinnubrögð hins. Dóm- urinn átelur vinnubrögð þessara tveggja endurskoðenda." Jónatan var í tímaþröng „Það sem má segja rnn Jónatan er aö hann átti að senda máhð til baka og biðja þá um að gera það sem þeir áttu að gera. Hann var kominn í tímaþröng. Búinn að gefa upp tímamörk í fjölmiölum og hann var kominn langt fram yfir þau. Hann gaf út ákæru byggða á því sem þessir menn höfðu gert. Þama varð Jónatan alvarlega á í messunni. Hann tók gagnrýnis- laust umsögn sérfræðinga sem var mjög takmörkuð. Endurskoðendur eru ekki lögfræðingar og því ekki sérfræðingar í ákæruréttarfari og sakamálum. Fjölmargt, sem þeir sögðu, kemur sakamáh ekkert við.“ Endurskoðendurnir bera höfuðábyrgð - Var hann með léleg gögn þegar hann ákærði? „Það sem skorti var það að þeir sem hann leitaði til ynnu heima- vinnuna. Þessir endurskoðendur bera höfuðábyrgð á því hversu mikil ófreskja þetta mál varð.“ - Nú er dómsniðurstaða komin og þið viljið ekki að máhnu verði áfrýjað. Hvað er næst, skaðabóta- mál? „Mér er persónulega alveg sama hvort þessu máh verður áfrýjað eða ekki. Ég á ekki von á að það komi önnur niðurstaða, hvað minn skjólstæðing varðar, í Hæstarétti en kom í sakadómi. Þetta mál er orðið eins og draugur og það er best og ódýrast að jarðsyngja drauginn núna. Það er fráleitt að það sé nauðsyn- legt aö áfrýja. í fyrsta lagi er um fjölskipaðan dóm að ræða, það voru þrír dómendur. Bæði sækjandi, það er sérstakur saksóknari, og veij- endur lýstu allir yfir trausti á dóm- inn og telja að málsmeðferð hans hafi verið til fyrirmyndar. Er hk- legt að einhver önnur niðurstaða komi í Hæstarétti? Til þess getur ahtaf dregið. Ég tel, miðað við þá niðurstöðu sem liggur fyrir, að það sé fremur óhklegt að ætla aö það geti orðið meiri háttar frávik.“ Með brenndar hendur „Máhð hefur nú staðið í tæp fimm ár og alhr sem nálægt því hafa komið, þá sérstaklega hinir ákærðu, hafa liðið mjög mikiö vegna þessa langa tima sem þetta hefur tekið. Það hefur kostaö aha þá, sem nálægt því hafa komið, mjög mikið. Lögmennimir, sem hafa verið með þyngstu vömina í máhnu, hafa látið frá sér önnur verkefni og þurfa að byggja sína hluti upp á nýjan leik. Þeir sem komu að máhnu af hálfu ákæru- valdsins fara heldur betur með brenndar hendur í burtu. Hvaða réttlæti er verið að fuh- nægja? Það hggur fyrir, miðað við dóminn, að flestahir eru sýknaðir og hinir fengu óverulegt áfehi. Það tekur nokkra mánuði fyrir venjulegan mann að lesa í gegnum þær 11.000 blaösíður sem fylgja máhnu th að hann átti sig á því. Það hggur fyrir að Hæstaréttar bíð- ur, ef málinu verður áfrýjað, að íimm hæstaréttardómarar hafa það sem ársverk að fjalla um Haf- skipsmáhð. Við erum aö tala um eitt ár sem meirihluti hæstaréttar- dómara yrði frá öðrum málum. Eru þau áhtaefni, sem eru í dómi Saka- dóms Reykjavíkur, þess eðhs að það afsaki tugmihjóna útgjöld skattgreiðenda og það afsaki að æðsti dómstóh landsins verði tek- inn úr sambandi í heht ár?“ -sme í dag mælir Dagfari Islensk aukabúgrein Stjómmálamenn hafa í mörg und- anfarin ár tahð þaö vænlegt th at- kvæðaveiða að stinga upp á nýjum atvinnutækifærum eins og það heitir. Þetta á auðvitað einkum við þingmenn landsbyggðarinnar sem lofa kjósendum sínum betri tíð í atvinnumálum í von um að fá at- kvæði þeirra í staðinn. Hefðbundinn landbúnaður hefur átt í miklum vandræðum og öhum verið ljóst árum saman að sá at- vinnuvegur mundi veita sífellt færri mönnum atvinnu. Þess vegna hafa ráðherrar og þingmenn og ýmsir sérfræðingar á þeirra vegum sífeht verið að leita að nýjum aukabúgreinum, sem svo eru kah- aðar. Markmiðið er að halda fólki, og þar með atkvæðunum, úti á landsbyggðinni. Fyrir allmörgum árum fengu þessir kappar þá flugu í höfuðið að ræktun loðdýra, minka og refa, væri lausnarorðið. Loðdýrabú í ah- ar sveitir! Ekki var mikiö haft fyrir því að kanna hvort dæmið gengi upp fjár- hagslega. Hvort markaðurinn væri th dæmis fyrir hendi, en þetta var víst um það leyti sem umhverfis- vemdarsinnar voru komnir í full- an gang með áróöur sinn gegn því að ríka fólkið, sem einkum keypti vömr úr ekta skinni, gengi þannig með afurðir úr dýraríkinu utan á sér. Hvað þá að ástæða væri th að ígrunda hvort verölag erlendis væri og yrði þannig að þaö stæði undir væntanlegum útgjöldum við framleiðsluna eða hvort fagþekk- ing væri forsenda góðs árangurs. Nei, það var bara stokkið af stað og stjómmálamennimir útveguðu lán og aht í einu vom tugir ef ekki hundruð manna komnir út í loö- dýrarækt af fullum krafti. Sem sagt: íslenska aðferðin í fram- kvæmdum eins og hún gerist best. Eftir margvíslegar hremmingar og og síaukinn peningastraum frá opinbera kerfinu, það er þeim sem greiða skattana, em nú flest þessi loðdýrabú á hausnum ef ekki þegar orðin gjaldþrota. Loðdýrabænd- urnir, sem trúðu stjómmálamönn- unum og sérfræðingum þeirra, sitja efitir í skuldasúpu. Ahir tapa - nema auðvitað stjórnmálmenn- imir. Aðfarimar vom hhðstæðar í fisk- eldinu. Aht í einu var fiskeldi lausnarorðið. Hundmðum mihj- óna var hellt í hverja fiskeldisstöð- ina af annarri um allt land. Stjóm- málamennimir hvöttu að sjálf- sögðu mjög th slíkra aðgerða. Nú verður hver fiskeldisstöðin af annarri gjaldþrota, og það era engar smáupphæðir sem þar fara í súginn. Hundmð mhljóna er lág- mark í hvert sinn. Sumir fara langt yfir mihjarð. íslenska leiöin í öllu sínu veldi. Brátt líður að kosningum. í vetur verður kosningaþing. Síðan hefst sjálf baráttan um atkvæðin. Og þá þarf að lofa. Fátt er hins vegar nm nýjar aukabúgreinar sem þing- menn geta slegið um sig með. Og þó. Dagfari sá það f blaðinu sínu um daginn að markaðsverð á mikh- vægri vöm væri geysihátt um þess- ar mundir. Æstir veiðimenn væm reiðubúnir að borga sextíu krónur fyrir einn einasta ánamaðk. Hvhík uppgrip! Hér er kjörið tæk- ifæri fyrir aöþrengdan landsbyggð- arþingmann að ná sér í atkvæði með því að beijast fyrir nýrri aukabúgrein í sveitum landsins. Ánamaðkaframleiðslu! Að vísu eru ýmsir gahar á slíkri aukabúgrein frá sjónarmiði ís- lensku leiðarinnar. Hér þarf enga fagmennsku að sækja til útlend- inga og því ekki hægt að gera mis- tök á því sviði. Einnig er erfitt að finna leiðir th þess að gera fjárfest- ingarkostnaö og þar með fjár- magnskostnað óheyrhegan. Með góðum vhja má þó reyna. Það er auðvitað hægt að byggja stór hús fyrir ánamaðkana. Einnig má reisa sérstakar fóðurstöðvar í hverri sveit. Loks má miða fram- leiðsluna við tvöfalda eða þrefalda heimseftirspurn th þess að tryggja að verðiö sé í lágmarki. Þannig væri hægt að sjá th þess að þessi nýja aukabúgrein yrði byggð upp í samræmi við íslensku leiðina. Áhugasamir landsbyggðarfram- bjóðendur fá þessa hugmynd hér með á silfurfati. Dagfari er viss um að sá sem gerist forvígismaður þessarar nýju aukabúgreinar, og lofar th hennar framlagi úr opin- berum sjóðum, mun fljúga inn á þing næsta vor. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.