Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Blaðsíða 9
9 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ Í990. Utlönd Kólumbía: Þrengir að baróninum Pablo Escobar, alræmdasti eitur- lyfjabarón Kólumbíu, slapp naum- lega undan armi laganna á mánu- daginn. Hann flúöi í svo miklum flýti að hann skildi matinn sinn eftir á eldavélinni, hálfsoöinn. Þús- undir kólumbískra hermanna telja sig nú hafa þrengt mjög netið um Escobar. Handtaka hans kann að vera yfirvofandi, sögðu heimildar- menn og fjölmiðlar í Kólumbíu í gær. Escobar er leiðtogi Medellín- samtakanna, stærstu eiturlyíja- samtaka Kólumbíu. Hann slapp naumlega undan lögreglu fyrr á mánudag, í fjórða sinn á þremur árum, en þá handtóku hermenn og lögregla ellefu helstu aöstoðar- menn hans. Meöal þeirra hand- teknu voru bróðir Escobars og læknir. Að því er fjölmiðlar í Kól- umbíu skýra frá er tahð að hann sé nú aðþrengdur, lögregla hafi króað hann af í afskekktu héraði um miðbik landsins. Einn heimild- armaður innan lögreglunnar sagði í samtali við Reuter-fréttastofuna að þijú þúsund lögreglumenn og hermenn tækju þátt í eltingarleikn- um við Escobar. Heimildarmenn eins dagblaðs í Kólumbíu sögðu í gær að Escobar, ásamt fimmtán lífvörðum, reyndi nú að sleppa undan lögreglu með því að halda suður á bóginn í áttina að San Francisco-ánni. Hann hefur það fram yfir lögreglu að þekkja þetta landsvæði eins og lófann á sér, auk þess sem hann á nokkur stórbýli í nágrenninu. . Escobar er eftirlýstur í Banda- ríkjunum. í Kólumbíu er hann sak- aður um að hafa staðið fyrir sprengjuherferðum og launmorð- um háttsettra embættismanna stjórnarinnar til að hefna fyrir stríð ríkisstjómar Barcos forseta gegn fíkniefnabarónunum. Esco- bar er talinn einn ríkasti maður heims og em eigur hans metnar á þijá milljarða dollara, eða sem svarar til eitt hundrað og áttatíu milljörðum íslenskra króna, af sér- fræðingum bandaríska viðskipta- tímaritsinsForbes. Reuter Pablo Escobar, helsti fíkniefnabaron Kólumbíu, á nú fótum sínum fjör að launa. Talið er að lögregla og her séu nú á hælunum á honum og að handtaka sé yfirvofandi. Simamynd Reuter Fangar hóta uppreisn Fangar í Kumlafangelsinu i tekistaðkomainnífangelsinýmsu Örebro i Svíþjóð hóta að gera upp- dóti sem fangamir hafa getaö notaö reisn gegn fangelsisyfírvöldum. við aö flýja. Sem dæmi má nefha Með því vilja þeir láta í ljós sagir.þjalirogdínamítsprengiefni. óánægju sína með þá ákvörðun að Einnig var tekin sú ákvörðun aö hertskulieftirlitmeðheimsóknum fangar, sem sitja inni fyrir alvar- til fanga í fangelsum landsins og legri brot, fá ekki að taka á móti að nú veröi færri heimsóknir heim- gestum sínum í einrúmi. Ástæða ilaðar. þeírrar ákvörðunar er meðal ann- Þessi ákvörðun fangelsisyfir- ars sú að sprengiefhi hefur fundist valda er tilkomin vegna þess að í klefa fanganna. færst hefhr í vöxt aö gestum hefur LÁTTU EKKI OF MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! tíXEROAR Leiðtogar sjö helstu iðnrikja heims hafa fundað í Bandaríkjunum síðustu daga. En þaö var fleira en samningafund- ir sem leiðtogarnir sóttu. Hér má sjá Bush Bandaríkjaforseta og eiginkonu hans, Mitterrand Frakklandsforseta og eiginkonu hans og Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands, i boði við lok fundarins. Simamynd Reuter Leiðtogafundi sjö helstu iðnríkja heims lokið: Málamiðlun Fyrsta leiðtogafundi sjö helstu iðn- búinn til að heita Gorbatsjov aðstoð. ins eru því mótfallin og óttast að það ríkja heims frá endalokum kalda stríösins lauk í gær með málamiðlun þar sem allir fengu eitthvað fyrir sinn snúð. En það kostaði að sameig- inlegri aðstoð við Sovétríkin var frestað og að ekki náðist að fullu samkomulag um sameiginlegar að- gerðir til vemdunar umhverfinu. Aðildarríkin sjö - Bandaríkin, Frakkland, Ítalía, Bretland, Kanada, Vestur-Þýskaland og Japan - sam- þykktu að þau gætu í raun hvert fyr- ir sig farið eigin leiðir. Þetta þýðir að Vestur-Þýskaland og Japan geta kafað ofan í buddur sínar og stutt Sovétríkin og Kína vilji þau svo við hafa. Japönsk yfirvöld hafa skýrt frá þvi aö þau muni hefja að nýju mifij- arða dollara lánveitingar til Kína jafnvel þótt hin aðildarríki þessa leiðtogafundar hafi samþykkt að bíða með að aflétta banni á lánveitingar. Sovétaðstoð frestað Bandaríkin neituðu að ljá stuðning sinn tillögu um tafarlausa sameigin- lega efnahagsaðstoð ríkjanna til Sov- étríkjanna þar til úttekt á þörfum sovésks efnahagslífs og hvernig að- stoð væri best hagað er lokið. Áætlað er að það verði í desember. Jafnvel þá er ekki víst að Bandaríkin taki þátt í sameiginlegu björgimarátaki Vesturlanda sem Frakkland og Vest- ur-Þýskaland telja nauðsyn. Bush Bandaríkjaforseti kvaðst í gær styðja umbætur sovéska forset- ans en sagðist jafnframt ekki reiðu- Vestur-Þjoðveijar eru reiðubúnir að láta sovéska forsetanum í té miklar fjárhæðir, ekki síst þar sem sam- þykki Sovétmanna fyrir sameiningu þýsku ríkjanna er nauðsynlegt. Með þessum fundi sendu Vestur- lönd Gorbatsjov þau skilaboð að þau styddu umbótastefnu hans en að frekari umbætur, minni útgjöld til hermála og minni stuðningur til rikja eins og Kúbu, séu forsenda efnahagsaöstoðar. Þetta þýðir þó ekki að ríkin geti ekki léð Gorbatsjov fjárhagsstuðning hvert fýrir sig. Það liggur ekki fyrir fyrr en eftir nokkra mánuði hvort Gorbatsjov getur upp- fyllt fyrmefnd skilyrði. Málamiðlunum niðurgreiðslur í lokaályktun fundarins kom fram að ríkin væru sammála um nauðsyn þess að dregið verði úr niðurgreiðsl- um til landbúnaöarins en ekki tókst þeim þó að koma sér saman um hvernig standa skyldi að því. Mála- miðlun þessi gerir ráð fyrir að dregið verði úr,niðurgreiðslum í áfóngum en segir ekki hvenær og hvernig. Nú liggur fyrir embættismönnum ríkj- anna að setjast að samningaborðinu og reyna að ná samkomulagi. Ágreiningur um niðurgreiðslurnar hefur hangið yfir iðnríkjunum sem skuggi um rúmlega þriggja ára skeið. Bandaríkin vilja aö niðurgreiðslur á landbúnaðarvörur verði felldar nið- ur en aðildarríki Evrópubandalags- hafi í fór með sér atvinnumissi millj- óna bænda. { lokaályktun fundarins sagði aö nauðsyn væri að ná samkomulagi fyrir 23. þessa mánaðar en þá hefjast að nýju samningaviðræöur aðildar- ríkja GATT, samkomulags um tolla og viðskipti, í Genf. Þar sagði og aö niðurstaða Genfarviðræðnanna ætti að leiða til jafnvægis í framboði og eftirspurn í landbúnaðarmálum. Umhverfismálum „klúðraö“? Umhverfisverndarsinnar segja að fundurinn hafi „klúðraö" þeim um- hverfismálum sem fyrir honum lágu með því að fallast á málamiðlanir þar sem forðast er aö samykkja ákveðnar aðgerðir til að draga úr loftmengun af völdum koltvísýrings. Slík loft- mengun er talin helsta ástæöa hækk- andi hitastigs á jörðinni. Aðgerðir í þessum málum er nokkuð sem Evr- ópubúar eru hlynntir en Bandaríkja- menn andvígir. Leiðtogarnir hétu því þó að minnka loftmengun í löndum sínum þó ekki hafi þeir samþykkt hámark slíkrar mengunar. Slíkt verður til umræöu á komandi umhverfisfundi í Banda- ríkjunum á næsta ári. Leiðtogarnir skuldbundu sig til aö vinna að»alþjóðlegum samningi til björgunar regnskógunum og að slík- ur samningur yrði undirritaður árið ALTECH SUPER-FAX 22 ★★ MYNDSENDITÆKI = FAX ★★ Fax/sími/símsvari/ljósrit = allt í sama tækinu = Verð kr. 71.486,- án/VSK kr. 89.000,- með/VSK Pöntunarþjónusta IWARKAÐSÞJÓNUSTAH Skipholti 19 3. hæd sími: 2 69 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.