Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Page 5
FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990. 5 DV Ásdís Stefánsdóttir, hjartasjúklingur af Suðumesjum: Fréttir Bíður enn eftir hjarta- og lungnaígræðslu „Heilsufariö er þokkalegt og ég þakka fyrir meðan mér versnar ekki og get verið óháð öndunarvélum. Ég vona að það verði hringt í mig sem fyrst og ég er tilbúin að fara um leið og kallið kemur,“ sagði Ásdís Stef- ánsdóttir, 35 ára gamall hjartasjúkl- ingur af Suðurnesjum, í samtah við DV. Ásdís hefur beðið í nokkurn tíma eftir að komast að í hjarta- og lungnaígræðslu í London. Hún er með meðfæddan hjartagalla sem hef- ur með tímanum haft áhrif á starf- semi lungnanna. DV ræddi við Ás- dísi 21. júní og þá sagðist hún bíða við farsímann ef hringt yrði frá Lon- don. Þangað fór hún í október síðast- liðnum og sögðu læknarnir þá að best væri ef hún biði eftir aðgerðinni heima þar sém ástand hennar væri ekki orðið það slæmt. „Ef ekki verður hringt í mig frá London á næstunni hef ég trú á að hlutirnir fari að ganga ef frumvarp til laga um brottnám líffæra og krufningar gengur í gegn á næsta þingi. Það er allavega ekki nein ástæða til að bíða úti í London. Þar að auki bíða læknarnir aðeins þar sem þeir vita að breytinga getur ver- ið að vænta varðandi líffæraflutn- inga hér á landi. Þó fannst mér mið- ur að frétta ekkert af þeim málum á nýafstaðinni prestastefnu." -hlh Evrópumót yngri spilara í bridge: ísland í sjötta sæti eftir tíu umferðir Islenska landsliðið í bridge, spilar- ar 25 ára eða yngri, hefur náð prýðis- árangri á 12. Evrópumóti yngri spil- ara sem nú stendur yfir í Neumunst- er í Þýskalandi. Eftir 10 umferðir var sveitin. í 6. sæti af 22 þjóðum, hafði unnið sex leiki, tapað þremur og gert eitt jafntefli. í sveit íslands spila Hrannar Erl- ingsson, Matthías Þorvaldsson, Steingrímur Pétursson, Sveinn Rúnar Eiríksson og tveir kornungir bræður frá Siglufirði, Ólafur og Steinar Jónssynir Sigurbjörnssonar. Fyrirliði án spilamennsku er Björn Eysteinsson bankastjóri. Eftir 10. umferðir var sveit Noregs efst með 207,5 stig, þá ísrael 204, Dan- mörk 175,5, Þýskaland 173, Ungveija- land 172, ísland 162,5, Svíþjóð 159,5, Finnland 159, Pólland 159 og nr. 10 Bretland 157. Sveit frá Sovétríkj- unum spilar á mótinu og var í 15. sæti en sveit Ítalíu aðeins í 19. sæti. Einstakir leikir íslands hafa farið þannig. Sigur á Sviss, 17-13, Austur- ríki, 25-5, Ungverjalandi, 22-8, Bret- landi, 16-14, Spáni, 23-7, og Ítalíu, 19-11. Tap gegn Finnlandi, 12-18, Póllandi, 8-22, og Noregi, 5-25, jafnt við Portúgal, 15-15. íslenska sveitin hefur sveiflast frá 2. sæti til þess ell- efta. Leikir íslands hafa tvívegis ver- ið sýndir á sýningartöflu - sigurleik- irnir gegn Ungverjum og Bretum. Norska sveitin virðist mjög öflug, sigraði Pólland í 10. umferð, 25-3. Þá vann Svíþjóð Tyrkland, 25-1, og ís- land vann Ítalíu. Holland vann Dan- mörku, 18-12, og Sovétríkin unnu Sviss, 21-9.-hsím Ásdís Stefánsdóttir bíður enn eftir nýju hjarta og lungum. Bindur hún von- ir við lagafrumvarp um brottnám líffæra og krufningar sem lagt hefur verið fyrir Alþingi. DV-mynd Ægir Már HvBAwBDkwBBkvnHk.) LáS B fiu AUSTERDAU ER HUDID AÐ EVROPU Raunar má segja að hún sé hliðið að allri heimsbyggðinni. Þaðan er greið leið með bílaleigubílum (þeim ódýrustu í Evrópu) og/eða lestum suður um alla álfuna. Þaðan flýgur líka KLM til yfir 130 borga í 80 löndum. Á mörgum þessara flugleiða getur Arnarflug boðið sérstaklega hagstæð fargjöld. Hliðið er opið. Gjörið svo vel og gangið inn. Lágmúla 7, sími 91-84477. Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sími 92-50300.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.