Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990.
Spumingin
Ertu búin(n) að fara
í útilegu í sumar?
Hulda Jóna Birgisdóttir starfsstúlka:
Nei. Ég fer ekkert í sumar þvl að ég
er að fara alfarin til Gautaborgar.
Hrefna Guðmannsdóttir, vinnur hjá
Slóturfélaginu: Nei, en ég fer kannski
á ættarmót um helgina og sef þá í
tjaldi.
Margrét Höskuldsdóttir afgreiðslu-
stúlka: Já, ég fór í Þórsmörk. Þaö var
ágætt þótt það væri rigning.
Ólafur Bjarnfreðsson sjómaður: Nei,
ekki í sumar. Ég fer kannski seinna
í sumar.
Arnar Eggert Thoroddsen nemi: Nei,
og ég ætla mér ekki að fara. Ég hef
aldrei farið í tjaldútilegu.
Óttar Guðnason nemi: Nei, og ætla
ekki. Ég fer ekki oft í útilegu en finnst
gaman að fara.
Lesendur
Álafoss og millj arðavandinn:
Ekki harmsaga
heldur hneyksli
meta framtiðarhorfur íslensks
ullariönaðar og gera tillögur um
ráðstafanir Álafoss og ullariðnað-
ardeildar Sambandsins og treysta
stöðu fyrirtækjanna. - Ef mig
minnir rétt er þetta sama fyrirtæk-
ið og var fengið til að gera úttekt á
stöðu Flugleiða hf. á sínum tíma
og lagði þyngsta áherslu á að draga
sem mest úr Ameríkuflugi félags-
ins.
Eftir þessu var víst farið hjá Flug-
leiðum á sama hátt og farið var
eftir tillögum þessa ráögjafafyrir-
tækis hjá Alafossi. Ráðgjöfin
reyndist verri en engin og olli
skaða og álitshnekki hjá Álafossi
og gerði sameiningu þar að engu -
líkt og ráðgjöfin til handa Flugleið-
um sem var sniðgengin í meginat-
riðum.
En hver eða hverjir skyldu nú
hafa ráðlagt Álafossi að fá þessa
snjöllu ráðgjafa sem höfundur
greinarinar í Fijálsri verslun segir
með ólíkindum að ekki skuli hafa
verið lögsóttir fyrir glæfraleg
vinnubrögð og íjárhagstjón. - Það
skyldi þó aldrei hafa verið stjórnar-
maður eöa menn í Álafossi hf. Þar
situr nefnilega stjórnarformaður
Flugleiða hf. og forstjóri Sam-
bandsins. Koma líklega inn í rekst-
ur Álafoss hf. sem sérfræðingar á
sviði markaðsmála í Ameríku! Eða
hvað?
Ætla íslenskir ráðherrar og aðrir
embættismenn aldrei að læra þótt
reynslan sýni að það hefur ekki
reynst íslensku viðskiptalífi ýkja
farsælt að hlýða ráðum forsvars-
manna fyrirtækjanna, Flugleiða og
Sambandsins þegar mikið hefur
þótt við liggja að markaðssetja,
hagræða eða sameina fyrirtæki
Pétur Guðmundsson skrifar:
Mér barst í hendur síðasta tölu-
blað Fijálsrar verslunar sem er
orðið eitt allra fróðlegasta tímaritið
hér á landi. Þar er m.a. fjallað um
kosningaskjálfta og framtíðarhorf-
ur einstakra flokka og stjórnmála-
manna, nýja kynslóð smátölva,
þrýsting á ríkisstjómina um húsa-
kaup - og síðast en ekki síst ís-
lenskan ullariðnað, þ.e. Álafoss hf.
sem hefur notið stórkostlegra fjár-
muna úr opinbrum sjóðum sem
tapast hafa að fullu.
I þessari grein er rakin sú aðstoð
sem Álafoss hefur notið og ferhn-
um líkt við harmsögu þegar leit er
hafin að fólki sem tínist og leitin
ber ekki árangur. „Þá má öllum
vera ljóst að sorgleg endalok verða
ekki umílúin," segir í byijun grein-
arinnar. - Ég vil nú ganga lengra
en greinarhöfundur og segja að
Álafossmálið og milljarðavandi
fyrirtækisins er ekki harmsaga,
heldur hneyksh. Ekki síst fyrir þá
sök að stjórn fyrirtækisins var
skipuð „hæfustu mönnunum úr
íslensku viðskiptalífi“, mönnum
sem höfðu „reynslu" í aö „sam-
eina“ fyrirtæki. - Hér hefði að
skaðlausu mátt skjóta inn nöfnum
hinna „hæfustu".
í þessari grein er líka minnst á
eriendt fyrirtæki, „Boston Consult-
in Group“, sem fengið var til að
Hvers á ullariðnaðurinn að gjalda, að njóta ráðgjafar aðila sem hefði átt að lögsækja fyrir glæfraleg vinnu-
brögð?
Af dauðaslysum:
Því fleiri því minni frétt?
Magnús Einarsson hringdi:
Það er oft einkennilegt hve hræsn-
in er ofarlega í huga okkar mann-
anna. Hvað er þaö sem veldur því
t.d. að mismunandi mikið er gert úr
því í fréttum þegar menn látast af
slysforum? Er það tahn jafnmikilvæg
frétt þegar mörg hundruð manna
farast og þegar einn eða tveir láta
lífið í umferðarslysi, sjóslysi, flug-
slysi eða hvar sem er annars staöar?
Ég rak mig ilhlega á þennan mis-
mun einn daginn. Það var sagt frá
þvi að rúmlega 1500 manns hefðu
látið lífið í pílagrímsferð til Mekka
er þeir tróðust hver um annan þver-
an í jarðgöngum sem urðu skyndi-
lega loftlaust vegna bilunar. - Þetta
var t.d. á forsíðu Morgunblaðsins, ég
sá ekki önnur blöð þann daginn. í
sjónvarpi varö ég ekki var við þessa
frétt og alla vega hefur þá htið farið
fyrir henni.
Mér fannst þetta vera ein skelfileg-
asta slysafrétt sem ég hefi lengi heyrt
um. Svo koma fréttir af minni slysum
eins og gengur. Maður veröur fyrir
bíl eða einn eða fleiri látast í bfi-
slysi. Skip ferst hér eða erlendis og
ekki má gleyma flugslysunum sem
verða samstundis að heimsfrétt og
taka dágóðan tíma í flestum fjölmiðl-
um. - Mér finnst þetta allt vera afar
mikil hræsni, að tíunda í smáatrið-
um slys og dauðsfoll sem afleiðingu
af slysum þegar ekki er nema um
einn eða tvo að ræða en sleppa svo
fréttum af stórslysum og öðrum at-
burðum sem eru mun alvarlegri og
óhugnanlegri. - Er þetta ekki eitt-
hvað tíl að hugsa um?
Ógleymanlegur söngur
Þórarinn Björnsson skrifar:
Ég vil þakka Ríkissjónvarpinu fyr-
ir hina frábæru og ómetanlegu tón-
leika og söng í beinni útsendingu
laugardaginn 7. júlí sl. - Hinir þrír
stórfenglegu og heimsfrægu tenór-
söngvarar sem þar komu fram með
sinn fágaða söng verða ógleymanleg-
ir.
Ég held að alhr sem á þá hlýddu
hljóti að verða betra fólk eftir að
hafa hlustað á þá flytja -hin bráð-
skemmtilegu verk. - ítölsk og þýsk
tónhst og söngur eru mér ávallt efst
í huga.
Ég hefi aldrei getað skihð þýsku
þjóðina að hafa látið brjálaðan mann
ýta sér út í þau voðaverk sem áttu
sér staö í síðari heimsstyijöldinni -
eins og þeir hafa átt frábær tónskáld.
Ég vona að þessir tónleikar og
söngur verði endursýndur. Ég á ekki
nógu sterk og hástemmd lýsingarorð
til að lýsa þessari útsendingu frá
Róm. - Hafið þökk fyrir dagskrána.
Óli Kr. Sigurðsson í Olís. - „Hefur drifið upp fyrirtæki sitt með dugnaði og
áræði.“ - Viðskiptavinir bíða eftir greiðslukortum - segir hér líka.
Óli í Olís er óborganlegur
Ásta Guðmundsdóttir hringdi:
Ég hef verið að fylgjast með upp-
gangi Olís hf. og einum aðalmannin-
um þar, honum Óla Kr. Sigurössyni,
sem hefur drifið þetta fyrirtæki upp
með dugnaði og áræði og kannski
þrautseigju mestan part. - Nú heyrir
maður að hann og hans fyrirtæki,
Sund hf., hafi keypt eitt gamalt og
gróið fyrirtæki sem var á barmi
gjaldþrots eða hafi orðið gjaldþrota.
Ekki hef ég heyrt að Óli í Óhs sé
viðskiptafræðingur, hagfræðingur
eða hafi aðra stórgráðu úr viðskipta-
deild Háskólans. Þess vegna finnst
mér Óli í Olís vera óborganlegur fyr-
ir margra hluta sakir.
Nú er aðeins eitt sem Óli í Olís
þarf að framkvæma fyrir okkur við-
skiptavinina sem eigum bifreiðar, og
það er að koma í gang greiðslukort-
um á stöðvum sínum. Ég á bágt með
að trúa að stórfyrirtæki á borð við
Texaco vilji ekki stuðla að meiri og
betri viðskiptum með því aö bjóða
viðskiptavinunum upp á sömu þjón-
ustu og Texaco býður öðrum við-
skiptavinum sínum um víöa veröld.
- Þegar Olís er búinn að koma á þess-
ari breytingu verður Ohs og Óla Kr.
þakkaö og hans minnst í íslenskum
viðskiptaheimi um ókomna framtíð.