Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990. 15 Díalektík frjálshyggjunnar: Sagnfræðingur án sagnfræði í grein hér í blaði 14. júní sl. skipti Guðmundur Magnússon sagnfræð- ingur mönnum í tvo flokka eftir viðhorfum til þess hver eigi að vera tengsl okkar við aðrar þjóðir og á hvað beri að leggja áherzlu í þjóð- lífi okkar og menningu: Annars vegar forneskjumenn sem halda fram sjónarmiðum íhaldssemi og einangrunar, nánar tiltekið því að bezt sé fyrir þjóðina að búa við hefðbundna atvinnuhætti og menningu og vera sjálfri sér nóg á sem flestum sviðum, sem merkir auðvitað ekkert annað en kyrr- stöðu og stöðnun í atvinnulífi og menningu. Hins vegar framfara- menn sem aðhyllast framsækni og alþjóðalyndi og vilja tileinka sér nýjungar í atvinnulífi, strauma og stefnur alþjóðlegrar menningar og eiga mikil samskipti og viðskipti við aðrar þjóðir. Þessari kenningu beitti hann síð- an við merkilega sögugreiningu sem minnti ekki lítið á söguskoðun marxista. Niðurstöður voru meðal annars þær að Eggert Ólafsson, skáld og náttúrufræðingur, Fjöln- ismenn, „skáld og rithöfundar og vinstri sinnaðir stjórnmálamenn“ á þessari öld hefðu verið fomeskju- menn í framangreindum skilningi en Hannes biskup Finnsson, Jón Sigurðsson, „athafnamenn og frjálslyndir menntamenn“ fram- faramenn. Mér þóttu þessar kenningar frjálshyggjumannsins býsna merkilegar og bað um að fá meira að heyra. Svarið kom 5. júlí sl. - og hvað kom þá í ljós? Afneitar marxisma Guðmundur byijar á að sverja af sér bæði frumleikann og marx- ismann og segir ábendingu sína um „lún ólíku sjónarmið" ekkert eiga skylt við marxisma, enda væru þá allir sem settu fram „kenningar eða ábendingar um þýðingarmikil átök andstæðra sjónarmiða og hagsmuna marxistar“. Skyldleikinn við marxisma felst ekki í því að Guðmundur veki at- hygli á átökum andstæðra sjónar- KjáUariim Sigurður Líndal prófessor miða og hagsmuna heldur hvemig hann einfaldar þau og notar síðan við söguskýringu sem hefur ekki verið sett fram fyrr og rétt er að skoða nánar. „Forneskjumaðurinn“ Eggert Ólafsson Guðmundur kallar Jóhannes Nordal til vitnis um að Eggert Ól- afsson hafi verið forneskjumaður í þeim skilningi sem áður er lýst en Hannes Finnsson framfaramaður. í tilvitnuðum texta Jóhannesar segir þó að báðir hafi verið fram- faramenn, Eggert Ólafsson og Hannes Finnsson, þótt áherzlur þeirra séu ólíkar. I fyrstu grein sinni segir Guðmundur allt annað, Eggert er forneskjumaður, sem aðhyllist kyrrstöðu og stöðnun, en Hannes framfaramaður. „Forneskjumaðurinn“ Tómas Sæmundsson „Hin „þjóðlega forneskja" Fjöln- ismanna birtist kannski skýrast í ágreiningi þeirra við Jón forseta í alþingismálinu, einu mikilvægasta úrlausnarefni sjálfstæðisbarátt- unnar á 19. öld,“ segir Guðmundur. Nefnir hann þar til ritgerð Tóm- asar um Alþing sem birtist árið 1841. Eins og kunnugt er vildi Tóm- as að þinginu yrði valinn staður á Þingvöllum og það sem mest sniðið eftir Alþingi á þjóðveldisöld. Alþingisskrif En lítum nú nánar á skrif Tómas- ar um Alþingi. Grunnhugmynd hans er sú að þingið verði ekki aðeins höfðingjafundur heldur einnig þjóðarsamkunda til að vekja þjóðarandann. Hann birtist í sög- unni, sameiginlegum minningum og reynslu þjóðarinnar. Nafntog- uðustu staðir í fomsögu þjóðarinn- ar, eins og Þingvellir, séu bezt falln- ir til að vekja þjóðarandann og ýti undir sem virkasta þátttöku henn- ar í stjórn landsmála. Þetta sanni söguleg reynsla. Þannig var „forn- eskjan" leiðarljós til framtíðar. Sjónarmiö íhaldssemi og einangrunar? Eru þetta sjónarmið íhaldssemi og einangrunar? Við skulum fyrst líta á síðara atriðið. Á árunum 1832-1834 var Tómas á ferð um Evrópu og dvaldist lengst i Þýzka- landi og á Ítalíu. Af ferðabók hans er ljóst að hann hefur kynnt sér vel helztu strauma og stefnur í andlegum og verkleg- um efnum. Og ekki er vandi að sjá hvert hann sækir hugmyndir sínar um endurreisn Alþingis: Til sögu- stefnunnar og hughyggjunnar þýzku sem heimspekingurinn Herder er talinn helzti upphafs- maður að og Fichte, Schelling, Heg- el og Schleiermacher fylgdu síðan efdr. Áttu þeir allir þátt í að móta róm- antísku stefnuna sem var andóf við upplýsingunni. Af ferðabókinni er ljóst að Tómas hefur kynnt sér kenningar þeirra allra og raunar fleiri oddvita í andlegu lífi Þjóð- verja á þessum tíma. í heimssýn þeirra voru þær skoð- anir mikils ráðandi að saga mann- kyns væri samfellt ferli efnislegrar og andlegrar þróunar sem réðist af ytri aðstæðum og mótaði meðal annars andleg viðhorf ólíkra þjóða. Þessi þjóðarandi (Volksgeist, hug- tak sem Herder notaði fyrstur) birt- ist í tungu, bókmenntum, þekkingu og fræðum þjóðanna, eða með öðr- um orðum andlegri og verklegri menningu þeirra. Þá farnaðist þjóð bezt þegar hún legði rækt við sögu sína, hefðir og sérkenni. Þetta eru í stuttu máli þær hug- myndir sem húa að baki tillögum Tómasar Sæmundssonar um skip- an hins endurreista Alþingis. Og þær eru ekki sprottnar úr neinni einangrun, heldur sóttar í einn meginstraum „alþjóðlegrar menn- ingar“. - Er Tómas að halda fram einhverjum sjónarmiðum einangr- unar eins og Guðmundur Magnús- son heldur fram? Rómantíska stefnan var andóf gegn upplýsingunni. Eitt var það að áhangendur hennar gáfu al- þýðumenningu meiri gaum en áð- ur; upplýsingarmenn höfðu iðulega haft nokkurt horn í síðu hennar. Af þessu leiddi að horfið var frá forsjárhyggju upplýsingarmanna í menningarmálum og sjónarmiðum alþýðu meiri gaumur gefinn. Þetta skýrir nokkuð þá áherzlu sem Tómas leggur á að Alþingi verði ekki einungis höfðingjafund- ur, heldur einnig þjóðarsamkunda. - Hér var hreyft mjög róttækum hugmyndum, svo róttækum að ýmsum, eins og Jóni Sigurðssyni, þóttu þær óraunhæfar. Aðrar hugmyndir Guðmundur gefur í skyn að al- þingisskrif Tómasar séu ekki einu dæmi um „þjóðlega forneskju" Fjölnismanna. Þetta er nýstárleg kenning sem verður ekki svarað öðru vísi en biðja Guðmund að gera það sem hann hefur bersýnilega ekki gert: Að lesa Fjölni. Þar birt- ust mjög fjölbreytileg skrif um inn- lend og erlend efni, um skóla-, mennta- og menningarmál al- mennt, atvinnumál, þar á meðal verzlunarmál og ýmislegt fleira sem að þjóðmálum lýtur. Á Tómas drýgstan hluta þessa efnis. Þótt Tómas Sæmundsson væri mjög mótaður af rómantísku stefn- unni var hann öðrum þræði upp- lýsingarmaður. Þetta má meðal annars glögglega sjá af skrifum hans um bókaútgáfu í landinu þar sem hann lofar framtak upplýsing- armanna sem á undan voru gengn- ir en deilir hart á úrelta rímna- og postilluútgáfu samtímans. Og vissulega vildi hann efla kaupstaði í landinu og kaupstaðastéttir, handverksmenn og kaupmenn. Hinir „verzlandi borgarar.. .eru að sfnu leyti sama í stöðunum og bændur í sveitunum: undirstaða landsins velmegunar" ritar hann í fyrsta árgang Fjölnis 1835. Þar lýsir hann einnig framtíðarsýn sinni um eflingu Reykjavíkur, meðal annars sem menntaseturs. í því fólst eng- inn fjandskapur við Reykjavík þótt hann vildi aö Alþingi yrði þjóðar- samkoma á Þingvöllum. Guð- mundur segist vera fús til frekari orðaskipta við mig um Fjölnis- menn og forneskju fyrr og nú og þá væntanlega til að sanna á Fjöln- ismenn „forneskju" í þeirri merk- ingu sem hann notar orðið. Hann lætur þess þó getið að rými í DV leyfi það varla, auk þess sem hann hafi um margt merkilegra að fjalla. Ég er honum sammála um hið síð- astnefnda. Hann hlýtur að hafa annað og betra við tíma sinn að gera en eyða honum í vonlaust verk. Sigurður Líndal „Þetta er nýstárleg kenning sem verður ekki s varað öðru vísi en biðj a Guð- mund að gera það sem hann hefur ber- sýnilega ekki gert: Að lesa Fjölni.“ Afvopnun sjóherja: Uppsláttur eða alvara? í skýrslu utanríkisráðherra 1990 segir: „Á vegum utanríkisráðu- neytisins verður á þessu ári unnið að athugunum á traustvekjandi aðgerðum og afvopnun á höfunum og miðað að því að vinna hugmynd- um fylgi innan Atlantshafsbanda- lagsins, í tvíliða viðræðum við að- ildarríki og á öðrum vettvangi.“ Ætla mætti að hér væri einungis átt við vopnabera á yfirborðinu, ekki í sjónum, búnað á hafsbotni, hvað þá flugstyrk sérhæfðan til stríðs gegn vopnaberum á og í sjó. Óþreytandi skeyti Vopn til sjós eru gróflega flokkuð eftir beitingarsviðum í: gagnkaf- báta-, gagnyfirborðs- og gagnflug- vopn. Gagnkafbátavopnum er komið fyrir í skipum, kaíbátum og flugvélum sem og á og yfir hafs- botni. Djúpsprengjur eru stilltar á sprengidýpi samkv. upplýsingiun frá leitartækjum um legu kafbáts og varpað frá skipum eöa úr flug- vélum. Skammdrægum sprengjuklösum er skotiö frá skip- um að því svæði sem kafbátur er tahnn halda sig á. Tundurskeytum er skotið frá skipum, kafbátum eða þau eru látin falla úr flugvélum. Tundurskeyti er hka hægt að skjóta með flugskeyti frá skipi um KjaUaiinn Jón Hjálmar Sveinsson fyrrum sjóliðsforingi Einnig er hægt að koma því fyrir á hafsbotni og ræsa síðan með fjar- stýringu úr landi þegar kafbátur nálgast það. í öllum thvikum knýr eigin hreyfill það til bátsins, það fylgir honum eftir með hljóðnem- um og leitar hans aftur missi það af honum. Tundurduflum gegn kafbátum er komið fyrir á hafsbotni eða tjóör- uðum við botn. Þau geta verið for- rituð á skrúfu- og gírhljóð ákveð- inna kafbáta og springa þá sjálf- virkt þegar þau finna að bráðin er nógu nálægt til að sprengihleðslan grandi henni. Einnig geta þau verið sprengd með merki um kapal frá stjómstöð í landi sem þá nýtir fasta neðan- sjávarhljóðnema til aö ákveða stöðu kafbáts og hvort hann er „Ætla mætti að hér væri einungis átt við vopnabera á yfirborðinu, ekki í sjónum, búnað á hafsbotni, hvað þá flugstyrk sérhæfðan til stríðs gegn vopnaberum á og 1 sjó.“ lengri veg og svífur það síðan í fall- nógu nálægt duflinu. Upplýsingum hlíf niður f hafið nálægt kafbátn- kafbáta, skipa, flugvéla og fastra um. hljóðnemaerhaldiðsamanenþrátt fyrir það eru kafbátar öllum öðrum vopnaberum torsóttari. Innbrot og eyðing Gagnyfirborðsvopn'eru fallbyss- ur af meðalhlaupvídd og stærri, stýriflaugar og flugskeyti (SSM), tundurdufl og tundurskeyti. Fall- byssur eru vökvaknúnar, ratsjár- stýrðar og þær skotharðari með vatnskældu hlaupi. Þeim má stýra eftir sjónmiðun eða eftir „video“- myndavél tengdri áttavita. Skot geta verið fosfórhúðuð þannig að þau lýsa er þeim er skotið og má þá leiðrétta miðun eftir því. Þyngri byssum stjórnar tölva sem fær upplýsingar frá lang- drægri en grófri viðvörunarratsjá sem síðan leiðbeinir sjálfri skotrat- sjá byssunnar sem þá læsir sig á markið. Tölvan reiknar út ferð marksins því að skotið er í veg fyr- ir það og hún fær upplýsingar um hita- og rakastig, ástand púður- hleðslu, breiddargráðu og fl. th nákvæmara skots. Leysigeislar eru nýttir th betri fjarlægðarmælinga en ratsjá getur gefið. Mörkin eru önnur skip. Mannvirki á landi má einnig hæfa sé nákvæm staðsetn- ing þeirra þekkt. Á meðan skoti gegn flugvél er ætlað að splundrast í nálægð viö hana er skoti, sem og flugskeyti gegn skipi, ætlað að ryðja sér leið inn í skipið áður en það springur. Skeyti/skot getur borið sprengi-, íkveikju- eða eitur- gashleðslu. Átök örgjörvanna Skip eru ekki brynvarin nú á tím- um en með radarvörum er hlustað eftir útsendingum fjandsamlegra ratsjáa og síðan er reynt að gefa þeim fólsk mörk og metta vopna- stýritölvur. Upplýsingum um skot- mörk má miðla með tölvubúnaði eftir örbylgjum til skipa frá flugvél- um, öðrum skipum eða úr landi og getur skipið þá gert árás með lang- drægum byssum, flugskeytum eða stýriflaugum áður en það sjálft er innan skotfæris andstæðingsins. Sendandi markupplýsinga er þó í bráðri hættu vegna nálægðar við fjandmann. Tundurskeytum geta skip skotið hvert á annað og getur stýring þeirra verið þrenns konar: skeyti stillt á fasta stefnu, því fjarstýrt eða það er sjálfvirkt og búið hljóðnema sem vísar því á markið. Stýriflaug- ar eru hæg- og lágfleygar og er þeim ætlað að fara undir geisla viðvör- unarratsjáa. Þær geta lesið stað- hætti (topografi) þess lands sem þær eru sendar inn yfir, borið sam- an við forritaðar upplýsingar um landið, leiðrétt stefnu samkvæmt því og beinhnis ratað að markinu. Jón Hjálmar Sveinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.