Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990. 7 dv Sandkorn : GcorgWr Kristjánsson, bæjarfulltrúi sjálfstæöis- mannaiEyj- um, varhand- tekinnfyrir sköminu moð um 1.200 lítra afsmygluðu ; vodkaíbilnum sínum. Þetta viröistekkií fyrstaskipti sem Georg kemur nálægt slikum varningi ef marka má vísur sem Lýð- ur Ægisson samdi um Georg á fer- tugsafmæli hans og sungnar skulu við lagið Minning um mann, Fyrsta vísanersvona: Halda vil ég ræðustubb um rosalegan mann/ Égreyniaðvandaorðinþegar talaégumhann/ Vininumtilheiðurs tekégofanhattoghaus/ þvíhann er orðinn fertugur - og gengur ennþá laus! Stebbi Geir Síðarisöngn- um kemur framaðlíkast til va-ri best að : StefánGeir Gunuarsson. . yfirtollvöröur í : Eyjum.yrði varamaður Ge- orgsihæjar- stjórn: Hansvahdamál erStebbiGeir sem stjórnar tollinum/ ogstöðugtermeðnefiðoní gáma-döllunum/ Um daginn fann þó Goggi litli góða lausn á því/ aðgera manninn óvirkan og létta smyglerí. Sem bæjarstjórnarfuUtrúi hann fundisitjaþarf/ þvíforræðiðíbæjar- málum er hans annað starf/ En full- trúinn þó vitanlega varamann sér á/ semverðuraðtakasætihansef skreppa þarf haim frá. Goggi litlí er s vakalegur og segja ég þaðverð/ Hannsagðimérítrúnaði fránýrriráðagerð:/ „StebbaGeirég baravelsemvaramanninnminn/ þá veit ég hvar ég hef ann þegar skipin komainn. Reiðir Framarar Framarar voruorðnir langeygireftir stgriþegarþeir mættuVals- mönnumí deiidinniá þriðjudags- kvöld. Þelr höfðu tapað þremursiðustu deildarleikjutn ogaukþess bikarleUtnum við Val stuttu áður. Eftír þann leik buguðust nokkrir leUímanna undan mótiætinu, réðust að dómaranum og spörkuðu sundur hurðir í Valsheim- ilinu á Hlíðarenda. Þegar Fram tókst síðan að vinna Val á þriöjudags- kvöldið voru Valsmennfljótir að finna afsökun. Það vora skýr fyrir- mæli frá hússtjórninni á Hlíðarenda að Valur ætti að tapa leiknum. Vegna slæmrar fiárhagsstöðu félagsins hefði það ekki efhi á að standa! umtalsverðum viðgerðtun ef Framar- arlétu vonbrigði sín bitna á húsmun- um eftir feUíinn. Saga úrsveitinni Þóleitínniað léttustulund- innisélokiöer héreinsagaúr sveiíinniscm . lýsirbemren: ntargt annaö landtiúnaðar- póliiikinniliér álandi.Þannig varaðhrútur varálabbieftir vegarkmitiixíg- arhannsáfé- laga sinn koma á móti sér. Þegar þeir mættust nikkaöi sá sem kom á móti kolliogsagði: „meee.“ Hinnsvaraði aðbragði: „Einmittþaðsemégætlaði aðsegja." Umsjón: Gunnar Smóri Egllsson Fréttir Alþingi styrkir sumarbú- staðakaup starfsmanna „Það voru starfsmannafélög þriggja stofnana á Alþingi, það er Ríkisendurskoðunar, háskóla- menntaðra starfsmanna Alþingis og umboðsmanns Alþingis sem ákváðu að kaupa orlofshús í Húsafelli fyrir starfsmenn þessara félaga. Alþingi ákvað að veita félögunum styrk að upphæð 5 til 6 milljónir króna svo af sumarbústaðakaupun- um mætti verða sem fyrst. Þessi upp- hæð er ekki reidd fram á einu ári heldur greiðist hún á þremur árum,“ sagöi Karl Kristjánsson, fjármála- stjóri Alþingis. „Ekki hefur verið greitt í orlofs- sjóði vegna margra starfsmanna þingsins, þeir hafa því ekki notið sambærilegra orlofskjara og flestir aðrir launþegar landsins gera. Þetta er því fremur kjaraleiðrétting til stórs hóps af starfsmönnum þingsins en styrkur. Til að mynda hefur ekki verið greitt í orlofssjóð vegna félaga í Fé- lagi háskólamenntaðra starfsmanna Alþingis en af öllum öðrum opin- berum starfsmönnum eru 0,25 pró- sent af launum greidd í sjóðinn. Af launum starfsmanna Ríkisendur- skoðunar, sem voru fluttir undir yílrstjórn þingsins 1. jan. 1987, hefur heldur ekki veriö greitt í oriofssjóð. Þaö er því ekki óeðlilegt að þetta fólk fái leiðréttingu sinna mála,“ sagði Karl. Það verður svo orlofssjóður sem í framtíðinni mun sjá um rekstur sumarbústaðarins á sama hátt og gert er hjá félögum annarra opin- berra starfsmanna. Starfsmenn þingsins eru um 70 og á hver starfs- maður rétt á aö dvelja í bústaðnum eina viku á sjö ára fresti. -J.Mar Reynir Traustason, DV, FTateyri: Mikil þorskveiði hefur verið á Vestíjarðamiðum undanfarnar tvær vikur. Vestíjarðatogarar hafa fengið frá 100 tonnum og upp í 170 tonn eft- ir viku úthald. Fá skip hafa verið að veiðum á Vestfjarðamiðum miöað við árstíma enda margir langt komnir meö þorskkvóta sína. Það stafar af þeirri miklu þorskveiöi sem veriö hefur bæði sunnan og austan lands á fyrri- hluta ársins. Guðbjartur Ásgeirsson, skipstjóri á Guðbjörgu ÍS, sagði í samtali við DV að þorskurinn væri kvikur og stygg- ur en stofninn virtist vera í jafnvægi. „Það leggst vel í mig sumarið, veiðisvæðið er ekki eins takmarkað og ástand lífríkisins er eðlilegra en það hefur verið undanfarin tvö ár. Heitari sjór og víða vart viö þorsk,“ sagði Guöbjartur. Togarar að veiðum á Vestfjarðamiðum síðustu viku. DV-mynd Reynir Vigdís til Bretlands Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, hélt áleiðis til Bret- lands í morgun. Mun hún veita heiðursdoktorsnafnbót við há- skólann í Nottingham viðtöku á morgun. 14. og 15. júlí mun forset- inn heimsækja Grimsby þar sem hún verður viðstödd hátíðahöld til heiðurs sjómönnum, skoöar verskmiðju dótturfyrirtækis SH og liittir íslendinga búsetta á Humbersvæðinu. Forseti kemur heim aö kvöldi 15. júlí. -hlh Mokveiði á Vestflarðamiðum: Ástand lífríkisins eðli- legra en síðustu 2 árin - segir Guðbjartur Ásgeirsson, skipstjóri á Guðbjörgu ÍS Starfsmenn Radióbúðarinnar ætla að bregða á leik og tela þrjár Apple tölvur einhvers staðar I borginni í dag. DV-myndJAK Macintosh- tölvur ífelum í tilefni þess að 10 ár eru liðin síðan farið var að selja Appletölvurnar hér á íslandi ætla starfsmenn Radióbúð- arinnar að fela þrjár Macintosh- tölvur einhvers staðar í borginni. Þeir sem verða svo heppnir aö finna tölvurnar fá þær til eignar. Það verður svo tilkynnt eftir há- degið á útvarpsstöðinni Bylgjunni í hvaða borgarhluta tölvurnar eru og nákvæm staðsetning verður gefin kl. 18.00. Auk þess verða faldar 50 dósir af Mackintosh’s Quality Streetsæl- gæti í nágrenni tölvanna. Til aö minnast afmælisins enn frekar mun Radíóbúðin selja taka- markað magn af Apple Macintosh Plus-tölvum á sérstöku tilboðsverði. TMHÚSGÖGN SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.