Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Side 11
FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990. 11 Útlönd Vonir standa til að samningaviðræður milli stjórnarinnar í Nicaragua og verkfallsmanna hefjist í dag. Fjórir hafa látist í átökum hers og verkfalls- manna í landinu síðustu daga. Símamynd Reuter VerkföUin í Nicaragua: Lausn í sjónmáli? Allt bendir nú til þess að samn- ingaviðræður heflist flj ótlega, jafnvel í dag, milli stjórnvalda í Nicaragua og fulltrúa þúsunda verkamanna sem verið hafa í verkfalli síðustu daga. Forseti landsins, Violeta Cha- morro, sagði að viðræður við verka- lýðsfélögin myndu heíjast strax og búið væri að fjarlægja tálma sem komiö hefði verið fyrir á götum úti og verkfallsmenn yfirgæfu bygging- ar sem þeir hefðu haft á sínu valdi í höfuðborginni Managua í nokkra daga. Harðir bardagar hafa staðið í Nic- aragua milh hermanna og verkfalls- manna en þeir síðamefndu eru stuðningsmenn sandinista sem misstu völd fyrr á árinu í kosningum. Að minnsta kosti fjórir hafa týnt lífi og 50 særst í þessum átökum. Hafist var handa við að fjarlægja götutálmana í gær. Enn sátu þó verk- fallsmenn sem fastast í nokkrum byggingum í höfuðborginni en Cha- morro var bjartsýn á að viðræðumar myndu samt sem áður hefjast í dag. Staða forsetans styrktist í gær þeg- ar helsti yfirmaður hersins lýsti yfir stuðningi við hana. Humberto Or- tega, bróðir Daniels Ortega, leiðtoga sandinista og fyrmm forseta, sagði að herinn myndi aldrei reyna valda- rán á meðan Chamorro væri við völd. Chamorro, sem bar sigurorð af Ortega í kosningum í febrúar, hef- ur sagt verkfallsaðgerðirnar tilraun til að grafa undan efnahagsaðgerðum stjómar sinnar. Reuter Tékkneska sendiráðið á Kúbu: Fleiri leita hælis Sjö Kúbumenn, sem vilja flýja land, leituðu hæhs í sendiráði Tékkó- slóvakíu í Havana, höfuðborg Kúbu, í gær. Nú hafa alls fjórtán Kúbumenn leitað á náðir sendiráðsins að sögn sendiráðsstarfsmanns. Flestir vilja flýja land en kúbanska stjórnin sagði fyrr í vikunni að flótta þeirra í sendi- ráðið væri ætlað að skapa ímynd óstöðugleika í landinu og að hún myndi ekki semja um fararleyfi fyrir þá. Þeim sjö, sem leituðu hælis í sendi- ráðinu í gær, tókst einhvem veginn að komast að dyrum þess þrátt fyrir að lögregla hefði umkringt húsið. Vestrænir stjómarerindrekar telja að yfirvöld á Kúbu hafi ákveðið að stöðva elcki fólk sem vildi komast inn í sendiráðið. Sjö kúbanskir þegnar leituðu á náðir sendiráðsins á mánudag. Tveir þeirra, sem sögðust vera námsmenn, vildu fá að yfirgefa landið en fimm krefjast þess að fá að ferðast um Evrópu að vild án refsiaðgerða yfir- valda. Vera Kúbumannanna í tékkneska sendiráðinu veldur töluverðum vandamálum fyrir hina nýju tékk- nesku stjóm sem nú, í fyrsta sinn í áratugi, er ekki skipuö kommúnist- um. Síðustu mánuði hafa samskipti þessara þjóða versnað mjög. Reuter Montreal: Indíánar í átökum Vopnaðir indíánar af Mohawk- ættbálki lentu í illvígum götubar- daga við lögreglu Quebec í Kanada í gær. Ástæða þess var að indíánamir börðust gegn því að land forfeðra þeirra yrði notað undir golfvöll. Einn lögreglumaður lét lífið í bardagan- um. Hundrað manna lögregluhð hóf í gærmorgun að fiarlægja vegartálma sem indíánarnir höfðu sett upp rétt fyrir utan smábæinn Oka, sem er um 30 km vestur af Montreal, vegna fyr- irhugaðra framkvæmda. Indíánamir hófu þegar í stað að byggja upp nýja og fleiri vegartálma 1 nágrenninu. Átökin breiddust út í úthverfi Montreal er indíánamir komu í veg fyrir að umferð á þjóðveg- um gengi eðlilega fyrir sig á miklum annatíma. Lögreglan krefst þess að banamað- ur lögreglumannsins finnist en indí- ánarnir segja að þeir hafi heyrt lög- •regluna tilkynna í símakeifi sínu fyrr um daginn að lögreglumaðurinn hefði látist vegna slyss er félagi hans skaut óvart á hann. Opinberir embættismenn Quebec sögðu í gær að ekki lægi ljóst fyrir hveijir hefðu fyrirskipað þessar að- gerðir lögreglunnar. Forsætisráðherra Kanada sagði í yfirlýsingu frá leiðtogafundinum í Houston í gær aö kanadíska ríkis- stjórnin myndi fús veita alla aðstoð tilaðleysadeiluna. Reuter Fæst á betri myndbandateigum LAUGARÁSBÍÓ Sími 38150 Austur-Þýskaland: Harðnar í ári Mörg austur-þýsk verkalýðsfélög náðu í gær samningum við aðila vinnumarkaðarins um launahækk- un eftir aö hafa hótað verkfallsað- gerðum en vafi leikur á því hvort austur-þýskir vinnuveitendur, sem þegar berjast í bökkum, hafa efni á að greiða hana. Starfsmenn í efnaiðnaði náðu til að mynda 35 prósenta launahækkun. Vestur-þýskir sérfræðingar telja að launahækkun, sem nemi meira en 20 prósentum, kunni að leiða til gjaldþrota margra austur-þýskra fyrirtækja sem þegar horfast í augu við samkeppni vestur-þýskra í fyrsta sinn í 40 ár. BYGGINGAMARKAÐUR VESTURBÆJAR Hringbraut 120 >ími 28600 Rosaleg rýmingarsala! rsú rýmum við fyrir nýjum gerðum og seljum á BOTPfVERÐI Lykkju- Filt- Stök teppi Uppúrklippt Uppúrklippt Oólf- teppi teppi 100% ull teppi 09 lykkja dúkur ffá kr. ífá kr. 30% arsl. Ath. Einnig ffá kr. ffá kr. ffá kr. 465” 320mi stórar stæröir, t.d. 3x4 m 948m 1325- 450”■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.