Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Síða 25
FIMMTUDAGUR 12. JÚIÍ 1990. 33 Sviðsljós Robert Redford fer minnkandi með hverjum deg- inum. Leikarinn frægi er nú 53 ára gamall og er farinn að hafa áhyggjur af því að tapa ímynd- inni með hæðinni. Sagt er að Robert þjáist af sjúkdómi sem veldur því að bakvöðvar hans rýrna. Minnkunin er ekki mjög mikil en ágerist. Eins og gefur að skilja vill Robert ekki verða dvergur. Ólyginn sagði... Mel Gibson ferðast sjaldnast einn. Þegar hann er á ferðalögum við kvik- myndatökur tekur hann alla íjöl- skylduna með sér, konu og sex börn. Gibson segist ekki geta ein- beitt sér nema með fjölskylduna nálægt sér og að hann komi meiru í verk með konu og börn hjá sér. Einstaka sinnum þarf hann samt frið og ró. Þá skellir hann bara hurðinni og segist vilja fá frið. Fimm ára sonur Mel, Will, er þegar búinn að ákveða að hann vill verða leikari. Þegar faðir hans spurði af hverju var hann fljótur að svara: „Svo ég geti tek- ið við þínu hlutverki þegar þú deyrð.“ John F. Kennedy yngri gengur illa í námi. Hann hefur þegar fallið tvisvar í lög- fræði en reynir nú í þriðja skipti. Um daginn, er hann var í Los Angeles til að hitta Daryl Hannah, vinkonu sína, greip hann í tómt. Hann fann enga ljósa lokka, aðeins skilaboð. En John þurfti samt ekki að kvarta yfir félagsskapnum. í Los Angeles hitti hann aðra leikkonu og ekki síðri, Juliu Roberts. Kennedy var ekki lengi að hugsa sig um og bauð henni út um kvöldið. Julia þáði boðið þó svo aö hún hafl verið með Kiefer Sutherland á hóteli. Þó veðrið hafi ekki verið upp á það besta voru um 240 sælir og glaðir ferðalangar saman komnir i Viðey. DV-mynd GVA , fsm 8|M/ Wf K t- Mm ^ TfnírrifflB HBjf jf HI& 't Sumaiferð til Viðeyjar Síðastliðinn laugardag fór starfs- fólk DV í árlega sumarferð Frjálsrar íjölmiðlunar hf. Veðriö hefði geta verið betra en ferðalangar Jétu það ekki á sig fá og klæddu kuldann af sér. í þetta sinn var haldið til Viðeyj- ar með Hafsteini í Viðeyjarferðum. Þangað var komið um hádegisbil en um 240 manns á öllum aldri voru með í fór. Staðarhaldarinn í eynni tók vel á móti hópnum. í Viðey var farið í leiki og allir skemmtu sér hið besta. Á milli leikja var mikil veisla haldin og hver fékk pylsur, samlokur og gos eins og hann gat í sig látið. Hópurinn fékk afnot af skála Hafsteins í eynni. Gott var að komast inn stutta stund til að orna sér en aðstaða í skálanum var mjög góð. Þegar allir höfðu matast var far- ið í skoðunarferð um eynna og var staðfróður maður, Ólafur Stephen- sen, með í fór. Eftir viðburðaríkan dag var snæddur kvöldverður í Viðeyjar- stofu. Það voru mettir og ánægðir ferðalangar sem Hafsteinn flutti aft- ur til lands að loknum vel heppnuð- um degi. Karlarnir tóku á eins og þeir gátu en allt kom fyrir ekki og „sterkara kyn- iö“ vann með hjálp barnanna. Mikil veisla var haldin í skála Hafsteins í Viðey. Þar fékk hver eins og Sterkar stelpur. Kvenþjóðin sýndi hvað hún getur i reiptogi við karlana. hann gat í sig látið af pylsum, samlokum og gosi. Gott er að hvila sig i fangi afa eftir erfiðan dag. Hallur Símonarson blaðamaður með dótturdóttur sína. **TOLVUBUNAÐUR Með fullkomnu lyklaborði og litaská. Besta verðið í dag: AGE286 6/12 MHz kr. 103.940 + VSK AGE386 8/16 MHz AGE 38616/20 MHz AGE386 8/15 MHz AEG 38611/33 MHz AGE486 8/25 MHz kr. 124.825 + VSK kr. 149.050 + VSK kr. 204.100 + VSK kr. 268.420 + VSK kr. 415.025 + VSK HUMUBSÞJÓHUSTAH SkipUti 19 3. hæð simi: J 6911

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.