Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990. Fréttir Eru dagar veðurspáa í ríkissjónvarpinu taldir? Spárnar leggjast af ef fjórir okkar hætta - segir Magnús Jónsson veðuríræðingur „Það er deginum ljósara að veð- urspár í Sjónvarpinu leggjast af ef fjórir veðurfræðingar hætta um mánaðamótin og einn fer í sum- arfrí. Það er engin leið að halda þessum spám úti með aðeins tveim- ur veðurfræðingum,“ sagði Magn- ús Jónsson veðurfræðingur við DV. DV hefur skýrt frá því að fjórir af sjö veðurfræðingum, sem spá um veðrið í lok kvöldfréttatíma ríkis- sjónvarpsins, hafi sagt upp störfum hjá Sjónvarpinu. Samningar þess- ara veöurfræðinga, sem gera spárnar í eigin nafni en ekki veður- stofunnar, runnu út 1. júni síðast- liðinn. Hafa veðurfræðingarnir farið fram á hærri greiðslur fyrir vinnu sína. Pétur Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins, lýsti því hins vegar yfir í DV að greiðsl- ur þessar yrðu ekki hækkaðar og þar við sæti. Hvorki Magnús né Pétur hafa viljað láta neitt uppi um hve mikið veðurfræðingarnir fá fyrir þessa vinnu sína eða hve mik- illar hækkunar þeir krefiast. „Við förum ekki fram á neinar gríðarhækkanir. Þessar greiðslur eru jafnaðargreiðslur, sama upp- hæð á virkum dögum og helgidög- um og eitthvað hærri en ríkið býð- ur okkur upp á í okkar fóstu vinnu. Það verður að athuga að þessi vinna er öll unnin á kvöldin hvern einasta dag ársins. Undirbúningur hefst á veðurstofunni um hálf- fimmleytið og vinnunni lýkur ekki fyrr en við lok útsendingar, um hálfníu. Hvað myndu menn í öðr- um starfsstéttum taka fyrir vinnu á þessu tíma dagsins og það alia daga ársins. Það væri örugglega meira en það sem við erum að fara fram á.“ Veðurfræðingamir fengu ein- hverja hækkun á þessum greiðsl- um í fyrra. Segir Magnús takmark- ið að fá sömu greiðslur að raun- gildi og fengust fyrir fiórum árum. Þeir á Stöð 2 spá ekki Á Stöð 2 sjá veðurfræðingar ekki um veðurfréttatímann heldur Óm- ar Ragnarsson, Eggert Lárusson og Ari Trausti Guðmundsson. Þeir tveir síðastnefndu þekkja þó eitt- hvað til veðurfræði. Hvort farnar verða svipaðar leiðir hjá Sjónvarp- inu vildi Pétur Guðfmnsson ekki tjá sig um en sagði að einhver ráð fyndust. -hlh Langtímaspá yfir veður á N-Atlantshafi til 15. ágúst Byggt á gögnum NOAA (National Oceanic and Atmospheric Adminstration) / / \ LJS+S Í ( ^ \ ( Úrkoma j-.-. Islandsfiskur hf. hótar kæru: „Grindhoraður lax sett- ur í fyrsta flokk“ Langtímaveðurspá fram í miðjan ágúst: Hlýtt en vætusamt Útlit er fyrir að hitinn verði rétt yfir meðaliagi og aö úrkoma verði heldur meiri en í meðalári. Þannig hljóðar veðurspá banda- rísku veðurstofunnar fyrir ísland og svæðið þar í kring á tímabilinu frá miðjum júií til miðs ágúst. Sam- kvæmt spánni nær hitasvæði yfir Norðurlöndum þó að hafa einhver áhrif hér á landi og ekki fráleitt að það geri það einmitt nú um helgina. Hins vegar er landið í jaðri úrkomu- svæðis og líkur á að frekar úrkomu- samt verði næsta hálfa mánuð. Þó getur brugðið til beggja vona. Því er best að gleyma ekki tjaldhimninum um verslunarmannahelgina Þessi spá er seinna á ferðinni en vanalega en í stórum dráttum virðist hún hafa staðist það sem af er tíma- bilinu. Innan skamms er að vænta spár sem gildir fyrir allan ágústmán- uð og þá fæst skýrari mynd af veður- horfum fyrri hluta þess mánaðar. Ef litið er á veðurhorfumar i Evr- ópu er töluverðs hita að vænta á Norðurlöndum. Þá er annað hita- svæði yfir sunnanverðri Evrópu sem teygir sig allt til Norður-Þýskalands. Samkvæmt síðustu fréttum hefur þessi spá staðist tii þessa en miklir hitar hafa verið víða í Evrópu undan- farið. Urkomulítið verður nema ef vera skyldi á vestanverðum Bret- landseyjum og Austur-Evrópu. Eins og fyrr getum við þess að hér er um megindrætti í veðri komandi vikna að ræða en ekki spána eins og hún verður upp á dag. Þá er rétt að geta þess að áreiðanleiki veðurspáa minnkar mjög því lengra sem spá- tímabilið er og því ber að taka spár þessar með ákveðnum fyrirvara. Þó er ekki úr vegi að minna á að þessar spár hafa staðist allvel síðan DV hóf að birta þær fyrir hálfu öðru ári, sérstaklega ef tekið er mið af þessum fyrirvöram. -hlh íslandsfiskur hf. hótar nú að kæra Landssamband fiskeldis- og hafbeit- arstöðva vegna bréfs sem gæöamats- maður sambandsins ritaði öllum fé- lögum í landssambandinu og öðram þeim er starfa á umræddu sviði og eru í viðskiptum við það bæði hér heima og erlendis. í bréfinu segir gæðamatsmaðurinn Leifur Eiríksson meðal annars: „ís- landsfiskur hefur undanfarnar vikur haft til sölumeðferðar fisk frá þrota- búi Faxalax hf. Þessum fiski hefur verið pakkað í pökkunarstöð Hreifa hf. í Hafnarfirði. Fiskurinn frá Faxalaxi hefur verið vanfóðraður mánuðum saman og er þess vegna stærsti hluti hans grind- horaður og illa útlítandi. Stærri hluta hans væri kannski hægt að pakka sem Ordinary (2. gæðaflokk- ur) en töluverður hluti hans er Production (3. gæðaflokkur). Svo heldur Leifur áfram og segir að öll- um þessum fiski hafi yfirhöfuð verið pakkað sem Superior eða fyrsta flokki. Einnig segir í bréfinu: „Einnig voru umbúðir ekki í samræmi við það sem tíðkast. Notaður var ein- angrunarkassi, venjulegrar gerðar, en ógataður. Ofan í kassann var lögð svampbleyja og fiskurinn lagður beint ofan á hana. Utan um kassann var brugðið plastpoka sem límt var fyrir. Liggur þá fiskurinn í bræðslu- vatni þar til hann er tekinn úr kass- anum. Slíkt upplitar venjulega tálkn og fiskurinn verður meyr fljótlega." íslandsfiskur telur sig hafa orðið fyr- ir verulegu fjárhagstjóni vegna þessa bréfs og telja aðstandendur fyrirtæk- isins að Ijónið nemi tugum milljóna. Samkvæmt upplýsingum, sem fengust hjá Landssambandi fiskeldis- og hafbeitarstöðvar, skiptir máli að fiskur héðan, sem fluttur er út, sé í hæsta gæðaflokki. Það séu gerðar ákveðnar gæðakröfur til þess fisks sem fari á erlenda markaði og þeim verði að fylgja eftir. Gæðamatsmað- urinn hefði farið fram á það við stjórnendur íslandsfisks að laxinum yrði umpakkað og hann rétt merkt- ur, það hefði ekki verið gert og hann því ritað umrætt bréf. -J.Mar Reykjavlk: Vélhjól tekin vegna hávaða Kaup Stöðvar 2 á hlut í Sýn: Hlutafé fært niður deilt um hvort um meirihluta var að ræða Lögreglan í Reykjavík tók sjö vél- hjól úr umferð aðfaranótt fostudags. Ómar Smári Ármannsson, hjá lög- reglunni í Reykjavík, segir að þetta hafi verið gert þar sem nokkrir vél- hjólaeigendur hafi ekki tekiö tillit til reglna sem gilda um hávaða. Lög- reglunni hafa borist kvartanir vegna þessa og þá sérstaklega að nóttu til. Dæmi eru um að fólk hafi ekki haft svefnfrið vegna hávaða frá vélhjól- um. Hjólin, sem lögreglan tók, verða færð til skoðunar hjá Bifreiðaskoðun íslands. Ómar Smári segir að lögreglan hafi þurft að grípa til þessara aögeröa þar sem nokkrir vélhjólamenn hafi ekki látið sér segjast - þrátt fyrir aö oft hafi verið minnst á þennan vanda á fundummeðvélhjólafólki. -sme „Ef menn halda fundi með ólögleg- um hætti og leggja fyrirtækið hugs- anlega niður með þeim hætti þá munum við náttúrlega sækja það fyrir dómstólum. Það er stórt mál að afnema forkaupsrétt og það er stórt mál að færa niður hlutafé," sagði Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV og fyrrverandi stjómarformaður Sýn- ar. Áöur en Stöð 2 keypti 60 milljón króna hlut í Sýn héldu þrír hluthafar Sýnar, Ámi Samúelsson í Bíóhöll- inni, Þorgeir Baldursson í Odda og Lýður Á. Friðjónsson í Vífilfelli, fund þar sem þeir færðu niður hlutafé í fyrirtækinu úr 184 milljónum í 108 milljónir. Með því telja þeir að 60 milljón króna hlutur sé meirihluti í fyrirtækinu. Á þetta vill Fijáls íjölmiðlun, útgef- andi DV, ekki fallast en það fyrirtæki er skráð fyrir 30 milljón króna hlut. Forsvarsmenn Frjálsrar fjölmiðlun- ar höfðu auk þess tekið að sér að útvega það 76 milljóna hlutafé sem ekki hafði verið ráðstafað. Þeir telja fund þeirra þremenninga ekki lög- legan hluthafafund þar sem fulltrúar Fijálsrar fjölmiðlunar vora ekki boðaðir á fundinn. Það er því kominn upp ágreiningur um hvort Stöð 2 hafi keypt 55 prósent í fyrirtækinu eða 33 prósent. Eins og ráða má af orðum Jónasar Kristjáns- sonar getur sá ágreiningur endað fyrir dómstólum ef ekki næst sam- komulag á næstu dögum. „Ég hef ekkert um þetta að segja annað en við erum búnir að selja okkar hlut. Það era nógu margir sem era að tjá sig um þetta í fjölmiðl- um,“ sagði Lýður Á. Friðjónsson, einn þremenninganna. -gse Vélhjólin sem lögreglan tók vegna hávaða sem þau ollu að nóttu til. DV-mynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.