Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SiMI (91)27022 - FAX: (91 >27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblaö 115 kr. Laxeldi Til stóð, að laxeldi yrði mikið ævintýri, jafnvel kæmi stoðum undir efnahaginn. Öðruvísi hefur farið. Nú fara laxeldisfyrirtækin á höfuðið, hvert af öðru. Þetta er orð- inn baggi á þjóðinni. Ekki kæmi á óvart, að nær öll fyrir- tæki í þessari grein legðu upp laupana. En laxeldið hef- ur töluverða tryggingu til þess að lafa eitthvað. Það býr að öflugum stuðningi ráðamanna. Vissulega væri betur, að laxeldisfyrirtækin gætu spjarað sig. En við því er ekki að búast. Reikningurinn verður svo sendur skatt- borgurunum. Þetta er enn að gerast hér á landi, í ríki fyrirgreiðslu- pólitíkurinnar. Gegnir stjórnmálamenn hafa látið ánetj- ast þessu. Hið rétta væri, að þessi fyrirtæki, eins og önnur, fengju enga sérstaka fyrirgreiðslu. Það mundi flýta þeirri þróun, sem óhjákvæmileg virðist vera. Björn Jóhannesson verkfræðingur ritaði kjallara- grein hér í blaðið nú í vikunni, þar sem margt rétt kem- ur fram um laxeldismálin, þótt sumt sé umdeilt. Björn segir það ekki lengur umdeilanlegt, að hitaskilyrði í strandsjó landsins séu það óhagstæð, að ekki sé grund- völlur fyrir laxa-matfiskeldi. Stærstu fyrirtækin hér í þessari grein séu gjaldþrota, og sömu örlög bíða þeirra, sem hjara. Björn áætlar, að tap þjóðfélagsins af þessum greinum muni nema eitt hundrað og fimmtíu þúsund krónum á hverja fimm manna fjölskyldu að meðaltah. Vonir hafi verið um útflutning á laxaseiðum. En spila- borgin hafi hrunið vegna skorts á mörkuðum fyrir laxa- seiði. Vegna lágs hita sjávar, ónógs skjóls, frosthættu og mikils dælingarkostnaðar hafi verið fyrirsjáanlegt, að matfiskeldi gæti aldrei orðið samkeppnishæft við erlenda aðila. Sú hefur enda orðið raunin. Margt er til í framangreindum ummælum. Af þeim sést, hvernig stendur á því, að laxeldi hefur orðið baggi á þjóðinni. Ekki skal álasað þeim mönnum, sem dreymdi stóra drauma um laxeldi. Svo að vitnað sé í Lenín heitinn, þá verða menn að eiga sér draum. En gagnrýna ber, hvernig nú er staðið að málum. Stofnlánadeild landbúnaðarins veitir dýr eldislán en þó því aðeins að þau séu bankatryggð. Fasteignir eldis- fyrirtækja og eldisfiskur eru ekki lengur talin veðhæf. Bankar eru ófáanlegir til að tryggja þessi lán öllu leng- ur. En þá kom fyrirgreiðslupólitík stjórnmálamannanna til. Gefin var út reglugerð, sem heimilar nefnd að láta ríkissjóð tryggja greiðslu eldislána, eins og það er kall- að. Þetta gerist, af því að slík lán fást ekki á venjulegum lánamörkuðum. Þarna er mjög óeðlilega að staðið. Enn einu sinnni er það hin sérkennilegi íslenzki sós- íahsmi, sem ræður ferðinni. Hvergi er hikað við að ganga í ríkissjóð, það er til skattborgaranna, og láta þá borga brúsann, þegar eigendur fyrirtækja geta það ekki. Það er ósvinna, að þetta sé gert, þegar almennir lána- markaðir treysta sér ekki til þess að veita greininni stuðning. Þetta er nefnt hér sem eitt af mörgum dæmum, dæm- um sem lengi hafa tíðkazt hér á landi. Við verðum að fara að ná okkur upp úr feninu. Og það getum við aldrei nema við látum af þessari fyrir- greiðslupólitík. Við verðum að leyfa markaðinum að ráða ferðinni. Þá mun okkur vegna betur í framtíðinni. Haukur Helgason Agi í OPEC und- ir vendi Sadd- ams Husseins Samtök olíuframleiðsluríkja (OPEC) ráða yfir framleiöslu meg- inhluta hráolíu sem kemur á heimsmarkað. Því hafa þau talið í sínu valdi að stjórna hráolíuverði með því að setja framleiðslumörk, sem tryggi þeim hámarksverð á hveijum tíma. Þegar dæmið geng- ur upp er fyrirkomulagið gullnáma fyrir olíuframleiðsluríkin við Pers- aflóa, einkum þau á Arabíuskagan- um meðfram vesturströnd flóans, þar sem framleiðslukostnaður á olíufat er aöeins brot af því sem gerist víðast annars staðar í veröld- inni. Gallinn er sá frá sjónarmiði OPEC, að í samtökunum er ekki til neitt agavald til að fylgja því eftir að einstök ríki haldi sig innan út- hlutaðra framleiðslukvóta. Hvað eftir annað hefur komið fyrir að olíuverð hefur farið langt niður fyrir sett viðmiðunarmörk, af því að eitthvert ríki í OPEC eöa ein- hver hafa séð sér hag í að auka markaðshlutdeild sína meö því að framleiða yfir kvóta, þótt það hefði í fór með sér lækkað verð á hverju olíufati. Nú virðist komið til sögunnar innan OPEC agavald sem dugir, að minnsta kosti gagnvart smáríkjun- um við Persaflóa. Það birtist í mynd Saddams Husseins, einvalds í írak. Hann hefur á einni viku knúið tvö olíufurstadæmi til að láta af oflramleiðslu, breytt horfum um niðurstöðu á ráðstefnu OPEC, sem á að ljúka í Genf nú um helgina, og þvingað stjóm furstadæmisins Kuwait til beinna viðræðna um gamlar landamæraþrætur og deil- ur um skiptingu ohu sem unnin er á umdeildu svæði. Ekki er efað að Kuwait og Sam- einuðu furstadæmin hafa á síðustu misseram farið langt fram úr út- hlutuðum olíuframleiðslukvóta, eða sem nemur 400.000 til 500.000 olíufotum á dag. Yfir þessu hafa fleiri kvartað en írakar, ekki síst Saudi-Arabar, sem vegna fram- leiðslumagns hafa viljað láta líta á sig sem forustuþjóð í OPEC. En afleiðingamar, verðfall á olíu á fyrri hluta hðandi árs svo nemur allt að þriðjungi frá 18 dollara verð- marki á fat, hefur komið lang- harðast niður á írak og íran. Bæði ríkin eru flakandi í sárum eftir langvinnt og skætt Persaflóastríð og þarfnast ákaflega fjár til endur- reisnarstarfs. Þar að auki er írak skuldum vafið eftir stríðsrekstur- Erlendtíðindi Magnús Torfi Ólafsson inn, er til dæmis tahð skuida 30 milijarða dohara á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði auk enn hærri fjárhæða sem önnur arabaríki létu af hendi rakna til að styðja írak í stríðinu og afstýra því að Iran yrði drottnunarveldi við Persaflóa. Við hvem einn dollara sem verð á olíufati lækkar skerðast tekjur íraks um milljarð dollara. Offram- leiðsla Kuwait og Sameinuðu furstadæmanna hefur því bitnað hart á landinu. íran hefur eins og komið er sömu hagsmuna að gæta á þessu sviði. Enda bregður svo við að þessir fornu féndur hafa snúið bökum saman í taugastríðinu sem farið hefur á undan ráðstefnu OPEC um ohukvóta og verðviðmið- un. Samtímis er undirbúningur formlegrar friðargerðar eftir Persaflóastríðið kominn á rekspöl. í tvö ár hefur staðið í þófi, svo ekki hefur einu sinni verið skipst á stríðsfongum. Síðasti fundur utan- ríkisráðherra íraks og írans lagði grundvöll að samfelldum samn- ingaumleitunum um það mál og önnur sem friðarsamning varða. Undirrót Persaflóastríðsins var deila um yfirráð yfir árósunum Shatt-al-Arab, helsta aðgangi íraks að sjó. Sú sighngaleið er enn teppt, bæði af skipsflökum úr stríðinu og eyðiieggingu hafnarmannvirkja. Þá skiptir miklu fyrir írak aö geta eflt hafnaraðstöðu vestra, vestur undir landamærunum að Kuwait. En þeirri siglingaleið má ráða frá eyjum, sem Kuwait ræður en írak gerir einnig tilkall til. Landamæradeila sú er hluti af annarri, sem nær til allvíðlends og ohuauðugs svæðis inni í landi. Hef- ur þaö tahst hiutlaust belti til sam- eiginlegra nytja frá báðum rikjum, frá því Bretar voru að skipta þama löndum út úr veldi Tyrkjasoldáns eftir heimsstyrjöldina fyrri. Önnur höfuðsökin sem Saddam Hussein gefur Kuwaitstjóm er að hún hafi látið vinna olíu á hlutlausa beltinu á stríðsárunum, þegar írak hafði öðra að sinna, langt umfram sinn hlut og með því rænt írak 2,4 mill- jörðum dollara í ohutekjum. Hussein krefst nú endurgreiðslu á þessari fúlgu, og verður það mál meðal annarra sem fulltrúar ríkj- anna flalla um í Jedda. Sá fundur komst á fyrir milhgöngu Hosni Mubaraks Egyptalandsforseta, sem einnig virðist hafa komið því til leiðar að írakar eru teknir að draga úr liðssafnaði við landamæri Kuwait. Haft er fyrir satt að stjóm Kuwa- it muni bjóða írak milljarðs dollara greiðslu fyrir oftekna olíu á um- deilda svæðinu. Aht er ósýnt um framvindu á viðleitni til varanlegr- ar lausnar á landamæradeilunni. Mestu skiptir þó, bæði fyrir fram- tíð OPEC og hag mestallrar heims- byggðarinnar, hver niðurstaða verður á ráðstefnu samtakanna í Genf. Þangað kom ohumálaráð- herra íraks með kröfu um að stefnt verði að því að koma verði á olíu- fati upp í 25 dollara. Önnur aðildar- ríki munu fæst telja slíkt gerlegt. í óformlegum undirbúningsviðræð- um virtist 20 dollara viðmiðunar- verð eiga mestan stuðning, eða tveggja dollara hækkun frá því sem verið hefur síðasta tímabil. Athygli vakti aö olíumálaráð- herra Kuwait hóf þátttöku sína í fundinum í Genf með því að lýsa yfir, að það ríki væri ekki með nein áform um að óska eftir aukningu á framleiðslukvóta. Öll hafa þessi tíðindi frá auðugasta ohusvæði heims orðið til þess að lyfta verðinu á heimsmarkaði úr lægðinni sem umframvinnsla Kuwait og Samein- uðu furstadæmanna hafði feht það í upp í gUdandi viðmiðunarverð. Þeir sem atvinnu hafa af að rýna í olíumarkaðinn og sjá þar fyrir verðsveiflur, viröast flestir hailast að því að verðhækkun upp í 20 doUara á olíufat sé raunhæf, haldi alhr framleiðendur kvóta sínum. Ástæðan er fyrst og fremst, að nú fer í hönd á Vesturlöndum oliu- birgðasöfnun fyrir veturinn. Magnús T. Ólafsson Hosni Muharak, forseti Egyptalands, (t.v.) kemur af fundi Saddams Husseins í Bagdad til Kuwait. A móti honum tekur fursti Kuwait, Jaher al-Ahmed al-Sabah. Símamynd Reuter.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.