Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990. Útlönd_____________________ Jafnaðarmenn áfram í sfjóm V-þýskir jafnaðarmenn hafa ákveðíð að segja sig ekki úr stjóminni. Þar með virðist hættu á alvarlegri stjómarkreppu í A- Þýskalandi hafa verið afstýrt. Jalnaöarmenn, sem hótaö höfðu stjórnarslitum, fengu sinu framgengt fyrr i vikunni þegar þingnefndir beggja þýsku rikj- anna saraþykktu að komandi þingkosningar í desember yrðu sameiginlegar. En þrátt fyrir að samkomulag hati náðst um tíma- setningu kosninganna er enn deilt um fyrirkomulag þeirra, þá sérstaklega lágmarksfylgi flokka til að koma manni á þing. Enginn samn- ingnr ICéreu- ríkjanna Embættisraenn Suður- og Norð- ur-Kóreu gáfust í gær upp við að reyna aö koma á viðræðum land- anna í milli um fyrirhugaða sam- eiginlega göngu íbúa beggja ríkja í næsta mánuöi i tilefni sjálfstæð- isdags Kóreu. í gærmorgun var skýrt frá því að samkoraulag hefði náðst um ágreininginn milli sendinefnd- anna, s.s. hvar halda ætti fund- inn. Sú yfirlýsing reyndist hins vegar byggð á of mikilli bjartsýni og skömmu síöar var Ijóst að grundvöliurinn fyrir áframhald- andi tilraunum var brostinn. Dæmdur morð- ingi látinn Baus Frönsk yfirvöld létu í gær lausan Anis Naccache, sakfelldan líbanskan moröingja. Naccache er þegar farinn úr landi í Frakkl- andi og er á leiö tii írans, aö því er fram kom í útvarpi í FraJtkl- andi. Mitterand Frakklandsforseti veitti Naccache sakaruppgjöf. Naccache var dæmdur í lífstíðar- fangelsi áriö 1980 í tengslum við misheppnaöa morðtilraun á Shapour Bakhtiar, fyrrum for- sætisráöherra írans. Lögreglu- maöur og saklaus vegfarandi létu lifiö í árásinni á Bakhtiar. Franska útvarpið skýrði frá því að fjórir vitorðsmenn Naccaches heföu eínnig verið látnir lausir og væru á leið til írans. Franskur embættismaður staðfesti að Nac- cache hefði verið látinn laus og vísað úr landi. Nokkur dagblöð í Frakklandi hafa skýrt frá því að Naccache yrði veitt sakaruppgjöf og væri það liður í að bæta samskipti Frakklands og írans. Lögbann á bók um kóngafólkið Breskur dómstóll féllst á kröfu Elísabetar Bretadrottning um lögbann á bók þar sem skýrt er frá einkalifi konungsfjölskyld- unnar. Það var breskur saksókn- ari sem sótti um lögbannið fyrir hönd drottningar. Hann fékk samþykkt bann sem kveður á um aö bókin, „Courting Disaster", skuli ekki gefin út í Bretlandl. Úrdráttur ur bókinni hefur verið birtur í franska tímaritinu Paris Match en í enskri útgáfu tímarits- ins var hann ekki birtur. Talsmenn konungshallarinnar segja að höfundur bókarinnar, Malcolm Barker, hafi brotið gegn trúnaðareiði þeim sem hann sór á þeim tíma er hann starfaöi hjá konungsfjölskyldunni 1980-1983. Drottning brá áður á það ráð aö fá lögbann á bók árið 1988 til aö koma í veg fyrir aö fyrrum þjónstustúlka lýsti því hveraig fjölskyldumeðlimir haga sér í ár- leguleyfiíSkotlandi. Heuter Olíumálaráðherra Irans skýrir fréttamönnum frá því að samkomulag hafi náðst innan OPEC um að hækka olíu- verð upp i 21 dollara á tunnuna. Símamynd Reuter Fundur aðildarríkja OPEC 1 Genf: Olíuverð hækkar írak og Saudi-Arabía náðu mála- miðlunarsamkomulagi á fundi hinna þrettán aðildarríkja OPEC, Samtaka olíuútflutningsríkja, í gær um aö hækka heimsmarkaðsverö á olíu um þrjá dollara tunnuna. Þetta er fyrsta verðhækkun samtakanna frá 1986. Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði um allt aö 45 sent á tunnuna þegar fréttist um samkomulag ríkjanna. Þegar líða tók á daginn dró úr verö- hækkuninni.. Síðla dags í gær var áætlað aö lokaályktun fundarins, þar sem kveöið er á um verðhækkun úr átján dollurum á tunnuna í 21 döllar, yrði undirrituð. í samkomulaginu er gert ráö fyrir nýjum framleiðslukvótum aðildarríkja OPEC og að þak við 22,5 milljónir tunna á dag verði sett á hráolíuframleiðslu þar til í árslok. írakar höfðu fariö fram á að olíu- verðið yrði hækkað í að minnsta kosti 25 dollara á tunnuna en önnur OPEC-ríki voru því andvíg. Þau ótt- uðust að í kjölfarið myndu Bandarík- in og önnur ríki grípa til sparnaðar- ráðstafana. Ráðherrar Iraks og Saudi-Arabíu náðu samkomulagi um þriggja dollara hækkunina og fengu hin aðildarríkin til að fallast á slíka hækkun, aö sögn heimildarmanna. íranir sögöu í gær að OPEC-ríkin, og Sovétríkin, sem ekki eru aðilar aö samtökunum, ættu að ganga enn lengra og vinna að því að hækka verð upp í 30 dollara á tunnuna. Fyrir þennan fund höfðu írakar hótaö aö beita Kuwait og Saudi- Arabíu ótilgreindum refsiaögeröum hættu þau ekki aö framleiða umfram þann kvóta sém OPEC haföi sam- þykkt. Vestrænir stjórnarerindrekar segja að írakar hafi flutt mikinn Uös- afla að landamærum ríkisins viö Kuwait til aö undirstrika þá hótun sína. Olíumálaráöherra íraks, Issam Abdul-Rahim al-Chalabi, kvaöst ánægður með hækkunina. Dregið hefur úr spennunni við Persaflóa þó enn sé ágreiningur ír- aks og Kuwait ekki leystur. írakar gáfu í skyn svo ekki varð um villst í gær að þeir hyggjast ekki gefa eftir á fyrirhuguðum sáttafundi í Saudi- Arabíu, sem áætlað er aö hefjist í dag eöa á mánudag, og sögðu að Kuwait yrði að virða „lögmætan rétt“ íraka og bæta fyrir þann efnahagslega skaöa sem Kuwait hefði bakað þjóö- inni. írak sakar Kuwait um aö hafa stolið ohu aö verömæti 2,5 milljörö- um dollara úr olíuhndum á umdeild- um landamærum ríkjanna. Reuter Hvíta Rússland vill aukið sjáifsforræði: Lýsir yfir fullveldi - þjóðemissinnar ögra Gorbatsjov Þjóöernissinnar i sovéska lýðveldinu Armeníu hyggjast ekki láta af hendi vopn sín hvað sem líður fyrirskipun Gorbatsjovs Sovétforseta. Mikil spenna hefur verið í Armeníu siðustu tvö ár og hafa hundruð manna látið lífið. Símamynd Reuter Þing sovéska lýðveldisins Hvíta Rússlands lýsti yfir fullveldi í gær og hefur þar meö fetað í fótspor margra annarra lýðvelda í Sovétríkj- unum sem vilja aukiö sjálfsforræöi frá Moskvu. Ákvörðunin var ein- róma þó aðeins væru 230 af 350 þing- mönnum viðstaddir atkvæðagreiðsl- una. Rússland og Úkraína lýstu yfir fullveldi fyrr í sumar og Moldavía og Úsbekistan hafa lýst því yfir að lög lýðveldanna séu æðri sovéskum. Engin þessara lýðvelda hafa þó gengiö eins larigt og Eystrasaltsríkin, Lettland, Eistland og Litháen, sem vilja sjálfstæði. Forsetar þessara þriggja lýðvelda hittust í gær til að undirbúa komandi viðræður við Gorbatsjov Sovétforseta. í Armeníu hafa þjóöemissinnar ákveðið aö hafa aö hafa aö engu fyr- irmæli Gorbatsjovs um leggja niöur vopn innan fimmtán daga, að öðrum kosti veröi hermenn innanríkisráöu- neytisins sendir á vettvang. Leiðtogi þjóðemissinna varaði við blóöbaði ef sovéskir hermenn reyndu aö knýja fram vilja sovéskra ráðamanna í þessu máh. „Ef þeir senda herinn ... munu íbúar lýðveldisins snúast til vamar. Slíkt myndi enda með blóðbaði," sagði Razmik Vasilyan, yfirmaður Þjóðemishers Armeníu. Hann hvatti til viðræðna við Moskvuvaldið til að draga megi úr spennu í Armeníu en hundrað manna hafa látið lífið í átökum síðastliðin tvö ár milli Arm- ena og nágrannanna Azera. Vasilyan sagði brýna nauðsyn á Þjóðernishemum til að verja Arm- ena í átökum þeirra við Azera um yfirráð yfir Nakomo-Karabakh hér- aðinu í Azerbajdzhan en héraðið er að mestu byggt Armenum. Sovéskir fiölmiðlar segja að liðsmenn Vasily- an séu milli 30 og 140 þúsund. En það eru aukin vandkvæði sem blasa við Gorbatsjov. Pravda, mál- gagn sovéSkra kommúnista, skýrði frá því að bændur hefðu sett á lagg- imar verkfallsnefndir. Órói á vinnu- markaðnum í Sovétríkjunum hefur farið vaxandi síðustu mánuði en hingað til hefur landbúnaðurinn staðiö fyrir utan allt slíkt. Reuter Rauða ber- deildin lætur að sérkveða Einn helsti sérfræðingur vest- ur-þýskra stjómvalda í barát- tunni gegti hryðjuverkum, Hans Neusel, komst lífs af í sprengjutil- ræði í gær. Talið er að hryðju- verkasamtökin Rauða herdeildin hafi staðið að baki tilræðinu. Neusel er háttsettur í vestur- þýska ínnanríkisráðuneytinu auk þess að vera ráðgjafi vestur- þýska innanríkisráðherrans í baráttunni gegn hryðjuverkum. Sprcngja sprakk nærri bifreiö Neusel er hann var á útgöngu- braul hraðbrautar skammt frá Rínarfljóti. Hann slapp lítiö meiddur. Skammt frá tilræðis- staðnum fannst bréfmiði þar sem sagt var að Rauða herdeildin stæði að baki því. Síðustu mánuði hafa margir félagar í Rauðu herdeildinni ver- ið handtéknir í Austur-Þýska- landi og flestir framseldir fil Vestur-Þýskalands. Fyrrum valdhafar í Austur-Þýskalandi, komroúnistamir, era sakaður um að hafa skotið yfir þá skjóls- hÚSÍ. Reuter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækurób. 3.0 Allir Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 3-4 Ib.Sb,- 6mán. uppsögn 4-5 Sp Ib.Sb 12mán. uppsögn 4-5,5 Ib 18mán. uppsögn 11 Ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir Sértékkareikningar 3,0 nema Ib Allir Innlan verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5 Allir 6 mán. uppsögn 2.5-3.0 Lb.Bb,- Innlán með sérkjörum 2,5-3.25 Sb Ib Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 7-7.25 Lb.Sb Sterlingspund 13,6-14,25 Sb Vestur-þýskmörk 6,75-7,5 Lb Danskar krónur 9,25-10,75 Sb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv.) 13,5-13,75 Bb.Sb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almenn skuldabréf 14,0 Allir Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17,5 Bb Utlán verðtryggð . Skuldabréf 7.5-8,25 Lb.Bb Utlántilframleiðslu Isl. krónur 13.75-14.25 Bb SDR 10,75-11 Bb Bandaríkjadalir 10,10-10,25 Bb Sterlingspund 16,8-17 Sp Vestur-þýskmörk 9,9-10,5 Bb Húsnæðislán 4,0 Lifeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR óverðtr. júní 90 14,0 Verðtr. júni 90 7.9 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitalajúlí 2905 stig Lánskjaravisitala ágúst 2925 stig Byggingavísitala júlí 549 stig Byggingavisitala júlí 171,8 stig Framfærsluvísitala júlí 146,4 stig Húsaleiguvísitala hækkar 1,5% 1-júli. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,010 Einingabréf 2 2.730 Einingabréf 3 3,296 Skammtimabréf 1.693 Lifeyrisbréf Gengisbréf 2,170 Kjarabréf 4.962 Markbréf 2,640 Tekjubréf 1,994 Skyndibréf 1,481 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2.409 Sjóðsbréf 2 1,775 Sjóðsbréf 3 1,682 Sjóðsbréf 4 1,430 Vaxtarbréf 1,700 Valbréf 1,5990 Islandsbréf 1,038 Fjórðungsbréf 1,038 Þingbréf 1,037 öndvegisbréf 1,036 Sýslubréf 1.039 Reiðubréf 1,026 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 650 kr. Eimskip 488 kr» Flugleiðir 191 kr. Hampiðjan 170 kr. Hlutabréfasjóður 162 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 164 kr. Eignfél. Alþýðub. 126 kr. Skagstrendingur hf. 367 kr. Islandsbanki hf. 162 kr. Eignfél. Verslunarb. 138 kr. Oliufélagiö hf. 515 kr. Grandi hf. 184 kr. Tollvörugeymslan hf. 107 kr. Skeljungur hf. 546 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.