Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990. 35 Kefivíkingurinn Geir Sverrisson, t.v., og Kópavogsbúinn Ólafur Eiriksson settu fjögur heimsmet á heimsleikum fatlaðra í Assen í Hollandi - Olafur vann þrenn gullverðlaun en Geir ein. Þrátt fyrir fötlun sina hafa þessir piltar náð svo langt í sundíþróttinni að þeir æfa eingöngu með ófötluðum, að landsliðsæfingunum undanskildum. Ólafur og Geir segja í viðtali við helgarblaðið i dag að „toppurinn á tilverunni" sé að fara í margar keppnisferðir til útlanda á ári. DV-myndir OTT honum á síðustu hundrað metrun- um. Sennilega hefur úthaldið og skapið haft úrslitaáhrif. Yfirleitt syndi ég jafnt og byrja ekki á að 1 keyra mig út. En svo verð ég vondur þegar ég sé einhvem fyrir framan mig,“ segir Ólafur. Frábær félagsskapur - fleiri eiga að byrja „Þeir sem eru hér á heimsleikun- um voru flestir saman á ólympíuleik- unum í Seoul 1988. Þetta eru eilífðar- vinir. Ég held að þessi hópur eigi eft- ir að halda saman um mörg ókomin ár, þó svo að sumir hætti að æfa. Hins vegar munum við ekki hætta fyrr en einhverjir eru komnir í stað- inn fyrir okkur. Jónas Óskarsson, einn aðstoðarmannanna hér, keppti til dæmis í Seoul. Hann segist nú í gríni vera þræll fyrir hópinn. Jónas hafði keppt í tólf ár og verið á toppn- um þegar við Geir komum inn í hóp- inn. Þá leyfði hann sér loksins að hætta. Sama mun gilda um mig og Geir í framtíðinni. Við hættum ekki fyrr en aðrir leysa okkur af. Við ætl- um ekki að láta það góða orð glatast sem hefur náðst á síðasta áratug hjá fótluðum íþróttamönnum á íslandi. Það má segja að tilgangurinn með þessu öllu hjá okkur sé að fá fleiri inn í hópinn. íþróttir hafa svo mikið að segja fyrir fatlað fólk. Þetta er mjög góður félagsskapur, það er gaman að synda og keppnisferðirnar, eins og þessi hér í Hollandi, eru topp- urinn á öllu. Það eru ekki allir á okkar aldri sem fara 3-4 sinnum til útlanda á ári,“ segir Ólafur. Tugir keppinauta í hverri grein „Á heimsleikunum hér í Assen hefur það sýnt sig að fotluðu íþrótta- fólki er að fara mjög mikið fram og þátttakendum fjölgar stöðugt. Þetta mót er miklu sterkara en ólympíu- leikarnir í Seoul. í Kóreu var keppt í mun fleiri flokkum mismunandi fatlaðra en nú er búið aö slá hópun- um mikið saman. í mínum flokkum á sundmótinu voru minnst 15 kepp- endur í hverri grein en mest 33. Þetta er því orðin rosaleg keppni og hún mun aukast á ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Keppendur verða fleiri þá. Þá ætla ég að verða f mínu besta formi,“ segir Ólafur. Á heimsleikunum í Assen voru um tvö þúsund keppendur frá 45 þjóðum. Hátt á þriðja þúsund sjálfboðaliðar sáu um framkvæmd mótsins - þar af um tvö þúsund skátar. Keppendur bjuggu i búðum á svæði hollenska hersins. Mótið fór fram með miklum glæsi- brag. Um 20 þúsund manns komu til að vera viðstaddir stórkostlega loka- athöfn sem fór fram við hina þekktu TT-mótorhjólabraut í Assen. Vegna athafnarinnar myndaðist mikið um- ferðaröngþveiti á vegum í nærliggj- andi héruðum. Júhana drottningar- móðir sleit mótinu, afhenti verðlaun og hélt ræðu til heiðurs keppendum og aðstandendum mótsins. Geir setti heimsmet Geir Sverrisson er nítján ára gamall Keflvíkingur. Hann er, eins og Ólafur, framtíðarafreksmaður og vann hann eitt gull á leikunum og setti heimsmet. Hann fæddist með hægri höndina mun styttri - hann vantar framhandlegg. „Það eru þrjú ár síðan ég byrjaði að æfa sund. Fram að þeim tíma hafði ég verið í ýmsum íþróttum, aðallega í fótbolta. Mér hefur alltaf gengið vel að stunda íþróttir. Ég er sprettharður, var í leikfimi og skóla- sundi eins og aðrir en það var tilvilj- un að ég byrjaði að stunda íþróttir með fótluðum. Þegar landsmótið var haldið í Keflavík árið 1987 þótti félög- um í Sjálfsbjörgu á Suðurnesjum ófært að senda engan keppanda það- an. Þá var talað við mig, ég sló til og á mótinu vann ég silfurverðlaun. Fyrir mótiö æfði ég borðtennis á fullu en ákvað þó á síðustu stundu að keppa í sundi á mótinu. Það gekk síðan framar vonum," segir Geir. „Þórunn Magnúsdóttir þjálfáði mig fyrst en síðan komst ég að hjá Frið- riki Ólafssyni. Hann er frábær þjálf- ari og hefur meðal annars séð um aö þjálfa Ragnheiði Runólfsdóttur og Eðvarð Þór Eðvarðsson." Geir hefur, eins og Ólafur, aðallega æft með ófótluðum á íslandi. Hann varð annar í 100 metra bringusundi á ólympíuleikum fatlaðra í Seoul 1988. Á heimsleikunum nú tókst hon- um að vinna gullverðlaun og slá heimsmetið í greininni. „Ég náði að verða þremur sekúnd- um á undan næsta manni - þetta var nokkuð öruggt. Samt bjóst ég viö að ná betri tíma. Hins vegar var sá besti frá Seoul ekki með núna og sam- keppnin varð ekki eins mikil og ella. En ég er allavega ánægður með að hafa slegið heimsmetið. íþróttir fatlaðra eru í miklum blóma á íslandi. Það er merkilegt að íslendingar skuli ná að vera í 7.-8. sæti í heiminum í sundinu - við erum fyrir framan stórþjóðir. Það er mjög gaman að taka þátt í þessu, félags- skapurinn er frábær og það er auð- vitað mjög spennandi að fá að fara í margar utanlandsferðir á ári. Þetta gefur manni mjög mikið.“ Geir tekur þátt í rekstri rafverk- takafyrirtækis föður síns í Keflavík. Þar vinnur hann á skrifstofu og sér um bókhald og ýmsa aðra þætti. Hann nær ótrúlegum hraða við skriftir á tölvu, þó svo að hann hafi enga fmgur á hægri hendinni: „Ég er með hálfgerða tölvudellu. Ég næ um 200 slögum á mínútu sem telst nokkuð gott. Fingrasetningin er rétt með vinstri hendinni en hægri höndina nota ég á alla takkana hægra megin. Þetta gengur bara vel,“ segir Geir. Hann hefur einnig keppt í hlaupum hérlendis og unnið gullverðlaun í 100 og 400 metra hlaupum. Hann hug- leiðir nú að keppa einnig á alþjóðleg- um mótum í hlaupum. Ég ætla þó ekki að láta það bitna á sundinu. Þettaeruaðeinshugleiðingar. Éghef í best náð að hlaupa á 12 sekúndum sléttum í 100 metra hlaupi sem er nokkrum sekúndum lakara en þeir bestu náðu í Assen. Maður hefur fylgst með hvað er að gerast í hlaupa- greinunum og ég ætla að sjá til hvort ég verð með í þeim,“ segir Geir Sverrisson. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.