Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Side 4
4 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990. lig b|6i» viA blíðjmolnn- cn beffti nkliei |jeu8 rt m«4 »|W*SÍ1 '„„.o o«Srl U« 0«»« ^ |»'»-Í“1.SÍÍJSSTS-i’STr/ tC i$U <***»*W «tV »0» » W ir mlA 1,, r* «'''"! / o^isi-s^ísr^V i H íkti*'-1*0 «!»» vl ’ CctJÍ’f*'” jtotoí*- r.» »ko»' *' . , ,«•*<(* '• * Fréttir Sjóslysin við Island 1968: Vildi sjá staðinn þar sem bróðir minn bar beinin segir Marion Tansy, systir eins skipverjans sem fórst með Ross Hannes Hafstein, formaður Slysavarnafélags Islands, afhendir Marion Tansy mynd af breska togaranum Ross Cleveland sem fórst við íslandsstrendur fyrir rúmum tuttugu árum. DV-mynd JAK ,ÉG BJÓST ALDRE! VIÐ LÍKINGU VIÐ ÞETTr SKgði Ölf?!!- ' :uiiursson siúkrahússlœlmír á ísalirði Imvnda.'S mir sJi þtlt* yrfti v'tl í likiíigu við {h>6 '*«n varft. ViA l;«fum oríiö íyrir svo mlklum <vj»*,<»(mhim vv*nx íjturfjs biað«::iiu>n«: #6 vift liftfnm m.n. Jiurfl *ð ítt-AÍa Bukbrum ujijiskurftum s ejjna Jms*. »*j»ðl Ulfur Gunrv- srtsun, yfíriurknir ft sjúkru- hOsinu ft Jnsflrði. * NEINU kor.t* h-5rv.»m >*«>!;- ;:r.d*r. t>>»ft»ir(HJ»initn. fi*nn viiál (rtx- *f Vtt* hí', >::<-&>» tu>:ir< VMri jufn* s!f. il*rj> ílr: >ost sl« vnn, . A hkjryjn h*r.s mynðs vck>* J>i ifrlrtíki. tt.n *«ur Ixfur S'tmiS * n. P*t h.*f:»r vcrift r-rfítt aft vcif* sjftklinpjin mi-uU’t'* *«sto* ?.[ hRosusfi:, sknot itólfr Uifíiv. Kcur.'na at naíBf. h#r inr. t cn h.'m er uð::u*«rvtúil<a ÍOfturs sín». —• S>:ik!in,*»jr h.rfo vari.a :ft VV:* 3F*. * BARIZT Á i SPÍTALANUM IA ÍSAFIRÐI áníí^!tTTi . l»*5‘kW* ,Ur.ðA^'' .afcrfW6*1 o-tíST „ B-S§ss» Þ-i SSfagg&í >/r <" ,... wr** ..!, t> • s*í ,» ’***' u ** ií.» »* »'•'" íy*.'. S'J'lol""* f 5. S"JSiS>f2"jt Umsagnir um slysiö úr Vísi frá því í febrúar 1968. „Bróðir minn var ekki fastráðinn skipverji á Rpss Cleveland. Hann var sjómaður á öðru skipi en átti frí. Eins og öðrum sjómönnum leið honum illa þegar hann var búinn að vera nokkra klukkutíma í landi og þegar hann fékk boð um að fara einn túr með Ross Cleveland þáði hann það strax. Þá var hann tuttugu og tveggja og hálfs árs. Og nú eru hðin tuttugu og tvö og hálft ár síðan hann lét lífið við íslandsstrendur, sagði Marion Tansy í kaffisamsæti hjá Slysavama- félagi íslands. í öll þau ár sem liðin eru síðan bróðir Marion fórst hefur hana langað að koma hingað til lands og sjá staðinn þar sem Ross Cleve- land fórst og nú, rúmum 22 árum síðar, er hún stödd hér á landi. Marion fór vestur á ísafjörð í síð- ustu viku og lagði blómsveig á vota gröf bróður síns og skipverja hans. Mér fannst afar fallegt á ísafirði og þar sá ég miðnætursólina. Fegurð staðarins og miönætursólin er sú minning um ísafjörð sem ég mun taka meö mér heim, sagði Marion ennfremur. Tveir breskir togarar farast „Tveir brezkir togarar fórust í nótt í ísafjarðardjúpi, annar fórst með aliri áhöfn að tahö er á miðju Djúp- inu, en hinn strandaði nokkru fyrir miðnætti á Snæíjallaströnd við norð- anvert ísafjarðardjúp. Geysilegt óveður var við norðan- og vestan vert landið, hnnulaus stórhríö á norðan með 10-11 vindstigum, en óttazt er um tvö önnur skip til viö- bótar, en mörg skip lentu í erfiðleik- um í gær,“ er upphaf fréttar í Vísi mánudaginn 5. febrúar 1968. Þaö var breski togarinn Ross Cleveland frá Hull sem fórst og með honum 18 menn, annar breskur tog- ari, Notts County frá Grimsby, strandaði með 19 manna áhöfn, 18 komust lífs af. Það voru varðskipsmenn af varð- skipinu Óðni sem sýndu mikla hetju- dáö með því aö bjarga 18 mönnum af togaranum. Fyrir þessa björgun var skipherrann ásamt 1. og 2. stýri- manni heiðraður af hennar háting drottningunni og breska þinginu. í fyrstu var tahð aö allir skipveijar af Ross Cleveland hefðu farist og í blöðum á þriðjudegi er skýrt svo frá. Síðar kom svo i ljós að einn maður hafði komist lifs af og var það Harry Eddom. Hann hafði komist um borð í gúmbjörgunarbát ásamt tveimur félögum sínum og rak þá heila nótt í vonskuveðri og létust báðir félagar Harrys um nóttina. Bátínn rak svo aö landi viö Seyðisfiörð einhvem tímann mánudags. Þar sá hann hús í fiarska, en seinna kom í ljós að þama var sumarbústaður. Hann reyndi að komast inn í bústaðinn, en svo vendilega var neglt fyrir alla glugga að hann hafði ekki mátt til að brjótast inn. Lét hann svo fyrir- berast í skjóli við sumarbústaðinn alla nóttina. Um morguninn varð hann var við ungan pilt sem var aö reka kindur. Hann gat vakið athygli piltsins á sér. Það var sonur bóndans á Kleifum sem síöan fylgdi honum heim þar sem að honum var hlúð áður en hann var fluttur á sjúkra- húsið á ísafírði. Eðlilega var mikið fiallað um þessi sjóslys í blöðum og fiölmiðlum og hingað til lands komu tugir erlendra blaðamanna og ísland var í sviðsljós- inu svo um munaði. Fjölmiðlaslagur Þegar skipveijar af Notts County komu til Reykjavíkur á leið sinni til Bretlands hópuöust blaðamenn utan um þá. Enda segir einn skipveijanna við blaðamann Vísis: „í guðanna bænum látíð þið mig í friði. Ég er þegar búinn að tala við fimm frétta- menn.“ En balhð var bara rétt að byija. Þegar fréttist af ótrúlegri björgun Harry Eddoms bauð breska síðdegisblaöið Sun konu hans til is- lands svo hún gæti heilsað upp á eig- inmann sinn. Auk þess buðu þeir Ritu Eddom 2000 pund fyrir að fá að sifia einir aö myndum af henni og viðtölum við hana. Það var allveru- legt fé því á þessum tíma fengu breskir sjómenn við íslandsstrendur að meðaltali 12 pund á viku í laun. Blaðamaður Vísis lýsir komu Ritu með eftirfamdi orðum í Vísi 8. febrú- ar. „Þú gleymdir víst að taka af þér boxhanskana, sagði einn íslenzkur blaðamaður við annan suður á Kefla- víkurflugvelli í gærkvöldi, eftir að íslenskir blaðamenn og fleiri höfðu orðið vitni að miklum skrípaleik, þegar frú Rita Eddom, kona Harry Eddom, stýrimannsins af Ross Cleve- land, sem bjargaðist eftir mikla hrakninga, kom til landsins. - Breska blaðið „Sun“ hafði tekiö frúna, bróð- Cleveland ur hennar og foreldra „á leigu“. Síð- an eru miklar og ógurlegar lýsingar á því hvemig blaöamönnum Sun tóks að halda frúnni fyrir sig. Meðal annars segir: „Mikill eltingaleikur hófst þegar við flugvélina og þyrptust tugir fréttamanna og ljósmyndara að frúnni, sem fréttamenn „Sun“ hálf- drógu inn í flugstöðvarbygginguna. Hersingin ruddist í gegnum tolleftir- litið og og sópaðist einstaka farþegi með í gauraganginum og er ekki grunlaust um að nokkrir hafi komist í gegn án tollskoðunar. Þegar inn í bygginguna var komið hélt eltinga- leikurinn áfram um alla byggingima, en blaðamenn Sun fundu hvergi af- drep fyrir frúna, þar sem hún gæti verið óhult fyrir fréttamönnunum. Barst eltingaleikurinn vítt og breitt um bygginguna, inn ganga, upp og niður stiga og í hringi í nokkrum sölum. Þaö var ekki fyrr en blaða- mönnum „Sun“ hugkvæmdist að setja frúna inn á kvennasalemi sem hlé varð á þessum ægilega eltinga- leik.“ Og slagurinn um Ritu harðnaði enn frekar þegar hún kom til ísafiarðar þann 8. febrúar. Þegar kl. 6 um morg- uninn byijuðu blaðamenn að safnast saman fyrir framan sjúkrahúsið til aö vera vð öllu búnir. Og enn er gluggað í Vísi: „Loft gerðist lævi blandið og allir reyndu að múta öllum. Þegar „Sun“- menn komu meö frúna til ísafiarðar um kl. 2 e.h. óku þeir fyrst hring um bæinn til að villa öðrum blaðamönn- um sýn, en þeir létu ekki blekkjast. Var þá haldið með hana að sjúkra- húsinu. - Þeir vora ákveðnir þegar þangað kom að vera einir um hituna og kom þegar til slagsmála milli þeirra og annarra blaðamanna. Yfir- læknirinn ákvað þá að loka húsinu fyrir öllum blaðamönnum, en í átök- unum sem urðu slapp einn „Sun“- mannanna innfyrir. Tveir aðrir „Sun“-menn hlupu aftur fyrir húsið, þar.sem þeir komust inn með herkj- um. Annar þessara manna var ljós- myndari, sem átti aö taka mynd af því þegar Eddom-hjónin hittust. - Hjúkrunarkona var sett til að gæta hurðarinnar, reyndi að aftra honum inngöngu, en varö aö sleppa honum eftir nokkur átök, enda var hún þá orðin blá og marin.“ Fjölmiðlaslagurinn í kringum þessi slys var harður og þetta var í fyrsta skipti sem íslenskir hlaðamenn kom- ust í kynni við haröa baráttu um fréttir. Harmleikur sjóslysanna Harmleikur sjóslysanna var geysi- legur því þennan 4. dag febrúar fór- ust á Isafiaröardjúpi 25 sjómenn, þar af 19 breskir. Einungis nokkmm dög- um áður, eða 26. jan., fórst Hulltogar- inn Kingston Peridot fyrir Norður- landi með allri áhöfn eða 20 mönn- um. Þessir atburðir, sem urðu við strendur íslands, hafa síðan gengið undir heitinu „the unforgetable triple trawler tragedy of 1968“ viö fiskihöfnina í Hull. í kjölfar þessara sjóslysa hófust umræður á breska þinginu um þriggja mánaða bann við veiðum við íslandsstrendur á ári hveiju til aö reyna að koma í veg fyrir að slíkir hörmungaratburðir endurtækju sig. En ekki varö úr að það yrði gert enda skammt að bíða þess að fiskveiðilögsaga landsins væri stækkuð. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.