Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Blaðsíða 20
20 LAUGARÐAGUR 28. JULt 1990. Kvikmyndir Sumarið í ár virðist ætla að verða erfitt fyrirstóru banda- rísku kvikmyndaver- in. Þótt hverstór- myndin á fætur ann- arri hafi veriðfrum- sýnd hefuraðsókn að þeim verið mjög dræm það sem af ersumri og ennþá er engin þeirra búin að slá ígegn. Síðastliðið sumar var gott ár fyr- ir kvikmyndaframleiðendur en þá slógu tvær myndir allhressilega í gegn, Batman og Indiana Jones and the Last Crusade. í ár virðist annað uppi á teningnum. Myndir eins og Total Recall og Dick Tracy eru ekki nema hálfdrættingar á við keppi- nauta sina frá í fyrra. Svo virðist sem engin ein mynd sé vinsælii en önnur af stórmyndunum í ár og þaö ríki hálfgerður uppgjafarandi í Holiywood. Eins og alltafkoma fram á sjónar- sviðið á hveiju sumri myndir sem litlu hefur verið kostaö til og ná að slá við stórmyndunum hvað vin- sældir varðar. í sumar eru það myndimar Pretty Woman með þeim Richard Gere og Juliu Roberts í aðalhlutverkum og svo Teenage Mutant Ninja Turtles sem byggð er á teiknimyndapersónum. Sú síðamefnda var íjármögnuö frá Hong Kong og er ein tekjuhæsta Það er Tom Cruise sem leikur kappaksturshetjuna í Days of Thunder. Góð myndataka Myndin gengur þó aðallega út á kappakstur. Kvikmyndatökumað- urinn Ward Russell og leikstjórinn Tony Scott eiga mikið hrós skilið fyrir frábæra myndatöku. Til að ná fram spennu og hraða er skeytt saman myndskeiðum þar sem myndavélin hefur verið fest fram- an á kappakstursbílinn og svo at- riðum teknum í fjarlægð til að gefa áhorfandanum betur tilíinningu fyrir hraðanum. Jafnvel þeir sem eru ekki fyrir kappakstur geta vart annað en hrifist af sumum atriðun- um. Það er líka langt síðan góð kappakstursmynd hefur verið gerð og hefur Days of Thunder verið líkt við Le Mans sem Steve McQueen lék í 1971 og Lee Katzin leikstýrði. Þaö var raunar Tom Cruise sem átti hugmyndina að efni myndar- innar. Cruise hefur alla tíð haft mikinn áhuga á bílum og raunar kynnt sér kappakstur og tekiö þátt í nokkrum mótum. Því má segja að þetta sé ekki alveg nýtt svið fyr- ir hann. Framleiðendur Það var fyrir þremur árum að Tom Cruise laumaði þessari kapp- aksturshugmynd að þeim Don Simpson og Jerry Bruckheimer. Þeir voru framleiðendur hinnar vinsælu myndar Top Gun sem var framleidd 1986 með Tom Cruise í aðalhlutverki,- Það er svo fyrst núna að árangurinn sést. Þeir fé- lagar, Simpson og Bruckheimer, hafa náð nyög góðum árangri sem framleiðendur. Þeir fengu nasasjón af velgengninni þegar þeir stóðu að gerð söngva- og dansmyndar- innar Flashdance 1983. Fyrir utan Top Gun hafa þeir einnig framleitt Beverly Hiiis Cop-II sem var frum- Þrumugnýr Myndatakan þykir einstaklega vel heppnuð. myndin í Bandaríkjunum sem af er árinu. Hvað er að? En hvers vegna höfða stórmynd- imar ekki til almennings í þetta sinn. Skýringin er talin liggja í því að flestallar stórmyndimar í ár eru nauðalíkar að uppbyggingu og ekk- ert gert til að reyna að prófa eitt- hvað nýtt. Kvikmyndaverin eru alveg hætt að taka nokkra áhættu og endur- gera ailtaf sömu formúiuna aftur og aftur ef hún hefur gengið vel einu sinni. Kostnaðurinn er orðinn svo mikill viö gerö stórmynda að enginn vill taka þá áhættu að myndin falli ekki áhorfendum í geð ef farið er inn á nýjar brautir. En reynslan í sumar bendir til þess að áhorfendur vilji fá bitastæðari myndir og eitthvað annað en Back to the Future, Part III, Gremlins 2, Another 48 Hours, Die Hard 2 og svo Robocop 2. Warren Beatty ætl- aði sér síðan að leika sama leikinn með teiknimyndapersónuna Dick Tracy og gert var með Batman en varö lítið ágengt. Sama má segja um nýjustu mynd Schwarzeneg- gers, Total Recall, sem er lítið frá- brugöin flestum mynda hans nema aö hún er ofbeldiskenndari en oft áður. Það er nú á mörkunum hvort hægt er að bjóða kvikmyndaáhuga- mönnum upp á svona einhæfa sumardagskrá. Við skuiurn vona aö kvikmyndaverin læri sína lexíu af þessu og veröi metnaðargjamari þegar kemur aö jólamyndunum og svo sumarmyndum næsta árs. Umsjón: Baldur Hjaltason Kappakstur Ein þeirra mynda, sem miklar vonir voru bundnar við í sumar, var Days of Thunder meö hjarta- knúsaranum Tom Cruise. Mynd- inni var líkt við framhaldið af Top Gun og hafði að dómi framleiðenda allt það til aö bera sem þarf til að slá í gegn. Það voru spennandi kappakstursatriði í myndinni, mikið af nærmyndum af Tom Cru- ise, góður leikstjóri meö næmt auga fyrir myndhomum og svo góðir leikarar á borð við Robert Duvall. Ekki sakaði að Tom Cruise hafði farið á kostum í myndinni Bom on the Fourth of July og aflaö sér aukinna vinsælda sem leikari meðal eldri kynslóðarinnar. Þegar myndin var síðan frum- sýnd með pompi og prakt fylltust kvikmyndahúsin af áhugasömum áhorfendum. En eftir aðeins rúma viku virtist áhugi kvikmyndahúsa- gesta vera horfinn og tekjuvonin eftir því. Myndin fékk ekkert sér- staka dóma. Gagnrýnendum fannst hlutverk Toms Cruise lítilfjörlegt og að hann væri að taka niður fýr- ir sig með því að leika í myndinni miðað viö þá hæfileika sem hann hafði sýnt í Bom on the Fourth of July. Það besta við myndina væri frábær leikur Roberts Duvall sem þjálfari Toms Cruise og svo skemmtileg kvikmyndataka fyrir þá sem hafa áhuga á kappakstri. En það bendir allt til þess að fram- leiðendur myndarinnar fara ekki fjáðir frá þessu framtaki sínu. Söguþráður En um hvaö er myndin? Hún flallar um ungan ökuþór sem lang- ar til að skapa sér nafn í kapp- akstri. Hann er ungur og óreyndur en hefur til að bera þetta ema og sanna keppnisskap ásamt aksturs- hæfileikum til að ná árangri. Þótt Duvall sé búinn að draga sig í hlé frá kappakstri fá skipuleggjendur mótsins hann til að þjálfa Tom Cru- ise. Duvall er gamall í héttunni og frægur fyrir að krefjast meira af ökuþórunum og bílum þeirra en góðu hófi gegnir og tefla því oft á tæpasta vað. Eins og í Top Gun lendir Tom Cruise auðvitað í ástarævintýri. Ástmey hans er leikin af áströlsku leikkonunni Kidman sem meðal annars hefur leikið í myndinni Dead Calm. Þetta ástarævintýri er háifyfirborðskennt og auðsýnt að framleiðendum myndarinnar var mjög annt um að ástaratriðin yrðu ekki of djörf svo myndin yrði ekki bönnuð bömum yngri en 12 ára. sýnd fyrir rúmu ári. Þeir félagar eru mjög eftirsóttir sem framleið- endur enda er tahð að sala að- göngumiða að þeim myndum, sem þeir hafa gert síðastiiðin 10 ár, ásamt sölu myndbanda og hljóm- platna svari til um 120 milljarða íslenskra króna. Þeir em nú búnir að gera samning við Paramount- kvikmyndaverið um að framleiða fimm myndir á jafhmörgum árum. Days of Thunder er fyrsta myndin af þessum fimm og við skulum vona að þeir félagar Simpson og Bruckheimer setji markið pínulítið hærra með sinni næstu mynd. Helsta heimild: Variety Premier.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.