Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Síða 19
LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990. 19 MæðgurNorð- urlandameist- arar í bridge - „gengur út á að drepa" Meistararnir og mæðgurnar, Esther Jakobsdóttir og Anna Þóra Jónsdóttir. Þess má geta að Anna Þóra hannaði merki sem prýtt hefur þau spil sem notuð hafa verið í tveimur síðustu Norðurlandameistaramótum. Ætlunin er að það verði notað í framtiðinni á spilin í næstu Norðurlandameistaramót- um. DV-mynd JAK „Ég er búin að vera í spilamennsk- unni í 17 ár, eða frá 1973, en um það leyti giftist ég inn í fjölskyldu sem spilaði mikið bridge,“ sagði Esther Jakobsdóttir bridgekona í samtali við DV en hún er nýkomin heim frá Norðurlandameistaramóti í bridge ásamt þremur öðrum konum úr kvennalandshði íslands. Eins og margir vita komu þær heim með guU: hrepptu Norðurlandameistara- titilinn í bridge. Sá árangur þykir mjög glæsilegur en íslenskar bridge- konur hafa aldrei náð svo lángt í keppni erlendis. En, það sem meira er, dóttir Est- herar, Anna Þóra Jónsdóttir, er einn- ig í landsliðinu - mæðgur í kvenna- landsliði; mæðgur Norðurlanda- meistarar. Anna Þóra er 26 ára göm- ul og hóf að spila bridge fyrir 7 árum. Hún hefur spilað síðan með nokkr- um hléum. Kunni yarla að halda á spilunum „Það var nú eiginiega dálítið fyndið hvemig ég byijaði,“ sagöi Anna Þóra. „Einn góðan veðurdag segi ég við mömmu: „Það væri nú ekkert vitlaust að læra þetta bridge." Mamma uppveörast öll og skráir okkur með það sama í keppni hjá kvenfélaginu. Og þar með varð ekki aftur snúið. Ég hafði áður verið fastá- kveðin í því að byrja aldrei að spila bridge. Eg kunni varla að halda á spilunum. Mamma kenndi mér eitt- hvað smávegis fyrir mótið en maður lærir mest á því að taka þátt í keppni." „Eg ætlaði nú varla að trúa því þegar Anna Þóra sagði að sig langaði til að læra að spila. Hún hafði alltaf verið svo á móti spilamennskunni sem barn og unglingur. Þegar verið var að spila á heimihnu var viðkvæð- ið jafnan: ,Oh, eruð þið að spila?" En nú er hún sjálf komin með bakter- íuna.“ Fór strax að keppa Esther segist hcifa byrjað á svipað- an hátt og dóttirin. Hún lærði spihð, æfði sig tvö kvöld heima og svo var hún komin út í keppni. „Ég náði strax mjög góðum tökum á þessu og svo hreifst ég af spilinu. Það er alltaf eitthvað nýtt að gerast í spilamennskunni. Maður fær aldrei tvær hendur eins. Það er einmitt það sem gerir þetta spil skemmtilegt," segir Esther. „Svo hef ég nú alla tíð haft mjög gaman af því að spila." Esther hefur tekið þátt í íjölda móta. Hún sat 8 ár í stjóm Bridge- sambandsins og vann hún að því að sérstakri kvennakeppni yrði komið á í íslandsmeistaramótum. Og nú hafa konur keppt sérstaklega í tví- mennings- og einstakhngskeppni síð- asthðin 8 ár. Gengur út á að drepa „Við leitum logandi ljósi að ungum stúlkum til að koma og vera með,“ segir Anna Þóra. „Fæstar þær kon- ur, sem spila bridge, beita sömu hörku og karlarnir. Bridge gengur út á að drepa því annars verðin- maður bara drepinn sjálfur. Konur eru jú óhkar körlunum að eðhsfari og það kemur oft fram í bridge eins og öðm. Þær geta átt það til að vera of bhðar við andstæðinginn. Þær em sjaldnast á sömu bardagalínu og karlarnir.“ Anna Þóra segir að bridgespilarar séu skemmtílegur félagsskapur því þeir séu ahs konar fólk á öllum aldri. „Það er heldur aldrei hægt að sjá það út fyrirfram hvaða karakter er á bak við spilin.“ Anna Þóra starfar sem íþrótta- kennari í einum af grunnskólum borgarinnar. Hún þjálfar einnig hjá sunddeild Ægis á milh þess sem hún er með htla stráknum sínum. „Það fer vissulega mikih tími í bridge en það er þó misjafnt eftir árstíðum. Æskuvinirnir eru ekkert í þessu og finnst mörgum það dálítið skrýtið að ég skuli vera á kafi í bridge. En vinkonurnar sýna þessu skilning. Þetta er bara eins og hver önnur baktería sem maður fær.“ Esther segir líka að fólk hafi oft undrað sig á því hve miklum tíma hún eyði í sphamennskuna. „Ég hef oft fengið að heyra það að ég hugsi varla nokkuð um heimhið vegna þess að ég sé svo mikið að spila. En svo er bara ekki. Samhhða sphamennsk- unni hef ég átt hesta, ásamt því að ala upp börnin min þrjú. Þetta hefur samt aht gengiö ágætlega." Svo er bara að berjast - En hvað þarf maður að hafa th brunns að bera til að verða góður bridgesphari? „Fyrst og fremst þarf að hafa gam- an af þessu. Þá er mikhvægt að læra að meta andstæðingana," svarar Est- her. „Svo þarf bara að berjast fyrir því sem maður ætlar að ná og sýna hörku. Einnig er mjög nauðsynlegt að lesa sér til og læra þannig um ýmsar stöður sem upp koma í spil- inu. Það er líka mikhs virði að spila við einhvern sér betri. Þannig nær maður árangri. Betra er að spha sjaldnar við góðan andstæðing en oft við einhvern slakan." Það er auðheyrt eftir spjall við þær mæðgur að hér eru „hörkukonur" á ferð. Reyndar segist Esther vera hálf- gerð kvenremba. „Það þýðir ekkert að láta vaða ofan í sig.“ Árangur þeirra og Hjördísar Eyþórsdóttur og Valgerðar Kristjónsdóttur á nýaf- stöðnu Noröurlandameistaramóti er frábær. Þær komu, sáu, sigruðu og komu á óvart; ekki síst þeim sjálfum. -RóG Vísnaþáttur Á hverju þekkist Þingeyingur? í bókinni Erih og ferill blaðamanns eftir Árna Óla segir höfundur frá kynnum sínum af Einari skáldi Benediktssyni og að hann hafi hitt skáldið á götu í Reykjavík einhvem fyrsta dag ársins 1915. Hafi Einar lagt mjög að honum að gerast rit- stjóri Þjóðarinnar, blaðs sem hann hafði komið á laggirnar 1914 og hugðist gera að dagblaði. Bauðst hann th að greiða Áma Óla helm- ingi hærra kaup en hann hefði hjá Morgunblaðinu tæki hann boðinu. En jafnframt gat hann þess að hann myndi innan skamms ráða fimm Þingeyinga th starfa við blaðið, því það væri ekki hægt að gefa út dag- blað í Reykjavík nema að hafa sex Þingeyinga th að skrifa í það. Ámi Óh reyndist ófáanlegur th að hverfa frá Morgunblaðinu og ef th vhl hafa þeir Þingeyingar, sem Ein- ar kann að hafa leitað th, haft htla trú á fyrirtækinu. En svo fór að síðasta tölublað Þjóðarinnar kom út 30. janúar 1915. En þeir voru fleiri sem gerðu sér ljóst hvílíkir hæfheikamenn Þing- eyingar vom yfirleitt eins og gleggst kemur fram í stöku séra Helga Sveinssonar í Hveragerði: Á hveiju þekkist Þingeyingur? Þörf er ekki á miklum leitum. Hann veit aht sem enginn veit um upp á sína tíu fingur. Mér fannst stakan fremur tvíræð þegar ég heyrði hana fyrst en eftir að hafa kynnst fjölmörgum Þingey- ingum um dagana er mér nær að halda að hún eigi fuhan rétt á sér. Víst eru þeir th sem tala eins og sá sem valdið hefur en sé betur að gáð verður ekki annað séð en þeir hafi verið í fuhum rétti, þeir hafa aðeins staðið fastar á honum en flestir aðrir. Reynsla Höskuldar Einarssonar frá Vatnshomi í Skorradal kemur fram í eftirfarandi stöku: Á Þingeyinga þegar ég yrði þá er ég alveg bit, þeim er að verða þyngslabyrði þeirra eigið vit. Og hugur þeirra leitar th heima- haganna. Karl Jónasson, Þingey- ingur búsettur á Seyðisfirði, kvað: Ahtaf þrengir hla að mér örlaganna skorðan. Holdið fyrir austan er en andinn fyrir norðan. Jóhannes Benjamínsson vhdi fá úr því skorið hvorir væm betur kristnir, Borgfirðingar eða Þingey- ingar (sannkristnir menn halda að sjálfsögðu boðorðin tíu í heiðri), og kvað: Gaman væri fræðslu að fá að hjóta, finnst mér rétt að svari guð- fræðingar, Vísnaþáttur Torfi Jónsson hvorir munu fleiri boðorð bijóta Borgfirðingar eða Þingeyingar. Séra Helgi Tryggvason svaraði honum á þessa leið: Þetta mjög að líkum vh ég leggja og leiði hjá mér rannsókn innst í hjarta. Tíu boðorð brjóta hvorir tveggja. Borgfirðingar þó í fleiri parta. Ögmundur Björnsson frá Syðra- Hóh var staddur í Kalmanstungu og orti í gamni: Borgarfjörður er bezta sveit, brosa hlíðar grónar, en íbúarnir í þeim reit alhr mammons þjónar. Jón Sigurösson, bóndi og alþing- ismaður á Haukagili í Hvitársíðu, hefur verið heimfús þegar hann kvað: Yndis nýtur andi minn er ég ht þig fríða. Mér ég flýti í faðminn þinn fagra Hvítársíða. Guðrún Árnadóttir frá Oddsstöð- um í Lundarreykjadal átti um skeið heima fyrir norðan og finnst ástand þar á engan hátt jafnast á við gömlu heimahagana: Hér er engan svip að sjá sem ég vildi geyma, allt er þetta aðeins strá, en ekki grasið heima. Þorsteinn Guðmundsson á Skálpastöðum í Lundarreykjadal metur dalinn öhu öðru meira. Fögur torg og fólkið kátt flestar sorgir kyrrði. En dýrsta morgna eg hef átt uppi í Borgarfirði. Það fer víst ekki hjá því að fjar- lægðin geri fjöllin blá og æsku- stöðvar eru hverjum og einum hjartfólgnar. Jens Hermannsson frá Flatey, skólastjóri á Bhdudal: Þeim mun ekki þyngja grand, þótt að gráni hárin, sem valið hafa Vesturland að vígi manndómsárin. Oft vill það brenna við að menn upphefji eigin æskustöðvar með því að bera saman við aðra staði sem þeim fmnst að standist á engan hátt samanburð við þær. Hahgrím- ur Sigfússon: Þó að lífið virðist valt og verði stundum skrítið, Fnjóskadalur er nú aht en Eyjafjörður lítið. í síðasta þætti varð mér víst lítils- háttar á í messunni, orðaröð ruglaðist, vísan átti að vera svona: Þó að Kári klóri mér/kunna sár þau gróa. Eins og öhum mun kunnugt stóð vagga samvinnufélagsskaparins í Þingeyjarsýslu eins og Flosi Ólafs- son leikari lýsti svo skemmtilega í eftirfarandi stöku sem slær botn- inn í þennan þátt: Ó hvað hér er unaðslegt á allar lundir. Sveinar elska hringahrundir. Hér var það sem SÍS kom undir. Torfi Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.