Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990. Veiðivon Tryggvi Þórðarson, 11 ára, með 12 punda mariulaxinn sinn. Fiskurinn tók fiuguna Laxá bláa númer sex sem faðir Tryggva hnýtti. DV-mynd Magnús Sonur Þórðar Péturssonar veiddi maríu- laxinn sinn „Það var meiri háttar að fá þennan fisk,“ sagði Tryggvi Þórðarson, 11 ára, fáum mínútum eftir löndun lax- ins. Tryggvi er sonur Þórðar Péturs- sonar á Húsavík en hann veiddi maríulaxinn sinn fyrir nokkrum dögum í Laxá í Aðaldal. Laxinn var 12 pund og veiðistaðurinn Syðsteyj- arkvísl. Þórður Pétursson þekkir Laxá í Aðaldal einkar vel og hefur frætt marga veiðimenn um ána í gegnum tíðina. „Grímur Sæmunds- son hafði reist fiskinn daginn áður en hann tók ekki þá,“ sagði Magnús Jónasson en hann var á staðnum. „Strákurinn kastaði tvíhendisstöng- inni feiknalega vel og fiskurinn tók eftir nokkur köst, það var gaman að þessu,“ sagði Magnús 1 lokin. -G. Bender DV „Ertu búinn að fá eitthvað, manni?" „Það á að gera meira af þessu, öli fjölskyldan fær að renna og einn og einn fískur bítur á,“ sagði eldri mað- ur við Meðalfellsvatn en félag sumar- bústaðaeigenda við vatnið hélt sinn árlega veiðidag fyrir skömmu. Fólk á öUum aldri veiddi í vatninu, aldur- inn skipti ekki máU. „Ertu búinn að fá eitthvað, manni?“ spurði ungur veiðimaður, rétt sjö ára, en sagðist ekki hafa orðið var sjálfur. „Nei,“ svaraði ég og hélt áfram að renna. Fjölskylduhátíðir eins og þessi eiga að vera fleiri ár hvert; fleiri veiðidaga þarf þar sem öll fjölskyldan getur veittsaman. -G.Bender Ef maður er ekki nógu stór er mað- ur tekinn með og sýnt hvernig á að gera þetta seinna meir. ■ ■ „Hvað ertu að gera, maður, ætlarðu að flækja allt?“ Tveir góðir ræða málin við Meðalfellsvatn. öll fjölskytdan mætt en það er bara einn galli, það vantar fleiri veiðistangir. ÞjóðarspaugDV Jarðarför IVeír prestar i Húnavatnssýslu á fyrri hluta þessarar aldar eld- uöu oft grátt silfur saman og voru vægast sagt svamir óvinir. Er annai' þeirra dó var hinn spuröur að því hvort hann ætlaði ekki að mæta í jarðaríörina. „0, jú, þótt fyrr hefði verið,“ svaraði klerkur. „Blackout" Maður nokkur, sem hafði veriö lengi á samfelldu fyllirii, lét renna af sér og sótti um pláss á togara. Er skipstjórinn spuröi hann að því hvort hann væri gift- ur svaraði hann: „Ekki svo ég muni.“ Þokudreifarinn Það er oft farið iftameð nýliða ; til sjós. Hinir eldri og reyndari sjómenn hafa jafnan af því góða skemmtun aö senda þá út um ailt skip í leit að alls konar hlutum sem ekki eru til um borð og hafa jafnvel aldrei verið framleiddir. Tvítugur Reykvíkingur réö sig sumar eitt á bát frá Eskifirði. Ekki hafði hann verið lengi um borð er hann var búinn að gera dauðaleit að þokudreifaranum, ísþjöppunni og baujupumpumú. Hlýleg heimkoma Kona nokkur vaknaöi við það um miðja nótt að bankað var hrcssilega á útidyrahurðina. Er hún opnaði sá hún að tveir menn héldu á eiginmanni hennar dauðadrukknum á milli sín. Og þar sem konan var vel hagmælt tók hún á móti manni sínuro með þessari vísu: Réttu úr kútnum, ræfillinn, róni, auðnumjúkur. Leggstu svo á svæfilinn, þú ert feikna sjúkur. Allur er varinn góöur í sjoppu á landsbyggðinni hékk uppi eftirfarandi auglýsing: „Vinsamlegast hendiö sígar- ettustubbnum ekki á gólfið." Fyrir neðan haföi síðan einhver bætt við: „Ánamaðkarnir gætu fengið krabbamein." Nafn: Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós aö á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1) Hitateppi fyrir bak og hnakka, kr. 3.900,- 2) Svissneska heilsupannan, kr. 2.990,- Vinningamir koma frá Póst- versluninni Príma, Hafnar- firði. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 65 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Sigurvegarar fyrir sextug- ustu og þriðju getraun reyndust vera: 1. Pálmi Guðmundsson Grænugötu 8 600 Akureyri 2. Fjóla D. Valsdóttir Fremri-Hhð 690 Vopnafjörður Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.