Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Page 7
LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990. 7 Fréttir Jón Gunnar ráðinn til tveggja ráðuneyta: Steingrímur J. rak hann • Ólafur Ragnar réð hann - sýnir að það er ekki ríkið sem stendur 1 stríði við mig heldur Steingrímur J. „Þetta sýnir aö þaö er ekki ríkið sem stendur í stríði viö mig heldur Steingrímur J. Sigfússon," sagði Jón Gunnar Ottósson, fyrrum forstöðu- maður á rannsóknastöðinni á Mó- giisá sem nú hefur verið ráðinn frá 1. ágúst af fjármálaráðuneytinu til þess að sinna ýmsum verkefnum í umhverfismálum hjá fjármálaráðu- neyti og umhverfisráðuneyti. Þessi ráðning nú kemur nokkuð á óvart þar sem Steingrímur J. Sigfús- son, samflokksmaður Ólafs, er nýbú- inn að reka Jón Gunnar vegna mik- illa deilna sem komu upp milli Jóns Gunnars annars vegar og skógrækt- arstjóra og landbúnaðarráðherra hins vegar. Skógræktarstjóri og landbúnaðar- ráðherra tilheyra sama armi Al- þýðubandalagsins en Jón Gunnar hefur yfirleitt verið flokkaður sem Ólafsmaður. Þó veröur að athuga að Jón Gunnar hefur alltaf þótt fara sín- ar eigin leiðir eins og reyndar al- þýðubandalagsfólk á Suðurlandi al- mennt. Sambýliskona Jóns Gunnars er Margrét Frímannsdóttir, formað- ur þingflokksins. Einnig verður að athuga að Jón Gunnar er mjög hæfur á sínu sviði og með mikla sérfræðiþekkingu. Við brottreksturinn losnar hann úr starfi og tveir ráðherrar grípa tækifærið meðan hann er atvinnulaus. Þessi að því er virðist skynsamlega en þó pólitíska ráðning er aðeins timabundin og því hægt að segja honum upp störfum hvenær sem er. Hann mun skila fyrstu áfanga- skýrslu sinni með haustinu. Formlega er hann ráðinn hjá fjár- málaráðuneytinu. Þar fengust þær upplýsingar að þetta væri verkefna- Steingrímur rak hann... en Ólafur Ragnar réð hann. ráðning þannig að hún væri aðeins tímabundin. Jón Gunnar mun eink- um eiga að sjá um sameiginleg verk- efni ráðuneytanna sem eru á mörk- um þess hvoru ráðuneytinu tilheyri, svo sem nauðsynlegar útgjaldabreyt- ingar sem verða hjá ríkinu, og meta áhrif þeirra á fjárlög. Einnig mun hann skoða skattamál og möguleika á umhverfissköttum sem eru skattar sem eiga að efla þann málaflokk. Þá mun hann meta er- lendar tillögur og hugmyndir um breytingar og meta þær með tilliti til íslenskra aðstæðna. í þessu verkefni munu hann og hugsanlega fleiri sér- fræðingar umhverfisráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins vinna að til þess að meta hvað framtiðin ber með sér. -pj Búðu sjálfum þér og fjölskyldunni sælureit í garðinum I Húsasmiðjunni færðu allt efni í sólpalla, skjólveggi og girðingar. Og í bæklingi Húsasmiðjunnar um þessi efni er að finna hugmyndir um útlit, vinnuteikningar og efnisstærðir sem henta best. Við gerum tilboð eftir málum. Taktu nú upp tommustokkinn, mældu hvernig þú vilt hafa sólpallinn, skjólvegginn eða girðinguna oq komdu svo í Húsasmiðjuna HUSASMIÐJAN eða hringdu til okkar. Súðarvogi 3-5 • 104 Reykjavík • Sími 91-687700 Húsasmiðjan hjáipar þér að njóta sumarsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.