Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990. 51 Afmæli Torfi Jónsson Torfi Jónsson, bóndi og fyrrv. odd- viti að Torfalæk í Torfalækjar- hreppi, er sjötíu og fimm ára í dag. Torfi fæddist að Torfalæk og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1934-35 og hefur verið bóndi að Torfalæk frá 1943. Torfi hefur gegntfjölda trúnaðar- starfa fyrir sveit sína og hérað. Hann sat í hreppsnefnd frá 1954 og var oddviti 1962-90. Hann sat í skattanefnd 1950-58, er fram- kvæmdastjóri byggingar Hólavalla- skóla frá 1964 og var fyrsti formaður skólanefndarinnar frá 1969. Þá sat hann í skólanefnd Kvennaskólans á Blönduósi 1958-66, sat í stjóm Lestr- arfélags Torfalækjarhrepps, sat í sóknamefnd Blönduóskirkju um skeið, á þar nú sæti í annað sinn og er framkvæmdastj óri kirkj ubygg- ingar á Blönduósi. Torfi er einn af stofnendum Félags aldraðra í Húna- vatnssýslu og formaður þess félags, auk þess sem hann er formaður byggingarnefndar íbúða aldraðra á Blönduósi. Torfi kvæntíst 27.5.1944 Ástríði Jóhannesdóttur, f. 23.5.1921, d. 1988, húsfreyju, dóttur Jóhannesar Jóns- sonar, útgerðarmanns á Gauksstöð- um í Garði, og konu hans, Helgu Þorsteinsdóttur. Torfi og Ástríður eignuðust tvo syni. Þeir em Jóhannes, f. 1945, bóndi að Torfalæk og framkvæmda- stjóri Framleiðsluráðs landbúnað- arins, kvæntur Ehnu Sigiu-ðardótt- ur frá ísafirði, húsfreyju, og eiga þau fimm börn, og Jón, f. 1949, skák- maður og starfsmaður við Þjóð- skjalasafnið í Reykjavík, kvæntur SigríðiKristinsdóttur, sjúkraliða og formanni Starfsmannafélags ríkis- stofnana, og eiga þau einn son. Torfi áttí fimm bræður og em tveir þeirra á lífi. Bræður Torfa: Guðmundur, fyrrv. skólastjóri á Hvanneyri, faðir Ólafs, fram- kvæmdastjóra Bútæknideildar rannsóknadeildar landbúnaðarins, Sigurðar, skólastjóra Leirárskóla, og Ásgeirs námsgagnastjóra; Jónas Bergmann, fyrrv. fræðslustjóri, fað- ir Ögmundar, formanns BSRB, Jóns Torfa dósents, Ingibjargar, fræðslu- stjóra Búnaðarbankans, og Björns bókaútgefanda; Bjöm Levi sem nú er látinn, veöurfræðingur og yfir- læknir á Náttúrulækningahælinu í Hveragerði, faðir Guðmundar verk- fræðings og Ingibjargar, sem lengi var einkaritari íjármálaráðherra; Jóhann Frímann, bóndi og umsjón- armaður hjá Reykjavíkurborg, nú látinn, og Ingimundur, búsettur á Torfalæk, nú látinn. Foreldrar Torfa vom Jón Guð- mundsson, f. 22.1.1878, bóndi að Torfalæk, og kona hans, Ingibjörg Björnsdóttir, f. 28.5.1875, húsfreyja. Hálfbróðir Jóns var Páll Kolka læknir. Jón var sonur Guðmundar, b. á Torfalæk, bróður Sigfúsar, lang- afa Ingimundar Sigfússonar í Heklu. Guðmundur var sonur Guð- mundar, b. á Nípukotí, Jónssonar, bróður Sveins, langafa Guðmundar Björnssonar prófessors. Móðir Jóns á Torfalæk var Sigur- laug Jónsdóttír, b. á Sauðanesi, Sveinssonar. Móðir Jóns í Sauða- nesi var Halldóra Sigurðardóttir, b. í Grundarkoti, Jónssonar, Harða- bónda í Mörk, Jónssonar, ættfoður Harðabóndaættarinnar. Móðurbróðir Torfa var Guðmund- ur Björnsson landlæknir. Ingibjörg var dóttir Björns, b. á Marðarnúpi í Vatnsdal, Guðmundssonar. Móðir Bjöms var Guðrún Sigfúsdóttir Torfi Jónsson. Bergmanns, b. á Þorkelshóh, ætt- foður Bergmannsættarinnar. Móðir Ingibjargar var Þorbjörg Helgadótt- ir, systir Sigurðar, afa Sigurðar Nordal. Torfi verður að heiman á afmæhs- daginn. Svavar Einar Emarsson Svavar Einar Einarsson iðnverka- maður, Gmndarstíg24, Sauðár- króki, er sjötugur á morgun. Svavar er fæddur í Syðri-Hofdölum í Skaga- firði en fluttíst ársgamall með for- eldmm sínum í Ás í Hegranesi og ólst þar upp við almenn sveitastörf. Hann var bifreiðarstjóri á lang- ferðabifreiðum hjá Norðurleið og Siglufjarðarleið um margra ára skeið en hefur síðustu 24 árin unnið' hjá Mtjólkursamlagi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Svavar kvæntist 2. maí 1948 Margréti Selmu Magnús- dóttur frá Héraðsdal. Foreldrar Margrétar vom: Magnús Helgason, b. í Héraðsdal, og kona hans, Mar- grét Sigurðardóttir. Börn Svavars og Selmu em: Helena Jónína, f. 20. júh 1948, hárgreiðslumeistariá Sauðárkróki, gift Reyni Barðdal, og eiga þau fimm böm; Marta Valgerð- ur, f. 23. nóvember 1951, banka- starfsmaður í Keflavík, sambýhs- maður hennar er Sigurður J. Sig- urðsson og eiga þau þijú böm; Magnús Einar, f. 28. október 1954, bifvélavirkjameistari, hann rekur flutningafyrirtæki á Sauðárkróki, sambýhskona hans er Ragnheiður G. Baldursdóttir og eiga þau eitt barn; Sigríður, f. 26. júní 1958, kenn- ari við Fjölbrautskólann á Sauðár- króki, gift Halli Sigurðssyni og eiga þau þrjú börn. Systkini Svavars eru: Guðmundur, verkamaður á Sauðár- króki; Guðjón, verkamaður á Sauð- árkróki; Valgarður, fv. b. á Ási, sjúkrahússtarfsmaður á Sauðár- króki, og Jóhanna, ráðskona á sjúkrahúsinu á Vopnafirði. Foreldrar Svavars voru: Einar Guðmundsson, b. á Ási í Hegranesi, og fyrri kona hans, Valgerður Jósa- fatsdóttir. Einar var sonur Guð- mundar, b. í Ási, Ólafssonar, al- þingismanns í Ási, Sigurðssonar, hreppstjóra í Ási, Péturssonar, hreppstjóra í Ási, Björnssonar, hreppstjóra í Ási, Jónssonar, hrepp- stjóra í Ási, Bjömssonar. Móðir Sig- urðar var Ingibjörg Sigurðardóttir, systír Ólafs, langafa Ólafs Davíðs- sonar þjóðsagnasafnara og Ragn- heiðar, móður Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Móðir Guðmundar var Sigurlaug Gunnarsdóttir, b. á Skíðastöðum í Laxárdal, Gunnars- sonar, b. á Skíðastöðum, Guð- mundssonar, ættfóður Skíðastaða- ættarinnar. Móðir Einars var Jó- hanna Einarsdóttir, b. á Arnarstöð- um, Ásgrímssonar, b. á Mannskaða- hóh, Hallssonar, bróður Jóns, pró- fasts í Glaumbæ. Móðir Jóhönnu var Kristbjörg Jónsdóttir, b. á Látr- Svavar Einar Einarsson. um á Látraströnd, Jónssonar. Valgerður var dóttir Jósafats, b. í Krossanesi, Sigurðssonar, vinnu- manns á Hafsteinsstöðum, Sigurðs- sonar. Móðir Valgerðar var Guðrún Ólafsdóttir, b. á Ögmundarstöðum, Jónsonar, b. á Ögmundarstööum, Magnússonar, prests í Glaumbæ, Magnúsonar. Svavar tekur á móti gestum á heimili sínu á afmælidag- inn. Til hamingju með afmælið 29. júlí Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. 90 ára Þormóður Dagsson, Hátúni 10, Reykjavík. Albert Þorgeirsson, Hrafnistu við Kleppsveg, Reykja- vík. Sigríður Vagnsdóttir, Engjavegi 15, ísafirði. 60ára Elsa Ároadóttir, Miðstræti 15, Bolungarvík. Sigrún Aðalsteinsdóttir, Jötunfelli, Akureyri. Hörður Benediktsson, Skipholti 43, Reykjavík. 80 ára______________________ Ingivaldur Ólafsson, Sundlaugavegi28, Reykjavik. Viglundur Jónsson, Lindarholti 7, Ólafsvík. Sigriður Sigurðardóttir, Vallargötu 12, Vestmannaeyjum. Margrét Jósavinsdóttir, Staðarbakkal, Skriöuhreppi. Valgerður Vigfúsdóttir, Klukkufehi, Reykhólahreppi. Svava Björnsdóttir, Skipasundi 11, Reykjavík. Kristín Gísladóttir, Hæðargarði 13, Nesjahreppi. Valgerður Sigurðardóttir, Nýbýlavegi 58, Kópavogi. Eyjólfur Haraldsson, Vaharbarði 10, Hafiiarfirði. Stella Steingrímsdóttir, Hvassahrauni 1, Grindavfk. Þór Fannar, Hlíðarási 9, Mosfellsbæ. Rögnvaldur Jóhannesson, * Laxárvirkjun II, Aöaldælahreppi. Sviðsljós Bestu hugmyndirnar vakna í vatni segir Yoshira Gott að hugsa í vatni Einn mestí uppfinningamaður heims er hinn japanski Yoshiro NakaMats. Hann er sextíu og eins árs að aldri. Yoshiro hefur fundið upp marga hluti sem þykja sjálf- sagðir í dag en fyrsta hlutann fann hann upp fimm ára. Það var stél- flötur á leikfangaflugvél hans. Stél- flötur hefur áhrif á jafnvægi flug- véla. Yoshira sefur aöeins fjóra tíma á sólarhring. Hann segir það full- nægja svefnþörf sinni. Hann lætur ekki eftir sér að sofa í rúmi eins og flestir gera. Hann fann upp sér- stakan svefnstól sem hann segist hvílast sérstaklega vel í. En ekki nóg með það. í stólnum eru inn- rauðir geislar sem örva sérstaklega blóðstreymið til heilans. Uppfinn- ingamaðurinn segir það halda hei- lanum í fullu starfi á meðan hann sofi. Bestí vinnustaður, sem Yoshiro getur hugsað sér, er vatn. Bestu hugmyndimar fær hann á kafi í vatni og þess vegna hefur hann fundið upp vatnspenna og vatns- helt blað. „Ég er í vatninu í fjórar til fimm mínútur án þess að koma upp til að anda. Það veldur auknum þrýstingi svo að meira blóð og þar með súrefni berst upp í heiiann. Ég virkja þennan mikla þrýsting í hugmyndirnar." Yoshiro er illa við að skokka. Hann segir hlaup koma of miklu róti á heilann og raska hugsana- mynstrinu. „Ég borða bara hollan og góðan mat sem er góður fyrir heilann," segir þessi sérkennilegi uppfinningamaður. Urval - vcrðíð hefur lækkað Studioblóm Þönglabakka 6, Mjódd, norðan við Kaupstað, sími 670760

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.