Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Blaðsíða 26
38 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990. LífsstOl Árbók Ferðafélagsins komin út: - árbókarferð 9.-15. ágúst. Arbók Ferðafélags íslands hefur nú litið dagsins ljós i 63. sinn. Að þessu sinni fjallar hún um fjalllendi Eyjaijarðar að vestanverðu, allt norðan frá Almenningsnöf, utan Siglufjarðar, að Öxnadalsheiði í suðri. Mannlíf í horfnum byggðum Fjórir höfundar fjalla á rúmlega 200 blaðsíðum um fjalllendið og að- liggjandi dali, leiðir og landshætti og mannlíf í horfnum byggðum. Einnig eru í bókinni sérstaklega dregin lands-'Og leiðakort sem koma feröa- langnum, sem hyggur á ferð um þess- ar slóðir, að góðum notum. Vesturmörk fjalllendisins eru jafn- framt sýslumörk við Skagafjarðar- l»sýslu og liggja þau um þrjár nafntog- aðar og sumpart fjölfamar heiðar á svæðinu sunnanverðu: Öxnadals- heiði, Hörgárdalsheiði og Hjaltadals- heiði. Um hið mikla hálendi milli Hjalta- dals og afdala Hörgárdals og Svarfað- ardals liggja fomar leiðir og nýjar, svo sem um Héðinsskörð, Hóla- mannaveg, Tungnahryggsleið og Heljardalsheiði. Norðan Svarfaðardals liggja marg- ar leiðir, bæði yfir í byggðir Skaga- fjarðar og til Ólafsfjarðar. EyCjifjörð- urinn Héðinsfjörður fær góða um- fjöllun í bókinni og gönguleiðir í hann, bæöi frá Ólafsfiröi og Siglu- firði. Á því svæði sem fjallað er um í árbókinni eru tveir skálar á vegum deilda innan Ferðafélags íslands; gönguskáli á Tungnahrygg og skáli í gömlu bæjarhúsunum í Baugaseli í Barkárdal. Ökuferð eða bakpokaferö í tilefni útkomu árbókarinnar efnir Ferðafélagið til sérstakrar árbókar- ferðar. Ferðinni er tvískipt að hluta því bæði verður um að ræða ökuferð með skoðunarferðum og styttri gönguferðum og svo bakpokaferð. Brottför er frá Reykjavík fimmtu- Veðrið í útlöndum HITASTIG IGRÁÐUM Reykjavík 16' Bergen Þórshöfn 12’ lelsinki 22' lólmur 24° Glasgow 1' Berlín 24' Winnipeg 20' Lóttskýji Chicago 22 Los Angeles 19 Orlando 25 DVJRJ \\J Stol iborg 22°p( jHKaupma -10 *ða Isagra liiill! 11 til 15 1611120 20 og nWrir* Byggt á veöurtréttum Veöurstofu Islands kl. 12 á hádegi, föstudag Rigning V Skúrir Snjókoma Þmmuveöur = Þoka dagsmorguninn 9. ágúst klukkan 8 um morguninn og ekið norður um Kjöl með viðkomu í Hvítámesi og á Hveravöllum. Gist er á Sauðárkróki fyrstu nóttina. A öðmm degi verður haldið til Siglufjarðar með viðkomu á dóm- kirkjustaðnum Hólum og viðar. Til Siglufjarðar verður komið um há- degisbil en þá mun bakpokahópur- inn hefla þriggja daga ferð með göngu um Hestskarð yfir til Héðins- fjarðar. Þar mun sá hópur gista í tjöldum í tvær nætur. Dvalið í Héóinsfirði Farið verður í dagsgöngu yfir í eyðibyggðina Hvanndali og á þriðja degi verðu haldið um Rauöskörð yfir til Ólafsfjarðar. Hinn hópurinn dvel- ur aftur á móti tvær nætur í svefn- pokaplássi á Siglufirði og fer í eins dags sighngu í eyðibyggðina Héðins- fjörð. Á fjórða degi verður ekið frá Siglu- firði um Lágheiði til Ólafsfjarðar og bakpokahópurinn slæst í hópinn. Umhverfi Ólafsfjarðar verður skoð- að og meðal annars gengið út með Arnfinnsfjalli. Gist verður í svefn- pokaplássi á Dalvík. Sprengisandur heim Á fimmta degi verður skoðunar- ferð um Svarfaðardal og einnig verð- Ferðir ur gönguferð, ef til vill yfir Heljar- dalsheiði, í boði fyrir þá sem það vilja. Farið verður í stutta siglingu í Hrísey. Á sjötta degi verður haldið inn á Sprengisand og gist í skála Ferðafélagsins í Nýjadal síðustu nóttina. Kvöldganga verður í Jökul- dal. Heimleiðis er haldið miðvikudag- inn 15. ágúst með viðkomu í Veiði- vötnum. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Ferðafélags ís- lands, Öldugötu 3, í símum 19533 og 11798. -BÓl Hin vinsæla árbók Ferðafélagsins er nú komin út í 63. skiptið. Tungnahryggsskáli er annar tveggja skála Ferðafélagsins á því svæði sem fjallað er um í árbókinni. Ljósmyndakeppni DY og Ferðamálaárs Myndir í ljósmyndasamkeppni DV og Ferðamálaárs Evrópu eru nú famar að streyma inn en eins og áður hefur verið greint frá er keppnin helguð ferðalögum og úti- vist. Myndir í keppninni verða að tengjast þessu efni og er skilafestur til 30. september. Innsendar myndir skulu vera pappírsmyndir, í lit eða svarthvít- ar, ekki stærri en 20x30 cm, eða lit- skyggnur. Verðlaunin í Scimkeppninni eru glæsileg: 1. Lundúnaferð fyrir tvo með Flug- leiðum. Innifalin er hótelgisting með morgunverði í þrjár nætur. 2. Farseölar að eigin vali fyrir tvo til áætlunarstaða Flugleiða innan- lands. 3. Dvöl á Edduhóteli að eigin vali fyrir tvo, gisting og morgimverður í fimm nætur. 4. Hringmiði fyrir tvo kringum landið með sérleyfisbílum. 5. Helgarferð fyrir tvo í Þórsmörk með Ferðaskrifstofu BSÍ og Aust- urleiö. 6-10 Bókaverölaun. Besta myndin frá hveiju landi fer sjálfkrafa í hina evrópsku loka- keppni sem fer fram í Grikklandi seint á þessu ári en þar verða þrjár bestu myndimar verðlaunaðar. Sýnishorn af myndum sem hafa borist í keppnina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.