Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990. 39 Lífestm Mikið úrval ferðaútbúnaöar er að finna í verslunum og fólk á oft í mestu vandræðum með að velja sér réttan búnað. Aðalatriðið er að fólk geri upp við sig hvernig og við hvaða aðstæður það ætlar að nota útbúnaðinn. Sumir fara aldrei nema í stuttar gönguferðir í góðu veðri á meðan aðrir eiga það til að leggjast út í marga daga, sumar sem vetur. Fatnaður Góð nærfbt eru mikið undir- stöðuatriði á ferðalögum. Þau skulu ekki vera úr bómuU og ekki úr akrýl. Langflest önnur efni eru góð og er ullin þar fremst í flokki. Fólk velur sér svo þykkt nærfa- tanna eftir því hvort nota á fótin á sumrin eða á vetuma en einnig eftir því hve vel fólk þolir kulda. Sumir eru kulsæknari en aðrir og veija sér þá nærföt í samræmi við það. Utanyfirfatnaðurinn skiptir einnig miklu máb. Til eru stakkar og buxur sem klædd eru örþunnri fllmu sem hleypir svitagufum út en engri bleytu inn. Þetta er yfir- leitt mjög dýr fatnaður og því er betra að vanda vaiið. Það skiptir máli og er öryggisatriði að utan- yfirflíkur séu í skærum litum svo að þær sjáist langt að. Fyrir utan nærfatnað og vatns- heldar skjólflikur á fólk alltaf hell- ing af hentugum fotum. Gamlar lopapeysur finnast inni í skáp og slitnu trimmbuxumar koma að góðum notum. Aldrei skyldi nokk- ur maður fara í gönguferðir, hvorki að sumri né vetri, í gallabuxum. Þær blotna mjög fljótt og þrengja þá að líkamanum. Einnig eru þær lengi að þorna og að vetrarlagi geta þær frosið illa. Svefnpokar Góður svefnpoki endist í 10-30 ár og því er nauðsynlegt að vanda valið og miða kaupin að framtíðar- þörfum notandans. Einangrun svefnpokans felst í þvi hve mikið kyrrt loft er á milU hitans fyrir innan og kuldans fyrir utan. Því er nauðsynlegt að mikið loft sé í pokanum og að hann sé mjúkur. Best er að geyma pokana hang- andi uppi en ekki upprúllaöa í ut- anyfirpokanum. Þannig loftar best um þá og þeir einangra betur við notkun. Raki hefur áhrif á varma- gUdi pokans og nauðsynlegt getur verið að einangra hann frá jörð- unni með einangrunardýnu. Svefnpokar eiga að vera mjórri tíl fótanna og víðari að ofan því þannig halda þeir betur hita. Athugið að þær mínustölur sem gefnar eru upp að svefnpokar þoU eru komnar frá framleiðendum en ekki neytendasamtökum og því er oft um einhveijar ýkjur að ræða. Bakpokar Bakpoki fyrir helgarferð þarf að vera um það bU 50-60 Utra. Hins vegar þegar farið er í lengri göngu- ferðir, 5-10 daga ferð, verður að hafa pokann stærri eða 65-100 Utra. Grindur á bakpokum eru mikið tíl að hverfa. í staöinn eru komnar álspangir sem hægt er að beygja eftir bakinu og þykkar, breiðar mittisólar. Mjaðmabelti bakpokans ber meginþunga byrðarinnar en Eixlaólarnar eiga ekki að bera mikla þyngd. Þær eru fyrst og fremst ætlaðar til aö bakpokinn haldist uppréttur og stöðugur. Hægt á aö vera að slaka og strekkja á ólum eftir þörfum. Það fer mikið eftir þyngd viðkom- andi göngumanns hvað hann treystir sér tíl að taka mikið á bak- ið. Góð þyngd og þægUeg til að bera er um það bU 20% af eigin þyngd. Hægt er að bera aUt að 30% af eig- in þyngd en það er erfitt og bitnar oft á skapi viðkomandi sem verður uppstökkur og fúU á kvöldin og nýtur ekki ferðarinnar fyrir vikið. Fæstir bakpokar eru fullkomlega vatnsþéttir og þvi er gott að geyma fatnað í plastpokum ofan í bak- pokanum. Ágæt þumalputtaregla er að pakka þungum hlutum sem næst hryggnum og efst í pokann. Þannig næst best jafnvægi og eðU- legri líkamsstelling. Tjöld MikUl munur er á tjöldum, bæði hvað varðar útiit, verð og gæði. LítU og létt ferðatjöld eru algeng en þau geta verið með hefðbundnu sniði, A-laga, kúlulaga eða bragga- laga. Miklu skiptir að tjald sé létt ef á að bera það á bakinu ásamt öðrum útbúnaði. Tjaldið verður einnig að vera vatnshelt og þola mikinn vind og ýmiss konar álag. Gæðamunur er gífurlega mikiU og þau tjöld sem þola eiga íslenska veðráttu þurfa að vera mjög sterk og vönduð. Ekki er gott að tjaldið hafi mjög brattar hUðar því þá tekur það á sig meiri vind. Einnig er betra ef tjaldið sé þannig útbúið að það leggist niður í miklum vindi fremur en að það íjúki. Þeim mun minna og lægra sem tjaldið er því örugg- ara er það í Ulviðri en samt verður að hafa í huga að fólk á að geta hreyft sig inni í tjöldunum. Gott er að hafa mörg stög á tjald- inu og geta stagað það vel niður ef það hvessir. í góðu veðri er hins vegar óþarfi að nota öU stögin. Á flestum vandaðri tjöldum í dag eru saumamir soðnir saman og þar af leiðandi vatnsheldir. Tjaldgólfið á aö vera fullkomlega vatnsþétt og á vatnsvömin að ná um það bU 10 cm upp á veggina svo að ekki sé hætta áaðvatnlekiinnítjaldið. -BÓI Gönguskór Góðir gönguskór em eitt það at- riði sem skiptir hvað mestu máli á ferðalögum. Venjulegir strigaskór í göngum geta hreinlega verið hættulegir. Stuðningur við ökkl- ann er UtiU og sólinn er þunnur þannig að ójöfnur stingast upp í Uina. Gönguskór eiga að vera vatns- þéttir, halda hita á fótunum og hlífa þeim og styrkja. Ef einungis á að nota gönguskóna í úlilegur og létt- ar gönguferðir henta óvatnsþéttir og Unir gönguskór einna best. En ef nota á skóna í langar göngur um óbyggðir borgar sig að kaupa dýr- ari og vandaðri skó sem styðja bet- ur við ökklann á erfiðum göngu- ferðum. Skómir verða að hafa sterka tá og stífan og þykkan sóla tíl að gefa góða spymu og grip. Þeir verða einnig að passa nákvæmlega og vera þægUegir. Dýrastu skómir í búðinni gera ekkert gagn ef þeir eru óþægUegir. Brýnt er að hægt sé að hreyfa tærnar innan í skón- um. Varast skal of þrönga skó því þeir geta trvjflað blóðrennsU og valdið því að fætumir kólni. Athugið að það skiptir Uka miklu máU á göngu að fætumir sjálfir séu vel hirtir. Neglur skulu vera svo stuttkhpptar að þær sUti ekki sokk- ana eða nuddist utan í skóna og særi göngumanninn. Það er vissara að vera vel útbúinn i gönguferðum um ísland. Veður eru válynd og ýmiss konar hindranir verða á veginum. Góður búnaður skiptir meginmáli - í ferðalögum og útivist Kúlutjald til vinstri en braggatjald til hægri. Þessi tjöld eru kúpt og nýta loftpláss betur en hefðbundin tjöld. Sokkar og legghlífar Það er mikið atriði að sokkar séu góðir og mjúkir. Sokkar, sem em fóðraðir méð frotté, eru sérstaklega mjúkir og fjaðra vel þegar stigið er á þá. Annað mikflvægt atriði er að sokkamir geti dregið í sig svita. Sokkar úr hreinni ull er mjög vel fjaðrandi, draga í sig mikinn raka og gefa góða einangrun. UUarsokk- ar eru líka einu sokkamir sem halda hita á fótunum þótt þeir blotni. Gallinn við sokka úr uU er að þeir sUtna mjög fljótt. Blanda af uU og næloni hefur reynst mjög vel ef nælonið er ekki meira en 25%. Nælonið styrkir sokkinn en kostir ullarinnar haldast að mestu leyti. Sumir nota tvenna sokka og minnka þannig líkumar á blöörum þar sem sokkamir nuddast þá hvor við annan en ekki við fótinn. Legghlífar, sem festar eru við gönguskóinn, eru nauðsynlegar í snjó og bleytu. Þær gera það að verkum að skórinn helst þurr þar sem spjórinn kemst ekki ofan í hann. Það er úr vöndu að ráða þegar kemur að þvi að velja bakpoka. Þeir eru til í öllum stærðum og gerðum, með eða án grindar. Gönguskórnir eru besti vinur ferðalangsins. Útilega eða ekki, svefninn er alltaf jafnmikilvægur. Góður svefnpoki og hollur matur sjá til þess að ferðamaðurinn hvílist vel. c:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.