Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1990, Blaðsíða 18
18
FÖSTUÐAGUR 3. ÁGÚST 1990.
Veiðivon
Þjóðarspaug DV
Laxá á Ásum:
Hvort veiöileyfi lækka í Laxá á
Ásum næsta sumar skal látiö ósagt.
En erfitt verður að fá erlenda veiði-
menn til að koma til veiða þegar lítið
fæst.
Laxá á Ásum er ekki ein um þetta.
Ár eins og Laxá í Dölum, Hauka-
dalsá, Miöfjarðará, Víðidalsá og
Vatnsdalsá má nefna líka.
Laxá á Ásum hefur hingað tii þótt
einstök veiðiá, veiðimenn hafa getað
gengið að laxi vísum í henni. En er
það að breytast?
Hundurinn át
allan matinn frá
veiðimönnunum
Veiðitúrar bjóða upp á ýmislegt
skondið og skemmtilegt fyrir suma.
Fyrir fáum dögum fóru veiðimenn í
veiðitúr vestur á firði og veiddu vel
af silungi. Það þykir kannski ekki í
frásögur færandi, og þó. Veiðimenn
þurfa víst að nærast eins og aðrir.
En sú skemmtun getur líka tekið
snöggan endi og allt var það hundin-
um á næsta bæ að kenna. Hann át
allan matinn og meira segja tvo
lunda sem hafði tekiö tvo tíma að
sjóða. Þótti mönnum það súrt í brot-
ið. Hundurinn átti, að sögn heima-
manna, að vera í megrun þessa síð-
ustu daga en hefur ekki lagt af þenn-
an daginn. Af öðrum hundi fréttum
við sem tók frá veiöimönnum lamba-
kótelettur þegar þeir höfðu griliaö
matinn. Hann beið eftir steikinni
fullbúinm.
Ótrúlega fjölmennt í
Hvammsvík í Kjós
Hvammsvík í Kjós er orðin vinsæll
Stefán Guöjohnsen hefur farið víöa til laxveiða í sumar og á myndinni er
hann með góðan afla úr Laxá á Ásum. DV-mynd Rheiður
staður fyrir dellumar, hvort sem það
er veiði, golf eða hestamennska. Þeir
skipta víst hundruðum sem mæta
þar í hverri viku. Um síðustu helgi
var ótrúlega mannmargt í Kjósinni
og sagði okkar maður á staönum að
þeir hefðu verið nærri fimm hundr-
uð í veiðinni, golfinu og hestamenns-
kunni. Allir að gera það sem þá lang-
aði til að gera.
-G.Bender
Það er viss dýrðarljómi yfir Laxá
á Ásum þó ekki beri mikið á henni.
Dæmi em um að veiðimenn hafi
keyrt framhjá ánni nokkmm sinnum
áður en þeir fundu hana. Veiðileyfi
eru samt seld mörg ár fram í tímann
í ána og færri komast að en vilja.
„Við komum við í Laxá á Ásum á
leiðinni í bæinn og þar var enginn
við veiðar, nokkrum dögum áður
höfðu veiðimenn reynt en lítið feng-
ið,“ sagði stangaveiðimaður.
Það má sannarlega segja að hinn
erlendi stangaveiðimaður, sem
keypti fjölda góðra veiðidaga í Laxá
á Ásum, hafi keypt köttinn í sekkn-
um. Þeir veiddu einhveija tugi af
löxum þá daga sem þeir reyndu í
„Gullánni“. Stöngin á dýrasta tíma
var seld á 165 þúsund, tvær stangir
eru í Laxá á Asum og þetta er því
320 þúsund dagurinn. Komnir em á
land 400 laxar en vom 370 á sama
tíma í fyrra. Síðasta veiðisumar þótti
ekki gott heldur en þetta verður
verra.
Erlend veiðikona kastar flugu fyrir
tfu - fimmtán laxa í Haukadalsá fyr-
ir fáum dögum. DV-mynd G. Bender
Ekki eins örugg og
„veiðimenn" héldu?
nú
Fasteignasali, Guðmundur að
nafni, þótti frekar ósvifinn í við-
skiptum. Einhverju sinni er statt
hjá honum ungt par í íbúðarleit.
Kvaðst hann hafa prýðishús sem
hentaði þeim geysivel, bæði hvað
stærðina snerti og greiðslugetu
þeirra. Því næst hringdi fasteign-
salinn í íbúa hússins og tilkynnti
að ungt par væri að koma að skoða
húsiö. Er unga parið kom leist því
ekkert á húsið. Það virtist að hmni
komið en samt ákváöu þau að
labba einn hring í kringum það,
svona til að skoða það betur. Er
þau vora komin aftur að framhlið
hússins er hurð þess hrundið upp.
Út gægist gömui kona og kallar:
„Drífið ykkur nú í að skoða hú-
sið, sem hann Guðmundur fast-
eignasali er nýbúinn að erfa, áður
en þaö hrinur alveg.“
Drykkfelldur maöur biðlaði eitt
sinn til stúlku en hún kvaðst ekki
vilja eiga drykkjusvola fyrir eigin-
mann. Og þar sem maöurinn var
vel kenndur er hann bar upp bón-
orðið lét hann stúlkuna hafa þessa
visu:
Yngismey, svo björt og fin,
ég aftur mun biðla þin.
En fýrst mun klára brennivín,
svo verði ei eins og svín,
Séra Kolbeinn Þorleifsson var
eitt sinn prestur á Eskifirði. Sam-
hliða embættisverkum gegndi
hann kennslu yngri bama þar á
staðnum. Eitthvað hefur Kolbeinn
verið ósáttur við þessa 8 ára gömlu
nemendur sína því eitt sinn er
mikill hávaði hljómaði í bekknum
reis hann upp úr sæti sínu og
mælti reiðilega: „Ég er alltof góður
til að kenna ykkur."
Heldur sljákkaði í nemendum viö
þessi orð prestsins og var a.m.k.
kennsluhæft í bekknum það sem
eftir var dagsins.
Ungur hagyrðingur var eitt sinn
á leið tíi
rigningu.
unnustu sinnar i heUi-
Er hann loksins náði
varpaði
hundblautur,
hann fram þessari vísu:
Bylur regniö, blotna fer,
brókin upp í klyför.
Þó er ennþá þurrt á mér,
þaö sem máli skiptir.
Finnur þú fimm breytingar? 66
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og
senda okkur hana ásamt nafni
þínu og heimiiisfangi. Að
tveimur vikum liðnum birtum
við nöfn sigurvegara.
1) Hitateppi fyrir bak og
hnakka, kr. 3.900,-
2) Svissneska heilsupannan,
kr. 2.990,-
Vinningamir koma frá Póst-
versluninni Príma, Hafnar-
firði.
Merkið umslagið með
lausninni:
Fixmur þú fimm breytingar? 66
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Sigurvegarar fyrir sextug-
ustu og fjórðu getraun
reyndust vera:
1) Lárus Ástbjörnsson,
Vesturgötu 7, 101 Reykjavík.
2) Erla Ásmundsdóttir,
Kringlumýri 10,600 Akureyri.
„Heim í húslö mitt, hvaöa? Ég sem hélt aö þú ættir hús ...“
Nafn:
Vinningarnir verða
sendir heim.
Heimilisfang: