Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1990, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990. 9 Kuwait Höfuðborg: Kuwaitborg. íbúafjöldi: 1,9 milljónir en aðeins 40 prósent eru innfædd. Trúarbrögð: í Kuwait búa margir af írönsku bergi brotnir, margir þeirra eru shíta-múhameðstrúar. Múham- eðstrúarmenn eru um 95 prósent þjóðarinnar og eru flestir Arabamir sunnítar. Svæði: Kuwait nær yfir 18.000 fer- kilómetra svæði. Að norðan hggja landamærin að írak og að sunnan og vestan að Saudi-Arabíu. Að aust- an liggur landið að Persaflóa. írak Höfuðborg: Bagdad. íbúaflöldi: 17,2 milljónir. Arabíska er opinbert tungumál íraka og talar hana mikill meirihluti íbúanna. í norðausturhluta landsins búa Kúrd- ar sem eru í minnihluta, um 15,5 prósent þjóðarinnar. Trúarbrögð: Flestir íbúanna eru múhameðstrúar, Shítar eru eilítið fleiri en sunnítar sem þó hafa í ár- anna rás stjórnað írak. Svæði: írak er alls 434.924 ferkíló- metrar að stærð. Landamærin að austan hggja að íran, að Saudi- Arabíu og Kuwait að sunnan, að Jórdaníu og Sýrlandi að vestan og að Tyrklandi að norðan. Herafli: Hátt í mihjón manna landher sem hefur á að skipa 4500 skriðdrek- um. í flughernum eru fjörutíu þús- und manns og fimm hundruð stríðs- flugvélar. í sjóhemum er fimm þús- und manna herlið, fimm herskip, 38 varð- og strandgæsluskip og átta tundurduflaskip. Auk hins hefð- bundna herafla er í írak 4800 manna landamæragæslusveit. Efnahagur: írak á aht sitt undir ohu- útflutningi og reiðir sig á hann til að afla erlends gjaldeyris. Landsfram- leiðsla árið 1985 nam 46,8 mihjörðum dohara og hafði þá dregist saman um tvö prósent á ári síðustu fimm árin á undan. Helstu atvinnugreinar eru ohu- og gasvinnsla, námavinna, sjáv- arútvegur og landbúnaður. Erlendar skuldir um mitt ár 1989 voru ýmist metnar á 65 mihjarða dollara eða 80 mihjarða dohara. Stjórnarfar og saga: írak hlaut sjálf- stæði frá Bretum árið 1932. Saddam Hussein, forseti og einvaldur í írak, tók við forsetaembættinu árið 1979. Hann er félagi í Baath-flokknum sem steypti borgaralegri stjórn af stóli árið 1968. Það ár komst til æðstu valda Ahmed Hassan Al-Bakr og var Saddam Hussein í fyrstu gerður að varaforseta. Árið 1980 réðst írak inn í íran og lagði fram kröfu um yfirráð yfir Shatt-al-Arab sighngaleiðinni. Inn- rásin varð kveikjan að Persaflóa- stríðinu, lengsta og blóðugasta stríði í sögu Miðausturlanda. Því lauk árið 1988 en þá hafði ein mUljón manna týnt lífi. í ágúst 1988 tók gildi vopna- hlé en friðarviðræður hafa aftur á móti ekki borið árangur. Utanríkis- stefna íraks hefur einkennst af ágreiningi við nágrannaríkin, sér- staklega Saudi-Arabíu. Tengslin við Kuwait, sem írak réðst inn í að morgni fimmtudags, hafa verið stirð vegna deUna um ohusvæði á um- deUdum landamærum ríkjanna. Reuter og TT Herafli: 20.300 menn eru í herhði Kuwait. Breskir skriðdrekar eru undirstaða sextán þúsund manna landhers sem skiptist í tvær stór- sveitir: Önnur er tvískipt, annars vegar landgönguliðssveit, búin vélknúnum ökutækjum og hins veg- ar stórskotaliðssveit. Hin stórsveitin hefur yfir að ráða eldflaugum. í flug- hernum eru 2200 hermenn og 36 stríösflugvélar og átján þyrlur. I sjó- hernum, sem heyrir undir innanrík- isráðuneytið, eru 2100 hermenn og hafa þeir yfir að ráða átta árásarskip- um, þar af sex vopnuðum flugskeyt- um. Efnahagur: íbúar Kuwait hafa ein- hverjar hæstu tekjur á hvert manns- barn allra ríkja í heiminum að mati stjórnarerindreka eða 13.100 dohara á mann árið 1985 þegar tilht er tekið til landsframleiðslu. Hrunið mikla á verðbréfamörkuðum í Kuwait árið 1982 kastar enn skugga á efnhagslíf þjóðarinnar en það hafði í för með sér skuldasöfnun upp á 95 mihjarða dollara. Þótt ríkið hafi saxað mjög á þá skuldasöfnun á enn eftir að gera upp stærri skuldir. Stjórnarfar og saga: Kuwait varð sjálfstætt ríki árið 1961 en þar hefur konungsætt ráðið ríkjum í 240 ár. Emír Jaber al-Ahmed al-Sabah, þrettándi þjóðarleiðtogi þeirrar kon- ungsættar, tók við völdum 1977. Fljótlega eftir að Kuwait varð sjálf- stætt gerðu írakar tilkall til landsins á þeim forsendum að það hefði verið hluti íraks. Árið 1963 viðurkenndi írak sjálfstæði Kuwait en ríkin hafa aldrei gert formlegan landamæra- samning og hafa löngum deilt þar um. Utanríkisstefna Kuwait er hlutlaus en hefur þó veriö talin höll undir hófsamari Arabaríki, með Saudi- Arabíu í broddi fylkingar, æ síðan Camp David-samkomulagið var und- irritað. í júní á þessu ári heimilaði emírinn kosningar th 75 sæta þjóðar- ráðs en verkefni þess næstu fjögur ár er að leggja fram tillögur um fram- tíðarskipan landsins, grundvallaðar álýðræði. Reuter Útlönd Það er engirs ástæða til að húka heima hjá okkur er ótrúlegt úrval myndbanda. Næg t jaldstæði og ókeypis inn á svæðið ÚTG. í ÁGÚST ÚTC. í AGÚST KtSMRff Pamitluxxi ÚTG. í AGIÍST HEIMSOKN I‘JiJJjjJj M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.