Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1990, Blaðsíða 16
16
FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990.
Helgarskák
Garrí Kasparov og Anatoly
Karpov munu enn setjast að tafl-
borðinu í október og heyja fimmta
einvígið sín á milli um heimsmeist-
aratitilinn. Þótt sumir séu orðnir
langþreyttir á vopnaskiptum
þeirra eru þó fleiri sem bíða ein-
vígisins með eftirvæntingu. Er ekki
komið að því að þeir geri út um það
í eitt skipti fyrir öll hvor þeirra er
sterkari?
Meistaramir búa sig nú undir
slaginn, hvor með sínum hætti.
Karpov hefur tekið þátt í allmörg-
um mótum til að liöka sig, reyndar
með ærið misjöfnum árangri miðað
við hver í hlut á. Nú teflir hann í
Biel í Sviss og þar hefur hann hins
vegar farið vel af stað og var efstur
síðast er spurnir bárust.
Kasparov hefur sett upp æfinga-
búðir á Spánarströnd, nálægt bæn-
um Murcia þar sem atskákmótið
mikla var haldið í júni. Hann hefur
tekið á leigu enskt sveitasetur og
hyggst dvelja þar til haustsins
ásamt fríðu föruneyti. Eins og
kunnugt er af fréttum tók heims-
meistarinn þann kostinn að flýja
heimaborg sína, Bakú, vegna
óvissuástandsins sem þar er. Og í
Moskvu vill hann ekki vera - segist
ekki geta einbeitt sér í borg þar sem
ekkert er að fá.
Kasparov hefur lítið haft sig i
frammi á skákmótum síðustu mán-
uði en í lok júlí sendi hann eftir
stórmeistaranum Lev Psakhis og
tefldi við hann sex skáka æfinga-
einvígi í Murcia. Psakhis er sovésk-
ur stórmeistari, frá Krasnojarsk í
Síberíu, en hefur nú flust búferlum
ásamt fjölskyldu sinni til landsins
helga. Það er athyghsvert að
Kasparov skuii velja sér hann sem
mótherja. Það, ásamt því að heims-
meistarinn skuh vinna að rann-
sóknum sínum á Spáni, sýnir í,
hnotskum uppreisnarhug hans
gagnvart sovéska kerfinu.
í annan stað þykir Kasparov e.t.v.
kominn tími til rétta hlut sinn gegn
Psakhis. Á skákþingi Sovétríkj-
anna 1981 defidu þeir með sér sigr-
inum og vora báðir útnefndir skák-
meistarar Sovétríkjanna, án þess
þeir tefldu um titiUnn. í innbyrðis
skák þeirra á mótinu vann Psakhis
mikUvægan sigur. Heimsmeistarar
eiga það til að vera lengi að fyrir-
Kasparov undirbýr sig af krafti fyrir heimsmeistaraeinvígið og hefur sett upp æfingabúðir á Spánarströnd,
nálægt bænum Murcia þar sem atskákmótið mikla var haldið i júní.
Drottningarpeðsbyijun
1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. g3 b5 4. Bg2
Bb7 5. Bg5 Be7 6. (M) Ra6 7. Rbd2 c5
8. c3 cxd4?!
Þaö er spurning hvort þessi upp-
skipti eiga rétt á sér eftir að riddar-
inn er kominn út á jaðarinn. Þekkt
er 8. - 0-0 9. e3 Hb8 10. a3 Re4 og
svartur jafnaði taflið í skák Petro-
sjans og Portisch frá 1976 en hætt
er við að Kasparov hefði teflt hvítu
stöðuna af meiri þrótti.
9. cxd4 h6 10. Bxf6 Bxfb 11. a4! b4
12. Rb3 0-0 13. Dd3! d5
Ömurlegur leikur því að nú lokar
hann fyrir biskup sinn á b7. Svarta
staðan væri í lagi ef hann gæti leik-
ið d7-d6 og komið síðan riddaran-
um á d7. Nú væri 13. - d6?? hins
vegar grófur afleikur vegna 14.
Rg5! Bxg515. Bxb7 og hvítur vinnur
Uð. Sömuleiðis eftir 13. - Hb8 14.
e4! væri riddari svarts iUa settur
og hvíta staðan lofaöi góöu.
14. Hfcl Db6 15. Db5 Hac816. e3 Rb8
17. Bfl Hfd8 18. h4 g6
Hugsanlega var 18. - Ba6 betri
tilraun þótt svartur sé ekki öfunds-
verður af stöðunni.
19. Rc5 Bc6 20. Dd3 Ba8
Nú þrengist enn að svarta taflinu
en 20. - a5 21. Rb3 og síðan 22. Hc5
var heldur ekki fagurt.
21. a5 Dd6 22. Db5!
i*II
á í
m iill
k A H
A A
A
S m
ABCDEFGH
22. - Kg7
Psakhis kýs heldur að fórna peði
en lenda í 22. - Rc6 23. a6! Hb8 24.
Rb7 með yfirburðatafli á hvítt.
23. Dxb4 Rc6 24. Dd2 e5 25. b4 He8
26. Ha3 exd4 27. Rxd4 Re5 28. Hac3
Hcd8 29. Bg2 Kg8 30. Hdl Rc4 31.
Dc2 De7 32. h5!
Drottningarvængurinn í rúst og
þá er röðin komin að kóngsvængn-
um!
Heimsmeistarinn býr sig undir átök haustsins:
Psakhis veitti
lítið viðnám
- Kasparov sigraði auðveldlega í æfingaeinvígi þeirra í Murcia
gefa slíkt en nú var stund hefndar-
innar loks runnin upp!
Og Psakhis var eins og bráðið
smér í höndum heimsmeistarans.
I sex skákum tókst honum aðeins
tvisvar smnum að ná jafntefli en
flórum sinnum varð hann aö gefast
upp. Sigur Kasparovs var afar
sannfærandi og bendir til þess að
hann sé enn að bæta við sig á skák-
borðinu, þrátt fyrir að hann hafi
að undanfómu eytt drjúgum tíma
í ýmis óskyld málefni.
Fyrstu skákinni tapaði Psakhis
eftir ómerkilega yflrsjón snemma í
miðtaflinu sem kostaöi peð. Næsta
skák varð jafntefli eftir slaka tafl-
mennsku af beggja hálfu og í þriðju
skákinni varð aftur jafnt. Er þar
var komið sögu virtist Psakhis eiga
í fullu tré við heimsmeistarann en
það var flótt að breytast. Kasparov
náði óskastöðu eftir byrjunina í
flórðu skákinni og leiddi hana mjög
sannfærandi til sigurs og þá var
eins og Psakhis brotnaði. Kasparov
klykkti út með sigri í fimmtu og
sjöttu skák og lokatölur urðu 5-1,
heimsmeistaranum í vil.
Lítum á tvær skákir úr einvíginu.
Yfirsjón Psakhis í fyrstu skákinni
og síðan flórðu skákina sem var
best teflda skák heimsmeistarans í
einviginu.
Fyrsta cinvigisskákin
Hvítt: Lev Psakhis
Svart: Garrí Kasparov
Kóngsindversk vörn
1. c4 g6 2. e4 Bg7 3. d4 d6 4. Rc3
Rf6 5. f3 0-0 6. Be3 Rbd7 7. Bd3 c5
8. Rge2 cxd4 9. Rxd4 e6 10. 0-0 d5 11.
exd5 exd5 12. B£2 Re5 13. c5 Rfd7 14.
Be2 Rxc5 15. Rdb5 b6 16. Rxd5 Bf5
17. Rd4 Bd3! 18. Bxd3 Dxd5 19. Bc2
Had8 20. De2 Hfe8 21. Hfel?
1 k I ii k
k k
A
&&É. ÉL A A
s s &
ABCDE FGH
21. - Rxf3+ 22. Dxf3 Hxel+ 23. Hxel
Bxd4
Þar meö er peð fallið og eftirleik-
urinn reynist heimsmeistaranum
auðveldur. Ekki er ljóst hvað Psak-
his sást yfir því að 24. He8+ Kg7,
leiðir ekki til ávinnings á hvítt og
Skák
Jón L. Árnason
svartur á meira að segja enn snjall-
ari leið: 24. - Hxe8! 25. Dxd5 Hel
mát!
24. Dxd5 Hxd5 25. He2
Gefur annað peð og vonast til að
„mislitir" biskupar auki jafnteflis-
líkumar. Svo er ekki.
25. - Bxb2 26. Bxc5 Hxc5 27. g3 b5
28. Kg2 Be5 29. Bb3 a5 30. Hf2 Hc7
31. He2 Bc3 32. He8+ Kg7 33. Hb8
a4 34. Bd5 Hc5 35. Be4 b4 36. Bc2
Og Psakhis gafst upp um leið,
áöur en Kasparov fékk færi á 36. -
Be5 og vinna mann.
Fjórða einvígisskákin
Hvítt: Garrí Kasparov
Svart: Lev Psakhis
32. - gxh5 33. Rf5 De5 34. Rxh6+
Kg7 35. Rf5+ Kh8 36. Hd4!
Býður upp á skiptamunarfórn til
að viðhalda frumkvæðinu. Takið
eftir hvað biskup svarts á a8 má
sín lítils. Vitaskuld var 36. Rd4
einnig mögulegt (til að halda sjón-
línu biskupsins kirfilega lokaðri)
en textaleikurinn er beittari.
36. - Rd6 37. Rxd6 Dxd6 38. Hf4 Bxc3
39. Dxc3+ Kg8 40. Bf3 He5 41. Dd4
De7
Biðleikurinn. Svartur getur sig
hvergi hrært og kemst í fyrstu
hrinu ekki hjá því að tapa peðinu
á h5. Hvítur hefði þá tvö peð fyrir
skiptamun, rífandi sókn að auki og
vart þyrfti að spyija að leikslokum.
Hins vegar kom á óvart hve Psak-
his tapaöi taflinu snöggt.
42. Hh4 Df6? 43. Hxh5
Og Psakhis gafst upp.