Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1990, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1990, Blaðsíða 19
T FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990. 19 ► I I Svidsljós Svarta tennisstjaman - Zina Garrison hálfgerð öskubuska Zina Garrison vakti feiknaathygli á Wimbledontennismótinu á dögunum er hún komst í úrslit eftir að hafa sigrað sjálfa Steffi Graf í undanúrslitum. Taka þátt í alþjóðlegri hljómsveitakeppni Sagan um tennisstjörnuna Zinu Garrison er lík hverju öðru ösku- buskuævintýri; saga um fátæku stelpuna sem á endanum varð rík og fræg. íslenskir sjónvarpsáhorfendur fengu á dögunum aö fylgjast með úrslitum í einu stærsta tennismóti veraldar, Wimbledonmótinu í Lon- don, og það í beinni útsendingu. Þar léku í úrslitum í kvennaflokki hin eina sanna Martina Navratiiova og Zina Garrison sem enn hefur ekki náð alla leið á toppinn. Það vakti feiknaathygli er hún sló Steffi Graf út í undanúrslitum í þeirri sömu keppni á aðeins tveimur tímum. Zina, sem er bandarísk blökku- kona, hefur vakið mikla athygli á tennisvelhnum. í níu ár hefur hún verið í fremstu röð tenniskvenna en hefur þó ekki áður náð eins langt og á nýafstöðnu Wimbledon-móti. Hún er fyrst blakkra kvenna í 32 ár að komast í úrslit á Wimbledon en tenn- isíþróttin hefur hingað til verið „íþrótt hvíta fólksins". Og sú staðreynd hefur haft áhrif á tennisferil Zinu sem og að tennis hefur löngum verið íþrótt efnaðs fólks. Zina hóf að leika tennis 10 ára gömul en þá fékk vinkona hennar hana með sér á einn almenningsvöll- inn tii að prófa þessa spennandi íþrótt. í lánsskóm og með lánaöan spaða hitti hún boltann ótrúiega vel og fljótt kom í ljós að hér var á ferö- „Það má segja að með þessum áfanga séum við búnir að vinna ákveðinn sigur og því höldum við ekki utan í verðlaunaleit, en auövit- að væri gaman ef vel gengi,“ sagði Siguröur Flosason saxófónieikari í spjalh við helgarblaðið. Hann ásamt þremur félögum sín- um hefur unnið sér rétt th að taka þátt í alþjóðlegri jasshljómsveita- keppni í Belgíu á næstunni. „Það er alþjóðlega jasssambandið sem stendur fyrir þessari keppni í samvinnu við UNESCO, menningar- málastofnun Sameinuðu þjóðanna. Auglýst var eftir keppendum th þátt- töku og sendum við upptökur af tón- hst okkar í keppnina. En um var að ræða frumsamið efni. Níutíu þátttak- endur frá tuttugu löndum voru með. Við vorum svo valdir í hóp tíu hljóm- sveita sem haida áfram og taka þátt í úrshtunum í Belgíu." Kvartett Sigurðar Flosasonar sem tekur þátt í alþjóðlegri jasshljómsveita- keppni i Belgíu á næstunni. Frá vinstri Matthías Hemstock, Kjartan Valdi- marsson, Þórður Högnason og Sigurður Flosason. VJB Kodak inni efnilegur tennisleikari. En Zina bjó við erfið efnahagsleg skilyrði í æsku. Faðir hennar dó þeg- ar hún var krakki og stóð mamma hennar ein eftir með sjö líth börn. Skiljanlega voru engir peningar af- gangs th að kosta tennisæfmgar htlu stúlkunnar. En það kostaði sitt að fá leiðsögn og þjálfun í íþróttinni. Það voru því böm læknanna og lögfræð- inganna í hverfmu sem sóttu tenn- isnámskeiðin. Þá kom að því að einn tennisþjálf- arinn tók upp á því að bjóða upp á ókeypis tennisnámskeið fyrir börn. Sá var John Wilkerson. Hann kvaðst hafa fengið nóg af því er líth svört böm horfðu með aðdáunaraugum á ríku hvítu börnin slá gula boltann en þau gátu ekki gert það sama vegna fátæktar. Þannig komst Zina á nám- skeið hjá honum og þá var ekki aftur snúið. Stúlkan var fæddur tennis- leikari. John þessi hefur síðan þjáhað Zinu og ferðast með henni um allan heim á keppnisferðalögum. Zina, sem seg- ist vera bjartsýnismanneskja að eðl- isfari, getur ekki annað en verið yfir sig ánægð með lífið þessa dagana. Síðastliðið haust gekk hún í það heil- aga og segir hún hjónabandið hafa virkilega góð áhrif á sig. Tennissér- fræöingar segja að Zina hafi tekið miklum framfórum upp á síðkastið og búast þeir við enn meiru af henni í framtíðinni. Auk Sigurðar eru það tónhstar- mennirnir Kjartan Valdimarsson píanóleikari, Þórður Högnason bassaleikari og Matthías Hemstock trommuleikari sem skipa hljóm- sveitina sem kennd er við Sigurð. Piltarnir eru á aldrinum 23-27 ára en keppnin er haldin fyrir ungt tón- hstarfólk, 30 ára og yngra. Sigurður segist ekki vita til þess að neinir íslendingar hafi tekið þátt í þessari keppni áður en hún er nú haldin í 12. sinn. Þeir félagarnir starfa allir við tóniistina og hafa leik- ið saman af og til í gegnum tíðina ásamt fleirum. En þessi kvartett var settur saman gagngert til að taka þátt í keppninni. Fljótlega taka við æfmgar fyrir úr- slitakeppnina en víst er að mikill spenningur ríkir í þeirra herbúðum, og svo er bara að óska þeim góðs gengis. -RóG. BJÓRWHÖLLINhf HELDUR UPPIFJÖRI UM VERSLUNAR- MANNAHELGINA FYRIR ÞÁ SEM DVELJA í BORGINNI Fimmtudagur 2.8. Einar og Torfi halda uppi kántrístemningu kl. 21.00-1.00 Föstudagur 3.8. Hilmar Sverrisson, stórsöngvari og hljóðfæra- leikari, heldur gestum vakandi við dans og fleira kl. 21.00-3.00 Laugardagur 4.8. Guðmundur Haukur leikur létta dans- og pöbbtónlist kl. 21.00-3.00 Sunnudagur 5.8. Mánudagur 6.8. Hilmar Sverrisson leikur létta tónlist fyrir þreytta ferðalanga kl. 21.00-3.00 Bjórkeppni - Þambkeppni Verðlaun í boði fyrir bjórkóng kvöldsins! BJÓRWHÖLUNhe GERDUBERG11 ■ 111REYKJAVIK SlMI75800 Ti OLi HVERAGERÐI Opió alla virka daga kl. 13-20, alla fridaga kl. 12-20. Þaðeralltaf þurrt hjá okkur þó aö rigni alla leiðina. pepsi franshar OPIÐ ALLA VERSLUNAR- MANNAHELGINA BONUS EORGARI ■■i ■ ■ i ■ i”i rn ................................................. il GÆÐAFRAMKOLLUN ..........■■■■■■ Þú færðmyndirnar á QgJ mínútum, LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN HF Laugavegi 178 - Simi 68-58-11 (næsta hús við Sjónvarpið) pilllfffi 1111 ■ 1» « m.i-Wj.1 JTj Opnum kl. 8.30 ~1~T 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.