Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1990, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1990, Blaðsíða 40
52 FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990. Helgarpopp Uppreisn aeru Frá tónleikunum í Berlín. Innfellda myndin er af Roger Waters. Sjónspilið sem Roger Waters og The Bleeding Heart Band buðu upp á á Potsdamer torgi í Berlín fyrir viku gleymist þeim seint sem sáu. Sýningin var sannkölluð veisla fyr- ir augu og eyru enda ekkert til Umsjón: Snorri Már Skúlason sparað og er talið að herlegheitin hafi kostað um hálfan milljarð króna. Ágóði varð því lítill sem enginn en Roger Waters unir þó ábyggilega glaður viö sitt. Ekki ein- ungis voru tónleikamir frábærlega heppnaðir heldur var þetta laugar- dagskvöld innsiglað hver hafði ver- ið sterki maðurinn í Pink Floyd. Engum dylst að David Gilmoure setti mikinn svip á hljómsveitina með öílugum gítarleik og söng en um leið verður að segjast að án Waters hefði Pink Floyd aldrei orð- ið fugl né flskur. v Sem kunnugt er kom upp kergja milli Roger Waters annars vegar og hinna þriggja meðlima Pink Flo- yd hins vegar þegar þeir síðar- nefndu ákváðu árið 1987 að reisa hljómsveitina upp frá dauðum. Waters vildi að Pink Floyd fengi að hvíla í friði og að félagarnir þrír tækju sér annað nafn. Þeir létu óskir Waters sem vind um eyru þjóta og gáfu út plötuna A Moment- ary Lapse of Reason sumarið 1987 undir merkjum Pink Floyd. Síðan þá hafa verið lithr kærleikar með þessum fyrrum samstarfsmönn- um. Þaö má því segja að Roger Waters hafi fengið uppreisn æru þegar hann á stórkostlegan hátt felldi járntjaldið í Berlín að heims- byggðinni ásjáandi. Meðalið var hugarfóstur Waters frá 1979 sem flestir eru sammála um að sé meist- araverkiö á ferli Pink Floyd. Þegar hefur verið ákveðið að gefa Berlínar-tónleikana út á tvöfaldri hljómplötu í lok ágústmánaðar sem hlýtur að vera fagnaðarefni. Um líkt leyti og platan verður útgefin verður Berlín aftur vett- vangur stórtónleika en 31. ágúst-2. september stíga U2, Eric Clapton og Sting auk annarra á svið á mik- illi tónleikahátíð í borginni. -SMS Nýrækt Hljómsveitin Pixies, sem tryllt hef- ur nýbylgjunagla undanfarin ár, er að skríða úr hýði með ný lög í far- teskinu. Fjögurra laga smáskífa hef- ur þegar litið dagsins ljós. Á henni hefur laginu Velouria verið stillt upp sem aðallagi en á meðal laganna fjög- urra er gamli Neil Young slagarinn I’ve Been Waiting for you. í næsta mánuði ku væntanleg stór plata úr smiðju Boston sveitarinnar og hefur hún þegar verið ausin vatni og skírð Bossanova. Platan var hljóðrituð í Los Angeles undir styrkri hand- leiðslu Gil Norton’s en hann útsetti einmitt síðustu plötu Pixies, öndveg- isgripinn Doolitle. Cure í gang Önnur öflug hljómsveit úr ný- bylgjugeiranum kynnir nýtt efni þessar vikurnar. Robert Smith og Cure fóru nefnilega í hljóðver í dreif- býhnu í Berkskíri á Englandi skömmu eftir að hljómsveitin hafði troðið upp á Hróarskeldu-hátíðinni í Danmörku í lok júnímánaðar. í hljóðverinu tók hljómsveitin upp lag- ið Never Enough og það mun verða opinberað aðdáendum sveitarinnar og öðrum í lok ágúst nk. Breiðskífa mun ekki væntanleg fyrr en á næsta ári. Fyrir þá Cure aðdáendur sem verða í London í byrjun næsta mán- aðar má geta þess að hljómsveitin mun leika á tónleikahátíð á Selhurst Park, heimavelli Crystal Palace liðs- ins, þann 10. ágúst. Og meira af nýjum plötum. Deacon Blue frá Skotlandi er með nýja EP plötu í smíðum og er sú óvenjuleg að því leyti að ekkert laganna er eft- ir hljómsveitina. Gamla rörið Burt Bacharach á heiður af lagasmíðun- um ásamt Hal David. Meira af skotum. BigCountry, sem var sögð dauð fyrir nokkrum mánuð- um, hefur endurnýjað lífdaga sína með útgáfu smáskífunnar Heart of the World. Big Country, sem ávallt hefur þótt með hressilegri tónleika- sveitum, verður með uppákomu í London 9. ágúst. Furðupar Bob Dylan lauk við gerð nýrrar plötu áður en hann rak upp á land- steina hér fyrir mánuði. Gítarbræð- urnir Stevie Ray og Jimmie Vaughan eru gamla manninum til fulltingis auk annarra. Don Was útsetur plöt- una og veldur það nokkrum von- brigðum að Daniel Lanois, sem átti svo mikið í Oh Mercy, hefur ekki fengið að reyna sig aftur. Hvað um það, Don Was, sem hafði unnið með Elton John fyrr á árinu (m.a. í nýja laginu Healing Hands), er sagður hafa dregið gleraugna- gláminn til samstarfs við Dylan á þessari nýju plötu sem væntanleg er í ágúst. Ef satt reynist verður fróð- legt að heyra. Fótum fjör að launa Hljómsveitin Wedding Present, sem sló í gegn fyrir einu og hálfu ári með úkraínskum tóntöktum, var hætt komin á hljómleikaferð í Bandaríkjunum fyrir stuttu. Kvöldið sem tónleikaferðin hófst í New York kviknaði í hóteli hljómsveitarinnar með þeim afleiðingum að þaö fylltist af reyk. Þetta gerðist síðla nætur er menn vermdu ból og hefði getað far- ið illa ef ekki hefði komið til svefn- styggð trymbilsins Simon Smith. Hann raknaði úr rotinu og gerði mönnum viðvart. Meðlimir geta prísað sig sæla því að rannsóknir hafa sýnt að af þeim sem farast í eldsvoðum látast mun fleiri úr reykeitrun en af völdum brunasára. Af Wedding Present er það annars að frétta að EP plata er væntanleg frá hljómsveitinni í september. Plat- an er unnin í samvinnu við upptöku- stjórann Steve Albini sem gat sér frægðar fyrir að útsetja Surfer Rosa plötu Pixies árið 1988. Ekki er allt upp talið því að Wedd- ing Present hyggst senda stóra þjóð- lagaskífu á markað í nóvember. -SMS Bob Dylan. Elton John. Sykurmolarnir nýkomnir heim frá Tékkóslóvakíu. Molar af molum Breska tónlistarritið Melody Maker greindi frá því um miðjan mánuðinn að Sykurmolarnir hefðu þegar hafið undirbúning að þriöju plötunni og væri gripurinn vænt- anlegur í byrjun næsta árs. Poppsíðunni lék forvitni á að vita hvort fótur væri fyrir fréttinni og hafði því samband viö Árna Bene- diktsson hjá Smekkleysu. Ámi kvað hljómsveitina hafa far- ið í hljóðver eftir Bandaríkjaferð- ina í vor þar sem nokkrir grunnar hefðu verið settir á band. Hvort eitthvað af þeim yrði notað síðar vildi hann ekkert segja en kvað óhjákvæmilegt annað en hljóm- sveitin kæmi með plötu einhvern- tíma á næsta ám Það yrði þó ekki í byrjun ársins. Hvenær efni á plöt- una yrði tekið upp vildi Ámi ekk- ert um segja en taldi ekki ólíklegt að ný smáskífa, jafnvel EP plata, kæmi frá hljómsveitinni seint á þessu ári. Pílagrímar í Tékkóslóvakíu Sykurmolarnir gengu í smiðju Carpenters systkina í byijun sum- ars og námu þaðan gamla dægur- flugu, Top of the World, og gerðu að sinni. Hljóðritun lagsins komst í hendur fjölmiðlafólks í Bretlandi og það var ekki að sökum að spyrja. Dægileg meðhöndlun molanna á þessum aldna stúf féll mönnum það vel í geð að lagið fór óútgefiö í 9. sæti danslistans hjá Record Mirror. Ánnars eru þar sem hljómsveitin lék á tónleikum til styrktar sjúkum og bækluðum. Lét hljómsveitin vel að viðtökum og ekki skemmdi fyrir að þeim var boðið að heimsækja verksmiðjuna þar sem fyrsti syk- urmolinn var framleiddur. -SMS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.