Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1990, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1990, Blaðsíða 35
FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990. 47 Afmæli Símon S. Sigurjónsson Símon Sveinn Siguijónsson þing- vörður, Álíheimum 30, Reykjavík, verður sextugur á morgim. Símon Sveinn er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Hann hóf nám í fram- reiðslu á Hótel Borg 1946 og er einn af fáum núiifandi framreiðslu- mönnum sem útskrifuðust úr iðn- inni frá Iðnskólanum í Reykjavík en þaðan brautskráðist hann 1949. Símon starfaði fyrst um tíma á Hót- el Valhöll á ÞingvöUum en var í hópi fyrstu áhafnar m/s Gullfoss sem sótti skipið nýtt vorið 1950 og var hann þar yfirþjónn næstu fjögur árin. Símon hóf störf í veitingahús- inu Nausti er það byijaði starfsemi sína 6. nóvember 1954 og vann þar til sumarsins 1985 að hann lét af störfum vegna heilsubrests. Hann vinnur nú sem þingvörður í Al- þingishúsinu. Símon hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum stéttar sinnar og var m.a. formaður Félags framreiðslumanna um tíma. Hann er einn af hvatamaður þess að Bar- þjónaklúbbur íslands var stofnaður og var fyrsti formaður hans en situr nú þar sem heiðursfélagi. Símon kvæntist 21. mars 1953 Rögnu Ester Guðmundsdóttur, f. 6. október 1931, herbergisþernu á Hótel Loftleiðum. Foreldrar Rögnu eru: Guðmundur Guðmundsson, f. 5. júlí 1903, d. 4. mars 1962, sjómaður, og kona hans, Halldóra Bjamadóttir, f. 8. apríl 1905, húsmóðir í Hafnarfirði. Synir Símonar og Rögnu eru: Siguijón, f. 24. apríl 1953, áður stýrimaður hjá Eimskip, nú öryggisvörður hjá Eim- skip, og Guðmundur, f. 19. nóvemb- er 1955, framreiðslumaður, nú sölu- maður notaðra bíla hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum, kvæntur Magneu Guðmundsdóttur, f. 29. september 1956, börn þeirra eru: Símon Ragnar, f. 28. júní 1982 og Ester Ágústa, f. 26. ágúst 1983. Systk- ini Símonar eru: Guðrún Kristín, f. 9. september 1920, húsmóðir í Rvík; Hallborg, f. 7. desember 1921, látin; Kristján, f. 7. apríl 1925, látinn; Sig- urður, f. 18. október 1928, látinn, og Jómnn Anna, f. 18. júlí 1934, hús- móðiríRvík. Foreldrar Símonar eru: Siguijón Símonarson, f. 20. maí 1896, d. 8. desember 1963, bréfberi og verka- maður í Rvík, og kona hans, Hólm- fríður Halldórsdóttir, f. 7. maí 1894. Siguijón var sonur Símonar, b. á Sigríðarstöðum í Fljótum, Krist- jánssonar, b. á Laugalandi á Bökk- um, Jónssonar. Móðir Sigurjóns var Kristín Rafnsdóttir b. á Hamri í Fljótum, Gíslasonar, b. á Hamri í Stíflu, Finnssonar, skálds á Helgu- stöðum í Flókadal, Finnssonar. Móðir Rafns var Kristín Rafnsdótt- ir, b. á Krossi, Ólafssonar og konu hans, Margrétar Þorkelsdóttur. Móðir Kristínar Rafnsdóttur var Sigríður Jónsdóttir, b. í Litlakoti í Svarfaðardal, Guðmundssonarog konú hans, Ragnhildar Árnadóttur. Hólmfríður var dóttir Halldórs, b. á Bringum í Mosfellssveit, Jónsson- ar, b. og formanns á Hrauni í Ölf- usi, Halldórssonar. Móðir Halldórs á Bringum var Guðrún Magnús- dóttir, b. á Hrauni í Ölfusi, Magnús- sonar, b. og hreppstjóra í Þorláks- höfn, Beinteinssonar, lögréttu- manns á Breiðabólstað í Ölfusi, Ingi- mundarsonar, b. í Hólum í Stokks- eyrarhreppi, Bergssonar, b. í Bratts- holti, Sturlaugssonar, ættföður Bergsættarinnar. Móðir Hólmfríöar Símon Sveinn Sigurjónsson. var Sigríður Hinriksdóttir, b. á Eiði á Seltjarnarnesi, Helgasonar. Móðir Hinriks var Ólöf Siguröardóttir, b. á Hrauni, Þorgrímssonar, b. í Holti, Bergssonar, bróður Ingimundar, b. í Hólum. Símon verður að heiman á af- mælisdaginn. Andlát Jóhann Valdimarsson Jóhann Valdimarsson sjómaður, lengst af á Hverfisgötu 14, Reykja- vik, lést 27. júlí. Jóhann var fæddur 31. júlí 1910 á Akureyri og ólst þar upp og bj ó þar til 1961. Hann var sjómaöur frá 12 ára aldri á fiskibát- um og póstbátnum Drangi og var síðan verkamaður í Tunnuverk- smiðjunni á Akureyri 1949-1951. Jóhann var verkamaður hjá Akur- eyrarbæ 1951-1961 og var verka- maður hjá Eimskip 1961-1981. Jó- hann kvæntist 24. október 1939 Halldóru Kristinsdóttur, f. 7. ágúst 1911. Foreldrar Halldóru voru: Kristinn Kristjánsson, smiður í Hrísey, og kona hans, Guðrún Svan- fríður Kristjánsdóttir. Börn Jó- hanns og Halldóru eru: Valgerður, f. 3. febrúar 1935, verkakona á Akra- nesi, fyrri maöur hennar var Óli Þór Jónssson, d. 23. janúar 1967, vél: stjóri, seinni maður hennar er Ólaf- ur Þórðarson, skrifstofustjóri Raf- veitu Akraness; Fihppus Sigurður, f. 3. ágúst 1939, umsjónarmaður íþróttamiðstöðvarinnar í Grafar- vogi, kvæntur Elínu Elíasdóttur; Guðrún, f. 3. apríl 1941, dagmóðir í Rvík, gift Gunnari Hámundarsyni, fulltrúa í fjármálaráðuneytinu; Kol- brún, f. 12. júlí 1951, skrifstofumað- ur í Rvík, fyrri maður hennar var Hrafnkell Tryggvason, viðskipta- fræðingur í Hafnarfirði, sambýhs- maður hennar er Ámi Þorkelsson upplýsingafuhtrúi hjá tollstjóra. Systkini Jóhanns eru: Sigrún, f. 7. júh 1907, d. 21. maí 1988, gift Sigþóri Gunnarssyni, sjómanni á Akureyri; Kjartan, f. 22. maí 1911, d. 7. apríl 1987, sjómaður á Hauganesi á Ár- skógsströnd, kvæntur Birnu Jó- hannsdóttur; Eiður, f. 10. september 1913, látinn, sjómaður og verkamað- ur í Rvík, kvæntur Aðalheiði Jóns- dóttur; Valdimar, f. 8. ágúst 1916, látinn, sjómaður á Akureyri; Guð- björg, f. 2. ágúst 1919, gift Pétri 01- sen, sjómaöur í Vogi á Suðurey, og Kristín Sigurbjörg, f. 12. janúar 1925, d. 30. september 1971, var gift Þorg- ils Georgssyni, fulltrúa verðlags- stjóraíRvík. Foreldrar Jóhanns voru: Valdi- mar Jóhannsson, sjómaður í Rvík, Jóhann Valdimarsson. og kona hans, Sigurveig Árnína Þórarinsdóttir frá Þorvaldsstöðum á Húsavík. Jóhann verður jarðsung- inn frá Bústaðakirkju fimmtudag- inn9. ágústkl. 13.30. Andlát Valný Benediktsdóttir frá Branda- skarði, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspítala að kvöldi 1. ágúst. Jarðarforin verður auglýst síðar. Ólöf Jörgensen Devaney, Suðurvöh- um 2, Keflavík, andaðist á Landspít- alanum að kvöldi 1. ágúst. Jarðarfarir Sigurður Sveinn Sigurjónsson frá Hellissandi andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 26. júh. Minningarathöfn um hann fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 7. ágúst kl. 13.30. Jarð- sett verður frá Ingjaldshólskirkju miðvikudaginn 8. ágúst kl. 14. Bílferð verður kl. 8 sama dag frá B.S.Í. Sveinbjörn Sigurður Syeinbjörnsson frá Ljótsstöðum, Austurgötu 20, Hofsósi, sem andaðist í Sjúkrahúsi Sauðárkróks 27. júlí sl., verður jarð- sunginn frá Hofi á Höfðaströnd laug- ardaginn 4. ágúst kl. 14. Stefán Herbert Svavarsson rafvirkja- meistari, Heiðmörk 51, Hveragerði, verður jarðsunginn frá Hveragerðis- kirkju laugardaginn 4. ágúst kl. 14. Þóra Stefánsdóttir, Hvassaleiti 16, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, föstudag 3. ágúst, kl. 13.30. Blóm og kransar af- þakkaðir en þeim sem vhdu minnast hennar er bent á Samtök gegn astma og ofnæmi eða SÍBS. Ragnar Ólason, fyrrverandi verk- smiðjustjóri, Byggðavegi 89, Akur- eyri, verður jarðsunginn frá Akur- eyrarkirkju þriðjudaginn 7. ágúst kl. 13.30. ' Tapað fundið Jakki tapaðist Jakki tapaðist í Vökuholti við Laxá í Aðaldal 22. júh sl. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 92-37745. THkyimingar Afnám vegabréfsáritunar til Þýska alþýðulýðveldisins Með erindaskiptum á milli Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra og Markusar Meckels, utanríkisráðherra Þýska alþýðulýðveldisins, hefur verið gengið frá samkomulagi milli Þýska al- þýðulýðveldisins og íslands um gagn- kvæmt afnám vegabréfsáritana miðað við þriggja mánaða dvöl. Þetta samkomu- lag tók gildi 1. ágúst. Hjartanlegar þakkir sendi ég ættingjum og vinum sem glöddu mig með samveru sinni, gjöfum, sím- skeytum og blómum á 85 ára afmælisdegi minum. Guð blessi ykkur öll. Helgi H. Zoega Tjarnargötu 10c Kynning á eyðublöðum til fjöruskoðunar fyrir fjörureinar Fyrir háifum mánuði stóð Náttúruvernd- arfélag Suðvesturlands fyrir kynningu á eyðublöðum til fjöruskoðunar fyrir fjöru- reinar í sveitarfélögum á höfuðborgar- svæðinu. Fólki var boðið að taka að sér rein og fara á hana á fjöru með eyðublað- ið og krossa við spurningar um ástand og einkenni umhverfis og iifríkis.'skila síðan eýðublaðinu útfylltu fyrir 23. sept- ember. Hægt verður að nálgast eyðublöð fyrir þær reinar sem eftir eru í Náttúru- fræðistofu Kópavogs í dag kl. 17-19 og í Húsdýragarðinum á laugardaginn milli kl. 15 og 18. Þeir sem komnir eru með útfyllt eyðublöö geta komið þeim þangaö í stað þess að póstleggja þau. Allar nán- Fjölmiðlar Karlinn c „Já, blessaður Stefán ogþakka þér fyrir síöast Ég ætla nú ekki að tefja þig lengi núna en raér finnst alveg til skammar hveraig þessir stjómmálamenn okkar haga sér. Sjáöu til dæmis hann Ólaf Ragnar fjármálaráðherra sem nú er aö deila við BHMR. Það er nú hreinlega . . Ofangreind orö era dæmigerö úr Þjóðarsálinni þar sem hin merkileg- ustu sjónarmið koma gjarnan fram. Hins vegar leggja sumir hlustendur í vana sinn að hringja oft i spjall- þættina -hringja bara tíl aö hringja, komast í útvarpið en leggjá tak- markaðtilmálanna. Þetta vill Mogginn stöðva. Þar seg- ir í dag að „karlinn sem ræðir stöð- ugt um rafinagnsverðið verði að Til hamingju með afmælið 6. ágúst 95 ára Sigurbjörg Jónasdóttir, Aðalgötu 7, Blönduósi. 90 ára __________________ Sigurlaug Ágústa Helgadóttir, Óskar Steindórsson, Völvufelh 44, Reykjavík. Ólöf Elín Davíðsdóttir, Fáfnisnesi 8, Reykjavík. Gunnar J. Kristjánsson, Kársnesbraut 139, Kópavogi. Liija Jónsdöttir, Vélstjóráhúsi, Árneshreppi. Jóhannes Lange, Víðihvammi28, Kópavogi. Austurbrún 4, Reykjavik. Jón Stefánsson, Engjaseli 70, Reykjavik. 85ára Hannes L. Guðjónsson, Norðurbrún 1, Reykjavík. Elin Jónsdóttir, Eyjahrauni 5, Vestmannaeyjum. 50ára Edda Óskarsdóttir, Gunnarssundi 10, Hafnarfirði. Jóhann B. Ingólfsson, Tjarnarlundi 4B, Akureyri. Jón Thorberg Friðþjófsson, Logafold62, Reykjavík. Skúii Gísiason, Torfufelli 33, Reykjavík. Karl Stefánsson, Kleifargerði 6, Akureyri. Sigurður Kristinsson, Ránargötu 14, Reykjavík. Einar Sölvi Eiiasson, Miðstræti 8A, Neskaupsstað. Sveinn Pétursson, Furugrund 60, Kópavogi. Þorsteinn Svanlaugsson, Víðilundi 21, Akureyri. Bettý Durhuus, Krummahólum 6, Reykjavík. 60 ára Rósmundur Ingvarsson, Hóli, Varmahhð. 40ára Guðiaug Björnsdóttir, _ Hafnarbraut39,Höfn. PállSveinsson, Búhamri 15, Vestmannaeyjum. — Helgi V. Hreiðarsson, Daltúni 31, Kópavogi. Magnús Friðþjófsson, Ásgötu 13, Raufarhöfn. Þorvaldur J. Sigmarsson, Vallhólma2, Kópavogi. Þorsteinn Hafsteinsson, — Austurvegi55,Selfossi. Veigar Már Bóasson, _ Geithömrum3,Reykjavik. ari upplýsingar er að fá í síma 15800 (sím- svari). Þessi könnun, sem NVSV stendur fyrir og áhugafólk framkvæmir, er liður í undirbúningi á verkefni sem íslensku náttúruverndarfélögin ætla að standa aö til reglulegrar vöktunar á strandlengju landsins í samvinnu við almenning, skóla og með stuðningi ýmissa aðila. Verið er að leita leiða til að gera þetta sem auð- veldast í framkvæmd. rafmagnsverðið stöðva. Væri ekki úr vegi að skrá hversu oft menn hringja og tak- marka aðgang hinna þaulsætnustu símavina,'' segir Mogginn og vill greinilega kvótakerfi í útvarpið. Ég hef aö vísu aldrei heyrt talað um rafmagnsverð í þjóðarsálinni en Mogginn getur atiðvitaö hringt í Meinhornið og kvartað yfir raf- magnskarlínum. Hann gæti til dæmis stungiö upp á því að karlinn yrði vaktaöur á meðan útsendingu stendur, loka hjá honum símanum - eða bara fyrir rafmagnið. Þetta er heilmikið mál. Næst heyr- um viö örugglega í einhverri kerl- ingu sem á eftir að býsnast yfir háum símareikningum, sennilega vegna þess hve oft hún hringir í útvarpið-annaðhvorttil að kvarta íÞjóðarsálinnieðatil að skammast í innheimtudeildinni. Hvað sem öðru líður er þessi rafmagnskarl orðinn þekktur. Hann hefur að sögn Moggans komiö margoft fram i Þjóöarsálinni, Mogginn hefur greinilega skrifað nokkrum sinnum uin hann og nú síðast er DV farið að skipta sér af honum líka. Óttar Sveinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.