Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1990, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990. 3 Ámeshreppur: Fornleifafræð- ingamir farnir Kegína Thorarensert, DV, Gjögri: Laugardaginn 18. águst kvöddu fomleifafræðingarnir, sem hér hafa dvalið í sumar í fimrn vikur við uppgröft, og héldu til Reykja- víkur. Vinsælt fólk hér, kurteist og hæglátt í sínu starfi. Fóru héð-' an af landi brott á þriðjudag. : Eins og ég skýrði frá í DV á dögunum fór Emil Bóasson með mér í barnaskólann að Finn- bogastöðum að hitta fomleifa- fræðingana. Þar var okkur boðið upp á kaffi og þetta var ógleym- anleg kvöldstund. Eiginkona Emils, sem er af kín- verskum ættum, var með okkur í fórinni. Hámenntuð kona -.mik- ill málamaður, talar mörg tungu- mál, kát og skemmtíleg og vann hug og hjörtu fomleifafræðing- anna eins og reyndar þau hjón bæði. Þeír vom fegnir að fá fólk sem gat talað við þá. Árnes- hreppsbúar kunna lítið sem ekk- ert í tungumálum - ekki einu sinni öldungadeildin. Vörubíll valt w u > ■ Siguröui Sverrisson, DV, Akranesi: Það óhapp varð í Bæjarsveit í Borgarfirði í fyrradag aö vörabif- reið frá Akranesi, sem var þar við vegavinnu, valt og skemmdist nokkuð. Ökumaðurinn var fluttur á Sjúkrahús Akraness þar sem hann kenndi eymsla í baki. Meiösli hans munu þó ekki hafa verið alvarleg. Líka atvhuiu- leysi í Eyjum Ómar Garöareson, DV, Eyjum: Þrátt fyrir gott ástand í at- vlnnumálum í Eyjum er fólk þar þó ekki alveg laust við atvinnu- leysisdrauginn því samtals voru atvinnuleysisdagar í júlí 1229. Alls vora á skrá 112 einstaklingar í mánuðinum, 43 karlar og 69 konur. i lok júlí voru 67 á skrá. 34 karlar og 53 konur. Enginn togarasjómaður var skráður atvinnulaus í júh en hins vegar 20 aðrir sjómenn og 35 fisk- verkunarmenn vora á atvinnu- leysisskrá. Þá voru 22 skráðir at- vinnulausir, flestir ræstingafólk í skólum, sem er á launum í 10 mánuði á ári. Enn vantar sárlega prest Þórhallur Asmundsson, DV, Nlv.: ; „Þetta hefur skilaö sér svona að nokkra leýtl þó enn vanti okk- ur sárlega prest, hjúkrunarkonu, fóstru óg líklega í rúma kennara- stöðu við skólann,'1 sagði Magnús Jónsson, sveitarstjóri á Skaga- strönd, um árangur auglýsingar, þar sem hreppurinn auglýsti i einum pakka eftir mörgum starfsmönnmn. Skagstrendingar hafa ráðið út- geröarstjóra og bókara og tekist hefur aö fá íþróttakennara til starfa. Hann var sóttur alla leið til Júgóslavíu. Næg atvinna hefur verið. á Skagaströnd í sumar. Aö vísu féll vinna niöur meðan frystihúsið var lokaö og togarinn var í fríi en hann bilaöi síöan í kjölfar þess. Við það fékkst meiri sumaraúki þjá þeim sem vinna í fiskinum á Ströndinni. Fréttir ÁlveríEyjaíirði: Hætta yrði bú- skap á 50 jörðum - segir hreppstjóri Glæsibæjarhrepps Tveir staðir hafa verið nefndir undir áiver í Eyjafirði, Dysnes og Árskógs- strönd. Ef nýtt álver verður reist í Eyja- firði munu nokkrar bújarðir fara í eyði en eitthvað virðist vera á reiki hve margar. „Það er óhætt að segja að ef álver verður reist héma verða það endalok hefðbundins landbúnaðar á stóru svæði. Má segja að einn fimmti mjólkurframleiðslu í landinu verði í hættu. Ef við styðjumst við spá frá 1985 lætur nærri að það verði að hætta búskap á um 50 jörðum," sagði Stefán Halldórsson, hreppstjóri í Glæsibæjarhreppi og bóndi á Hlöð- um. Stefán er í forystu þeirra manna sem skrifuðu undir bréf til forsætis- ráðherra fyrr í mánuðinum. Að sögn Stefáns var tilgangur bréfsins sá að benda mönnum á að það væri langt frá því að eining ríkti í Eyjaflrði um byggingu álvers. Á milli 30 og 40 menn úr hreppunum við Eyjafiörð skrifuðu undir. í bréfl þeirra koma fram ákveðnar fullyrðingar um fjölda þeirra jarða þar sem leggja yrði niður búskap en þeir sem hlynntir eru álveri hafa haldið því fram að aðeins á milli 10 og 15 jarðir færa í eyði. „Við leggjumst gegn staðsetningu á Eyjaíjarðarsvæðinu og skiptir engu máh hvaða stað innan svæðisins menn eru að tala um,“ sagði Stefán. Afrit af bréfmu var sent til Atlants- álshópsins og samkvæmt heimildum DV vakti efni bréfsins töluverða at- hygli þar enda hafa Atlantsálsmenn ávallt lagt mikla áherslu á að byggja álver í sátt við heimamenn. -SMJ mmm WKKm að í Húsgagnahöllínni er verið að kynna það nýjasta og fallegasta í veggskápatisku sem Evrópa hefur að bjóða? REGENT MÖBEL Á ÍSLANDI FAX 91-673511 SÍMI91-681199 BÍLDSHÖFÐI20 112 REYKJAVÍK 3lRyTArELL Bíldshöfða 14, s. 676840 og 672545 MALNING .... PaitTfJf Innimálning, útimálning, þakmálning 20% ódýrara í 10 lítra umbúðum STALVASKAR HREINLÆTISTÆKI WC kr. 16.100,- WC + handlaug kr. 19.000,- WC + handlaug í borði kr. 22.500,- RAFMAGNSV ATNSHIT ARAR þrjár mismunandi gerðir, verð frá 12.100,- PARKET Verð frá kr. 2.225,- massíft eikarparket lakkað og tilbúið 50% afslátturaf blöndunartækjum. Allt að 50% afsláttur af málningu. Útlitsgallaðir stálvaskar Mottur 1000 kr. stk. Góðarvörur ágóðuverði Ék 3U3STAFELL Bíldshöfða 14, s. 676840 og 672545

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.