Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1990, Blaðsíða 32
r Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990. Meerkatze sótti handleggs- brotna konu af Bermudaskútu Þýska aðstoöarskipið Meerkatze kom til Reykjavíkur um tíuleytið í morgun með unga konu sem hafði handleggsbrotnað á skútu um 550 sjómílur suðvestur af Reykjavík í gær. Til stóð að senda þyrlu frá íslandi til að ná í konuna en frá því var horf- ið. Skipið var statt skammt frá skút- unni sem var á leið frá Grænlandi til írlands. Átta manns voru um borð í henni. Meerkatze hafði samband við Landhelgisgæsluna og var ákveð- ið að best væri að skipið flytti kon- una til íslands. Slæmt veður var á þessum slóðum, vestan 8-9 vindstig. Það hefði tekið þyrlu að minnsta kosti fimm klukkustundir að komast á staðinn. Skútan er skráð á Bermuda. Me- erkatze, sem oft kemur til Reykjavík- Þessi nýja heyverkunaraðferð, að rúlla heyinu i stórar rúllur, er vinsæl um þessar mundir. Hvítar rúllur má sjá um ur, gegnir því hlutverki að aðstoða tún víðs vegar um land. Ekki eru allir á eitt sáttir um fegurðina og óttast að erfitt geti reynst að eyða plastiríu. þýska toeara á höfum úti. Þessi mynd var tekin í Eskiholti í Borgarfirði er bændur voru að rúlla. _Ótt DV-mynd EJ Átök vegna fanga undir ' áhrifumlyfja Lögreglan á Selfossi hefur nú til rannsóknar mál sem tengist átök- um sem komu nýlega upp á Litla- Hrauni. Málsatvik munu hafa veriö þau að fangi hafði komist yfir skammt af lyfjum og var hann kominn í tals- verða vímu. Fangaverðir komust að hvers kyns var, færðu fangann í ein- angrunarklefa og settu hann á svo- kallaðan bekk. Fanginn lét heldur illa og hrækti hann meðal annars á einn fangavörðinn. Til einhverra átaka kom í framhaldi af því. Að sögn Gústafs Lilliendahls, forstjóra fang- ^ elsisins, þótti rétt að senda málið í hendur lögreglunnar sem mun ann- ast rannsókn málsins og yfirheyra þá sem í hlut áttu og sáu til. Jón I. Guðmundsson, yfirlögreglu- þjónn á Selfossi, hefur staðfest ofan- greinda málavöxtu. „Rannsókn er ekki formlega lokið en ég tel þó að hlutaðeigandi hafi kpmist að sam- komulagi sín á milli. Ég tel þetta mál ekki vera stórt í sniðum,“ sagði Jón í samtali við DV í morgun. -ÓTT Ríkið situr uppi með 2 þúsund tonn Samkvæmt heimildum ÐV er gert ráð fyrir því í nýjum drögum að búvörusamiúngi að hændur megi framleiöa 1.000 til 2.000 tonn af kindakjöti umfram innanlands- neyslu út allan samningstímann. Framleiðslumagnið miðast viö neysluna nokkur ár á undan en síöan bætist við þetta álag sem rök- stutt hefur veriö sem öryggisþáttur vegna hugsanlegra sveiflna í fram- leiöslu. Auk þess sem ríkisvaldið tekur með þessu ábyrgð á 1.000 til 2.000 tonna framleiðslu umfram innan- landsneyslu mun Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðhen-a láta yfirlýsingu fylgja samningnum þar sem segir að stjórnvöld stefni að óbreyttu niöurgreiðsluhlutfalli og litlum sem engum breytingum á banni á ínnfiutningi landbúnað- arvara á samningstímanum. Þessi yfirlýsing hefur í sjálfu sér tak- markað gildi þar sem ólíklegt er að núverandi ríkissfjórn haldi völdum eftir kosningar. Hins vegar munu bændur geta visað til í fram- tíðinní að þeir hafi skrifað undir samninginn þar sem þessi yfirlýs- íng lá fyrir. Hún mun því binda hendur komandi rikisstjórna þó hún komi ekki alfarið i veg fyrir lækkun niðurgreiðslna eða inn- flutning ódýrrar búvöru. Umframframleiðslan, sem bænd- um er tryggð samkvæmt drögun- um, er í raun svipuð og umfram- framleiðsla síðasta árs og komandi sláturtíðar eftir að ríkisvaldið hef- ur keypt framleiðslurétt af bænd- um. Samkvæmt núgildandi samn- ingi er framleiösluréttur bænda 11.800 tonn en ríkisvaldið hefur keypt töluvert af honumfyrirfram, það er greitt bændum fyrir að fratnleiða ekki. Sti umframfram- leiðsla, sem hlaðist hefur upp, hef- ur ýmist verið flutt út með bótum, seld á útsölu innanlands eða ein- faldlegahent. -gse íslensku gíslamir: Enn í Kúvæt íslendingarnir í Kúvæt halda enn kyrru fyrir í borginni, eftir því sem næst varð komist í morgun. Er beðið eftir því að fyrri hópur Svíanna kom- ist yfir tyrknesku landamærin en írakar hafa ekki viljað hleypa þeim yfir. Samkvæmt heimildum DV ótt- ast sænska og íslenska utanríkis- þjónustan þá stöðu sem er komin upp við landamærin. „Þetta er allt svo óljóst að maður veit ekki lengur hvort það sé rétt fyrir þau að leggja af stað til tyrk- nesku landamæranna," sagði Hall- dór Sighvatsson, bróðir Kristínar Kjartansdóttur, sem býr í Kúvæt, í morgun. -SMJ Veðurfræðingar aftur á skjáinn Veðurfræðingar þeir sem flutt hafa veðurfréttir og veðurspár í lok kvöld- fréttatíma ríkissjónvarpsins hafa náð samkomulagi við forráðamenn RÚV um leiðréttingar á greiðslum og vinnutilhögun. Veðurfræðingarn- ir munu birtast aftur á skjánum 1. september, eftir mánaðarfjarveru. Að sögn Harðar Vilhjálmssonar, framkvæmdastjóra ríkisútvarpsins, fá veðurfræðingamir eftirleiðis greitt sérstaklega fyrir lengri spár á sunnudögum og fimmtudögum. Seg- ir hann sáralitlar breytingar hins vegar hafa orðið á töxtum veður- fræðinganna. Þá mun vinnutilhögun vera til endurskoðunar. Loks er ráð- gert að aðalkort kvöidfréttatímans birtist aftur endurskoðað í ellefu- fréttum. Eftir er að kynna niðurstöður fund- arins fyrir öllum „sjónvarpsveður- fræðingunum" en það verður gert í dag. Samkvæmt heimildum DV mun útvarpsráð hafa þrýst á um að sam- komulag tækist með veðurfræðing- unum. -hlh Eltingaleikur á Austfjörðum í fyrrinótt hófst mikill eltingaleik- ur við flutningabíl sem stolið var á Raufarhöfn. BOUnn hafði nýlega ver- ið keyptur og eigandi bílsins til- kynnti að hann væri horfinn. Talið er að fyrri eigandi bOsins hafi tekið hann vegna þess að engar greiðslur. hefðu borist vegna bílsins. Lögreglan á Raufarhöfn, EgOsstöðum; Fá- skrúðsfirði og Höfn í Homaflrði höfðu afskipti af bOnum en hann hvarf á milli Fáskrúðsfjarðar og Hafnar. -pj O. LOKI Útvarpsráðið hefur ekki kunnað við þessa lægð! Veðriöámorgun: Rigning sunnanlands ogvestan Sunnan og suðaustan kaldi eða stinningskaldi og rigning sunn- aniands og vestan en mun hægári suðvestlæg átt og víða bjart veður norðaustanlands. Heldur hlýn- andi í búi, hiti yfirleitt á bilinu 10-15 stig. Einn sá ódýrasti i bænum ÍSVAL v/Rauðarárstíg cbfjiresMMe

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.