Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1990, Síða 9
FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990.
Áratuga klofningur þýsku ríkjanna á enda:
9
Útlönd
Sameining 3. október
- loks samkomulag á maraþonfundi í austur-þýska þinginu í nótt
Þýsku ríkin verða sameinuð þann
3. október. Þingmenn á austur-þýska
þinginu urðu sammála um þetta í
nótt eftir maraþonsetu í þingsölum.
Undanfarnar vikur hefur dagsetning
væntanlegrar sameiningar valdið
verulegum pólitískum deilum í Aust-
ur-Þýskalandi og m.a. orðið stjórn
landsins að falli.
Ekki eru þó allir flokkar á þinginu
sammála um þennan dag og Gregor
Gysi, leiðtogi Lýðræðissinnaðra sós-
íalista, sem hýsir leifar gamla komm-
únistafloksins, sagði þingið hefði
ákveðið að færa Vestur-Þjóðverjun
landið á silfurfati.
Ef ákvörðun þingsins gengur eftir
hættir austur-þýska ríkið að vera til
þegar fjóra daga vantar í fertugasta
og fyrsta afmælið. Austur-Þýskaland
var stofnað 7. október 1949.
Sameiningardagurinn er algerlega
á valdi Austur-Þjóðverja og þurfa
þeir ekki að leita samþykkis Vestur-
Þjóðveija fyrir honum. í stjórnar-
skrá Vestur-Þýskalands er gert ráð
fyrir þeim möguleika að ríkin verði
sameinuð. Því þurfa Austur-Þjóð-
verjar ekki annað en að nefna daginn
og þá geta ríkin sameinast án frekari
málalenginga. Hitt er svo annað mál
að eftir sameininguna eru flest
vandamál Austur-Þýskalands óleyst,
einkum á sviði efnahagsmála.
Þann 3. október verður Helmut
Kohl kanslari alls Þýskalands og sit-
ur allt til þess að kosningar verða
haldnar í byrjun desember.
Sameiningardagurinn var sam-
þykktur á austur-þýska þinginu með
miklum meirihluta. Aðeins 62 voru
á móti en 294 greiddu atkvæði með.
„Þetta er svo sannarlega söguleg
stund,“ sagði Sabine Bergmann-
Pohl, forseti þingsins, þegar hún til-
kynnti úrslit atkvæðagreiðslunnar.
Það var Lothar de Maiziere, forsæt-
isráðherra Austur-Þýskalands, sem
kallaði þingfundinn saman til að láta
á það reyna hvort samkomulag um
sameiningardag væri hugsanlegt.
Tveir þriðju þingmanna þurftu að
samþykkja sameininguna til að hún
öðlaðist gildi. Forsætisráðherrann
hefur ekki það fylgi í þinginu og er
því niðurstaðan túlkuð sem sigur
Samkomulagið á austur-þýska þinginu í nótt um sameiningu þýsku rikjanna
er túlkað sem sigur fyrir de Maiziere forsætisráðherra. Símamynd Reuter
fyrirhanníbaráttunniviðjafnaðar- ári að ríkin sameinuðust fyrr eða jafnaðarmenn hafa barist hart um
menn. síðar en samt fer því fjarri að samein- málið enda kosningar í námd. Hins
LjósthefurveriðalltfráþvíBerlín- ingin hafi gengið snurðulaust til vegar er sjálf sameiningin ekki um-
armúrinn féll í nóvember á síðasta þessa. Kristilegir demókratar og deild. Reuter
Lambakjöt á grillið:
Tilboðinu lýkun
um mánaúamótin!
Fáðu þér poka af lambakjöti á lágmarksverði,
snyrtu og sneiddu á grillið,fyrir 417 kr/kg
- áður en það verður um seinan!
iYú rýmum við fyrir nýjum gerðum
seijum * BOTPFVERÐI
BYGGINGAMARKAÐUR
VESTURBÆJAR
Hrincbraut 120
' 28600
LyKkju- teppi ffá kr. 465 m Filt- teppi frá kr. 320 m Stök teppi 100% ull 30% afsl. Ath. Einnig stórar stærðir, t.d. 3x4 m Þykk lykkju- teppi 1.195 Uppúrklippt og lykkja frá kr. 1.560m Qólf- dúkur frá kr. 450 m