Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1990, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990. 11 Nýtt frá Bretum í baráttunni við glæpi: Húðpróftilað finna glæpamenn - prófið felst 1 að leiða rafmagn um húðina Breskir vísindamenn hafa fundiö upp aðferð til að finna líklega glæpamenn meðan þeir eru enn á unglingsárum. Vísindamennirnir hafa rannsakað þennan möguleika árum saman og nú fundið út að nota má sérstakt húðpróf til að finna menn sem geyma glæpa- hneigð í brjósti sér. Húðprófið felst í því að mæla breytingar á rafleiðni í húðinni á fingrunum um leið og leikin eru hljóð af ýmsu tagi. Allajafna breyt- ist leiðnin eftir hljóðunum en hjá þriðja hverjum glæpamanni í Bret- landi gerist það ekki. Af þeim sem aldrei hafa verið orðaðir við glæpi er þannig ástatt um aðeins tíunda hvern mann. Vísindamennimir hafa farið hljótt með uppgötvun sína enda sjá þeir fram á að hún valdi deilum. Þeir vilja því kanna málið nánar og fullyrða að ef rétt reynist verði hægt að draga verulega úr glæpa- tíðni með því að leita uppi misindis- menn framtíðarinnar þegar á unga aldri og gefa þeim kost á viðeigandi meðferð. Málsvari vísindamannanna heit- ir Peter Venables prófessor og áður forseti sálfræðideildar háskólans í York. Hann fullyrðir að nú sé fund- in leið til að finna fólk með glæpa- hneigð. „Þessi aðferð hlýtur engu síður að vekja upp margar siðfræðilegar spurningar og ég mæli ekki með að hún verði notuð,“ sagði Ven- ables í viðtali við breska blaðið The Sunday Express. Vísindamennirnir hófu rann- sóknir sínar fyrir 12 árum með þvi að velja hóp 15 ára drengja úr skól- um í York. Þeir skrásettu leiðnina í húð hvers þeirra og biðu síðan í áratug. Fyrir tveimur árum leituðu þeir í sakaskrá að nöfnum þessara drengja og fundu þar 17 þeirra. Þriðji hver úr þeim hóp hafði ekki sýnt venjuleg viðbrögð á prófinu tíu árum áður. Langflestir þeirra sem vom með hreint sakavottorð höfðu staðist prófið. Vísindamennirnir telja aö fólk með glæpahneigð sé ef til vill ekki jafn næmt fyrir áreiti og annað fólk. Það hefur einnig komið í ljós að þetta sama fólk hefur sérstakan hæfileika til að einbeita sér að spennandi verkefnum og ná mikl- um árangri undir álagi. Venables segir að með þessu móti veröi ekkert sannað um arfgengi glæpahneigðar því ekki er hægt að útiloka að áfall í fæðingu kalli eig- inleikann fram bæði í húð og huga. Vísindamennirnir ætla að halda rannsóknum sínum áfram. Næsta skref er að gera sambærilegt próf á 1800 mönnum völdum af handa- hófi á eyjunni Máritíus til saman- burðar. Útlönd Undirbúningur Asíuleikanna 1 Peking: Allir hund- i ar drepnir Þúsundir hunda hafa verið drepn- ar í Peking í Kína síðustu daga. Við drápið eru notaöar svo ólíkar að- ferðir sem gas og kylfur. Hundadráp- in eru hður í undirbúningi Asíuleik- anna sem halda á í borginni í næsta mánuði. Fólk hefur verið hvatt til að aflífa gæludýr sín áður en leikamir verða settir. Hugmynd borgarstjórnarinn- ar er að með þessu móti verði auð- veldara að halda borginni hreinni. Algengt er að Pekingbúar eigi hunda og ber víða mikið á hundaskít á göt- um og gangstéttum. Dýraverndunarfélög víða um lönd hafa mótmælt þessari slátrun hund- anna og telja hana grimmúðlega enda gangi yfirvöld fram af hörku við að útrýma öllum hundum í borg- inni. Þeir sem ekki hlýða boði borgar- stjórnarinnar geta átt von á varð- sveitum sem rannsaka hýbýli manna og drepa aha hunda sem finnast. Sögur hafa einnig borist um að fá- tækari fjölskyldur hafi notað gælu- dýr sín til matar úr því að aflífa átti þau hvort er eð. Á sama tima og verið er að drepa alla hunda í Peking tendra leið- togarnir eld leikanna. Simamynd Reuter Skóladagar í IKE A Nils fataskápur íi Elof skrifborð Persaskrifborðsstóll Allt þetta færðu fyrir aðeins 34i340y" í smávörudeildinni er fjöldi nytsamra smáhluta til skólans á frábæru verði. KRINGLUNNI 7 - SÍMI 686650 k

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.