Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1990, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1990, Blaðsíða 18
26 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990. Meraung Virðisaukaskattur ekki á íslenskar bækur eftir 1. september: Stef nt að því að bækur lækki í verði f rá því sem var í fyrra - segir Jón Karlsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda Eins og kunnugt er hverfur viröis- aukaskattur af bókum 1. september. Niðurfelling skattsins sem er 24,5% mun því hafa veruleg áhrif á verð nýrra bóka á komandi jólabókaver- tíð. í fyrra var reynt að forðast að íslenskar bækur kostuðu meira en 3000 kr. Allar eldri bækur munu strax lækka sem nemur skattinum, en hvert verður verð nýra bóka í ár? DV leitaði til Jóns Karlssonar, for- manns félags íslenskra bókaútgef- enda um það hvort hann hefði ein- hverja hugmynd um verð á nýjum bókum fyrir jólin: „Það sem er eðlilegt er að taka bók- arverð sem var við útkomu í fyrra, reikna það fram sem nemur vístölu og draga frá virðisaukaskattinn. Hins vegar munu útgefendur reyna að gera enn betur. Við erum að berj- ast við að ná verði niður eins og hægt er, en það er ljóst að viröisauka- skatturinn fer af bókum eins og hann leggur sig." Jón sagði í framhaldi að margir útgefendur stefndu að því að bækur þeirra yrðu í lægra verði en í fyrra, en þá píndu þeir sig niður eins og hægt var og voru langt fyrir neðan þá hækkun sem verðbólgan á árinu hafði gefið tilefni til. „Það er alveg öruggt að útgefendur munu ekki taka til sín þessa hækkun, þvert á móti. Þeir eru mjög meðvitaðir um að al- menningur fylgist grannt með hvað nýjar bækur munu kosta." Aðspurður hvort aukning yrði á titlafjölda taldi Jón að svo yrði ekki: „Búast má við álíka fjölda og í fyrra þótt það sé ljóst að fjöldi titla er í algjöru hámarki miðað við þann markað sem útgefendur hafa. Mark- aðurinn er lítill, en gerir samt kröfur um ákveðna fjölbreytni sem við verð- um að fylgja." -HK Kjarvalsstaðir á komandi vetri: Yoko Ono og Christo koma í til ef ni sýninga á verkum þeirra Eins og vera ber þjóða Kjarvalsstaðir upp á fjölbreytta myndlist í vetur. Til að fræða lesend- ur um hvað framundan er var spjallað við Gunnar Kvaran, forstöðumann Kjarvalsstaða, um árið í ár og hvað boðið væri upp á. Gunnar sagði að það hafi gerst 1988 að Menn- ingarmálanefnd Reykjavíkur ákvað að Kjarv- alsstaðir skyldu hafa meira frumkvæði um eigin sýningar og að Kjarvalsstaðir ættu að skipu- leggja sýningarprógrammið lengra fram í tím- ann en áður hefði verið gert. Þá var einnig sam- þykkt að á hverju ári skyldi verða efnt til einn- ar íslenskrar yfirlitssýningar og yrði hún sam- hliða sýningum eftir innlenda einstaklinga. í tengslum við þessar sýningar yrðu gefnar út veglegar sýningarskrár auk þess sem Kjarvals- staðir myndu beita sér fyrir því að fá þessar sýndar erlendis. Einnig var samþykkt að reynt yrði að fá erlendar sýningar til Kjarvalsstaða. „í ár hefur þessu prógrammi verið fylgt," seg- ir Gunnar. „Þegár hefur verið yfirlitssýning á verkum eftir SÚM-listamenn og síðan voru sýn- ingar á verkum eftir Kristján Guðmundsson og Helga Þorgils Friðjónsson. Þá var stór sýning á höggmyndalist fram til 1950. Og við höfum þeg- ar haft sýningu á^rlendri list. Vorum með sýn- ingu á formleysismálverkum úr Riis safninu í Osló." Næsta stórsýning á Kjarvalsstöðum verður opnuð um næstu helgi. Þar er ætlunin að draga fram úrval verka septemberhópsins frá 1947- 1952 ög síðan úrval verka frá septem-hópnum sem hefur starfað frá 1970 til dagsins í dag. Þetta er nokkurs konar uppgjör því septemhópurinn ætlar að slíta þessu samstarfi formlega nú. Næsta sýning verður svo boössýning sem opn- uð verður 27. október á verkum eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur sem er myndlistakona sem býr í Bandaríkjunum og hefur verið þar síðasta ára- tug. „Brynhildur er örugglega með persónulegri listakonum okkar íslendinga og hefur hún verið að vinna með hálffígúratívar myndir og er nú að vinna verk sem hún kallar landslagsskúlpt- úra. Verður spennandi að sjá hvernig þau verk koma til með að líta út." Sama dag verður opnuð sýning í samvinnu við Menningarstofnun Bandaríkjanna á inúíta- list og kemur sýningin frá Smithsoniansafninu. „Þetta er að nokkru leyti þjóðháttasýning þar sem valin hafa verið verk frá eskimóum sem búa í Alaska. Sýningin er mjög vel hönnuð." Af öðrum stórsýningum vetrarins má nefna Kjarvalssýningu sem verður samhliða einka- sýningum hjá Ólafi Lárussyni og Kristni Hrafnssyni. „Eitt að því sem Menningarmálnefndin hefur lagt áherslu á er að Kjarval fái aftur rými hér á Kjarvalsstööum. Það var þannig komið að hann var farinn að verða útundan, en nú verður reynt að koma í veg fyrir þaö. Stefnt verður á það að þaö verði sýningar á Kjarval, bæði vetur og sumar, annars vegar sýningar sem höfða til skólanema og hins vegar yfirhtssýning á verk- um hans sem höfðar meira til túrista sem koma á sumrin." Gunnar segir þetta í stórum dráttum það sem er um að yera á Kjarvalsstöðum það sem eftir er ársins. Á næsta ári eru mörg stórverkefnin. „Stærstu sýningar á næsta ári koma erlendis ,.,...,, ^,..,...,.,..,,,,.. 5 W s-;-i Gunnar Kvaran, forstöðumaður Kjarvalsstaða, við nýja afsteypu af verki Ásmundar Sveinsson- ar, Móðir mín í kví kví. Afsteypa þessi er merkileg fyrir þœr sakir að hún er steypt í einu lagi sem er fátítt þegar um er að ræða afsteypu af þessari stærðargráðu. DV-mynd JAK frá. Má þar nefna stóra yfirlitssýningu á verkum Yoko Ono og verkuní Fluxus hópsins sem hefst 27. apríl. Yoko, sem er fyrst og fremst fræg fyr- ir að hafa verið gift John Lennon, er mikil lista- kona í framúrstefnulist og verður úrval verka hennar á sýningunni. Hún mun koma sjálf til landsins og vera við opnun sýningarinnar. Sam- hliða sýningu á verkum hennar veröur yfirlits- sýning á verkum Fluxus hópsins sem hún til- heyrir. Þetta er mikil framúrstefnuhreyfing sem hafnar hefðbundnum hugmyndum um fagur- fræði. Þau gerðu í því að storka hinu hefbundna listmati. Má segja að Fluxus sé frumleg list sem er misjafnlega aðgengileg." í beinu framhaldi af Yoko Ono kemur ekki minni maður til landsins með sýningu í farangr- inum. Er það hinn bandaríski Christo. Hann er frægur fyrir að hafa pakkað inn þinghúsinu í Berlin til að mynda og eyjum í Kyrrahafinu. Ekki er vitað hvort hann pakki einhverju inn hér á landi, en gárungarnir segja að hann ætli að pakka inn loftinu. Sýning hans byggist ann- ars á hlutum og skissum sem hann hefur gert, en hvort sem hann pakkar inn loftinu eða ekki á hann örugglega eftir að gera eitthvað sem kemur landanum á óvart. Þetta er það helsta sem verður í vetur á Kjarv- alsstöðum. Ekki var búið að staðfesta nokkrar einkasýningar sem einnig verða, en fljótlega verður ljóst hverjir fá inni með einkasýmngar á Kjarvalsstöðum í vetur. Að lokum má geta stórmerkilegrar sýningar sem mun verða á Kjarvalsstóðunm í júlí á næsta ári. Er það yfirlitssýning á japanskri nútíma- list. „Þetta er sýning sem verður í öllu hús- inu," segir Gunnar Kvaran. „Er þar um að ræða úrval sem kemur af Seiko safninu í Tokýo. Kem- ur sýningin hér vegna milligöngu Ólafs B. Thors, ræðismanns Japans á íslandi, og er al- gjörlega fjármögnuð af Japönum sjálfum. Er mikill akkur í þessari sýningu sem hefði verið illviðráðanlegt ef Kjarvalsstaðir hefðu þurft að borga flutninginn." Þá má einnig nefna sýningu á verkum franska listamannsins Fernard Leger sem verður síðla árs 1991. Er þar um að ræða sýningu sem á að draga fram tengsl Leger við Norðurlöndin. Aðspurður um aðsóknina að Kjarvalsstöðum sagði Gunnar aö hún hefði ekki verið jafnmikil og 1989 sem var algjört metár. Þá komu 110 þúsund manns á sýningar og munaði þar mest um ERRÓ sýninguna en rúmlega 30.000 manns sáu hana. Ljóst er að sýningargestir á Kjarvals- stöðum verða ekki eins margir í ár, an aðsókn hefur samt verið góö að nokkrum sýningum. Mest sótta sýningin í ár er Riis sýningin sem var í febrúar og mars. Af einstaklingssýningun- um hefur sýning Tolla fengið mesta aðsókn það semaferárinu. -HK JónÓttar skrifarsögu Stöðvar 2 Ein þeirra bóka sem væntan- lega mun vekja forvitni á kom- andi jólavertið er bók Jóns Óttars Ragnarssonar, fyrrverartdi sjón- varpsstjóra, sem hann er að vinna að og fjallar um Stöð 2. Mun hann þar skrífa tæpitungu- laust um Stððina, hvernig hún varð til og hvernig málin þróuð- ust „Þetta er bæði saga Stöðvar 2; hvernig hún varð til og einnig uppgjör mitt við Stöðina. Ég tel að fólk sé orðið ruglað á því hvaö hefur verið að ske og að það sé margt í bókinrii sem eigi eftir að koma á óvart ekki bara um mál- efni Stöðvarinnar, heldur einnig margt annað, til að mynda banka- kerfið," sagði Jón Óttar þegar hann var spurður um innihald bókarinnár. Það er bókaútgáfan fðunn sem gefur bókina út. Jón Óttar Ragnarsson skrifar bók um Stöð 2. Fjórðatíma- biíKvik- myndaklúbbs- ins hafið Kvikmyndaklúbbur í slands hóf fjórða stai-fstímabil sitt síöastlið- inn föstudag með sýningu á bresku kvikmyndinni The Great Rock'n'roll Swindle sem gerð var 1980 og Julian Temple leikstýrir. Undanfarin ár hefur verið getinn út bæklingur með þeim kvik- myndumsem væntanlega verða teknar tii sýninga á komandi tímabili. Ekki verður svo nú. i stað þess mun koma öðru hverju fréttabréf á vegum klúbbsins sem segir frá væntanlegum kvik- myndum. Anriað sem tekur breytingum í rekstri Kvikmynda- klúbhs Islands er að ekki veröur krafist fasts félagsgjaid en í veröi hvers miða, sem kostar 250 krón- ur, er innifalið félagsgjald. Næsta sýning á vegum kvjkmynda- klúbbsins verður væntanlega á laugardaginn í Regnboganum. Þá verður sýnd franska myndin Mauvais Sang (Spillt blóð) sem Leos Carax leikstýrir. Stór skammtur afskáldum í kvöld munu nokkur skáld koma saman á Hótel Borg og iesa úr verkum sínum. Skáldin sem mæta eru Þorrl, Steinar Sigur- jónsson, Jónas Svafár, Jóhann Magnús Gezzon, Ólafur Páll, Pálmi Öm Guðmund'sson, Nína Björk og Magnús Ólafsson. Skáld bessi koma úr ólíku hyerft og til- heyra ýmsum aldri. Öll eru þau samt fulltrúar síns aldursskeiðs. Sum þeirra hafa ekki Qutt verk sín ðplnberlega. Áheyrendur geta átt yon á því að heyra bæði bund- ið mál og prósa. Samkoman hefst kl. 21 með því að trúbadorinn GG Gunn leikur létta tónlist. Kynnir á skáldakvöldinu verður Rúnar Guðbrandsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.