Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1990, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990. Fréttir Heilsugæslustöðvar með aðeins einum lækni: Læknislaust í einmenn- ingshéruðunum í haust? - orsökin er fagleg og félagsleg einangrun ásamt lágum launum Undanfariö hefur veriö læknis- laust á Flateyri, Þingeyri, Raufar- höfn og Þórshöfn, þó reyndar hafi verið læknanemar á þremur þess- ara staða í sumar. Læknislaus hér- uö eru engan veginn nýtt vandamál og hafa sum einmenningshéruð veriö þekkt fyrir langvarandi læknisleysi. Á mörgum stöðum hefur ekki heldur tekist að útvega annað fólk til heilbrigðisþjónustu, s.s. sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og ljósmæður. Alls eru 19 heilsugæslustöðvar á landinu þar sem aðeins einn lækn- ir er starfandi. Þessi héruð eru nefnd einmenningshéruð eða H-1 stöövar (heilsugæslustöð með ein- um lækni). Fagleg- og félagsleg einangrun Aðalvandamálið á H-1 stöðvum er fagleg og félagsleg einangrun ásamt miklu vaktaálagi og litlum tekjum. Það aö vera einn og stöð- ugt á vakt hefur í för með sér mik- ið álag og lýjandi bindingu sem stundum hefur verið líkt við átt- hagaíjötra. Sum þessara læknis- héraða eru víðfeðm og samgöngur oft erfiðar sem þýðir enn meiri bindingu bæði læknisins og þess sem. er á bakvakt. í einmenningshéruöunum er læknirinn faglega einangraður. LítiU möguleiki er til faglegrar umræðu almennt eða um einstök sjúkratilfelh og erfitt er að sækja endurmenntun eða námskeið. Vegna fjarlægöar frá sérfræðiþjón- ustu og annarri þjónustu þarf læknirinn að sinna mjög fjölbreytt- um starfa. Félagsleg einangrun er einnig mikil vegna þess hve lækn- Á landinu eru 19 læknishéruð sem aðeins einn læknir þjónar. Erfitt reynist að manna þau. Xvííí llafsfjöfpur Vopnafjörbur : - '■■■ : Fáskrúösfjöröur Djúpivogur Dp Qiunctarfjöröur Kirkjubæjarklaustur Hvolsvöllur irinn er bundinn starfi sínu. Hér- uðin eru yfirleitt lítil og gefa því lítið í aðra hönd. Læknar eru því ekki tilbúnir að puða í einhverju „krummaskuði" þegar betra starf býðst í bænum. Læknislaust í haust? Þetta álag ásamt tUtölulega Utlu kaupi og lélegri aðstöðu hefur haft það í för með sér að mjög erfitt hefur verið að fá lækna í afleysing- ar sem enn eykur á álagið og gerir héruðin enn óálitlegri kost. Þegar er læknislaust í fjórum H-1 stöðv- um og fleiri ætla að hætta. Margt bendir tíl þess að þetta ófremdar- ástand geti orðið tU þess að flestir þessara lækna hætti störfum með haustinu. Við samninga ríkisins og Lækna- félagsins í maí 1989 var sett á lagg- imar nefnd til að vinna að úrlausn málsins. í nefndinni voru Finnur Ingólfsson frá heilbrigðisráðuneyt- inu, Gunnar Bjömsson frá fjár- málaráðuneytinu og Gunnar Ingi Gunnarsson og Vilhjálmur Rafns- son frá Læknafélaginu. Gunnar Ingi var fenginn tU þess að fara um landið og afla gagna fyrir nefndina. Eftir þá heimildaöflun lagði hann í mars sl. fram drög að skýrslu þar sem vandamáUð er rakið og bent á leiðir til úrbótar. Gunnar Ingi segir að ráðuneytin hafi greinilega ekki verið tilbúin tU þess að mæta þeim kostnaðarauka sem í þeim felist. Erlendir læknar eða bætt aðstaða? Guðjón Magnússon aðstoðar- landlæknir hefur nú verið ráðinn til heilbrigðisráðuneytisins frá 1. september og mun þá þegar taka við þessum málaflokki af Finni Ing- ólfssyni. Hann segir að sú megin- krafa að læknarnir verði settir á sams konar launakjör og em á sjúkrahúsum, þ.e. að þeir fái föst laun ásamt greiðslum fyrir vaktir, hafi í fór með sér mikinn kostnað- arauka fyrir fjármálaráðuneytið. Boltinn sé því hjá fjármálaráðu- neytinu. Olafur Ólafsson landlæknir hefur viðrað þá hugmynd að ef allt fari í þrot sé það neyðarúrræði að flytja tíl landsins erlenda lækna. Haukur Þórðarson, formaður Læknafélags- ins, segir að í raun og veru sé ekk- ert sem komi í veg fyrir shkan inn- flutning. Þeir hafa verið hér um tíma en kringumstæður og kjör lokki þá ekki til langframa. Hann segist því ekki trúaður á að það geti leyst vandamálið. „íslensk heUbrigðisáætlun“ hef- ur verið lögð fram tvisvar í formi þingsályktunartiUögu en í henni segir að stefnt skuh að því að leggja niður H-1 stöðvarnar og breyta þeim í H-2 stöðvar, þannig að það verði tveir læknar minnst í hverju héraði. Auk þeirra galla, sem rakt- ir hafa verið, er það Uka öryggisat- riði að hafa tvo lækna á hverjum stað. Læknir getur veikst, teppst eða þurft að vera fjarverandi af öðmm orsökum. Þá hefur verið rætt um það hvort ekki beri að sameina H-1 stöðvar í H-2 stöðvar en það hefur aldrei verið kannað í alvöru. Á sumum stöðum virðist það vel framkvæm- anlegt en annars staðar er of langt á milU stöðvanna. -PÍ í dag mælir Dagfari Maraþon - hvað? Það er nú meira hvað látið er með þetta maraþonhlaup. Það er eins og enginn hafi áður sprett úr spori í þessu landi og fjölmiðlarnir eru uppfuUir af hrósi og hóli um það fólk sem hleypur um götur borgarinnar á stuttbuxum og þvæ- Ust fyrir venjulegri umferð. íslendingar höfðu enga bUa hér á öldum áöur. Þeir ýmist hlupu eða gengu miUi bæja, án þess að orð væri á gerandi. Fólk gekk á rmlli landshluta, hljóp á milli bæja og í smalamennsku hljóp hálf þjóðin við fót á eftir roUunum, án þess að þaö kæmi nokkum tímann til frá- sagnar í blöðum eða sjónvarpi. Hvað er svona merkilegt við að skokka nokkra kUómetra? Dagfari hefur margsinnis skokkað þessa vegalengd eftir dansleiki í höfuð- borginni þegar enga leigubUa er að fá og aldrei fengið medalíu fyrir. Krakkar hlaupa og stökkva daginn langan á leikskólum og dagvistar- stofnunum og enginn hæUr þeim fyrir það. FjölskyldumeðUmir Dag- fara hreyfa sig fram og til baka í íbúðinni, úr eldhúsinu, inn í stof- una, að sjónvarpinu, frá sjónvarp- inu, inn á klósett, eftir baminu, burt frá baminu, aftur inn í eld- hús, út í sjoppu og margoft út á myndbandaleigu. Þetta em nokkr- ir kílómetrar ef skrefamæling væri viðhöfð og þykir þó ekki mikið. Fólk er á stöðugri hreyfingu út úr bUum sínum og inn í bíla sína, úr sófanum og í sófann, án þess að það sé básúnað eins og eitthvert afrek á heimsmæUkvarða. Það er þó skömminni skárra að ganga um á nærbuxum eða stutt- buxum inni á einkaheinnli heldur en afklæðast á almannafæri og girða sig í stressbuxur og annan afkáralegan klæðnað fyrir framan alþjóð, með þá afsökun eina að ver- ið sé að hlaupa maraþon. Og svo eru þetta mestmegnis útlendingar, ekki satt. Dagfari sér ekki betur en að útlendingar raði sér í efstu sæt- in í öllum þessum hlaupum, fyrir utan krakka og ómálga börn, sem fullorðið fólk dregur á eftir sér, af því að það kemst ekki hraðar og viU hafa krakkana sem skálka- skjól, svo enginn fari að hæðast af því hvað það kemur seint í mark. Dagfari sá ekki betur en að þetta skemmtiskokk og þetta maraþon væri lífshættulegt. Fólk stóð á önd- inni, var með skelfingarsvip á and- litinu, sem átti sennilega að tákna hvað það tæki mikið á, og um tíma var Dagfari aö hugsa um að bjóða nokkrum hlaupurum far í mark vegna þess að þeir voru aðfram- komnir af þreytu einhvers staðar á miðri leið. Hvað eiga svona píning- af að þýða? Eru ekki heilbrigði- stofnanir í landinu yfirfullar af hjartasjúklingum og fársjúku fólki, þó ekki sé farið að skipuleggja slæmt heilsufar með þessum hætti? Hvað segir landlæknir um það að draga hverdagslegt og venjulegt fólk út á götur borgarinnar til að spiUa heilsu þess og góðri Hðan með þessari hættulegu áreynslu? Dagfari hélt að það væri nóg að menn hlypu á sig í daglega lífinu. íslendingar eru ýmist að hlaupa af sér homin eða hlaupa á sig í starf- inu og á heimUinu og það er ekki á það bætandi þótt ekki sé verið að efna tU almannahlaups í þeim íþróttum sem spUla fyrir sæmilegu samkomulagi fólks í mUli. Menn geta hlaupið á sig gagnvart kon- unni eða eiginmanninum eða yfir- manninum og það er þá einkamál viðkomandi. En þegar menn eru farnir að hlaupa á sig og yfir sig innan um annað fólk og bærinn fer á annan endann þá er skörin farin að færast upp í bekkinn. Því má heldur ekki gleyma að þegar fimmtán hundruð manns hlaupa sömu leiðina og anda að sér sama loftinu þá er ekki mikið eftir fyrir okkur hin sem höfum vit á því að halda okkur inni í bílunum eða innan veggja heimilanna. Það verður að fara sparlega með súref- nið á tímum umhverfisverndar og umhverfismálaráðherra á að setja í gang rannsókn, helst að skipa nefnd, til að kanna áhrif maraþon- hlaups á næsta nágrenni. Marþon- hlaup er ekkert gamanmál og er skaðlegt fyrir þá sem í því hlaupa og fyrir því verða og það er skylda ríkisvaldsins að stöðva þennan ósóma áður en meiri skaði hlýst af. Það á að gera um þetta þjóðar- sátt og láta bráöabirgðalögin ná yfir þá sátt. Bráðabirgðalögin gera jú líka ráð fyrir að enginn fari fram úr öðrum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.