Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1990, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990. Útlönd Nokkrir Svíanna fá fararieyfi Aðeins nokkrir af Svíunum níutíu, sem beðið hafa við landamæri íraks og Tyrklands frá því í gærmorgun, fá að fara úr landi. Þessi tOkynning barst sænska utanríkisráðuneytinu snemma í morgun frá íröskum yfir- völdum. Óljóst er hversu margir og hveijir fá aö fara en tahð er líklegt að þaö verði fyrst og fremst konur og böm. Ekki er vitað hvort írösk yfirvöld hafa sett einhver skilyrði fyrir frelsi Svíanna. í morgun var einnig óljóst um hvað yrði um þá tuttugu Finna sem ásamt Svíunum lögðu af stað frá Kúvæt á þriðjudaginn og fengið höföu brott- fararleyfi. Tuttugu og átta Svisslendingar, sem ferðuðust með Svíum og Finnum frá Kúvæt, fengu í morgun að fara yfir landamærin til Tyrklands. Þeir dvöldu í Bagdad í nótt og héldu til landamæranna í morgun. Yfirvöld í Sviss tilkynntu í gær að þau hefðu ákveöiö að loka sendiráði sínu í Kú- væt eins og írösk yfirvöld höfðu kraf- ist. írösk yfirvöld í Kúvæt höfðu útbúið skilríki handa Svíunum, Finnunum og nokkmm Svisslendinganna og áttu þau að duga til aö komast úr landi en sænska utanríkisráðuneytið hefur enn ekki fengið neina tilkynn- ingu um hvers vegna hópurinn var stöðvaður við landamæri íraks og Tyrklands þar sem sænsk flugvél híður hópsins. Þeir Svíar sem eftir eru í Kúvæt munu ekki halda af stað fyrr en ljóst er hvernig þeim sem nú eru við landamærin reiðir af. Svíamir og Finnarnir við landamærin dvöldu á hóteli í bænum Mosul í írak í nótt. Sænsk sendinefnd, sem beðið hefur eftir hópnum í bænum Diyarbakir í Tyrklandi, hyggst nú fara með lang- ferðabifreið til Mosul. Þeir Svíar sem fá að fara þaðan munu í fyrsta lagi leggja af stað í kvöld eftir að sænski sendiherrann í Bagdad hefur einnig komið þangað. Fimmtán Austurríkismenn, sem gerðu tilraun til að komast yfir landamærin viö Tyrkland í gær- morgun, ætla að gera aðra tilraun í dag. Þeir höfðu einnig fengið skilríki til brottfarar sem sögð vom ógild þegar komið var til landamæranna. Danska utanríkisráðuneytið hafði í morgun engar fregnir fengið af því hvort þeir áttatíu og þrír Danir sem eru í Kúvæt fá að fara úr landi. Átta Norðmenn, tvær konur og sex börn, komu í gær með flugvél frá Bagdad til Amman í Jórdaníu. Nokkrir tugir Norðmanna eru enn í írak og Kúvæt. TT Japönsk yfirvöld eru meðal þeirra sem hafa tilkynnt að þau muni ekki hlíta fyrirskipunum yfirvalda íraka um lokun sendiráða í Kúvæt. í japanska sendi- ráðinu, sem sést á myndinni, dvelja nú á þriðja hundrað Japanir. _ Simamynd Reuter ítreka skipun um lokun sendiráða Vestrænir stjómarerindrekar munu þurfa að fara frá sendiráðum sínum í Kúvæt á fostudaginn, að því er háttsettur íraskur embættismaður tilkynnti í gær. Aðspurður hvort valdi yrði beitt viö brottflutning sendiráðsstarfsmannanna s'purði embættismaðurinn til baka hvort stjórnarerindrekar myndu berjast með pennum sínum. írösk yfirvöld hafa tilkynnt að stjórnarerindrekar í Kúvæt muni ekki njóta diplómatískrar friðhelgi eftir fostudaginn þar sem Kúvæt væri nú hluti af írak. Yfirvöld i fjölda vestrænna ríkja hafa tilkynnt að stjórnarerindrekar þeirra muni verða um kyrrt í Kúvæt þrátt fyrir fyrirskipanir íraka. Reuter írösk yfírvöld: Lofthelgin rof in Yfirvöld í Saudi-Arabíu sögðu í um herflugvélar hefði verið að ræða. morgun að saudi-arabískar flugvélar Sagt var að tvær flugvélar hefðu hefðu ekki rofið lofthelgi íraks í gær- flogið til suðurhluta íraks en Kúvæt morgun. í fréttinni frá írak frá því í telst nú til þess að dómi yfirvalda í gærkvöldi var ekki greint frá því Bagdad. hvaðan flugvélamar vora né hvort Reuter Olían yfir 30 dollara Þegar ohuviðskipti hófust í Lund- únum í morgun seldist tunnan af NorðursjávaroUu þar á rúmlega 30 doUara. Það er hæsta verð á oUu eft- ir að Persaflóadeilan hófst. OUuverðið tók aö hækka áöur við viðskiptum lauk í gærkvöldi þegar fréttist að Bush Bandaríkjaforsetí ætlaði að kalla út varalið hersins. Á sama tíma hafa friðarlíkur minnkað við Persaflóann. Verð á guUi hækkaði líka í morgun um sex dollara únsan eins og venja erþegaróvissaeykst. tt Egypskir flóttamenn í Jórdaníu bíða eftir flutningi til hafnarborgarinnar Aqaba. Jórdönsk yfirvöld hafa nú lokað landamærum sínum og eru nú tugþúsundir flóttamanna lokaðar inni í írak. Simamynd Reuter Jórdanir loka landamærum og hafa um tvö hundrað þeirra verið fluttir til hernaðarlega mikilvægra staða. AUs eru það um þrettán þús- und útlendingar sem ekki fá farar- leyfi. ítölsk yfirvöld töldu í gærmorgun að írösk yfirvöld hefðu veitt ítölskum þegnum fararleyfi ásamt nokkrum öðrum Evrópubúum en yfirvöld í írak drógu tíl baka loforð sitt. George Bush, forseti Bandaríkj- anna, hefur kallað út varaUð Banda- ríkjahers. Um er að ræða fjörutíu þúsund hermenn sem reiðubúnir eru til stuðnings þeim sem fyrir era í Saudi-Arabíu. Lýstí forsetinn því yfir að hann hygöist ekki falla frá hafn- banni á írak. Hann sagði jafnframt að bandarísk yfirvöld óskuðu eftir samþykki Sameinuðu þjóðanna til beitingar hervalds til að framfylgja hafnbanninu en að þau teldu það ekki nauðsynlegt. Það er álit hernaðarsérfræðinga að það Uð vestrænna og arabískra her- manna, sem nú er fyrir í Saudi- Arabíu, sé nógu öflugt til að koma í veg fyrir innrás íraka í landið en hins vegar sé það ekki reiðubúið til að ráðast inn í Kúvæt. Vestrænir og arabískir hermenn í Saudi-Arabíu eru nú um 130 þúsund talsins en ír- askir hermenn í Kúvæt era taldir vera um 170 þúsund og írak sjálfu skipta þeir hundruðum þúsunda. Að sögn sendiherra Kúvæts í Sam- einuðu arabísku furstadæmunum flykkjast nú kúvæskir hermenn, sem fengið hafa vopn og þjálfun í ríkjun- um við Persaflóa, heim til að beijast við írösku hermennina. Sagði sendi- herrann vopnasendingar berast til andspyrnumanna í Kúvæt án þess þó að greina nánar frá því. Saddam Hussein íraksforseti er sagður munu svara í dag beiðni Mubaraks Egyptalandsforseta um að draga herlið sitt tilbaka frá Kúvæt. Mun svari íraksforseta verða út- varpað síðdegis. Hussein Jórdaníukonungur kvaðst í gær myndu fara til íraks og ann- arra arabaríkja til að reyna á ný að miðla málum. Reuter Tugir þúsunda flóttamanna eru nú lokaðir inni í írak þar sem jórdönsk yfirvöld hafa lokað landamæram sínum. Hafa flóttamennirnir htið af matvælum og skortur er á vatni. Að sögn jórdanskra yfirvalda verður ekki fleiram hleypt inn í landið fyrr en þeir sem þegar hafa komið eru famir. Alls era um hundrað þúsund flóttamenn við hafnarborgina Aqaba við Rauðahaf. Egyptar hafa sent flug- vélar til Aqaba til aö flýta fyrir brott- flutningi flóttamannanna og aðildar- ríki Evrópubandalagsins hafa einnig lofað að senda flugvélar. Yfir ellefu þúsund flóttamönnum tókst að komast yfir landamærin í gær áður en þeim var lokað og vora nokkrir Japanir og Evrópubúar meðal þeirra. írösk yfirvöld ítrekuðu í gær við sendimenn Sameinuðu þjóðanna að örlög Vesturlandabúa væru háð að- gerðum Bandaríkjamanna. Um fjög- ur þúsund Bretar og þrjú þúsund Bandaríkjamenn eru í írak og Kúvæt Bandariskir hermenn í Saudi-Arabiu prófa gasgrímur og búninga sem þeir munu nota ef írakar gera efnavopnaárás. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.