Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1990, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990. Utlönd Friðarsveitir til Líberíu Dýr leiga í höli Ceausescus Franskur kaupsýslumaður hefur tekið á leigu höll í Covosna I Rúmen- íu sem einræðisherrann Nicolae Ceausescu notaði þegar hann var við veiðar úti á landsbyggðinni. Fyrir höilina, sem í eru hundraö og fimm herbergi, borgar kaupsýslumaðurinn átján hundruö dollara á dag eða rúmlega hundraö þúsund íslenskar krónur. Ceausescu lét byggja höliina áriö 1985 og í henni eru gufubaöstofur, leikfimisalur og bíó. Ceauseseu og kona hans Elena höfðu notað höllina aðeins tvisvar sinnum þegar þau voru tekin af lífi í desember síðastiiðnum. Ceausescu lét reisa tugi haila víðs vegar um Rumeníu og er nú verið að breyta mörgum þeirra í veitingahús og hótel. Kaupsýslumaðurinn franski er sagður ætla að opna brugghús í Covosna. Erturlyfjabarón handtekinn Lögregian í Kólombíu hefur handtekið yfirmann dauðasveitanna, sem eiturlyijahringar í iandinu hafa haldiö úti, og lýsir miklum árangri í baráttunni við eituriyfjabarónana. Sá sem nu lenti í klóro lögreglunnar heitir Humberto de Jesus Parra Salinas. Hann var staddur í höfuðstöðvum eiturlyfiahringsins í Medelin þegar lögreglan gerði árás. Með Salinas var handtekinn Spánverji sem hefur rekið öryggisþjónustu í borginni undanfarin ár. Hann hefur lengi legið undir grun lögreglunnar um að vinna fyrir eiturlyfjabarónana. Saiinas var þekktur í Kólombíu sem „bakarinn“ og fór fyrir sveit mála- liöa í þjónustu eiturlyfjasmyglara í landinu. Sveit hans hefur staöið fyrir morðum á fjölda dómara, lögreglumanna og blaðamanna undanfarin misseri. Forsetl Argentínu hundsar Ciccolinu Ciccolina getur ekkl náð fundi Menems, torseta Argentinu. Simamynd Reuter Carlos Menem, forseti Argentínu, hefur engan tíma til aö sinna italska þingmanninum og klámdrottningunni Ciccolinu svo að ekkert verður af fyrirhuguöum fundi þeirra. Menem hefur ekki áður svo vitað sé hafnað fundum viö fagrar konur. Talsmaður íbrsetans sagði aö því miður væri hann of upptekinn til að geta rætt við Ciccolinu. Þar á meðal þarf hann að sitja ílokksþing Peron- ista næstu daga auk annarra verkefna. Fyrr í vikunni sagðist Menem ætla að hitta klámdrottninguna þegar hún boöaði komu sína til landsins. Menem hefur undanfarið átt í vandræðum vegna kvennamála og hefur nú hug á aö iandsmenn ræði um hann 1 samhengi víð eitthvað annað en kvenfólk. Hann hefur úr mörgum alvarlegum vandamáium að leysa inn- anlands og vill láta líta á sig sem ábyrgan þjóðarleiðtoga. MageHan hringir til jarðar Gervihnötturinn Magelian hefur nú náð sambandi viö jörð á ný eftir að hafa veríð sambandslaus í 17 klukkustundir. Magellan var sendur til að kanna aðstæður á Venusi og sendi margar athyglisverðar myndir tfl jarðar meðan ailt var í lagi. Sambandið við Magellan er þó enn slæmt og sagöi talsmaður NASA að aðeins væri hægt að heyra aö Magellan væri enn á lífi en ekkert meir. Þeir híá Geimferðastofnuninni sögðust þó í sjöunda himni eftir að hafa heyrt frá farinu. Ef Magellan ferst nú á ferð sinni verður það enn eitt áfallið fyrir NASA sem hefiir gengið fátt í haginn á síðustu misserum. Nú síðast varð að hætta við að senda á ioft risavaxinn sjónauka. Mypdifhar sem Magellan fiefur sent frá sér sýna að landslag á Venusi er aHki ósyipað því sern mm eiga að yenjasf á jörðinni. Þar eru eld- fiöil, daiir eg sprungur í yfirborðinu. Kærlr varnarmálaráðuneytið Japanskur stjórnmálamaður hefur hótað máisókn á hendur bandaríska varnarmálaráðuneytinu fyrir að stela handriti að bók sem hann skrifaði og gefa það út. Þingmaðurinn heitir Shintaro Ishihara. Hann skrifaði á japönsku bók sem hann nefndi Japanir geta sagt nei og hefur aðallega að geyma ræður eftir hann sjálfen og Akio Morita, sfiórnarformann Sony. Þar kemur m.a. fram hörö gagnrýni á hvernig Bandaríkjamenn koma fram við Jap- ani. Bókin náöi metsölu í Japan og lenti inni á borði hjá embættismönnum í varnarmálaráðuneytinu bandaríska. Þar þótti hún það merkileg aö ráðu- neytið lét þýða hana og dreifa til bandariskra þingmanna. Bókin hefur hins vegar ekki farið á aimennan markað í Bandaríkjunum. Vamarmálaráðuneytið kannast ekki viö að standa fyrir ritstuldi, Bókin sé aðeins eitt af mörgum skjölum sem ráöuneytið láti vinna. Þar sé oft að finna þýöingar á textum af erlendum tungumálum en um réttnefndan ritstuld geti ekki verið að ræða nema bókin væri gefin út án leyfis. lögregluna - 508 menn eru nú fallnir í átökunum í Suður-Afríku ein andstæðra fylkinga í landinu næöi völdum. Friöartilraunir ríkja Vestur-Afríku miða að kosningum í Líberíu svo fljótt sem auðið verður. Alls eru það fimm ríki sem leggja til hermenn í friðarsveitirnar. Borg- arastyrjöldin í Líberíu hefur nú stað- ið í átta mánuði og er farin að hafa áhrif utan landins. Charles Taylor, sem fer fyrir öflugustu fylkingunni í Líberíu, hefur varaö ríki Vestur- Afríku aftur og aftur viö að senda sveitir til landsins og hótaði síðast í gær aö ráðast gegn þegnum erlendra ríkja ef sveitirnar fara inn fyrir landamærin. m i iépin Yítf viteft ffl að Tayiof heffli gripið fi) fieiffa teæSa fi) gð fá fnöargæsiusyeitmmm §ftú$ fi) þaka. Sveitunum yar ÍVrÍFSÍfipað gö fara rakieiðist tii höfpðiiorgarinn- ar. Þær fara sjóleiðina en fylgismenn Prince Johnson hafa höfnina í Monróvíu á sínu valdi. Menn hans hafa undanfamar vikur hvatt ríki Vestur-Afríku til að senda friðar- sveitir til landsins. Samuel Doe forseti hefur einnig verið hlynntur því að sveitir frá ná- grannaríkjunum komi að bindi enda á átökin. Vopnahlé er enn á milli hers forsetans og manna Prince Jo- hnsons en það breytir þó litlu um ástandið í landinu því að Charles Taylor ræöur yfir stærstu héruðun- um. . Reuter Blökkumenn í Suður-Afríku snúa nú reiði sinni í vaxandi mæh gegn lögreglunni. Á sama tíma er fátt sem bendir til friðar í landinu og síðasta sólarhringinn hefur fiöldi manna fallið. Þá tíu daga, sem átökin hafa staðið, féllu 103 blökkumenn þann sólarhringinn sem mest gekk á. E.W. de Klerk, forseti Suður-Afr- íku, hefur sagt frá því að möguleiki sé á fundi fylgismanna Mandela og Butulesi en leiðtogarnir sjálfir munu ekki hittast í bráð. Ekki em þó mikl- ar vonir bundnar við slíkan fund enda hafa fyrri fundir og friöarvið- ræður engan árangur borðið. De Klerk reynir þó að láta líta svo út sem möguleikar á friöi fari vax- andi og sagði í gær að hann hefði fengið skilaboö frá báðum aðilum aö fullur vilji væri til aö binda enda á átökin. „Eg bíð eftír niðurstöðum af fundi sendimanna fylkinganna,“ sagði de Klerk. Síðstu daga hefur verið hægt að tala um raunverulegt stríö milli fylg- ismanna Mandela og Butulesi eftir tíðar skærur á hönum árum. í þeim átökum hafa allt að 4000 menn falhð. Þeir sem hafa falhö í síðustu hrin- unni eru nú orðnir 508. Það er meira mannfall en nokkm sinni áður í bar- dögum fylkinga blökkumanna í Suð- ur-Afríku. í gær var hvaö eftir annað ráðist á lögregiuna og bensínsprengjum og grjótí kastað að henni. Lögreglu- menn em hættir að þora heim til sín að loknum vinnudegi og halda marg- ir til á lögreglustöðvunum allan sól- arhringinn. I gær féll einn lögreglu- maöur og annar særöist eftir aö handsprengju var varpaö að þeim. Desmond Tutu, erkibiskup í Jó- hannesarborg, hefur mælst til þess að alþjóðlegar friöarsveitir verði sendar á átakasvæðin til að stilla tíl friðar. Hann vísaði í gær til aðferðar Friðarsveitir ríkja í Vestur-Afríku eru nú lagðar af stað'til Líberíu í von um að hægt verði að stilla tíl friðar í landinu. Sveitimar hafa ströng fyr- irmæh um að gæta hlutleysis. Það var Joseph Momoh, forseti Si- erra Leone, sem hvaddi sveitirnar með ræöu þar sem hann sagði að til- gangurinn væri að koma á friði í landinu en ekki að stuðla að því að Fylgismenn Charles Taylor eru vígreifir þótt erlent herliö sé nú á leið til landsins. Þeir hafa svarið að berjast við alla erlenda heri, eins þótt þeir séusendirtilaðgætafriðar. Símamynd Reuter Stöðugt fjölgar föllnum í átökum blökkumanna i Suður-Afriku. Nú eru á sjötta hundrað menn fallnir. Símamynd Reuter sem viðhöfð var í Namibíu þegar Sameinuðu þjóðirnar sendu þangað friðargæslusveitir sem vora þar allt til þess að landið fékk sjálfstæði. liitu hvatti blökkumenn til að gæta hófsemi og stillingar og sagöi að ef lögmálið „auga fyrir auga“ ætti aö gilda þá endaði það með því að allir á svæðinu yrðu blindir. Reuter Blökkumenn í Suður-Afríku: Slást nú við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.