Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1990, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990. íþróttir Sportstuf sbí Bryan Robson úr leik næstu 3 mánuði? • Bryan Robson, fyrir- liði Manchester United • I og enska landsliðsins, gæti, átt á hættu að geta ekki leikiö raeö félagi sínu næstu þtjá mánuöina. Robson hefur átt við þrálát meiðsli að striða í langan tíma og 1 gær gekkst Robson undir aðgerð á hásbi. „Þetta er mikið áfall fyrir félagið en Robson hefur verið mjög óheppinn hvað meiðsli varðar sem leikraaður. Ég er samt viss um að hann kemur aftur til baka,“ sagði Alex Ferguson, fram- kvæmdastjóri Manchester United, í samtali við fréttamenn i gær. Rob- son þurfti að halda heim til Eng- lands þegar heimsmeistarakeppnin stóð sem hæst í sumar vegna meiðsla og nu er ljóst að hann leik- ur ekki með enska landsliðinu í fyrstu tveimur leikjum þess í Evr- ópukeppninni. Sindri vann síðasta leikinn Magnús Jánasson, DV, Egilsslödum; Sindri sigraði Austra frá Eski- firði, 2-0, i lokaleik F-riöils 4. deild- arinnar í knattspymu á Hornafirði í gærkvöldi. Sindri hafði þegar tryggt sér sigur í riðlinum og end- aði með 41 stig, átta stigum meira en Huginn sem varð i öðru sæti. Garðar Jónsson og Þrándur Sig- urðsson skoruðu mörkin en þeir em nú tveir markahæstu leikmenn deildakeppninnar, Garöar meö 24 mörk og Þrándur með 22. Sindri mætir Skallagrími frá Borgamesi í fyrstu umferö úrslitakeppni 4. deildar á Hornafiröi á laugardag- inn. Kormákur númer tvö Örslitín í leik Kormáks og Neista snerust við í mánudagsblaöinu. Kormákur sigraði, 2-0, og lokastað- an í D-riðb 4. deildarinnar í knatt- spyrnu varð því sú að Hvöt fékk 19 stig, Kormákur 15, Neisti 14, Geislinn 5 og Þrymur 4 stig. Ellert eftirlitsmaður á Hampden Park Ellert B. Schram, heiðursformaður KSÍ, hefur verið útneíhdur eftirlits- maður á Evrópuleikjum Skota og Rúmena sem fram fara í næsta mánuði. Lið þjóðanna, skipuð leik- mönnum 21 árs og yngri, mætast í Edinborg 11. september og A-lands- liöin á Hampden Park i Glasgow kvöldið eftir, og Ellert veröur full- trúi Knattspymusambands Evr- ópu á báöum þessum leikjum. Evrópukeppnin byrjuð Evrópukeppni bikarhafa í knatt- spyrnu hófst í gærkvöldi þegar Bray Wanderers frá írlandi og Trabzonspor frá Tyrklandi skildu jöfn, 1-1, í Dublin. Sigurvegarinn í einvígi þessara félaga mætir spænska stórliðinu Barcelona í fyrstu umferð keppninnar í næsta mánuði. Opna Sauðárkróksmótið um næstu helgi • Opna Sauðárkróks- mótið í golfi verður hald- ið um næstu helgi og verður leikið á laugar- dag og sunnudag. Ræst verður út frá klukkan 9 á laugardagsmorgun- inn. Skráning keppenda fer fram í símum 95-35075 og 95-35714 fram til klukkan 20 á föstudagskvöldið. Flugleiðir munu gefa keppendum 40% afslátt af flugferðum og sami afsláttur verður gefinn á hótelgist- ingu. Sá kylfingur, sem hreppir fyrsta sætið, fær að launum flug- ferð til Amsterdam en ýmis önnur glæsileg aukaverðlaun verða í boöi. SIRKUSMÓT í GOLFI í Vestmannaeyjum helgina 25.-26. ágúst. Opið mót, glæsileg verðlaun: 1. og 2. sæti ferðavinningar til Amsterdam, 3. sæti ferða- vinningur, Vestmannaeyjar-Reykjavík-Vestmannaeyjar, og gisting á Holiday Inn. Skráning í golfskálanum til kl. 20.00 á föstudagskvöld 24.8. I sima 98-12363. Guðmundur út af eftir 7 mínútur - meiddist í bikarleik í gærkvöldi Guðmundur Torfason, landshðs- maður í knattspyrnu, meiddist eftir aðeins sjö mínútna leik og haltraði af leikvelli þegar St. Mirren mætti Arbroath í skosku deildarbikar- keppninni í gærkvöldi. Guðmundur lenti í samstuði við varnarmann Arbroath, en aö sögn skoska blaðsins Daily Mail virtist ekki vera um alvarleg meiðsli að ræða. St. Mirren sigraði, 1-0, með marki frá Ves tur-Þj óðverj anum Thomas Stickroth og er þar með komið í 3. umferð keppninnar. Önnur úrvalsdeildarhð unnu einn- ig í gærkvöldi. Celtic sigraði Ayr, 4-0, Hearts vann Cowdenbeath, 0-2, og Hibernian sigraði Meadowbank, 0-1. -VS Valsmenn af- skrifa Amór - ekki með í bikarúrslitunum „Það má segja að við séum búnir að afskrifa þann möguleika að Arnór Guðjohnsen leiki með okkur í bikar- úrslitaleiknum gegn KR á sunnudag- inn,“ sagði einn forráöamanna knattspymudeildar Vals í samtah við DV í gærkvöldi. Valsmenn fengu í gær neikvætt svar viö beiðni um félagaskipti til handa Arnóri, en hefði félag hans í Belgíu, Anderlecht, samþykkt að lána hann, hefði Arnór verið lögleg- ur með Val á morgun, fóstudag. Engar líkur virðast nú á því að Steinar Adolfsson og Halldór Askels- son verði með Val í úrslitaleiknum, en hins vegar bendir allt til þess að Bjami Sigurðsson verji mark Hhðar- endaliðsins. -VS ÍAíöðrusæti eftir sigur á Val Skagastúlkur tryggðu sér annað sætið í 1. deild kvenna í knattspymu í gærkvöldi er þær tóku á móti bikar- meistumm Vals og sigruðu, 2-1 Leikurinn fór fram í afleitu veðri og setti það mjög mark sitt á leikinn. Skagastúlkur sóttu undan vindi í fyrri hálfleik og um miðjan hálfleik- inn náði Júha Sigursteinsdóttir að koma knettinum í mark Vals Síðari hálfleikur einkenndist af miðjuþófi þar sem liðin skiptust á að sækja. Guðrún Sæmundsdóttir jafn- aði fyrir Val en skömmu fyrir leiks- lok skoraði Ragna Lóa Stefánsdóttir sigurmark ÍA úr vítaspyrnu. Valsstúlkur stilitu upp mjög breyttu liði frá því í bikarleik þessara liða á sunnudaginn. Leikmenn, sem hafa leikið í sókn hðsins í sumar, tóku sér stöðu í vörninnb o.s.frv'. Virðist þetta hafa verið gert í hálf- gerðum ííflaskap og er íþróttinni ekki til framdráttar. Með hegðun sem þessari er verið að lítilsvirða andstæðingana og kvennaknatt- spyrnuna í heild. Er vonandi að hlut- ir sem þessir eigi ekki eftir að eiga sér stað í framtíðinni. Síðasti leikur 1. deildar kvenna á þessu keppnistímabili fer fram á Akureyri á laugardag en þá fá KA- stúlkur ÍA í heimsókn. Um helgina leika ennfremur Týr frá Vestmanna- eyjum, KS frá Siglufirði og Þróttur frá Neskaupstað til úrslita um tvö sæti í 1. deild. -ih Á sunnudaginn verður leikið til úrslita í mjólk- urbikarkeppmnni í knattspyrmt. Til úrslita að þessu sinni mætast stórveldin í austur- og vesturbæ Reykjavíkur, Valur og KR. Valur hef- ur leikið 8 sinnum til úrslita og hefur liðið 5 sinnum sigrað í keppninni. KR hefur 9 sinn- um ieikið til úrslita og hefur sigrað 7 sinn- um. Ragnar leikur fjórða úrslitaleik sinn í röð Ragnar Margeirsson nær þeim áfanga á sunnudaginn að leika til úrslita í bikarkeppninni íjóröa árið i röð. Sumar- ið 1987 gekk hann til liðs við Fram og varð bikar- meistari með því sama ár þegar Fram vann stærsta sigurinn i úr- slitaleik, 5-0, gegn Víði. Árið 1988 lék hann aftur raeð sínu gamla félagi, ÍBK, gegn Val og tapaði í úrslitum, 0-1. í fyrra lék Ragnar að nýju með Fram þegar hðið sigraði KR í úrshtum, 3-1. Ragnar leikur því sinn flórða úrslitaleik í röð með þremur félögum. Atli hefur unníð bikarínn fjórum sinnum með Val Atli Eðvaldsson, sem gekk til liðs við KR-inga í sumar, hefur leikið sex sinnum til úrshta í bik- arkeppninni og hefur honum fiórum sinnum tekist að vinna bikarinn og þá alltaf með sinu gamla félagi, Val. Hann varð fyrst bikarmeistari áriö 1974, þá aðems 17 ára gamall, Valur sigraði þá ÍA, 4-1, og skoraði Atli eitt af mörkunum. Tveimur árum síðar léku þessi félög aftur og aftur sigruöu Valsmenn, 3-0. Árið 1977 sigraði Valur lið Fram í úrslitum, 2-1, og skoraði Ath fyrra mark Vals. Árið 1988 vann Atli sinn íjórða bikarmeistaratitil þegar Valur sigraði ÍBK, 1-0. Tekst Sigurði að vinna í fimmtu tilraun? Sigurður Björgvinsson leikur á sunnudaginn sinn fimmta bikarúr- slitaleik. Hann lék þrisvar sinnum með IBK og í fyrra með KR. Sigurður á hins vegar enn eftir að Wjóta sigur- launin þvi hann hefur alltaf verið í tapliði til þessa. -GH Olís-Texaco eolfmótið fer fram í Grafarholti, helgina 25. og 26. ágúst Leiknar verða 36 holur. Keppt verður í karla- og kvennaflokki án forgjafar og einum forgjafarfiokki karla og kvenna. Keppni hefst kl. 8 báða dagana. Þátttökugjald er 3.000 kr. Vegleg verðlaun eru í boði KARLAFLOKKUR 1. verðl.: Ferð með Arnarflugi til Amsterdam eða Hamborgar 2. verðl.: 18.000 kr. 3. verðl.: 12.000 kr. KVENNAFLOKKUR 1. verðl.: Ferð með Arnarflugi til Amsterdam eða Hamborgar 2. verðl.: 18.000 kr. 3. verðl.: 12.000 kr. FORGJAFARFLOKKUR Keppendur fá í verðlaun vöruúttekt í Olís-búðinni. 1. verðl.: 15.000 kr. 2. verðl.: 10.000 kr. 3. verðl.: 5.000 kr. Allir keppendur fá glæsilegan gjafa- pakka. © Síðastliðin ár hefur verið uppselt - skráið ykkur tímanlega í golfskálanum Grafarholti í síma 82815. FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990. 25 Iþróttir 40 ár liðin frá glæsiför íslenskra frjálsíþróttamanna á EM í Brussel: „ísland getur vafalaust gert kröfu til titilsins: mesta frjálsíþróttaþjóð heimsins" - Sex íslenskir frjálsíþróttamenn keppa á Evrópumótinu í Split í Júgóslavíu I lok þessa mánaðar 40 ar fra þvi að íslenskir afreks- fer fram Evrópumeist- menn í frjálsum íþróttum létu mik- aramót í frjálsum íþrótt- ið að sér kveða á EM á Heysel- um í Split í Júgóslavíu. leikvanginum í Brussel. Þeir sem íslendingar senda sex keppendur á mótið að þessu sinni, þar af þrjá spjótkastara. Mestar vonir eru bundnar við frammistöðu Einars Vilhjálmssonar í spjótkastinu og vonandi nær hann sér á strik. í þessum mánuði eru liðin slétt • Einar Vilhjálmsson er einn þriggja íslenskra spjótkastara sem keppa í Split og við hann eru mest- ar vonir bundnar. fylgst hafa með íslensku íþróttalífi undanfarna áratugi eru margir þeirrar skoðunar að aldrei hafi ís- lenskur íþróttaflokkur unnið eins glæsileg afrek og á Evrópumótinu 1950 í Brussel. Þar unnu þeir Gunn- ar Huseby og Torfi Bryngeirsson til gullverðlauna í kúluvarpi og langstökki og Örn Clausen varð í öðru sæti í tugþrautarkeppninni. Flestir íslensku keppendurnir komust í sex manna úrsht, Framganga íslensku keppend- anna í Brussel vakti heimsathygli. í norska blaðinu Sportsmanden mátti lesa eftirfarandi eftir mótið: „Frjálsíþróttamenn íslands hafa notið meðlætis síðustu árin og það er alveg ótrúlegt að jafnfámenn þjóð og íslendingar, „langt fjarri menningunni“, geti náö jafnháum sessi meðal frjálsíþróttaþjóða Evr- ópu og raun hefur orðið.“ Gunnar varfyrsti Norður- landabúinn sem vann gull Árangur íslensku keppendanna í Brussel var einstakur. Gunnar Evrópumeistari í kúluvarpi og varði titil sinn frá því í Osló 1946, Torfi komst í úrsht í tveimur grein- um, langstökki og stangarstökki og varð meistari í langstökki, og Örn með silfurverðlaun í tugþrautinni • Brusselfararnir 1950. Fremsta röð frá vinstri: Asmundur Bjarnason, Finnbjörn Þorvaldsson, Haukur Clausen, Örn Clausen, Jóel Sigurðsson. Miðröð frá vinstri: Magnús Jónsson, Guðmundur Lárusson, Pétur Einars- son, Gunnar Huseby, Torfi Bryngeirsson. Aftasta röð frá vinstri: Ingólfur Steinsson, fulltrúi FRÍ á lAAF-þinginu, Garöar S. Gíslason fararstjóri og Benedikt Jakobsson landsþjálfari. eftir hörkukeppni við Frakkann Ignace Heinrich. „Gunnar var fyrsti Norðurlandabúinn sem komst alla leið upp á verðlauna- palhnn, þrepi hærra en 2. og 3. maður, og þjóðsöngur íslands - Ó guð vors lands - hljómaði til heið- urs Huseby og hinum glæsta sigri hans,“ stóð skrifað í danska blað- inu Idrætsbladet. Og enn fremur sagði í sama blaði: „í hlutfalli við fólksfjölda standa íslendingar lang- fremstir þátttökuþjóðanna. Óskandi væri að við Danir ættum dáhtið af dugnaði og metnaði pilt- anna frá sögueyjunni." „Mesta frjálsíþrótta- þjóð heimsins" Eftir Evrópumótið í Brussel 1950 var víða um heim dáðst að frammi- stöðu íslensku keppendanna. ít- alskur sérfræðingur í frjálsum íþróttum, Roberto L. Quercetani, skrifaði meðal annars í hið virta bandaríska tímarit, Track and Fi- eld News, eftir keppnina: „Miðað við fólksfjölda (um það bil 1/1000 af íbúatölu Bandaríkjanna) getur ísland vafalaust gert kröfu til titils- ins: „Mesta frjálsíþróttaþjóð heimsins". ísland, sem var óþekkt í heimi frjálsíþróttanna þar til fyrir 6 árum, hefur upp á síðkastið teflt fram svo sterkum frjálsíþrótta- mönnum að undrun sætir.“ Hvað gerir Einar Vilhjálmsson í Split? Erfitt verður fyrir þá sex íslensku keppendur sem keppa á Evrópu- mótinu í Split að feta í fótspor „for- feðra“ sinna frá Brussel. Þó má reikna með því að Einar Vilhjálms- son geti blandað sér í toppbarátt- una í spjótkastinu og er það sú grein sem við íslendingar bindum auðvitað mestar vonir við. Aðrir íslenskir keppendur í Split verða þeir Vésteinn Hafsteinsson, Marta Ernstdóttir, Pétur Guðmundsson, Sigurður Mattíassob og Sigurður Einarsson. íslendingar senda þrjá spjótkastara til mótsins og er það í raun ótrúlegt afrek. Lágmarkið fyr- ir EM í Spht var 78,00 metrar og er það glæsilegt að við skulum eiga þrjá spjótkastara í fremstu röð og víst að þær verða ekki margar þátt- tökuþjóðimar sem mæta með þijá spjótkastara til Spht. -SK Sendum frjálsíþróttafólki baráttukveðjur og óskir um góðan árangur á EM / Split adldas=? umboðið WORLOW/DE EXPRESS' umb SJÓVÁ-ALMENNAR umboðið hraðfiutningar HÖFN hf. n Selfossi Sparísjóðurínn í Kefiavík Kefiavíkurverktakar S4S Óiympíunefnd íslands íslenska álfélagið Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.