Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1990, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990. Afmæli____________ Helgi Gíslason Helgi Gíslason, Helgafelli II, Fella- hreppi, Norður-Múlasýslu, varð áttatíu ára í gær, þann 22. ágúst. Helgi fæddist í Skógargerði í Fella- heppi og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Akureyrarskóla vorið 1929 en þá var veriö að breyta þeim skóla í menntaskóla. Helgi var kennari í Fellahreppi 1933-41 og 1943-55. Hann reistí nýbýlið Helga- fell í Fellahreppi 1936-37 og var bóndi þar til 1960 en Helgi býr þar enn. Frá 1934 var hann í vegavinnu á sumrin, verkstjóri frá 1939 og hér- aðsstjóri hjá Vegagerðinni frá 1977 til 1980. Hann var oddviti Fella- hrepps 1950-78, hreppstjóri 1956 en sagði af sér 1959, í sýslunefnd N- Múlasýslu frá 1966 og endurskoð- andi hreppareikniga sýslunnar frá 1967. Helgi sat í skólanefnd 1946-70, þar af formaður í átta ár, og í stjórn Ungmennafélags Fellahrepps 1932-40, þar af formaður í fjögur ár. Hann var formaður Lestrarfélags Fellahr. 1942-54, í stjóm Héraðs- bókasafnsins frá 1959, í stjórn Minjasafns Austurlands frá 1972 og Skjalasafns Austfirðinga frá 1975. Hann var umboðsmaður Bruna- bótafélags íslands frá 1950, í nátt- úruverndamefnd 1957-71, í sjúkra- hússtjórn 1949-75, þar af formaður 1958- 75. í byggingamefnd Valaskjál- far 1959-75, formaður stjórnar Verslunarfélags Austurlands frá stofnun þess 1960 og til 1980, formað- ur stjórnar Sparisjóðs Héraðsbúa 1959- 66 og í stjórn Verkstjórafélags Austurlands frá 1959. Helgi var full- trúi Fellahrepps á aðalfundum Sam- bands sveitarfélaga Austurlands 1967-78 og á landsþingum Sambands ísl. sveitarfélaga 1963-78. Hann var formaður Sjálfstæðisfélags Fljóts- dalshéraðs 1960-67, áður trúnaðar- maður, og í héraðsstjórn sjálfstæð- ismanna á Austurlandi, heiðurs- félagi í Sjálfstæðisfélagi Fljótsdals- héraðs. Þann 20. september 1936 kvæntíst Helgi Gróu Björnsdóttur húsfreyju, f. 30. ágúst 1906. Gróa er dóttir Björns Hallssonar og fyrri konu hans, Hólmfríðar Eiríksdóttur. Bjöm var bóndi, hreppstjóri og al- þingismaður um skeið. Þau Björn og Hólmfríður bjuggu á Rangá í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði. Börn Helga og Gróu eru: Hólm- fríður, f. 6. ágúst 1938, maður henn- ar er Bragi Gunnlaugsson, þau búa á Setbergi í Fellahreppi í N-Múla- sýslu og eiga fjögur börn; Gísli, f. Helgi Gislason. 2. apríl 1940, kona hans vanKrist- björg Rafnsdóttir, þau bjuggu á Helgafelli I og eiga tvo syni en eru skilin, síðari sambýhskona Gísla var Hjördís Hilmarsdóttir og eiga þau eina dóttur; Björn, f. 22. janúar 1946, byggingatæknifræðingur, kona hans er Anna Sigríður Árna- dóttir, þau búa í Reykjavík og eiga tvö börn. Systkini Helga voru tólf og eru tvö þeirra látin. Foreldrar Helga voru Gísli Helgason, f. 9. febrúar 1881, d. 31. desember 1964, bóndi í Skógar- gerði, Fellahreppi, og Dagný Páls- dóttir, f. 4. mars 1885, d. 2. mars 1979, húsfreyja. Merming____________________________________ Háskólabíó - Cadillac maðurinn ★ > > Hvað er svona fyndið? Hver er eiginlega þessi Robin Wihiams sem alltaf er að trana sér fram í amerískum bíómyndum. Jú, hann er lítill og rindilslegur náungi sem getur talað hraðar en hann hugsar. Það þykir mjög fyndið í Holly- wood og fyrir vikið er nafn Wilhams þessa taliö tryggja óstöðvandi hláturkrampa hjá áhorfendum. Gallinn er bara sá að hann er ekkert fyndinn. Að minnsta kosti er hann það ekki í kvikmyndinni Cadillac Man sem nú er sýnd í Háskólabíói. Þar leikur Williams mið- aldra bílasölumann sem er óttalegur væskill og hefur flækt kvennamálum sínum í mikinn Gordíonshnút sem virðist óleysanlegur. Þegar vangefmn hryðju- verkamaður tekur bílasöluna herskildi grípur okkar maður tækifærið og verður hetja. AUt þetta fer fram með amerískum hávaða og gaura- gangi sem er, þvert ofan í það sem bíóframleiðendur kunna að halda, afskaplega ófyndinn sem sUkur. Það vekur ekki sjálfkrafa hlátur að sjá stóran hóp af fólki hlaupa æpandi og skrækjandi fram og til baka. Sá sem kemur sér og sigrar í þessari neðanmáls- mynd er leikarinn Tim Robbins sem fer á kostum í hlutverki terroristans treggáfaða sem er kokkálaður og grípur til vopna. Hann er sá eini sem fær áhorfend- ur stöku sinnum til þess að flissa. Leikstjórnin er afar handahófskennd og þó Donald- son hafi gert góðar myndir hefur hann sennilega ver- ið neyddur til þess að gera þessa og hlýtur að hafa Robin Williams leikur bílasölumanninn Joey O’Brien í Cadillack manninum. Kvikmyndir Páll Ásgeirsson leiðst jafnmikið og öllum öðrum meðan á því stóð. Cadillac Man - amerísk Leikstjórn: Roger Donaldson Aóalhlutverk: Robin Williams og Tim Robbins Jarðarfarir Útför Magndísar Önnu Aradóttur fer fram frá Langholtskirkju fóstudag- inn 24. ágúst kl. 15. Valur H. Jóhannsson, Reynigrund 1, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 24. ágúst kl. 14. Eiður Sveinsson verkstjóri, Nesvegi 41, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 24. ágúst kl. 13.30. Guðjón Jónsson, Kirkjuhvoli, Hvols- velli, verður jarðsunginn frá Breiða- bólstaðarkirkju í Fljótshlíð laugar- daginn 25. ágúst kl. 14. Útför Hannesar Guðleifssonar bif- reiðastjóra, Þangbakka 10, Reykja- vík, verður frá Fossvogskapellu föstudaginn 24. ágúst kl. 10.30. Ingólfur Arnar Jónsson bifreiða- stjóri, Gyðufelli 2, sem lést 17. ágúst, verður jarðsunginn föstudaginn 24. ágúst kl. 15 frá Áskirkju. Árni Árnason, Lyngholti 5, Akur- eyri, verður jarðsettur föstudaginn 24. ágúst kl. 13.30 frá Glerárkirkju. Gunnar E. Bjarnason lést 14. ágúst. Hann fæddist í Hafnarfiröi 11. nóv- ember 1922. Foreldrar hans voru Bjarni Erlendsson og Júlía NMagn- úsdóttir. Gunnar var húsasmíða- meistari. Vann hann m.a. mikið á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Eftirlif- andi eiginkona hans er Bryndís Björgvinsdóttir. Þau hjónin eignuð- ust tvö börn. Útför Gunnars verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag kl. 15. Tilkyimingar Félag eldri borgara Göngu-Hrólfar hittast nk. laugardag kl. 10 að Nóatúni 17. Þingvallaferð 1. sept- ember. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins s. 28812. Nokkur sæti eru laus í Fjallabaksleiðina þriðjudaginn 28. ágúst. Fararstjóri Pétur H. Ólafsson. Upplýsingar á skrifstofu félagsins eða á ferðaskrifstofu BSÍ, s. 623320. Síðsumarferð Nessafnaðar Síðsumarferð inn Borgarfjörð nk. laugar- dag. Lagt af stað frá Neskirkju kl. 10. Veitingar í Reykholti, berjasprettan könnuð. Nánari upplýsingar hjá kirkju- verði í síma 16783 milli kl. 16 og 18. Hársnyrtistofa Helgu hefur opnað stofu á Hólmavík (í gamla kaupfélagshúsinu). Símapantanir i síma 95-13424 fyrir hádegi. Flóamarkaður Mæðra- styrksnefndar verður haldinn í dag, fimmtudag, milli kl. 16 og 18 í kjallara að Hringbraut 116 ' (V esturvallagötumegin.) Blúskvöld á „Tveir vinir og annar í fríi“ Skemmtistaðurinn Tveir vinir og annar í fríi er með blúskvöld að venju í kvöld, fimmtudagskvöld. Tregasveitin skemmt- ir aö þessu sinni. Þessi blússveit með þá feðga Pétur Tyrfmgsson og Guðmund Pétursson í fararbroddi er tvímælalaust ein fremsta blússveit iandsins. Á föstu- dagskvöld skemmta íslandsvinir og hver veit nema Hjalti Guðgeirs líti inn. Fjöl- breytt dagskrá Tveggja vina heldur uppi dampinum á laugardagskvöld því þá eru það Blúsmenn Andreu sem sjá um fjörið. Sunnudagskvöldið er helgað þjóðlaga- tónhstinni því þá leikur þjóðlagatríóið Við þijú. Þau skemmta svo aftur á mánu- dagskvöld. Rokksveitin Nýdönsk skemmtir síðan þriðjudags- og miðviku- dagskvöld. „I love you to Death“ sýnd í Stjörnubíói Stjörnubíó hefur hafið sýningar á nýj- ustu mynd leikstjórans Lawrence Kas- dan „I lovew you to Death“ með stór- stjörnunum Kevin Kline, Tracey Ullman, River Phoenix, Wilham Hurt og Joan Plowright. Myndin byggir á sannsöguleg- um atburðum og segir frá kvennabósan- um Joey Boca sem hefur haldið framhjá eiginkonu sinni árum saman en gerir þau grundvaharmistök að láta hana standa sig að verki. Frúin er blóðheit og hefni- gjöm og ákveður aö koma bónda sínum undir græna torfu. Til þess nýtur hún aðstoðar móður sinnar, besta vinar sins og tveggja moðhausa. Ahir eru af vhja gerðir en örlögin virðast þeim ekki hhð- holl og aht fer ööruvísi en ætlað er. Law- rence Kasdan er einn afkastamesti leik- stjóri og handritahöfundur í Hohywood og skrifaði m.a. kvikmyndahandritið að tveimurstjömustríðsmyndum. Skemmst er að minnast stórmyndanna „The Big Chih“, „Shverado", „The Accidental To- urisf ‘ og „Immediate Famhy“. Norrænt knattspyrnu- mót samvinnu- starfsmanna í Borgarnesi Dagana 25. og 26. ágúst verður haldið í Borgarnesi norrænt knattspymumót samvinnustarfsmanna. Mótiö var síðast haldið í Svíþjóð 1987 og lentu íslendingar þá í öðm sæti. Á mótið munu mæta karla- og kvennahð og mun verða keppt á malarvelh og grasvehi bæjarins. Laug- ardaginn 25. ágúst mun mótið hefjast kl. 10 og munu verða leiknir 6 leikir í knatt- spyrnu karla á malarvelhnum og 6 leikir í knattspyrnu kvenna á grasvellinum. Sunnudaginn 26. ágúst fara fram úrsht og munu þau verða leikin á grasvellinum og hefst sú viðureign kl. 11. Aö loknum úrslitaleikjum mun fara fram verðlauna- afhending. Fundir Sumarfundur Kiwanis- klúbbanna i kvöld, 23. ágúst kl. 20 í Kiwanishúsinu, Brautarholti 26. Ræðumaður kvöldsins: Júhus Sólnes umhverfismálaráðherra. Tapað fundið Taska tapaðist í Húnaveri Dökk taska með grænni ól tapaöist í Húnaveri um verslunarmannahelgina. í töskunni var karlmannafatnaður, leður- jakki og fleira. Ef einhver veit hvar task- an er niðurkomin, þá vinsamlegast látið vita í síma 97-31281. A Norræna Afríkustofnunin auglýsir hér með: - FERÐASTYRKI til rannsókna í Afríku. Umsóknir þurfa að berast stofn- uninni í síðasta lagi 28/9 1990. - NÁMSSTYRKI til náms við bókasafn stofnunar- innar tímabilið janúar - júní 1991. Síðasti umsóknardagur 1/11 1990. Upplýsingar í síma (0) 18-155480 Uppsala eða í pósthólfi 1703, 751 47 Uppsala. Heimahjúkrun: 35sjúkraliðar í frétt um neyðarástand á heim- ilum sjúkra aldraðra vegna lok- ana öldrunarhjúkrunardeilda á spítulum var ranghermt að 60 hjúkrunarfræðingar ynnu hjá heimahjúkrun Reykjavíkurborg- ar. Rétt er að hjúkrunarfræðing- amir eru 25 en sjúkraliðarnir, sem vinna sömu störf þar, eru 35 talsins. Allir 60 starfsmenn heimahjúkrunar eru fagmenn með starfsleyfi frá heilbrigðis- yfirvöldum. -hlh Fjölmiðlar Peningar og ást Ég veit ekki hvort það er nokkurt vit í því að fjölmiölar reyni að móta almenna umræðu í þjóðfélaginu þó hún fari að mestu fram í þeim. Stundum finnst mér það þó rétt og nánast skylt af íjölmiölunum, þegar einhver delluhugmyndin hefur vað- ið uppi lengi að láta einhvem af launuðum starfsmönnum sínum skoða hvað býr að baki dellunni ef enginn annar virðist ætla að gera það. Persónulega finnst mér mest gam- an að skoöa hvernig tílfinningaleg afstaða manna til mála getur látið þá tapa áttum og gera dellu úr hin- um bestu málum. Það er kannski vegna þess að á mínum yngri árum brenndi ég mig eftirminnilega á að blanda saman tílfinningum og pen- ingamálum í langvinnum tílhugalíf- um. Siðar hef ég vitkast enda hefur kvenþjóðin svo til hafnað mér. En það virðist vera svo að það sem Jesú sagði um keisarann og guð eigi við um margt. Hér hefur til dæmis verið rekin byggðastefna á tílfinn- ingalegum grunni án þess að nokk- ur hafi spurt hvað hún kostaði. Henni er haldið á lofti í nafni þess að landið skuli vera allt í byggð. Ég man ekki til þess að nokkur maður hafiskýrtútaf liverj u. Eftir sem áður jaörarþað við óþjóðhollustu aðdragaþettaíefa. List og peningar fara einnig illa saman. Við rekum Þjóðleikhús af blindum metnaði. Afraksturinn er einhver furðulegasti rekstur sem um getur þar sem íjöldi leikara þigg- ur full laun svo árum skiptir án telj- andi vinnuframlags. Þaö erhins vegar nánast skógarsök að hall- mæla framlögum af almannafé í þessi ósköp. Þannig má lengi telja. Vanalega markast almenn umræða um heil- brigðismál af tilfinningum eins og sá puntur sé ekki tíl að fólk segi hingað og ekki lengra; við tímum ekki að bjarga þessu mannslífi ef það á að kosta svona mikiö. En eins og ég sagði. Kannski er ekkert vit í því aö íj ölmiðlar séu að skipta sé af þessu ef stjórnvöld, hagsmunahópar, mannvitsbrekkur og Ragnar-Reykásarnir vilja hafa þettasvona. Gunnar Smári Egilsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.