Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1990, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022-FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Klukkan tifar Bandaríkin hafa sýnt mátt sinn við Persaflóa. Hraði herflutninganna hefur komið á óvart. Einnig var óvænt, hversu mikinn herafla þeim hefur tekizt að flytja á vett- vang. Þótt önnur ríki hafi sýnt lit, eru það Bandaríkin, sem hafa reynzt brjóstvörnin gegn Saddam Hussein. Þetta breytir valdastöðunni. í vetur virtust Bandarík- in vera meira eða minna utangátta, þegar Vestur- Þýzkaland og Evrópubandalagið tóku forustu í málum Austur-Þýzkalands og Austur-Evrópu. Eftir veturinn var sagt, að Bandaríkin væru bara eitt veldi af mörgum. Þá var hka bent á Sovétríkin og sagt með nokkrum rétti, að hernaðarlegur máttur væri lítils virði í saman- burði við efnahagslegan mátt. Upp væri runninn tími efnahagsvelda á borð við Vestur-Þýzkaland og Japan, sem verðu tiltölulega litlu fjármagni til hermála. Nú hafa menn hins vegar vaknað upp við, að endir kalda stríðsins jafngildh’ ekki, að hinn mikh kaupsýslu- friður sé runninn upp. Um allan heim er mikið af her- skáum smákóngum, sem safna hættulegum vígtólum og leita færa til að kúga umheiminn með vopnaskaki. Atlantshafsbandalagið er komið nálægt leiðarenda í ætlunarverki sínu í varðveizlu friðar í Evrópu. í stað þess að leggja bandalagið niður, kemur sterklega til greina, að það víkki verksvið sitt og hefji friðargæzlu í tengslum við ohuframleiðslusvæði Miðausturlanda. Ekki er hægt að láta Bandaríkin bera þorra byrðanna af því að mæta harðstjóra, sem skekur efnavopn, safnar sér í kjarnavopn og tekur útlendinga að gíslum. Vestur- Evrópa og Japan verða að taka sjálf þátt í að gæta eigin hfshagsmuna. Hver veit, hvar sprengja Saddams fellur? Tíminn vinnur gegn Bandaríkjunum og bandamönn- um þeirra. Ef Saddam Hussein heldur Kúvæt og reynir að þreyja þorrann, fer að bresta í bandalaginu gegn honum. íran og Sýrland eru til dæmis ekki líkleg til að verða í langvinnu vinfengi við Vesturlönd. Líklegt er, að göt komi á hafnbannið. Við sjáum nú þegar, að Jórdanía reynir að brjóta það. Einnig getur komið að því, að trúhneigðir furstar á Arabíuskaga þori ekki lengur að hafa vantrúarher í löndum sínum og vilji heldur reyna að semja við Saddam Hussein. Á næstu vikum mun Saddam Hussein safna saman Vesturlandabúum, sem ekki hafa gefið sig fram í Kú- væt, og koma þeim fyrir í nágrenni hernaðarlegra mikil- vægra staða í írak, svo sem flugvalla, herstöðva, efna- verksmiðja og tilraunaverkstæða kjarnorkuvopna. Að því loknu er næsta víst, að Saddam Hussein hefur tryggt sig í sessi. Hann heldur herfangi sínu í Kúvæt og bíður betra færis til næstu árásar, þegar hann hefur náð sér í kjarnorkuvopn. Núverandi pattstaða jafngildir þess vegna ósigri bandalagsins gegn honum. Með hverjum deginum, sem líður, verður erfiðara að taka hina brýnu ákvörðun um að eyðileggja flugvelli, herstöðvar og vopnasmiðjur íraks, flugflota þess og skriðdrekaflota. Með hveijum deginum, sem líður, verð- ur erfiðara að rjúfa hina óhagstæðu pattstöðu. Bandaríkin hafa unnið kraftaverk með því að koma 100 þúsund manna herliði í skyndingu til Miðaustur- landa. Samstaða heimsins gegn Saddam Hussein er næsta eindregin. Sovétríkin eru í báti með Vesturlönd- um og sama er að segja um Tyrkland og Egyptaland. Allt þetta verður til einskis, ef Saddam Hussein fær svigrúm til að halda áfram að undirbúa næstu lotu í stríði sínu, sem er stríð siðleysis gegn siðmenningu. Jónas Kristjánsson Flokkurinn hefur enga sannfæringu um grundvallaratriði - stefnir ekki að neinu, ætlar sér ekkert - annaö en að sitja að völdum, segir m.a. í grein Guðmundar. - Frá siðasta flokksþingi Framsóknarflokksins. Framsókn og lýðræðið í sveitarstjórnarkosningunum áriö 1970 fékk Framsóknarflokkur- inn 18,8% atkvæöa á landinu öllu. í Reykjavík fékk hann 17,2% fylgi. í sveitarstjórnarkosningunum í vor fékk flokkurinn 12,1% atkvæða á landinu öllu. í Reykjavík var fylgi hans 8,3%. í alþingiskosningunum árið 1971 fékk Framsóknarflokkurinn 25,3°/o atkvæöa og 17 þingmenn kjöma. í síðustu þingkosningum var fylgi flokksins 18,9% og þingmennimir aðeins 13. Samkvæmt síðustu skoðana- könnunum, sem DV og Skáís hafa gert, er þingfylgi Framsóknar- flokksins nú 15-16%. í ríkisstjórn í tvo áratugi Þessar tölur sýna, svo ekki verð- ur um villst, aö Framsóknarflokk- urinn hefur verið á niðurleið síð- astliöin tuttugu ár og er enn. Ætla mætti að flokkur, sem orðið hefur fyrir slíkum skakkaföllum, yrði látinn taka afleiðingunum og sætta sig við hlutverk í stjórnarandstöðu. Vemleikinn er hins vegar allur annar eins og alþjóð veit. Fram- sóknarflokkurinn hefur setið nær samfellt í ríkisstjórn allt frá því að kjósendur hófu að flykkjast frá honum fyrir tveimur áratugum. Þeir sem ganga að kjörborðinu í fyrsta sinn í þingkosningunum í vor hafa alla ævi búið við stjórn sem framsóknarmenn hafa setið í. Sú spuming vaknar hvort hér sé ekki um að ræða veilu í lýðræðis- skipan okkar. Er eðlilegt að stjórn- málaflokkur, sem er á stöðugri niö- urleið í tvo áratugi, hafi allt það tímabil úrslitaáhrif á málefni lands og þjóðar? Leiðirtil spillingar Matthías Johannessen ritstjóri vikur aö þessu efni í pistli í Morg- unblaðinu síðastliðinn sunnudag. Hann bendir á að það sé sérkenni miðflokka að skipta litum í stjórn- málum, horfa bæði til vinstri og hægri í senn - og hafna ævinlega þar sem völdin era. „Það hefur Framsóknarflokkurinn gert ára- tugum saman og vafasamt hvort svo lítill flokkur eigi að hafa svo KjaUarinn Guðm. Magnússon sagnfræðingur mikil völd svo langan tíma. Eitt- hvað er nú bogið við slíkt lýð- ræði,“ skrifar hann. Og Matthías bætir við: „En við verðum víst að umbera fylgikvilla þess, hvað sem öðra líður. En ekki er það heilsusamlegt að 17% séu meirihluti langtímum saman. Það hefur óhjákvæmilega spillingu í fór með sér.“ Er ekki ástæða til að íhuga þessi orð vandlega? Án stefnu Það er einkenni Framsóknar- flokksins að hann hefur enga stjórnmálastefnu. Flokkurinn hef- ur enga sannfæringu um grund- vallaratriði. Hann stefnir ekki að neinu, ætlar sér ekkert - annað en að sitja að völdum. Til skamms tíma flaggaði flokk- urinn einhveiju sem kallað var samvinnustefna. Forystumenn Framsóknar töluöu um þaö á tylli- dögum að þeir væru samvinnu- menn. Nú hefur samvinnustefnan verið lögð á hilluna, enda komið á daginn að hún gengur ekki upp þar sem lögmál samkeppni og frjálsra viðskipta fá að njóta sín. Kaup,- félögunum hefur verið lokað og samvinnuhreyfmgunni breytt í hlutafélag sem forystumenn Fram- sóknar stjóma og ætla vafalaust að eignast með tímanum. Hafi einhverjir kosið Framsókn- arflokkinn til að efla hina dular- fullu samvinnustefnu er sú réttlæt- ing ekki lengur fyrir hendi. Nú kjósa þeir einir Framsóknarflokk- inn sem vilja láta reka á reiðanum og neita að horfast í augu við þau vandasömu úrlausnarefni sem blasa við. Einn flokk til ábyrgðar Ein ástæðan fyrir því að lítill hentistefnuflokkur eins og Fram- sóknarflokkurinn hefur getað skapað sér oddaaðstöðu í íslensk- um stjómmálum er sú að kjóserid- ur hafa ekki treyst sér til að efla einn flokk til ábyrgðar. Næði Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta á Alþingi mundi það knýja aðra stjórnmálaflokka til að skerpa málefnagrundvöll sinn. Þeir yrðu að bjóða upp á valkost við sjálfstæðisstefnuna. Henti- stefna dygði ekki. Afleiðingin yrði annaðhvort sú að Framsóknarflokkurinn kæmi fram í dagsljósið með heillega stjómmálastefnu eða gufaði upp. Og óneitanlega er seinni kostur- inn raunhæfari - og betri! - en hinn fyrri. Guðmundur Magnússon „Er eðlilegt að stjórnmálaflokkur, sem er á stöðugri niðurleið 1 tvo áratugi, hafi allt það tímabil úrslitaáhrif á mál- efni lands og þjóðar?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.