Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1990, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990. 7 dv Sandkom Árvakrar ídagbóklög- reglunarfrá umhelginaseg- ir: „Aðfaranótt laugardagsins voru lögreglu- menn í Lækjar- götuvarirvið aðveriðvaraö hnuplaein- kennishúfum þeírra. Þeir semþað 'A-iH :r reynduvoru umsvifalaust teknir og færðir á lög' reglustööina." Maðurfinnurfyrir öryggiskennd að vita af því að lögg- ur nar tóku eftir því að einh ver var að stela húfunum þeirra. Auðsjáan- lega hefur lögreglan tekið á sig rögg frá þ ví um árið þegar einhver stal my ndbandstæki á Hóte! Sögu á með- an lögreglan var að horfa á mynd- band i sjónvarpinu. Þá skildu lögg- urnar ekki neitt í neinu þótt þeim hafi fundist skrýtið að myndin skyldi hveria. sjónvarpsstjóri Þaðernúal- mennttaiaðum : aðPáll Magn- ússon, fyrrum fróttastjóri Stöðvar2og núverandi framkvæmda- stjóriíVam- ieiðslusviðs, verði sjón- varpssþórií upphaflnæsta árs. Þá rennur út ársleyfi Þorvarðar Eliassonar sjónvarpsstjóra firá Verzlunarskólan- um. Sigurveig Jónsdóttir yrði þá fréttastjóri tii frambúöar og Ólafur E. Friðriksson héldi titli sínum sem varafréttastjóri. Rónabíó Hinötlugu samtök Stór- templarahafa núaldeilis fumiiðaðgerð tilaðherjast gegn áfongis- tióiinu. Þau ætiaokkibara aðhafabingóí Templarahöll- mni heiiiiu líka ÍTónabiói. Það erekkiaðefa að þessi ákvörðun mun stóriega draga úr misnotkun á áfengiogjafn- vel gera endanlega út af við þetta böl. Eftir þessar breytingar á Tóna- bíói hefur þaö verið skírt upp manna á meðal og kallast nú Rónabfó. Svangur buxnaþjófur Hérereinúti- legusaga í til- efni veðurblíö- unnaraðund- anförnu. Þann- ígeraðfjöl- skyidanokkur fóríSkorradal ogtjaldaðiþar viöDragá.Iíltir vanalegtúti- iegustúss, griil ogþessháttnr, sofnaóitjöl- skyldan út frá þrastasöng. Um morg- unþegarfjölskyldufaðirinnvaknar og hyggst klæða sig verður hann þess áskynja að buxurnar hans eru horfn- ar og hann flnnur þær ekki h versu vel sem hami leitar í tjaldinu. Þegar hann skimar út tekur hann síðan eft- ir því að bílinn hans er horfinn líka. Maðurinn leitaöi ásjár Davíðs, hrepp- sfjóra á Grund, sem skipulagði þegar leitaðbílnum. Hann fannsteftir nokkra leit og var óskemmdur. í framsætinu lágu buxur mannsins samanbrotnar. Þjófúrinn viröist þ ví hafa verið sérstaklega bíræfinn þar sem hann hafði opnað tjaldið, náð í buxur mannsins með bíilyklunum og ekið bílnum á brott. Sjálfsagt hefði tjölskyldan getaö hloglö að þessu lengi ef þjófurinn heiði ekki étið allan matinn og drukkið allt vínið sem geymtvaríbílnum. Um$jón: Gunnar Sméri Egilsson Fréttir Rannsóknir á morðum á Norðurlöndum: Morðum hér á landi fækkar á næstu öld - segir dr. Gísli H. Guðjónsson yfirréttarsálfræðingur „Það virðist vera komið á jafnvægi hér á landi hvað morð varðar og það er tiigáta mín að þeim eigi eftir að fækka eftir 10 ár,“ sagði dr. Gísli H. Guðjónsson yfirréttarsálfræðingur I töflunni kemur fram tíðni morða fimmta hvert ár. Mælingar á Græn- landi og íslandi eru öðruvísi að því leyti aö þar er stuðst við meðaital á fimm ára tímabili. Skákþing íslands: HefstáHöfn ínæstuviku Skáþing íslands í landsliðsflokki hefst á Höfn í Hornafirði í riæstu viku, nánar tiltekið á þriðjudaginn 28. ágúst og stendur til 8. september. Þátttakendur eru 12 að þessu sinni. Þeir eru: Jón L. Árnason, Margeir Pétursson, Hannes H. Stefánsson, Þröstur Þórhallsson, Björgvin Jóns- son, Halldór G. Einarsson, Þröstur Árnason, Sigurður Daði Sigfússon, Tómas Björnsson, Snorri Bergsson, Héðinn Steingrímsson og Árni Á. Árnason. Ólafur Ásgrímsson verður skák- stjóri og teflt veröur á Hótel Höfn. -SMJ Norsktherskip Norska freigátan KNM HORTEN kemur til Reykjavíkur í dag klukkan 12. Skipið verður til sýnis á sunnudag enþaðmunliggjaviðÆgisgarð. -pj Hofsós: Frystihúsið leigt Stjórn Hraðfrystihússins hf. á Hofsósi hefur leigt Fiskiðju Sauðár- króks hf. eignir félagsins frá og með 20. ágúst 1990 og hætt rekstri á með- an áfram er unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins. Starfsmenn halda vinnunni og áunn- um réttindum. -pj en nýlega hafa birst opinberlega rannsóknir hans og Hannesar Pét- urssonar, yfirgeðlæknis á Borgar- spítalanum. Rannsóknir þeirra beindust að morðum á Norðurlöndum og var sérstaklega tekið fyrir árabilið 1955 til 1985. Gísli sagði að það væri viðurkennd staðreynd að morð ættu sér stað í sveiflum og þau væru í beinu sam- bandi við breytingar á þjóðfélaginu. Nefndi hann sem dæmi að morðum hefði fjölgað hér á landi eftir seinni heimsstyrjöldina og reyndar einnig upp úr 1970. „Tíðni morða virðist vera að komast í jafnvægi á Norður- löndunum og reyndar einnig í Eng- landi. Grænland er auðvitað sér á báti í því efni,“ sagði Gísli en hann hefur starfað í Englandi undanfarin ár. - En af hverju ætti morðum hér á landi að fækka? „Auðvitað skiptir máli hvernig gengur að berjast við áfengis- og fíkniefnanotkun. Eins og ég sagði áður gengur fjöldi morða í bylgjum og þaö er einfaldlega tilgáta mín að þeim fari að fækka.“ Morðum hefur fjölgað Aö Finnlandi undanskildu hefur morðum fjölgað á Norðurlöndunum síðan 1955. Greinilegt er að Græn- lendingar búa við annarlegt ástand, með á milli 20 og 30 morð á ári miðað við 100.000 íbúa. Reyndar eru íbúar á Grænlandi aðeins um 55.000 þannig að gera má ráð fyrir að morð hjá þeim séu um 15-18 á ári. Til saman- burðar má nefna að hér á landi er aö meðaltali rétt rúmlega eitt morð á ári, þrátt fyrir að viö séum um fimmfalt fleiri. Grænland er auðvitað í sérflokki. Fjölgun morða hefur verið hægust hér á landi og í Noregi. Stungur og högg algengasta aðferðin hér íslandi svipar mjög til Svíþjóðar hvað morðaðferðir varðar en hér eru mestar líkur á að morð séu framin með stungum eða höggum. Má sem dæmi taka að á Grænlandi er algeng- ast að notuð séu skotvopn. Morð með skotvopni voru algeng- ari hér á landi á árunum 1940-1969 en 1970-1984. Ef samband hins myrta og morð- ingjans er skoðað kemur í ljós að einhver kunningsskapur var yfirleitt á milli þeirra hvað ísland varðar. Svipað ástand er í Svíþjóð. Ef ástæður morðs eru skoðaðar kemur í ljós að hér á landi verða þau oftast í kjölfar rifrildis eöa reiði- kasta. Við íslendingar skerum okkur reyndar úr þarna að einu leyti því morð af fjárhagsástæðum eru óvenjutíð hér, eða 15% tilvika. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.