Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1990, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1990, Qupperneq 12
FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990. Spurriingin Lesendur Heillandi tónlistarmaður Hvað skal gera? Kjartan Benediktsson nemi. Aðal- lega á nóttunni þegar ég er að vinna. Ég bý á Egilsstöðum og þar er rás 2 og hún er allt í lagi. Metuppskeru af kartöflum verður vísast mörgum umhugsunarefni. Eða verð- jur umframmagni hent að venju? Konráð Friðfinnsson skrifar: Fyrir nokkrum mánuöum var flutt þáttaröð á Rás 2 um söngva- rann og tóna- og textasmiðinn Donovan. Að vísu hafði ég heyrt mannsins getiö áður, vissi t.d. að hann var í miklum metum hjá stór- um hópi fólks á Bítlatímanum og máski eitthvað lengur. Einnig var mér kunnugt um að smíöar hans þóttu svipa nokkuö til þeirra er Bob Dylan fékkst þá við. En lengra náði þekking mín á þess- um athyglisverða söngvara ekki. Þess vegna ákvað ég að bæta úr þessari vanþekkingu með hjálp þáttanna til að heyra sjálfur hvað „blómadrengurinn" — svokallaði hefði fram að færa. Klukkan 16 á sunnudegi kveikti ég á útvarpi minnar heiðruöu móö- ur. Stuttu síðar bárust tónar frá hátalarakerfi tækisins og ör- skömmu seinna einnig þægileg og tilfinningarík rödd - Donovan var sem sé mættur. Maðurinn var frá- bær, raunar svo framúrskarandi aö maöur varð undrandi á að hafa látið slíkan snilhng fram hjá sér fara án þess að veita boðskapnum viðtöku á sinni tíð. Þættimir á Rás 2 urðu alls fjórir. Greinilegt er að höfundur flytur gerning sinn beint frá hjartanu. Og það er aðeins á færi sannra listamanna að gera. Slíkt er ekki öllum í þessum bransa gefið, því miður. Og þeim er þannig er ástatt hjá minna mig ætíð á „lifandi vél- ar“ eða tölvur sem búið er að mata. Síðan, þegar stutt er á ákveðna takka, fara maskínur í gang og heíja strax að ryðja út úr sér ísköld- um orðaflaumi. Oft er þetta fólk þó gætt ágætri söngrödd og fer kannski jafnlétt með „háa C-ið“ eins og þegar ég drekk mína mjólk. Sannleikurinn er hins vegar sá að kveðandi þess Söngvarinn og lagasmiðurinn Donovan. „List hans kemur beint frá hjartanu", segir m.a. um hann i bréfinu. hóps hrífur mann ekki neitt af þeim sökum að alla einlægni og tilfinn- ingu vantar í flutninginn. Og ef listamaðurinn (hver sem hann er) leggur enga rækt við þessa nauð- synlegu þætti snihdarinnar er sköpunin unnin fyrir gýg. Getur þar af leiðandi ekki lifaö lengi, sem hlýtur þó að vera takmark sér- hvers listamanns. En það er af Donovan að segja að hann missti fyrri vinsældir sín- ar niður í fallvöltum tískuheimi hljómanna, varð m.ö.o. undir. Plöt- ur hans standa engu að síður fyrir sínu. Þær halda merki kappans á lofti og vitna best um afbragðstexta og tónsmíð. Matthildur Benediktsdóttir banka- starfsm.: Já, ég geri það í vinnunni. Ég bý úti á landi og hef bara Gufuna og rás 2. Ég er ánægð með rás 2 en hlusta ekkert á hina. Jón Magnússon sjómaður: Bara allt- af þegar við sjómenn náum útsend- ingum. Það er reyndar furðulegt að það skuh enginn sendibúnaður ná til okkar og til dæmis næst ekkert sjón- varp á miðjum Breiðafirði. Hlustarðu mikið á útvarp? Krístinn B. Krístinsson umsjónarm.: Það er einna helst þegar ég er í bíln- um. Ég hlusta orðiö mest á Aöalstöð- ina enda spila þeir tónhst sem ég kannast við. Bjarki Freyr Sigurgeirsson, 12 ára: Já, mjög mikið. Aðahega á Stjömuna Og FM 95,7. Metuppskera af kartöflum: I.K. hringdi: Nú era horfur á að metuppskera af kartöflum verði í landinu þetta sumar. - Getur það ekki valdið vandamálum eins og annaö gott sem brestur á í þjóðfélaginu? En í fuhri alvöru talað: Bændur hafa hingað th notað kartöflur tals- vert sem fóður handa kúm og kálfum gegnum árin. Ekkert er nema gott um það að segja ef fóðurbætiskaup, gengju þá eitthvað til baka fyrir vik- ið. Nú er ráð að skoða það mál nánar og athuga hvort metuppskera af kartöflum getur þá ekki komið bændum að verulegu gagni þetta árið. Annað, sem ég vhdi láta kanna í sambandi við þessa metuppskeru, er hvort ekki er hægt að nýta kartöfl- umar í aðra matvælaframleiðslu. Um margt er sjálfsagt að ræða. Vh ég þó skýra frá því að í Kanada, nánar thtekið á Prince Edward Is- land, þar sem kartöflurækt er einna mest í Kanada, hefur talsvert verið gert að því að framleiða svokallaöan „kartöfluís". Þarna er framleiðslan með þeim hætti að tekist hefur að einangra kartöflubragðið svo að það kemur ekki í gegn jafnsterkt og ætla mætti, enda ístegund þessi jafn vin- sæl og aðrar ístegundir á markaðin- um. Mér datt í hug hvort íslenskir ís- framleiöendur gætu ekki reynt sig við þessa framleiðslu, t.d. Kjörís sem er að hluta til eins konar jurtaís. Ég legg þetta fram til umhugsunar hjá þjóð sem er nauðsynlegt að spara og henda ekki matvælum. Ófeigur Sigurðarson nemi: Nei. Á miðvikudögum hlusta ég reyndar stundum á þungarokksþáttinn Hausaskak á Rótinni. Þeir eiga ísland Aðsetur íslenskra aðalverktaka við Höfðabakka. - „Samkomulag um skiptingu ríkulegrar uppskeru til yngri sem hinna öldnu. Einnig til pólitískra flokka og fyrirtækja." | Ragnar Ólafsson skrifar: 1 Það hefur oft verið spurt að því hveijir eigi ísland. Enginn ætti nú að þurfa að ganga að því gruflandi að það eru landsmenn sjálfir og þá ahir jafnt. Eða svo skyldi maður ætla. En auðvitað er þetta ekki sann- leikanum samkvæmt, landið og mið- in eru ekki í eigu ahra íslendinga að jöfnu og þar eru sumir miklu jafnari en aðrir. Um það þarf ekki að deha að innan stjómmálaflokkanna allra hafa myndast hagsmunir sem sótt er í aö [halda í taumana á. Þar má nefna stjóm peningamála gegnum banka- stofnanir, stjóm á flskveiðum gegn- um ráöuneyti og opinbera stjómun aðra stjóm á landsvæðum til nýting- ar þar sem finnst orka eða seljanleg- ir landkostir - og svo að ógleymdum notum fyrir landbúnað og afleiddar starfsgreinar. Síðan hefur borið að landi aðra nýrri kosti svo sem í byijun og þó einkum eftír síðari heimsstyrjöldina þegar viö íslendingar gengum í sam- eiginlegt vamarbandalag. Það var að vísu landsmönnum til góös en eins og oft áður sumum meira til góðs en öðmm. - Fyrirtækið íslenskir aðal- verktakar er dæmi um það hvar vald getur skapast á óvæntan hátt eftir að póhtískur aðgangur hefur verið heinhlaöur að einni uppsprettu sem er svo gætt með því að hleypa ekki neinum óviðkomandi inn. Nú hefur afrakstur svona fyrir- bæris veriö til umfjöllunar í nokkurn tíma vegna þess að staðið hefur fyrir dyram að útdeha úr sjóðum þess til manna sem finnst að þeirra tími sé kominn th að njóta ávaxtanna - ekki bara einhverra arðgreiðslna eftir aðalfundi - heldur hinnar ríkulegu uppskeru, áður en moldin lokast yfir höfðum hinna skráðu en óopinberru eigenda landsins. En það eru fleiri sem njóta góðs af en hinir öldnu. Pólitískir flokkar og fyrirtæki fá einnig verulega salibunu úr sjóðun- um. Og það er einmitt með því móti sem hægt er að skipta kökunni, án þess að upphefjist rifrildi við veislu- borðið. Það þarf engan að undra þótt ís- lenskur almenningur, sem lengst af hefur þurft að hafa vakandi auga með hverjum lausum yfirvinnutíma og verið bundinn við verðbólgu- vanda og vaxtagreiðslur, verði lang- leitur þegar hann les fréttir um aö einn hópurinn í Islandseign hf. hafi náð samkomulagi við sjálft ríkið um að kaupa hluta gróðans til að deila honum svo aftur út til sama hóps! - Skyldi spurningunni um hveijir eigi ísland ekki hafa veriö svarað, a.m.k. að mestu leyti?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.