Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Síða 7
ULTRA GLOSS endist langt umfram hefð- bundnar bóntegundir. Utsölustaðir: ESSO Olíufélagiðhf - stöðvarnar ’-ryjr sí -f' : ,1’í )/ 'í-:/ » , f LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990. Fréttir Bifreiðaskoðun Islands: Gíf urleg hækkun á gjaldskránni Þau gjöld, sem Bifreiðaskoðun ís- lands tekur fyrir þjónustu sína, eru allt að 320 prósent hærri en fólk þurfti að greiða fyrir tveimur árum þegar Bifreiðaeftirlit ríkisins veitti sömu þjónustu. Mesta hækkunin jafngildir þrefoldun á föstu verðlagi en að meðaltah er þjónusta Bifreiða- skoðunar um 65 prósent dýrari en hjá Bifreiðaeftirlitinu. Þetta er algjörlega á skjön við yfir- lýsingar stjórnmála- og embætt- ismanna þegar Bifreiðaskoðun Is- lands tók til starfa. Þá var sagt að þessi breyting mundi leiða til lækk- unar skoðunargjalda. Leifur Ey- steinsson, deildarstjóri í fjárlaga- og hagsýslustofnun, gaf til kynna í sam- tali við DV í ársbyrjur 1988 að þessi breyting gæti leitt til ain 25 prósent lækkunar. Hann sagði sem svo að rekstrarkostnaður Bifreiðaeftirlits- ins væri um 120 milljónir en inn- heimt gjöld hins vegar um 160 millj- ónir. Samkvæmt því mátti ætla að Bifreiðaskoðunin gæti lækkaö skoð- unargjöld um allt að 25 prósent. Síðar kom í ljós að greiða þurfti virðisaukaskatt af skoðunargjöldum og það eyðir þessum mun. Hins vegar skýrir skatturinn ekki þá 65 prósent raunhækkun sem orðið hefur á þjón- ustu Bifreiðaskoðunar miðað við gjaldskrá Bifreiðaeftirlitsins. Starfsmenn fyrirtækisins eiga er- fitt með að rökstyðja hvers vegna Bifreiðaskoðunin þarf hærri skoðun- argjöld. „Þessi hækkun, sem kom strax fyrsta árið, var óskiljanleg. Við héld- um áfram að skoða á sama tjakkn- um,“ sagði einn þeirra í samtali við DV. Engar breytingar hafa verið gerðar á tíðni skoðunar hjá fyrirtækinu frá því það tók við. Síðast voru gerðar breytingar árið 1983. Hækkun á gjöldum fyrirtækisins leggst því með fullum þunga á bifreiðaeigendur. Mesta hækkunin hefur orðið á skoðun stærri bíla og tengivagna. Skoðun á minni bifreiðum og nýskráning hefur hækkað minna. Eini liöurinn í gjaldskrá Bifreiða- skoðunar, sem hefur lækkað frá því fyrirtækið tók yfir starfsemi Bif- reiðaeftirlitsins, er skráning eig- endaskipta sem er um 11 prósent ódýrari en áður. -gse Það þarf ekki mátunarklefa á útimarkaðnum I Austurstræti. DV-mynd JAK Drukknir íslendingar á Schipholílugvelli: Könnumst ekki við vandræðaástand - segirblaöafulItrúiAmarflugs „Eg held að þarna hljóti einhver að gera úlfalda úr mýflugu. Drukkn- ir íslendingar eru auðvitað alls stað- ar til vandræða þar sem þeir eru og það kemur fyrir í útlöndum eins og annars staðar að einhver fær sér of mikið í staupinu. Við könnumst hins vegar ekki við að þetta sé neitt vand- ræðaástand," sagöi Óh Tynes, blaða- fuhtrúi Arnarflugs, en í DV í gær var sagt frá vandamálum vegna drykkju- skapar íslendinga á Schipholflugvelh við Amsterdam. Amarflug er með áaetlunarflug þangað. Óli sagði að flugfélagið heíði ekki afskipti af fólkinu nema þegar það væri komið um borð í flugvélarnar. Þar hefðu Arnarflugsmenn ekki orð- ið varir við nein vandamál. - Hafið þið heyrt kvartanir frá flug- vaharyfirvöldum? „Nei, alls ekki og það þó að við séum í sambandi við þá daglega.“ - Það vom tiltekin ákveðin dæmi í fréttinni. Kannist þið við þau? „Það var þarna eitthvert rugl á ein- um manni á sunnudagskvöldið. Hann var ekki tékkaður inn vegna þess að hann var ekki með réttan miða og átti ekki að fara heim fyrr en á þriðjudaginn,“ sagði Óh. Óh sagði að hann færi sjálfur oft um þennan flugvöll og heföi ekki orðið var við nein vandræði. -SMJ Spennandi bíll á spennandi verði Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2, sími 67-4000 \fau IKns\ ? Kennslustaðir: Auðbrekku 17, Kópavogi og „Hallarsel“ við Þarabakka 3 í Mjódd. Kennum alla samkvæmisdansa: suðurameríska, standard og gömlu dansana. Einnig barnadansa fyrir yngstu kynslóðina. Einkatímar eftir samkomulagi. Innritun og upplýsingar mánud. - laugard. kl. 10:00 - 19:00 dagana 1.-12. sept. í síma: 64 1111. Kennsla hefst fóstud. 14. sept. Kennsluönn er 15 vikur, og lýkur með jólaballi. Hinir frábæru SUPADANCE skór fyrir dömur og herra í öllum stærðum og gerðum. FID Betri kennsla - betri árangur. V/SA Samkort Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.