Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1990, Page 27
: SEPTÖMBÉR 1990. asta lögreglumann né lögreglubíl. Og álíka undrandi varö ég á að sjá aldrei áflog né ólæti af nokkrum toga. Hins vegar bar margt skondið fyrir augu, svo sem eins og einn mið- aldra mann sem hafði fengið sér heldur ríflega í stórutána og lá vínd- auður flötum beinum fyrir framan hóp af syngjandi Hjálpræðisher- mönnum. Þetta líktist einna helst útfór þar sem „líkið“ lá kistulaust undir berum himni og engum duttu í hug þau helgispjöll að hrófla við hræinu. Ferðir Skattpíning og hátt verðlag íslendingar kvarta jafnan sáran undan skattpíningu hérlendra yfir- valda og bera sig aumlega undan þungum álögum og verðlagi sem eigi sér varla hhðstæðu. Skattlagning í Færeyjum tekur þó út yfir allan þjófabálk. Þar leyfa yfirvöld sér að taka allt upp í 80% af brúttótekjum manna í skatta og nú er svo komið að margir yngri sjómenn hyggja hreinlega á brottflutning frá eyjun- um af þessum sökum og lái þeim hver sem vill. Svimandi háir tollar á flestum varningi, þó ekki mat, gera það að verkum að verðlag er hátt.' Sem dæmi greiddi ég litlar sjö hundruð krónur fyrir eitt sjampóglas. Allra veðra von Veðurfar í Færeyjum er hreint ótrúlegt. Ef við hugsum okkur að viö séum stödd við meðalstórt fjölbýlis- hús þá gæti sem best verið sólskin neðan við það, svartaþoka fyrir ofan og hellirigning báðum megin. Veðra- breytingarnar eru lyginni líkastar, það jaðrar við að maður þurfi að hafa með sér skjóöu með öllu tegund- um af fatnaði ef maður bregður sér af bæ, því þó ekið sé úr hlaði í glaða- sólskini og undir skafheiðum himni, er eins víst að komin verði súld eða rigning innan nokkurra mínútna. Þjóðlegur matur Matur í Færeyjum er að mínum dómi góður og heimilislegur þó ekki hafi íslendingnum geðjast að ræsta kjötinu þeirra, sem er úldið lamba- kjöt, né heldur skerpukjötinu, sem auk þess að vera úldið er búið að hanga svo lengi að það er orðið þurrt og þess vegna snætt hrátt. En þetta þykir innfæddum hinn mesti spari- matur og neyta hans með græðgi og áfergju. Sjálfsagt er þetta hliöstætt því þegar við úðum í okkur rammkæstum hákarlinum og út- lendingar standa álengdar, halda fyr- ir vit sér og er öldungis ofboðið að verða vitni að ofbjóðinum og villi- mennskunni. Happadrættir og bert afgreiðslufólk Færeyskan er stórskemmtilegt tungumál, að minnsta kosti fyrir okkur íslendinga, sem þreytumst ekki á að grínast með orð sem líkjast íslenskunni en virka sniðuglega af- bökuð. Til dæmis rakst ég á skilti utan á verslun sem á stóð Bert af- greiðslufólk, útstillingu í verslun sem sagði að þar væru seldir happa- drættir, og svo mætti lengi telja. Flestir hafa líka heyrt talað um gildu limina í ríðingafélaginu í Færeyjum. Eins er það margt í íslenskunni sem kemur Færeyingum til að brosa. Ég ráðlegg til dæmis íslendingum að tala aldrei um að þeir æth að fara inn og fleygja sér stundarkorn, né heldur ættu þeir að nefna Moggann. Hvað þetta þýðir á færeysku eftirlæt ég lesendum að finna út á eigin spýtur, ýmissa hiuta vegna. Á að skjóta brúð- gumann? Gestir, sem koma til Færeyja, geta átt von á að lenda í ýmiskonar skemmtilegum atburðum. Einn þeirra sem höfundur þessa pistils lenti í var að vera boðinn í brúðkaup í Kollafirði. Þegar viö höfðum lokið aö búa okkur í viðhafnarfötin og vorum að leggja af stað til kirkju tók færeyskur félagi minn heljarmikla haglabyssu og gerði sig liklegan til að hafa hana meðferðis. Ég varð að Innritun í prófadeild (öldungadeild) Grunnskólastig: Aðfaranám - igildi 7. og 8. bekkjar. Ætlað þeim sem ekki hafa iokið þessum áfanga eða vilja rifja upp. Fornám - igildi 9. bekkjar. Foráfangi á framhaldsskóia- stigi. Framhaldsskóiastig: Sjúkraliðabraut - forskóli sjúkraliða. Viðskiptabraut - 2 vetra nám sem lýkur með verslunar- prófi. Menntakjarni - þrír áfangar kjarnagreina, islenska, danska, enska og stærðfræði. Auk þess þýska, félags- fræði, efnafræði, eðlisfræði o.fl. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla og Laugalækjarskóla. Skólagjald fer eftir kennslustundafjöida og greiðist fyrir- fram í upphafi annar eða mánaðarlega. Kennsla hefst 17. september. innritun fer fram í Miðbæjarskóianum, Fríkirkjuvegi 1, þann 10. og 11. sept. ki. 17.-20. Nánarí fyrirspurnum svarað I síma 12992 og 14106. Skrífstofa Námsflokk- anna er opin virka daga kl. 10-19. 39 Lífsstm Skotið til heiðurs brúðhjónum. 1 m m ] m i [ m m i vonum undrandi og spurði í hálf- gerðu fáti hvað hann hygðist fyrir með vopnið. Hann hefur að líkindum séð áhyggjusvipinn á sviðunum á mér því hann glotti fólslega og sagöi: „Sko, ef ég fæ hana ekki þá fær hana enginn!" Síðan hló hann hjartanlega og útskýrði fyrir mér þann sið í Fær- eyjum að þegar brúðhjónin koma út úr kirkjunni að vígslu lokinni standa menn i hóp fyrir utan og skjóta upp í loftið, brúðhjónunum til heiðurs. Ég verð að viðurkenna að mér létti. Hjónavígslan fór svo fram í gam- alli og ákaflega fallegri kirkju, og síö- an var boðiö til mikillar matarveislu þar sem saman voru komin um þijú hundruð manns. Mikið var um létt ræðuhöld og söng, ég varð að vísu svolítið hissa þegar ég heyrði í einu kvæðinu, sem byrjaði mjög sakleys- islega, að ráðsett og roskið fólk var að syngja um „tittlinga og snípur“. En við nánari eftirgrennslan reynd- ust þetta vera færeysk fuglaheiti, svo frjálslyndi samkomunnar var ekki eins algert og ég af málakunnáttu- leysi mínu hafði ályktað í fyrstu, og ekki var laust við að ég skammaðist min ofurlítið fyrir þankaganginn. Tvö skref til hægri... Að borðhaldi loknu var svo stiginn dans fram undir morgun við undir- leik tveggja ungra manna sem léku eins og fimm manna hljómsveit. Færeyingar dansa þó yfirleitt ekki nema tvær tegundir af dönsum, og gildir þá einu hversu gamalt eða ungt fólkið er. Annar þeirra er fær- eyski dansinn, sá sem áður er getið, og hinn er svonefndur enskur dans. Hann er þannig að tekið er upp „hald“ og stigin tvö skref áfram og eitt afturábak. Alveg er sama hvaða takt lagið hefur, hvort verið er að spila sveitatónlist, sem er vinsælasta tónlist í Færeyjum, eða lambada, diskó eða rokk. Tvö skref áfram og eitt afturábak skal það vera sam- kvæmt reglunni, út af því er ekki brugðið og ekkert kjaftæði! Tveggja vikna ógleymanlegt frí í Færeyjum leið alltof fljótt og eftir nokkra daga heima var ég strax farin að skipuleggja næsta sumarfrí. - Hvar? - í Færeyjum að sjálfsögðu! Helga Guðrún •Í.I.O. . z 0 %. S' imRITUNÍALLA FLOKKA HAFIN! Skírteinaafhending laugardaginn 8. sept. frá kl. 12-14. Iletskóli Báru Símar 83730 og 679988.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.